Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987.
13
Er borgarsjóður eign borgarstjóra?
Á undanfömum árum hafa tekjur
borgarsjóðs aukist verulega að
raungildi. Ef tekið er mið af tekjum
ársins 1983 og þær framreiknaðar til
ársins í ár, kemur í ljós að tekjur
borgarsjóðs hafa aukist um 1,4 millj-
arða að raungildi á þremur árum.
Þessi tekjuaukning á rót sína að
rekja til eíhahagsaðgerða ríkis-
stjómarinnar á árinu 1983, ekki síst
þeirrar niðurgreiðslu á verðbólgunni
sem þá var lögð á herðar launafólki
í formi stórfelldra kjaraskerðinga.
En það er lengri og flóknari saga
en svo að hún verði öll sögð hér.
Niðurstaða alls þessa er hins vegar
sú að lækkandi verðbólga hefur skil-
að borgarsjóði góðæri í formi
aukinna tekna rétt eins og óðaverð-
bólgan skapaði honum erfiðleika í
formi lækkandi tekna. Þá tapaði
borgarsjóður á því að fá útsvörin
greidd eftir á af tekjum næstliðins
árs, nú hagnast hann á því. Þrátt
fyrir að álagningarhlutfall útsvara
hafi lækkað úr 11,88% á árinu 1983
í 10,2% á þessu ári hefur sú lækkun
ekki haldið í við minni krónutölu-
hækkanir á laun og lækkandi
verðbólgu. Þetta gengur ýmsum erf-
iðlega að skilja enda íslendingar
vanari að hugsa eftir verðbólgu- en
verðhjöðnunarbrautum.
Goósögnin
Einmitt vegna þessa hefur verið
mjög auðvelt fyrir sjálfstæðismenn
að búa til goðsögnina um góðu fjár-
málastjómin;.. Þeir hafa haldið því
fram bæði leynt og ljóst að peninga-
vit og „skattalækkunarstefna"
þeirra hafi átt drýgstan þátt í því
óðæri sem borgarsjóður býr nú við.
þessu er auðvitað innbyrðis mót-
sögn vegna þess að þetta tvennt
getur í besta falli leitt til hagkvæmni
í rekstri en ekki til aukinna skatt-
tekna. Staðreynd málsins er sú, að
útsvarsálögur á Reykvíkinga em
engu minni nú en áður og fjármála-
stjóm sjálfstæðismanna gengur
svona upp og ofan - aðallega þó ofan.
Það sem einkennt hefur fjármála-
stjóm þeirra öðm fremur er að þeir
hafa lagt allt kapp á ákveðnar fram-
KjáOarmn
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
borgarfulttrúi Kvennalistans
kvæmdir á hverjum tíma og beint
stærstum hluta þess fjármagns sem
þeir hafa haft til ráðstöfunar í þær
framkvæmdir. Út af fyrir sig er þetta
ekki vitlaus fjármálapólitík en því
miður hafa sjálfstæðismenn verið á
slíkum villigötum í verkefnavali að
engin leið hefur verið að fylgja þeim
að málum.
Veruleikinn
Á ámnum 1983 og 1985 vom
gatnagerðarframkvæmdir gælu-
verkefni þeirra en fjármálapólitíkin
gekk ekki betur upp en svo, að bæði
árin safnaði borgarsjóður umtals-
verðum skuldum, sérstaklega árið
1983. Skuldasöfnunin það árið gerði
það að verkum að framkvæmdageta
borgarinnar var í algjöru lágmarki
á árinu 1984. Ennþá er fjármála-
stjómin álíka brokkgeng því á
síðasta ári var hallinn af borgarsjóði
284 milljónum meiri en áætlað hafði
verið. Borgarspítalinn á þama stór-
an hlut að máli en hallinn af honum
hefur hingað til fengist greiddur af
ríkinu. Tvö gæluverkefni borgar-
stjóra hafa ekki síður reynst frek til
fjárins en það em afmælishátíð og
Borgarleikhús. í þessu tilviki em
þetta raunar tvær greinar af sama
meiði, því borgarstjóri réttlætir
fjárausturinn í Borgarleikhúsið með
framkvæmdum í tengslum við
tæknisýninguna sem þar var haldin
í tilefiii afmælis.
