Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Page 28
Ólyginn
sagði...
hefur átt í vandræðum með
stóðhestana sína. Hún dreif í
því að senda flokka af geitum
inn í girðinguna til þeirra og
velta menn nú forviða fyrir sér
hvað liggi að baki aðgerðinni.
Stóðhestarnir tólf voru eitthvað
órólegir greyin - en það vefst
fyrir jafnvel helstu hestasálfræð-
ingum að finna út hvernig
geiturnar geta verkað róandi á
flokkinn. Kannski þrengslin
haldi þeim á mottunni - ekkert
svigrúm til óláta á þeim staðn-
um.
Kim Novak
Tony Curtis
hefur leikið i hvorki meira né
minna en eitt hundrað og fimm-
tiu kvikmyndum síðan hann
kom heim frá herþjónustu í sið-
ari heimsstyrjöldinni. Því var ef
til vill kominn tími til að söðla
um og karl málar nú og skrifar
af krafti. Sýning á málverkunum
stendur nú yfir i einu Lundúna-
gallerianna og ástarsaga hans,
sem út kom i fyrra vestra, varð
metsölubók. Ný bók er i smíðum
og penslarnir hafðir i seilingar-
fjarlægð samtímis. Ekki af baki
dottinn ennþá, sá gamli!
Dudley Moore
er dæmigerður fyrir litlu menn-
ina sem elska allt það stóra í
heiminum. Bílarnir hans eru
ævinlega af allra stærstu gerð
og ástkonurnar sömuleiðis. Ein-
hvern veginn tekst Dudley að
klóra sig út úr öllum vandræð-
um sem þessu eru samfara -
klifrar bara upp á næsta stól eða
borð vilji hann horfast i augu
við elskurnar og lætur sérhanna
bílana svo hann nái með blátán-
um í bensíngjöfina og brems-
una. En reyndar - Dudley er
ekki lítill heldur lágvaxinn - og
hann er þekktur fyrir stórvaxið
skopskyn og ennþá meiri hæfi-
leika.
Það eru ekki aðeins Díana og
Karl sem fara til Klosters í Sviss
þessa dagana. í vikunni áður voru
Fergie og félagar á fullu í brekkun-
um - en Andrés prins sat heima í
höllinni. Hin rauðhærða hertoga-
ynja af York er ákaflega sjálfstæð
og er þetta í fvrsta skipti sem ein-
hver úr konungsfjölskyldunni fer í
leyfi án þess að taka makann með
líka. Elísabet drottning er víst lítið
hrifin af uppátækinu en fær litlu
um ráðið.
Á kvöldin dundaði fraukan við
öldrykkju ásamt fleiri á veitinga-
stöðunum - fékk sér bæði snafsa
og rauðvín með matnum. Það er
því ekki hætta á að hún horfalli
alveg á næstunni og víst var eitt-
hvert fjör á staðnum því Fergie og
félagar sátu að teiti fram eftir öll-
um nóttum. lífvörðum og hirðsiða-
meisturum til hinnar mestu
armæðu.
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987.
DV
Fergie með einum af vinunum í Klosters.
Brooke Shields er heldur ung fyrir
hefðbundna pelsa og húfur og leysir
vandann með nýstárlegu pelsefni.
Dailasdúllan Charlene Tilton hefur
mikið dálæti á pelshöttum og krög-
um. Þetta átfitt er fjólublátt að lit.
Kuldinn skal af klæddur
Stjörnur og stórhöfðingjar þurfa
að klæða af sér kuldann ekki síður
en aðrir. Pelsar og hattar í samstæðu
eru nú topptískan og svífa kerlurnar
um í hinum ýmsu Parísarpelsum sem
hafa kostað fleiri aura en ímyndun-
araflið ræður við að framkalla hjá
venjulegum borgurum. En þær ættu
ekki að fá blöðrubólgu eða hlusta-
verki í vetrarkuldunum - fyrir nú
utan ægifagurt útlitið. Forráðamenn
hinna ýmsu dýraverndunarsamtaka
gnísta tönnum af vonsku en geta lít-
ið að gert varðandi hömlulausa
skrautgirni hefðarkvennanna.
Elisabet drottning Bretaveldis hefur átt þennan refahatt svo lengi sem elstu
menn muna.
í herskóla er nauðsynlegt að læra vopnaburð. Hérna er krónprinsinn
með nýjustu leikföngin - M-75 heitir hrúgan.
Smábærinn Sonderborg í Dan-
mörku er á öðrum endanum vegna
þess að krónprinsinn Friðrik er í
herþjónustu á staðnum. Smástelp-
ur rölta um bíðandi þess að prins-
inn sjáist og þeir staðir sem
soldátarnir sækja eru pakkfullir
alla daga. Friðrik sjálfur þykir í
villtari kantinum og er kallaður
frjálsi Freddi af bæjarbúum. Hann
hefur eitthvert svigrúm núna er
hætt er við að hlutirnir breytist
þegar Magga mamma kemur heim
frá Ástraliu aftur. Þá verður
eflaust ekki langt að bíða þess að
kerla birtist í herbúðunum og hristi
hinn frjálsa Friðrik í fastar skorður
á nýjan leik.
Hafnargrillið er vinsæll samkomu-
staður soldáta - ekki síst fyrir þá
staðreynd að í bakherbergi er
sestustofa með billjarðborði.