Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 19. FEBRUAR 1987. 9 UÚönd Vilja banna vindl ingaauglýsingar 26 þingmenn beggja flokka í full- trúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir að vindlingaauglýsingar verði bannaðar í tímaritum og á veggspjöld- um. Segja þeir að þessar auglýsingar freisti bama til þess að reykja. Sígarettuauglýsingar hafa verið bannaðar í útvarpi og sjónvarpi í Bandaríkjunum síðan 1971. En flutn- ingsmenn segja tíma til þess kominn að sporna gegn ginnandi auglýsingum tóbaksframleiðenda, sem lokki ungt fólk til þess að byria á þessum ávana er leggi daglega þúsund Bandaríkja- menn í gröfina. Frumvarpið felur einnig í sér að tó- baksframleiðendum verði bannað að styrkja og nota til auglýsinga rokk- tónleika og íþróttir. Fómariömb lestarslyss Björgunarmenn fjarlægja lik lestarfarþega er biðu bana í Sao Paulo í Bras- ilíu á þriðjudaginn er tvær farþegalestir rákust saman. Alls létust 68 manns við áreksturinn og 300 særðust. - Simamynd Reuter Banna reykingar á matsölustöðum Greiðasölueigendur í Beverly Hills em rjúkandi reiðir yfir því að borgar- ráð samþykkti einróma að banna alfarið tóbaksreykingar í matsölum, þrátt fyrir andstöðu samtaka matsölu- eigenda. Þeir í borgarráðinu vilja að Beverly Hills ríði á vaðið og verði fyrst bæjar- félaga í Kaliforníu til þess að hreinsa matsölustaði af tóbaksreykingum. Astralir vilja ekki eyðnisjúka Innflytjendur og ferðafólk, sem er með álnæmi, fær ekki að koma til Ástralíu og verður þeim neitað um vegabréfsáritun - samkvæmt því sem starfsmaður innflytjendaeftirlitsins í Sydney skýrði frá í gær. Verða innflytjendur að gangast und- ír viðtöl og læknisskoðun áður en umsóknir þeirra eru afgreiddar en ferðafólk sleppur með það eitt að und- irrita yfirlýsingu þess efnis að það sé laust við pláguna. Fyrr í þessari viku tilkynntu bresk yfirvöld að þau mundu ekki hleypa alnæmisjúklingum inn í landið. Byssumenn á hlaupum á götu í Beirút. Ekki er vitað hvorum stríðsaðilanum þeir tilheyra. - Símamynd Reuter Enginn gaumur gef- inn að vopnahléi Harðir bardagar geisa enn í Beirút þrátt fyrir tilraunir Sýrlands til að binda enda á átökin milli shíta og vinstri sinnaðra samtaka, sem nú hafa staðið yfir í þrjá sólarhringa. Að sögn íbúa lýsa eldflaugaskot upp himininn og byggingar hristast í verstu skothríðunum. Ekki var gefinn gaumur að tilmælum shita og drúsa um vopnahlé en þeim var útvarpað í cærkvöldi. Fréttir herma að að minnsta kosti sextíu manns hafi beðið bana og hundrað og sjötíu særst í bardögunum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja að ekki hafi verið hægt að flytja nýjar hjálparsendingar á áfangastað vegna bardaganna. Sýrland er bandamaður beggja stríðsaðila og tilraunir þess til að fá þá til að leggja niður vopn hafa ekki borið árangur. I júlí sendu sýrlensk yfirvöld nokkur hundruð hermenn til vesturhluta Beirúts til þess að draga úr stjórnleysinu þar. Alls em tuttugu og fimm þúsund sýrlenskir hermenn í norður- og austurhluta Líbanons. Varaforseti Sýrlands, Abdel-halim Khaddam, hefur boðað leiðtoga amal shíta, Nabih Berri. leiðtoga drúsa, Walid Jumblatt, og leiðtoga kommún- ista, Georges Hawi, á sinn fund til Damaskus í dag. Samkvæmt nýju reglunum, sem svipar til þeirra, er senn munu taka gildi í New York og hafa þegar verið í gildi í skíðaparadísinni Aspen í Kól- óradó, munu brot á reykingabanninu varða hundrað til fimm hundruð doll- ara sektum. - Einnig verður bannað að reykja á opinberum fundum og í nýlenduvöruverslunum. Leyfðar verða undanþágur í einkaveislum. Það er of seint að byrgja gluggann þegar búið er að tæma hann! Skartgripasalar — Höfum hliðardregnar öryggis- . . , grindur fyrir innganga. verslunareigendur Einnig upprúllanlegt stálnet fyrir glugga og innganga sem skyggir ekki á útstillingarnar. Öruggar læsingar. !*Ví m ' - r t tt: "I" 5 ' T i "T 4 ■L . . . #airnf 'mtka' *r,i ***»!*•$* ’M | aB» m: m ». m t ■FW t ' n >yr % ■ * T , > « T: * 4 » r* m Y* \ i * .. * « mm r "r" :« . ...i ': ...'w: *mr i *3m ■ .' &..T y *»•« «• "* ; "* T ■ á* * ÍL . . " * ■w "«- :isai"" ? " . :tsrr« : ' iff» 'ézœM i *) * i t á » * « < • i* » i, * *. ■&. »* * » W8* 1 V i ____ ^ I *"■* ' t * í ■i t ■ ■* t • SgÆmmé ■■ m- $ "" • vir- ' «r » ■ SVEINN EGILSSON HF., SKEIFUNNI 17-108 REYKJAVÍK - SÍMI 685100 Kanaríeyjar - Tenerife - Gran Kanari - • Sumarið 1987: Örugg sólskinsparadís í skammdeginu. Enska ströndin - ameríska ströndin - Las Palmas - Puerto de la Cruz BROTTFÖR ALLA LAUGARDAGA Lengd ferða: 10 dagar, 17 dagar, 24 dagar eða 31 dagur. Hægt að fá aukadaga í Amsterdam á heimleið. Dagflug báðar leiðir. Þið veljið um dvöl i ibúðum, án matar, eða á fjögurra og fimm stjörnu hótelum með morgunmat og kvöldmat, á eftirsóttustu stöðum Kanarieyja. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Sjórinn, sólskinið og skemmtanalifið eins og fólk vill hafa það. —® Mallorka - Benidorm - Costa del Sol. Beint leiguflug í sólina. FLUCFERÐIR SOLRRFLUG Vesturgötu 17 símar 10661,15331, 22100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.