Og dýrt er drottins orðið því beinn
kostnaður vegna afmælishaldsins fór
41 m. kr. fram úr áætlun á síðasta
ári og Borgarleikhúsið 45 m. kr. Á
fjárhagsáætlun síðasta árs vom 75
m. kr. ætlaðar í Borgarleikhúsið en
þegar upp var staðið í lok árs vom
þær orðnar 125. Þessi eina fram-
kvæmd fór því um 66% fram úr
áætlun. Til samanburðar má geta
þess að það var brottrekstrarsök
Sturlu Kristjánssonar fræðslustjóra
að fara 3-4% fram úr því sem fjárlög
ætluðu fræðsluumdæmi hans. Upp-
hæðin sem var umfram nam 11-12
m. kr. Samanborið við 45 m. kr. í
því tilviki sem hér um ræðir.
Óþolandi vinnubrögð
Það er auðvitað huggun harmi
gegn að Borgarleikhúsið er hin
ágætasta menningarstofnun en hitt
er algerlega óþolandi að þetta skuli
hafa gerst án þess að borgarráði
væri gert viðvart. Og það í nefnd sem
er undir forystu borgarstjóra, eins
og bygginganefnd Borgarleikhúss-
ins. í því sambandi er rétt að hafa
það hugfast að borgarstjóri er fram-
kvæmdastjóri borgarinnar og á
lögum samkvæmt að sjá til þess að
ekki sé ávísað úr borgarsjóði fjár-
hæðum sem engar bindandi sam-
þykktir eru til um. Einu aðilamir
sem geta bundið borgarsjóði fjár-
hagsbagga eru borgarráð og borgar-
stjóm og þessi „aukafjárveiting"
borgarstjóra kom aldrei til þeirra
kasta. Það er því skoðun mín að
borgarstjóri hafi farið þama gróflega
út fyrir sitt valdsvið og er ég hrædd
um að í tilviki sem þessu væri farið
að hitna illilega undir óbrejttum
embættismönnum hins opinbera sem
ekki tilheyra þungavigtarliði Sjálf-
stæðisflokksins.
Þetta dæmi um Borgarleikhúsið
sannar það sem ég og fleiri hafa
stundum haldið fram að borgarstjóri
og sjálfstæðismenn líta nánast á
borgina sem sitt einkafyrirtæki.
Þetta lýsir forræðishyggju sjálfstæð-
ismanna í hnotskum. Forræðis-
hyggju sem fjölmiðlar og §öldi
Reykvikinga er orðinn svo sam-
dauna að það virðist ekki snerta þá
þó svona sjálftaka í borgarsjóði við-
gangist. Nú em þrjár vikur liðnar
frá því vakin var athygli á þessu
máli í borgarstjóm og viðbrögðin
hafa verið sáralítil.
Ný gæluverkefni
Vegna þeirrar tekjuaukningar
borgarsjóðs sem lýst var hér í upp-
hafi greinarinnar og þess aukna
svigrúms sem hann þ.a.l. nýtur. hefði
mátt ætla að umtalsverðu fé vrði
varið til félagslegra framkvæmda á
næsta ári. Framkvæmda sem fyrir-
séð er að munu kosta verulega
fjármuni á næstu árum ef menn á
annað borð vilja standa þar vel að
málum. Þessu er hins vegar ekki að
heilsa heldur á að nýta góðærið í
ný gæluverkefni s.s. fyrirhugaða
ráðhúsbyggingu. byggingu bíla-
geymsluhúsa, kaup á ýmsum fas-
teignum. lóðakaup i tengslum rið
nýjar skipulagstillögur að Skugga-
hverfi og miðbænum og svona mætti
lengi telja. Það er mjög sláandi að
framlagið til slíkra fasteigna er áætl-
að 338,5 m. kr. en á árinu 1986 var
það u.þ.b. 74 m. kr. Hefur það því
vaxið um 385% milli ára og munar
um minna.
Þetta framlag, þ.e. 338,5 m. kr. er
nánast jafnhátt og allt framkvæmd-
afé borgarinnar á næsta ári til
skólabygginga, dagvistarheimila,
Borgarbókasafiis, stofhana aldraðra.
