Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
Spumingin
Ætlarðu að fylgjast með IBM
skákmótinu sem hefst í dag?
Edda Marinósdóttir nemi: Nei, enda
er ég mjög lítið fyrir skák, rétt svo
kann mannganginn svo það er erfitt
fyrir mig að setja mig inn í þessa
leiki.
Jóhann Ingason nemi: Já, svona
allavega með öðru auganu. Það
verður gaman að fylgjast með því
hverjir ná fyrsta sæti en ég tel að
íslendingar eigi eftir að standa vel
að vígi.
Anna Eyjólfsdóttir hjúkrunarkona:
Nei, ég hef akkúrat engan áhuga á
skák því það er svo margt annað til
skemmtilegra.
Fríða Bjarnadóttir húsmóðir: Nei, ég
kann ekki einu sinni að tefla svo ég
mun ekki mikið fylgjast með mótinu.
Sæmundur Kristjánsson nemi: Ég
veit nú bara ekki hvort ég hef tíma
til þess. En það verður allavega gam-
an að fylgjast með íslensku skák-
mönnunum þvi þeir eiga eftir að
standa sig í stykkinu.
Borgþór Pétursson iðnrekandi: Ég
geri nú ekki- ráð fyrir því, það er þó
aldrei að vita. Ég vona bara að ís-
lensku strákarnir eigi eftir að standa
sig vel.
Lesendur
Smokkurinn
misskilinn bjargvættur
Konráð Friðfmnsson skrifar:
Skaðvaldurinn eyðni hefur hlotið
allmikla umfiöllun upp á síðkastið.
Fræðsluherferð sjúkdóminum lút-
andi er hafin hjá landlæknisembætt-
inu. Eitthvað hafa læknamir
hugleitt að fá alla íslendinga til
mótefnamælingar. Yrði af slíkri
framkvæmd þyrfti að endurtaka
slíka mælingu með jöfiiu millibili svo
unnt sé að fá nákvæma vitneskju
um útbreiðslu veirunnar. Tel ég að
eitt skipti sé ekki nægjanlegt. Fram-
kvæmd af slíkum toga hlýtur að-
vera óhemjudýrt fyrirtæki og spum-
ing er hvort peningamir nýttust
ekki betur gegn plágunni sjálfii sem
virðist ætla að velgja jarðarbúum
eftirminnilega undir uggum. Við þá
staðreynd þarf að staldra og þykist
ég vita að vísindamenn vorir geri
það.
Smokkurinn er í þessu máli hinn
mikli bjargvættur. Sér í lagi fyrir það
t'AMÍLY n ANKJNO
A mew excitmg- rt
.iclion
öxtrathin
Gúmmigallinn hefur margt til síns ágætis en öruggur er hann því miður
ekki frekar en annað til varnar þessum vágesti.
fólk sem neitar að taka orð sérfræð-
inga alvarlega og heldur uppteknum
hætti eins og ekkert hafi ískorist.
Því fólki er voðinn vís sem skiptir
um rekkjunauta jafnoft og aðrir um
skyrtu eða skoðun og er þá mikið
sagt. En það virðist vera nokkuð
mikið um lauslæti hér á landi.
Gúmmígallinn hefur margt til síns
ágætis en ömggur er hann því miður
ekki frekar en annað til vamar hin-
um illvæga vágesti. En mér hefur
þótt dálítil tilhneiging hjá fólki að
líta á smokkinn sem bjargvætt en
halda síðan uppteknum hætti, þ.e.
fjöllyndinu. Samanber þáttinn í
sjónvarpinu fyrir skömmu, yfir
kvöldkaffi, en sá þáttur var að öllu
leyti hreinskilinn og vel fram settur.
Það eina sem gildir er fræðsla, en
forðast skal allt sem flokka má und-
ir hræðslupólítík en á henni hefur
bonð talsvert.
Það væri nær að reyna að breyta hugsunarhætti fólks en að afhenda
því verjur.
