Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1987. 11 Utlönd STERKIR TRAUSTIR Vinnupallar írá BRIMRÁS Kaplahrauni 7 65 19 60 Oeirðir é Gazasvæðinu Aö minnsta kosti sautjón marins særðust vegna steinkasts og skothríð- ar á vesturbakka Jórdan og Gaza- svæðinu en þar var efnt til mótmælagöngu gegn Israelsmönnum í gær. Að þvi er sagði í fréttum ríkisút- varpsins i ísrael urðu ísraelskir borgarar fyrir steinkasti og skutu þeir og særðu fimm araba. Þrír Palestínu- menn særðust þegar ísraelskir her- menn skutu ó þá eftir að hafa orðið fyrir steinkasti. Hermenn særðust er kastað var grjóti i bíl þeirra. Einnig særðist ferðamaður er grjóti var kast- að í strætisvagn. Kisi í tannlæknastólnum Að stinga hendinni i gin Ijónsins þykir engum fýsilegt og ekki heldur þótt það sé nær 300 kilóa tígrisdýr frá Siberiu, en tveir tannlæknar i Los Ange- les létu sig hafa það og þó ekki fyrr en þeir voru búnir svæfa kisu. Auðvitað var það ekki að gamni sinu gert, heldur rak ill nauðsyn þá til. Þurfti að taka tönn úr „Reesha“, átta vetra Siberiutigur, og á myndinni hér fyrir ofan sjást þeir félagar vinna að aðgerðinni. Simamynd Reuter KAUPMENN - INNKAUPASTJÓRAR KLETTA- KJÚKLINGUR ER KJARABÓT! HEILDSÖLUSÍMI 21194 Franskir hermenn koma matvælum og lyfjum fyrir i flutningavél sem halda á til Libanon. Simamynd Reuter Götubardagar 75 þúsund í hættu vegna kjamorkuslyss Slysið i kjamorkuverinu í Chemo- byl í apríl síðastliðnum getur haft í för með sér að sjötiu og fimm þúsund manns deyi úr krabbameini næstu fimmtíu árin. Það er bandaríski sérfræðingurinn Robert Gale sem kemur með þessa ágiskun en hann var yfirmaður læknaliðsins sem framkvæmdi aðgerð- ir á fómarlömbum Chemobylslyssins. Telur Gale að krabbameinstilfelli vegna slyssins verði á milli fimm þús- und og hundrað og fimmtíu þúsund um allan heim og að helmingur þeirra leiði til dauða. Þau lönd sem verst verða úti fyrir utan Sovétríkin em Pólland, Þýska- land og Italía. samkvæmt áliti sér- fræðingsins. Götubardagar geisuðu í Beirút í gærkvöldi er Amal-shitar réðust á kommúnista í annað sinn á sólar- hring. Sökuðu Amal-shitar drúsa um að standa að baki kommúnistum en drúsar sögðust ekki hafa tekið þátt í bardögunum. Fréttir herma að nokkrir hafi fallið og særst i bardögunum en ekki voru gefnar upp neinar tölur. Skotið var á sjúkrabíl nálægt bandaríska sjúkrahúsinu og lést einn starfsmað- ur Rauða krossins og annar særðist alvarlega. Að sögn vitna loguðu eld- ar í nokkrum húsum og einnig hafði verið kveikt í bílum. A sunnudaginn létust fimm manns og tuttugu og átta særðust í átökum milli Amal-shita og kommúnista. Þrátt fyrir að umsátrinu um flótta- mannabúðirnar í Líbanon hafi' að hluta til verið aflétt er ástandið enn mjög alvarlegt. Yasser Arafat. leið- togi Frelsissamtaka Palestínuaraba. sagði að Amal-shitar væru enn að revna að svelta fólk í flóttamanna- búðunum. Sagði Arafat að Amal- shitar hefðu hindrað alla matvæla- Palestínskar konur með brauð i poka sem þær urðu sér úti um eftir að þeim var leyft að yfirgefa flóttamannabúðirnar til matarinnkaupa. Simamynd Reuter flutninga til búðanna nálægt Shatila. Einnig hefðu Amal-shitar stolið mat og lyfjum sem flytja átti til flóttamannabúðanna. Sakaði Arafat Sýrland og Amal-shita um að reyna að hrekja Palestínumenn. sem taldir eru vera um þrjú hundruð þús- und talsins. frá Líbanon til Jórdaníu og annarra landa. áfiram í Beirút

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.