Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1987, Qupperneq 32
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1987.
Nýja loðnuverðið:
Útgerðarmenn
og sjómenn
~eru óánægðir
Verð á loðnu til frystingar. sem
frvstihúsin í Vestmannaeyjum ákváðu
í gæi'. hefur vakið óánægju hjá selj-
endum loðnunnar. útgerðarmönnum
og sjómönnum. Verðið er 10.50 krónur
fyrir kílóið af minni loðnunni en 13.50
krónur fvrir þá stærri. Kristján Ragn-
arsson. formaður útvegsmanna. sagði
að hann væri óánægður með þetta
verð sem væri það sama og í fvrra.
Þá greiddu kaupendur 8.75 krónur
fyrir kílóið en sjóðakerfið var þá í
gangi þannig að verðlagning var með
öðrum hætti.
Guðmundur Sveinbjörnsson. skip-
•^gtjóri á Sighvati Bjamasyni. var á leið
til Vestmannaeyja í morgun með 300
lestir af loðnu til fiystingar. Hann
sagði að verðið ylli sér vonbrigðum.
hann og sennilega allir loðnuveiðisjó-
menn hefðu búist við hærra verði eftir
þá 29 prósenta verðhækkun í -Japan
sem sölusamtökin fengu í nýgerðum
sölusamningum. Hann sagði að enda
þótt verðið væri nú hið sama og í fyrra
fengju sjómenn heldur meira í sinn
hluta vegna breytinga á sjóðakerfinu
en þeir hefðu vænst rneira.
^ Annar loðnuveiðisjómaður sem DV
ræddi við kallaði verðlagninguna
hneyksli í ljósi nýgerðra sölusamn-
inga. Benti hann á að eftir að Síldar-
verksmiðjur ríkisins á Siglufirði og
verksmiðjan í Krossanesi væm famar
að bjóða 2.400 krónur fyrir tonnið til
bræðslu gæti borgað sig fyrir skipin
að sigla þangað með fullfermi í stað
þess að veiða slatta til frvstingar.
Skipin geta varla komið með meira
en 300 lestir að landi ef fiysta á loðn-
una vegna ferskleikakröfu.
Frystihúsaeigendur benda á að
auknar kröfur Japana um gæðaflokka
og ferskleika loðnunnar valdi miklum
kostnaðarauka og því geti þau ekki
borgað hærra verð. Þá er þess loks
að geta að loðnuverð er frjálst en svo
-*-*’-irðist sem frystihúsin ætli öll að
greiða verðið sem ákveðið var í Vest-
mannaeyjunt. -S.dór
- sjá einnig bls. 2
Blóm
við öll tækifæri
Opið frá kl. 10-19
alla daga vikunnar.
GARÐSHORNÍÍ
Suðurhlíð 35
sími 40500
>» við Fossvogskirkjugarðinn.
LOKI
Það geta ekki allir
gengið á vatni!
Þrír menn í gæsluvarðhald fyrir víxlamisferli:
Upphseðin skiptir
milljónum króna
Rannsókníirlögregla ríkisins hef- Amar Guðmundsson. deildarstjóri víxlanna, hafa allir verið teknir til tókst að koma í umferð,“ sagði Am-
ur að undanfómu unnið að rann- hjá RLR. sagði í samtali við DV að gjaldþrotaskipta áður. ar.
sókn á umfangsmiklu víxlamisferli. rannsókn málsins hefði beinst að því Víxlar þeir sem komust í umferð
Er hér um milljónir króna að ræða að kanna hvort nota hefði átt víxl- „Við náðum að leggja hald á bróð- voru aðallega notaðir til kaupa á
og voru þrír menn settir í gæsluvarð- ana í viðskiptum með ólöglegum urpart þeirra víxla sem mennirnir bilum og vinnuvélum og hefur rann-
halri í tæpa viku vegna málsins en hætti og hefði svo reynst vera. höfðu útbúið áður en þeir komust í sóknarlögreglan unnið að því að
em nú lausir úr haldi. Mennirnir þrír. sem stóðu að útgáfu umferð en einhverjum fjölda þeirra rekja slóð þeirra. -FRI
Þannig leit bifreiðin út þegar búið var að klippa þakið af. Slökkviliðsmennirnir eru að ganga frá tækjum sinum
en í baksýn má sjá hina bifreiðina sem lenti í árekstrinum. DV-mynd S
Yfirmenn sömdu eftir 40 tíma lotu
í nótt náðust samningar í kjaradeilu
yfirmanna á kaupskipaflotanum og
skipafélaganna. Að sögn Þórarins V.
Þórarinssonar, framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambandsins, er þó
ekki endanlega búið að ganga frá
samningum, nokkur atriði á eftir að
slípa til og verður unnið að því í dag.
I þeim drögum sem fyrir liggja er um
viðamikla og flókna samninga að
ræða, þar eð samningum um vinnufyr-
irkomulag er gerbreytt og hafði mikil
vinna verið lögð í þá samninga liðnar
tvær vikur. Samkvæmt heimilduni DV
munu grunnlaun hækka sem nemur
um 15%.
„Þarna eru í burðarliðnum samning-
ar, eins og við hefðum viljað gera við
Sjómannafélag Reykjavíkur í far-
mannasamningunum á dögunum,"
sagði Þórarinn V. Þórarinsson í morg-
un. Svo miklar eru breytingarnar á
samningum yfirmanna að nýi samn-
ingurinn er 20 síður, að sögn Þórarins.
Skrifað var undir í nótt með fyrirvara
og verður gengið frá samningum í dag
og þeir síðan bomir undir fundi hjá
deiluaðilum.
-S.dór
Harður árekstur:
Klipptu þakið
af bifreiðinni
Harður árekstur varð á mótum
Kringlumýrarbrautar og Hamra-
hlíðar skömmu eftir hádegið í gær
er þar skullu saman tvær fólks-
bifreiðir. Við áreksturinn fór
önnur bifreiðin á hliðina og komst
ökumaður hennar ekki úr henni
af sjálfsdáðum. Slökkviliðið var
kallað á vettvang með klippur sem
notaðar vom til að klippa þakið
af bílnum og ná manninum þannig
út en hann var töluvert slasaður.
Ökumaður hinnar bifreiðarinnar
slasaðist einnig í árekstrinum en
meiðsli hans voru minniháttar.
Ökumennimir voru einir í bifi'eið-
um sínum. -FRI
Veðrið á morgun:
Suðlæg og
suðaust-
læg átt
Á miðvikudaginn verður hæg suð-
læg og suðaustlæg átt og hiti 0-6
stig. Skýjað og víða dálítil súld eða
rigning um vestan- og sunnanvert
landið.
Olafsfjoröur:
Snjótroðari
fór í vatnið
Jón G. Haukssan, DV, Akureyri;
Skíðamaðurinn Björn Þór Ólafsson,
Ólafsfirði, og Ingimundur Sigurðsson
sluppu ómeiddir þegar nýi snjótroðar-
inn á Ólafsfirði fór niður um ísinn á
Ólafsfjarðarvatni sl. sunnudag. Reynt
verður að ná troðaranum upp í dag
þar sem hann marar nú i hálfu kafi í
Ólafsíjarðarvatni.
„Menn héldu að ísinn væri traustari
en hann reyndist vera og því fór sem
fór,“ sagði Valtýr Sigurbjamarson,
bæjarstjóri á Ólafsfirði, við DV í morg-
un.