Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987. Utlönd n>v Garret góði og vasatölvan „Ég lagði fyrir mig stjómmálin af tveimur ástæðum. Til þess að eiga þátt í því að rétta efhahagslíf þessa lands við. Og til þess að reyna að koma á sáttum milli fólks móður minnar og fólks föður míns,“ sagði dr. Garret FitzGerald, annar aðalfram- bjóðandinn í kosningunum í írska lýðveldinu í gær. Faðir hans var kaþólskur og móðir- in mótmælandi en milli þessara tveggja trúarflokka hefur verið hat- rammur fjandskapur frá því á dögum Cromwells og stöðug skálmöld síðan 1922 þegar Bretland klauf írland. Hagfræöiprófessor, lögfræð- ingur og framkvæmdastjóri FitzGerald fæddist í Dublin 9. febrú- ar 1926 og nam hagfræði og lögfræði. Hann heíúr starfað sem hagfræðipró- fessor, lögmaður, og framkvæmda- stjóri hjá irska flugfélaginu Aer Lingus. Talnaleikni hans er viðbrugð- ið og sagt er að frska flugfélagið hafi ekki þurft tölvu fyrr en hann hætti hjá fyrirtækinu. FitzGerald mótaðist mjög af föður sínum. Desmond, sem barðist í írsku uppreisninni 1916, var náinn vinur skálda eins og Yeats og Eliot og gegndi embætti utanríkisráðherra um hríð. Hann er kvæntur Joan O’Farrell og eiga þau hjón þijú böm. Sagt er að hún hafi mikil áhrif á hann. Með vasatölvuna á lofh' Hirrn tölfróði hagfræðingur varð í augum margra landa sinna „prófess- orinn viðutan" eftir að hann varð eitthvert sinn uppvís að þvi að mæta á kosningahátíð í ósamstæðum skóm. Fékk harrn þá um leið, vegna góðlát- legrar framkomu, viðumefhið Garret „góði“. En þegar talið berst að hag- skýrslum og tölum kemur skerpan í ljós og í pólitískum stælum fer jafhan um andstæðingana þegar prófessorinn dregur upp vasatölvuna sína orðum sínum til frekari áherslu. Stutt við stjómvölinn í senn FitzGerald fór inn á hinn pólitíska vettvang sem þingmaður efri deildar 1965 og varð þingmaður Dublinar 1969. 1977 varð hann leiðtogi Fine Gael, breikkaði grundvöli hans og nær tvöfaldaði þingmannatölu flokksins á innan við fimm árum. Fyrsta sam- steypustjóm hans kom til valda 1982 en féll eftir aðeins sjö mánuði vegna strangra efnahagsráðstafana sem hag- fræðiprófessorinn vildi knýja í gegn þvert ofan í ráðleggingar pólitískra ráðgjafa. Önnur samsteypustjóm hans féll í síðasta mánuði, eða fjórum árum síð- Dr. Garret FitzGerakf forsætisráðherra og leiðtogi Fine Gael að tala við kjó- sanda í kjörbúð í Vestur-Dublin í miðjum kosningaslagnum. ar, þegar fjórir ráðherrar Verka- mannaflokksins gengu út úr ríkis- stjóminni vegna sundurlyndis út af niðurskurði á útgjöldum ríkissjóðs til félags- og velferðarmála. Síðari stjómin náði verðbólgunni niður í 3% en atvinnuleysi, skattar og erlendar skuldir fóm upp úr öllu valdi og fólk flúði land. Trúir á samstarf Evrópuríkja FitzGerald trúir einlæglega á sam- stöðu Evrópulanda í gegnum Efna- hagsbandalagið og fór raunar í fótspor föður síns 1973 þegar hann vaið utan- ríkisráðherra í ríkisstjóm Liam Cosgrove sem var forveri hans í for- mannsstóh Fine Gael. Hann talar frönsku reiprennandi. Draumur hans er að sameina Irland og hann náði 1985 samningum við Thateherstjómina sem veitti Dublin- stjóminni ráðgjafahlutverk í málefii- um N-írlands. Þar hefur stjóm FitzGeralds verið talsmaður kaþólska minnihlutans á N-írlandi ('/> milljón manna) svo að á vissan máta hefur sá draumur hans ræst að hluta. Á meðan hann hlaut alþjóðaviður- kenningu fyrfr það framtak hefúr hann heima fyrfr legið undir meiri gagmýni fyrir það að stjóm hans hef- ur ekki telrist að rétta við efhahagslíf- ið. Charies Haughey kallaður Houdini írskra stjómmála Cnarfes Haughey, leiðtogi Fianna Fail-flokksins, á kosningaferðalagi i fiskibænum Killybegs í Donegal-sýslu. Charles Haughey. annar helstu oddvi- tanna í kosningunum á írlandi í gær, er stundum líkt við töframanninn Houdini. Eins og kötturinn er sagður hafa níu líf, þá hefúr Haughey verið enn lífseigari í pólitíkinni. Það hefúr reynst alveg sama hversu illa hefúr sýnst komið f\TÍr honum. Alltaf hefúr harrn risið upp úr öskunni aftur og engin fúrða þótt Irum þyki það göld- rum líkast. Harrn var með yngstu ráðherrum sem sæti hafa tekið í ríkisstjóm Irska lýðveldisins þegar hann neyddist til