æskulýðsmála, heilbrigðismála og
leiguíbúðá. Þetta nær auðvitað ekki
nokkurri átt og þvi lögðu borgarfull-
trúar stjómarandstöðunnar i borg-
arstjóm til að verulegar áherslu-
breytingar vrðu gerðar á
fjárhagsáætluninni. Við stóðum öll
saman að nimlega 70 tillögum sem
höfðu það að markmiði að auka og
bæta verulega félagslega þjónustu í
borginni.
Góðærið til launafólksins
í tillögugerð okkar höfðum við að
leiðarljósi að nýta góðærið í fjármál-
um borgarinnar til þess að gera
sérstakt átak i dagvistamálum. mál-
efnum aldraðra sem og í leiguíbúða-
málum borgarinnar. Þá vildum rið
tn’ggja að ekki yrði látið sitja \nð
orðin tóm i launamálum kvenna
heldur varið ákveðinni fjárhæð til
að standa straum af kostnaði vegna
endurmats á kvennastörfum. Við
vildum með öðrum orðum skila
launafólki aftur. í foimi félagslegrar
þjónustu. hluta af þeim öármunum
sem hafa verið frá því teknir í formi
kjaraskerðinga á undanförnum
ánim. Það er út af fyrir sig engin
sérstök velgjörð því góðærið er frá
þessu fólki komið.
Allt tal um góða fjármálastjóm
sjálfstæðismanna í borginni er ekki
annað en goðsögn sem hefur haldið
liftórunni vegna þeirra sérstöku að-
stæðna sem ríkt hafa í samfélaginu
á undanförnum ánrm. Er löngu
tímabært að vitiborið fólk kasti
henni fyrir róða og reyni að átta sig
á því hvað er óskhyggja og hvað er
veruleiki.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
„Einu aðilarnir sem geta bundið borgar-
sjóði fjárhagsbagga eru borgarráð og
borgarstjórn og þessi ,,aukafjárveiting“
borgarstjóra kom aldrei til þeirra kasta.“
Gullfóturfátækra húsbyggjenda
„Það er verið aö tala um að vinnutími, eignir og heilsa þeirra sem
hafa skrifaö upp á lánskjaravisitölubréf standi i veði fyrir virði fjármagns
i landinu."
Fyrr á þessari öld var peningum
jafnað til gullverðs en gull þótti
tryggara til að halda verði sínu en
flest annað. I því sambandi má nefna
að þegar Franklín Roosewelt hóf
uppbyggingu eftir kreppuna miklu
þá lækkaði hann dollarann með til-
liti til gulls. Það mun hins vegar
hafa verið í tíð Nixons að gengi doll-
ars var endánlega tekið úr sambandi
við gullverð. En þessi trygging á
verði seðla var kölluð gullfótur
þeirra.
Hinn nýi gullfótur
Hér á íslandi hefur verið fram-
kvæmd tilraun í peningamálum sem
manni virðist að enginn taki eftir.
Þessi tilraun er að láta alla þá sem
skrifa upp á lánskjaravísitölubréf og
önnur jafngild skuldabréf bera
ábyrgð á viðhaldi á verði peninga í
samkeppni við þá sem vilja gera þá
verðlausa með ýmsum efnahagsað-
gerðum.
Nú fór í verra, hvað er maðurinn
að tala um?
Það er verið að tala um að vinnu-
tími, eignir og heilsa þeirra sem hafa
skrifað upp á lánskjaravísitölubréf
standi í veði fyrir virði fjármagns í
landinu. Og síðan streitast önnur öfl
við að gera peninga verðlausa með
fáránlegri fjárfestingu og eyðslu i
óþarfa hluti. Og tapið á þeim hlutum
eiga svo þeir sem skrifað hafa upp á
vísitölubréf að borga.
Hvernig þetta fer fram
Hugsum okkur að byggð sé virkj-
un sem engan vantar. En það verður
einhver að borga hana. Og það heför
verið slegið fyrir þessari virkjun í
Kjallaiinn
Þorsteinn
Hákonarson,
formaður landsnefndar BJ
erlendu fé. Til þess að geta borgað
hana þá þarf orkusölufyrirtækið
hækkun á orkutaxtanum sínum. En
gætið nú að, þessi hækkun er í ís-
lenskum krónum. Fyrir þessar
íslensku krónur kaupir orkusölufyr-
irtækið erlenda peninga. Til þess að
hækkunin á orkusölutaxtanum
komi að tilætluðum notum þá verður
að halda verði á gjaldeyri niðri, ann-
ars þarf að hækka orkusölutaxta
mánaðarlega. En hvað þýðir það?
