Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRUAR 1987.
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
[
[
I
[
I
I
I
I
I
[
[
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
J
17 -
I
Iþróttir
„Ljóshærði risinn
- er einn besti handknattieiksmaður heims, segir Worid Handbalí Magazine um Kristján Arason
I nýlegri grein í hinu virta tímariti
World Handball Magazine ber þýski
blaðamaðurinn Hans-Jurgen Kroggel
mikið lof á Kristján Arason og jafn-
framt á íslenska handknattleikslands-
liðið í heild: „íslendingamir skópu sér
vinsældir með leikstíl sínum á heims-
meistaramótinu í Sviss," segir hann í
greininni, „bestur á meðal þeirra var
þó Kristján Arason."
Kristján Arason er nú án efa einn
þekktasti handknattleiksmaður
heims. Hann var einn af burðarásum
íslenska landsliðsins á ólympíuleikun-
um í Los Angeles og vakti þá þegar
heimsathygli. Afrek Kristjáns þar
reyndust þó aðeins forspil að stóbrot-
inni frammistöðu hans á HM í Sviss.
í áðumefndu hefti hins heimskunna
tímarits, World Handball Magazine,
fléttar greinarhöfundur viðtali við
Kristján saman við eigin álitsgerð á
íslenskum handknattleik og á afrekum
Kristjáns á þessum stórmótum.
„Kristján Arason var ein af stjömum
heimsmeistaramótsins í Sviss, segir
Kroggel í greininni. „Hann lék að visu
vel á ólympíuleikunum í Los Angeles
en í Sviss fór hann svo sannarlega á
kostum. Sérkenni Kristjáns em lang-
skot eftir uppstökk sem riða af við
allflestar aðstæður, jafnvel úr að-
þrengdri stöðu. Kristján er ljóshærður
risi sem leitar sinna eigin leiða til sig-
urs.“
Kroggel leggur mikla áherslu á
manngæsku Kristjáns í þessari grein
og jaínframt á sigurviljann sem eitt
hans beittasta eðli. Hann segir Kristj-
án hafa gengið til liðs við VFL Hameln
til þess eins að vinna liðinu sæti í
Bundesligunni. Jafiiframt segir hann
atvinnumennsku Kristjáns þátt í
þeirri ætlun hans að koma íslenska
landsliðinu að sem mestum notum,
bæði vegna tíðari æfinga og aukinnar
reynslu.
Kroggel segir nú draum Kristjáns
að sigra í Bundesligunni og standa sig
vel með íslenska liðinu á ólympíuleik-
unum í Seoul. Hann segir slíkt vel
mögulegt því styrkleiki Kristjáns sé
fólginn „í þeim eiginleika að lesa vel
leiki og taka áhættu. - Skot hans eru
jafnframt föst,“ segir Kroggel, „og því
er Kristján án efa einn besti leikmað-
urinn í íþrótt sinni."
Þessari fullyrðingu sinni til stuðn-
ings lætur Kroggel fylgja álit Bogdan
Kowalczyk landsliðsþjálfara á „Ijósa
risanum“ sem hefur gert veg íslenska
handboltans mikinn á síðustu misser-
um:
„Kristján fer að öllum mínum ráð-
um. Hann hefur mikið keppnisskap
og gerir andstæðingnum marga skrá-
veifu með sérstæðum langskotum.
Kristján hangir nefnilega lengi vel í
loftinu áður en hann lætur skotið ríða
af.“
Kroggel bendir réttilega á marg-
þættan vanda íslenska liðsins í tengsl-
um við þá leikmenn er leika með
erlendum félagsliðum. Hann styrkir í
þessu sambandi mál sitt með orðum
Kristjáns:
„Við höfum átt í hinum mesta
vanda,“ hefur Kroggel eftir honum,
„við að leysa leikmenn undan skyldum
frá félögum sínum og fá þá þannig
heim í landsleiki eða á mót.“
Það er bersýnilega trú Kroggel að
þessi vandi standi hvorki Kristjáni né
íslenskum handknattleik fyrir þrifum.
Hvort sú trú Krogger sé rökvís kemur
í ljós í Seoul en fram að viðburðinum
mikla þar á bæ verða handknattleiks-
unnendur hérlendir að styðja við
landslið sitt og vona það besta. JÖG
M£H'S A VVOKíö CHAAíf’fONSHK íH SWÍT281AM0
KRISTIAN
ARASON
Kri&tjxm wm &*ve
«rf íh» sh*r* «rf ífeí? WarU
CfawitftÍMuhiiM ín Swrtí-
Me-hri tíiayttd t&a~
Oiyw»pi* iahrtvam&tti í«
Lw A«r®wíies, thb i‘m.e
fee xetMy tume * e iha
Mwe. Hu 41 jrf
« w»c««rf hi ytrfrtíert
úxih pittce fw
nwtöírf eúíima&h
f«w tíwnexi
Öfymiwo ín 194®.
v NAHS-rismm Kmxnm.
hþm&tbwa. ivíik'li in-
irtw 'r&fítas mw tWfi
»h<xr Ut-nStr prtA»Wi
Íhí icrhMíöm ;
iwwtt frtíwSs
vrisb ibúi tíví J*
stuutmf <*S tfa*
ihe VVwStf
OwiHpÓMWftRí.V
iÞwrfwjí S««MRC.VI
tfemaivSu-swjiu
.\nvt& fkti'j
LOND
GIANT
lAfillfC
wim
• Kristján Arason, Ijósi risinn, lofaður í hástert í hinu virta timariti World Handball Magazine.