jiess að víkja úr ráðherrastólnum árið 1970 upp úr stórhneyksli þar sem hann hafði verið orðaður við vopnasmygl til Norður-írlands. Það tók Haughey nær áratug að rísa upp úr þeirri ösku og varð þá formaður Fianna Fail-flokksins 1979. Síðan hefúr harrn orðið að standa af sér hvert hneykslisólagið af öðm og hefúr mátt hafa sig allan við til þess að halda formannsembættinu, svo harða hríð sem keppinautar hans hafa gert að honum. Conor Cruise OBrien, pólitískur andstæðingur hans, sagði eitt sinn að þótt hann sæi Haughey stjakrekinn í hjartastað á krossgötum um miðja nótt mundi hann samt ekki þora að sleppa hendi af Saltaranum. Milljónamæringur með hygg- indi bóndans Haughey, sem er fyrrverandi bók- ari, varð milljónamæringur og heldur sig ríkmannlega. Hann býr á sinni einkaeyju, á einkaþyrlu og veð- hlaupahesta sem er ekki á færi neinna fátæklinga. Þó kemur hann alþýðlega fyrir og þykir hygginn eins og í þjóð- sögunni, bóndinn sem sér við véla- brögðum borgarbúans. Faðir hans tók þátt í sjálfstæðis- baráttu íra með írska lýðveldishem- um (ERA) gamla. Haughey fæddist 16. september 1925. Hann er kvæntur dóttur Sean Lemass, fyrrum forsætis- ráðherra, og eiga þau hjón eina dóttur og þijá syni. Einn sonanna var í fram- boði í Dublin fyrir Fianna Fail. Haughey er harðsoðinn lýðveldis- sinni eins og hann á kyn til og hann var fljótur að fordæma samninginn sem erkiandstæðingur hans, Garret FitzGerald (hinn aðaloddvitinn í kosningunum) forsætisráðherra gerði 1985 við Thatcherstjómina til þess að Dublinstjómin fengi ráðgefandi hlut- deild í málefhum Norður-írlands. Síðan hefúr afstaða Haugheys mildast til samningsins. Bendlaður við vopnasmygl til IRA Norður-Irland hafði raunar nær komið Haughey á kné 1970 þegar hann var ákærður um hlutdeild í sam- særi um vopnasmygl til írska lýðveld- ishersins sem berst gegn yfirráðum Breta á N-írlandi. Þá lá við borð að borgarastyijöld væri á N-írlandi. Þótt Haughey væri sýknaður af ákærunni neyddist hann til þess að segja af sér sem fjármálaráðherra og nánast hvarf af stjómmálavettvangi um hríð. En tímann nýtti hann til þess að rífa sig úr launþegastéttinni upp í flokk milljónamæringa. Árið 1979 hafði honum svo tekist að klóra sig aftur upp hinn pólitíska stiga og settist í forsætisráðherrastólinn þegar Jack Lynch sagði af sér. Fall og upprísa Eftir mjög harða og tvísýna baráttu innanflokks um leiðtogasætið í Fianna Fail (flokkur „Örlagastríðs- manna") við George Colley fyirmála- ráðherra vann Haughey formannskjö- rið með aðeins sex atkvæða mun. Og ekki hafði hann setið við völd nema í sautján mánuði þegar gæfú- hjólið snerist á ný. Kjósendur höfhuðu manni sem hafði mistekist að rétta við efnahagslífið, lamað af óðaverð- bólgu, hrikalegum skuldum við útlönd og atvinnuleysi. En Haughey leiddi Fianna Fail aftur til sigurs í febrúar 1982 þegar tveggja flokka stjóm (Fine Gael og Verka- mannaflokkurinn) FitzGeralds féll vegna óvinsælda skattbreytingaráætl- unar sem fól í sér að leggja skatt á bamaskó. Hvert hneykslið rak annað En innanflokks óx óánægjan þar sem 20 brotthlaupsmenn reyndu að velta honum tvívegis úr sessi. Síðan rak hvert hneykslið annað. Patrick Connolly dómsmálaráð- herra neyddist til þess að segja af sér þegar maður, sem lögreglan hafði grunaðan um tvö morð, fannst í íbúð ráðherrans. - Kosningastjóri Haug- heys var sakaður um að hafa greitt tvívegis atkvæði í sömu kosningun- um. I nóvember 1982 tapaði stjóm Haug- heys í atkvæðagreiðslu um vantraust í þinginu og FitzGerald kom aftur til valda. Nýja stjómin sagði að hleraðir hefðu verið símar tveggja blaðamanna og segulband lögreglunnar hafði verið notað til þess að hljóðrita (í heimildar- leysi) samtal blaðamanns við brott- hlaupsmann úr Fianna Fail-flokknum. Rokksklofningur 1983 stóð Haughey af sér enn eina atlögu að formannssetu hans og aftur gustaði um hann 1985 þegar einn kep- pinautanna innan flokksins, Desmond O’Malley, klauf sig út úr flokknum og stofnaði með öðrum brotthlaups- mönnum nýjan flokk, Progressiv Democrats (Framsóknar-krata). En til þessara kosninga gekk hann þó sem óumdeilanlega leiðtogi Fianna Fail. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.