Það þýðir að tekið er af tekjum út-
flutningsatvinnuvega og í raun tekið
af tekjum þjóðarinnar til þess að
borga vitlausa íjárfestingu. En þegar
verði á erlendum gjaldeyri er haldið
niðri þá verður að koma í veg fyrir
að almenningur kaupi þennan gjald-
eyri í samkeppni við orkusölufyrir-
tækið. Og það er gert með því að
lækka kaupið. Aðferðin er sú að taka
vísitölubætur á laun úr sambandi.
Við það lækka launin og almenning-
mr dregur neyslu sína saman til þess
að orkusölufyrirtækið komist til að
borga rangfjárfestingar sínar. En
lánastofnanir og lífeyrissjóðir eiga
að halda sínum verðmætum. Það er
gert með þvi að láta þá sem skulda
bera ábyrgðir eins og þeir hefðu
ekki orðið fyrir launaskerðingu. Til
þess að koma þessari ábyrgð á fólk
er sett vísitala í skuldabréfin þannig
að þetta fólk, sem skrifar upp á vísi-
tölubréf, á að halda við virði þeirra
peninga sem það fékk lánaða. En
nú gerist annað. Vegna lækkunar á
launum lækkar verð á íbúðarhús-
næði. Það þýðir að skuldir aukast
umfram veð í eignunum. Og allt í
einu stendur fólk. sem skrifað hefur
upp á vísitölubréf. uppi eignalaust.
Og þá kemur fógetinn og rukkarar
á miklum launum og býður upp.
Nettó niðurstaða: Fólk, sem skrifar
upp á vísitölubréf ber ábvrgð á við-
haldi peninga í landinu en þeir sem
eiga peninga bera enga ábyrgð á
virði þeirra og þurfa ekki að bera
byrðar vegna sóunar og vitleysu.
Tilraun Alþjóðabankans?
Þetta er í reynd tilraun Alþjóða-
bankans á okkur. Þvi víkur þannig
við áð hann krefst þess að Lands-
virkjun skili hagnaði, hvað sem öðru
líður. Hann krefst þess að við skul-
um bera ftdla ábyrgð á erlendu
sparifé og ríkisstjómin og Seðla-
bankinn halda á málum þannig að
láta fara fram eignaupptöku hjá því
fólki sem skrifar upp á vísitölubréf
til þess að standa við það. Þannig
er þetta fólk, sem skrifar upp á vísi-
tölubréf. orðið að gullfæti fyrir
pólitík Alþjóðabankans.
Athugandi fyrir alþjóðleg fag-
félög
Þetta peningaskipulag virðist ætla
að revnast vel til þess að tryggja
eignir á Islandi. Kannski em það
peningamenn. sem hugsa í fræðum
Marx um virðisauka vinnunnar. sem
hafa ftindið gidlfót í vísitölukvöðum
á lántakendum þannig að sá sem
skrifar upp á slík skuldabréf ber
ábyrð á virði íjármuna. En þeir sem
hafa aðstöðu til þess að ráða lögum
geta sóað og fjárfest með því að láta
sérstakan hóp bera ábyrgðina í
gegnum flókinn vef?
Það er athugandi fyrir fagfélög
víða í vestrænum heimi að senda
hingað hagfræðinga sína til þess að
skoða þetta trikk og lýsa því til þess
að koma í veg fyrir slvs annars stað-
ar.
Merkileg tilraun í peninga-
pólitík
Hér heftir farið fram merkileg til-
raun í peningapólitík. Það verður
að ætla að Alþjóðabankinn. sem
sendir sérfræðinga sína hingað. viti
vel af þvi sem er að gerast en geri
ekkert í því. Þetta er því gert með
þeirra samþykki. Þessi tilraun er nú
komin á fógetastigið, það er að segja
nú er komið að uppboðum. Þar sem
um meðvitaða peningapólitík er að
ræða þá er hér um að ræða eignar-
rán aldarinnar og eitthvert stærsta
trúnaðarsvikamál sinnar tegundar.
Það þarf ekki að frýja þeim i Al-
þjóðabankanum vits, þeir vita vel
og líkar vel. En það kemur að því
að þeirra þáttur í þessu verður
rannsakaður.
Þorsteinn Hákonarson