• Per Skárup í landsleik gegn Norðmönnum sem Danir unnu, 20-18. Skárup
og Morten Stig Christensen gegna lykilhlutverki í dönsku vörninni.
„Er kominn heim“
- Stefán Arnarsson aftur til KR
„Já, það má eiginlega segja að ég
sé komin heim með því að skipta
vfir í KR.“ sagði Stefán Arnarsson
markvörður í samtali við DV í gær-
kvöldi. Stefán hefur leikið með Val
á undanförnum árum en er uppalinn
KR-ingur eins og flestum er kunn-
ugt. Hann ákvað fvrir stuttu að
skipta um félag og í gær varð ljóst
að það yrðu KR-ingar sem hrepptu
piltinn. Hann mun því keppa við
félaga sinn og nafna. Stefán Jóhann-
esson. imi markvarðarstöðuna hjá
þeim röndóttu í sumar.
„Þetta er búið að vera nokkum
tíma í bígerð. ég hef aðeins verið að
bíða eftir réttum tima til að ganga
frá þessu. Mér líst vel á hlutina hjá
KR. Ég hef að vísu aldrei æft undir
stjórn Gordon Lee en mér skilst að
það sé látið vel af honum. Mig
minnir að það hafi verið Hólmbert
sem þjálfaði hjá KR síðast þegar ég
var þar." -SMJ
•Stefán Arnarsson.
• Michel Plalini.
Platini í
bílslysi
Franski landsiiðsfyrirliöinn í
knattspyrnunni. Michel Plátini.
slapp ómeiddur úr árekstri á laug-
arclagskvöld - bíll hans rann til ó
hálku og lenti á híl serh var kyrr-
stæður. Fjölskvlda Platini vur í hi)
hans. Eiginkona hans. Christel, og
dóttirin. Marine. meiddust lítil-
lega. Michel og sonur hans ungi.
Laurent. sluppu báðir ómeiddir.
Platini og gþlskylda hans voru á
heimleið í Torino eftir að hafa
snætt á yeitingahúsi fym um
kvöldið. -hsím
5 milljónir til
barna með
krabbamein
Atli Hflinaxsacax, DV, Þýskalandi:
Michael Riunmenigge skoraði
sigunnarkið fvrir Bayern Mun-
chén gegn Werder Bremen í ¥
ágóðaleik liðanna hér í Vestiu-
Þýskalandi um helgina. Allur
ágóði af sölu aðgöngumiða rann
tií bama sem þjást af krabbameini
og boi-guðu 11 þúsund áhorfendtu-
sig inn á leikinn. Heildarupph.eð-
in. sem rann til bamanna. nam um
5 milljónum íslenskra króna. Þess
má geta að leikmenn áttu tvö
stangarskot í leikntim.
-SK.
Skárup er bjartsýnn
fyrir B-keppnina
- og telur að Dönum gangi vel á Ítalíu
í dag hefst B-keppni heimsmeistara-
mótsins í handknattleik á Ítalíu. Þar
em meðal keppenda frændur okkar
Danir. Þeir mæta ekki bjartsýnir til
leiks því gengi landsliðs þeirra hefur
verið ákaflega dapurt að undanfómu.
Þó fannst Dönum rofa til í svartnætt-
inu þegar tókst að vinna sigur á Svíum
og Norðmönnum í síðustu leikjum íyr-
ir B-keppnina nú i síðustu viku.
Bjartsýnismenn vildu taka það sem
dæmi um að danska liðið yrði ef til
vill í formi á réttum tíma en Leif Mikk-
elsen hefur verið einstaklega lagin við
að ná_því besta úr liði sínu á réttum
tíma. í Danmörku hafa þó fjölmiðlar
keppst við að vara fólk við því að
búast við neinu af liðinu. Einn er þó
sá maður sem vill leyfa sér að vera
bjartsýnn og það er Per Skárup.
„Verðum ekki í B-riðlinum
áfram“
„Ég er bjartsýnn á að við náum sam-
an á.ítalíu. Ég vil ekki trúa því að
jafnsjóaður mannskapur og nú leikur
í danska liðinu geti ekki unnið sig upp
úr B-riðlinum. Miklivægast er að auka
breiddina í sóknarleiknum - í nútíma-
handknattleik verða allir að vera með.
Við verðum að spila ágengan hand-
knattleik og þá smellur þetta saman,"
sagði Skárup sem er ætlað lykilhlut-
verk í varnarleiknum. -SMJ
Lánu EKKI
STRFITI1 STYTTA
Að ná tökum á
streitu á átta dögum
Námskeið sem stuðlar að betra og
heilbrigðara lífi.
Þetta námskeið mun:
• Hjálpa þér til þess að uppgötva streitu-
gjafa i lifi þinu.
• Veita þér aðstoð við að ná tökum á steitu
i daglegu lifi þinu.
• Kynna þér aðferðir til að fást við orsakir
streitunnar.
• Lýsa fyrir þér lifsstil sem leiðir til heil-
brigðs lifs.
Timi: þriðjudags- og fimmtudagskvöld 17.
febr.-12. mars kl. 20.00-22.00.
Staður: Ingólfsstræti 19.
Þátttökugjald og efnisgjald: kr. 2.000,00
innritun og nánari upplýsingar í síma: 13899 á skrifstofutima, 75738 á kvöldin.