Ebba skrifar:
Ég var að lesa greinina um eyðni
og siðferðilega ábyrgð í Morgun-
blaðinu eftir prófessor Björn
Björnsson. Þessa grein ætti endi-
lega að lesa í útvarpið á góðum
hlustunartíma, hún á svo sannar-
lega erindi við alla; er reyndar
alveg bráðnauðsynlegt innlegg til
móts við allt verjutalið. Nú ættu
konur að taka málin í sínar hendur
og brýna sérstaklega fyrir ungum
stúlkum að segja nei við öllum
skyndisamböndum. Það væri nær
að reyna að breyta hugsunarhætti
fólks heldur en að afhenda því verj-
ur. Hér áður fyrr var ekkert mál
fyrir stúlkur að segja nei við
stráka, þeir skildu það, og var þó
enginn lífshættulegur sjúkdómur á
ferðinni. Þá reyndu stúlkur að
halda í meydóminn fyrir þann eina
rétta. Það hlæja nú eflaust margir
og segja: Sú er klikkuð og gamal-
dags þessi. En menn hlæja ekki
þegar þeirra fólk er smitað af eyðni
því allir vita að ógæfusamir eyðni-
sjúklingar eru dauðadæmdir og
allir fælast þá og eru hræddir við
þá.
Ef fólk er líka jafndrukkið og
sagt er eftir böllin og er þá til í
allt ætli það verði þá ekki alveg
eins kærulaust með verjurnar.
Þetta mál verða konur að taka
föstum tökum því ábyrgðin virðist
alltaf vera þeirra í svona málum.
Það verður að breyta hugsunar-
hætti fólks, það á að vera dyggð
að geta sagt nei þangað til alvara
er komin í sambandið. Þetta eru
kvenréttindi og er nauðsynlegt fyr-
ir konur að halda fundi um þetta
lífsnauðsynlega mál.
Röng innheimtuaðferð skatta
Hlédís Guðmundsdóttir skrifar:
Kæru skattnefndarmenn, þið sem
setið hafið frá því í nóvember við að
útbúa nýju skattlögin. Þetta er fínt
hjá ykkur, ég meina það og er mjög
þakklát, - en það er eitt sem þið eruð
að bögglast með í algjöra vitleysu, þ.e.
innheimtuaðferðin er alveg út í hött.
Nú hef ég að sinni ekki tíma til að
telja upp rökin fyrir þessari fullyrð-
ingu en þau koma að nokkru fram í
bréfi sem ég sendi ykkur i janúar sl.
Eina skynsamlega innheimtuaðferð-
in er og verður sú að stofnaðir verði
sérstakir launa-(skatta)reikningar í
bönkum og hver einstaklingur fái öll
sin laun greidd inn á sama stað.
Reiknistofnun bankanna eða gjald-
heimtunnar hefur þá nákvæmt yfirlit
yfir tekjur og þar af leiðandi gjald-
töku. Þetta er ékki flóknara en meðal
greiðslukortakerfi og losar okkur við
allar kjánalegar vangaveltur um „aðal
-launagreiðendur" og guð veit hvað.
Hvers vegna eiga launagreiðendur
að sjá um skattinn okkar? Fengu þeir
borgað fyrir það? - Eða yrði þetta
þegnskylduvinna eins og söluskatts-
innheimtan?
Er mjög góð reynsla af því að at-
vinnurekendur haldi eftir hluta af
launum manna? Hvað með lausa-
vinnufólk, fólk í mörgum láglaunuð-
um störfum o.s.frv.?
Heimskunöldur Þjóðviljans
Þröstur Júlíus Karlsson hringdi:
Þeir hjá Þjóðviljanum eru iðnir við
kolann að agnúast út í þá listamenn
sem ekki eru á þeirra flokkspólitísku
línu. Það fékk Hrafn Gunnlaugsson
að reyna þar sem talað er um í áður-
nefhdu blaði að hann sé á „spenan-
um“, varðandi úthlutun úr
kvikmyndasjóði. Þetta er fremur neik-
vætt orðalag og skora ég á Þjóðvilja-
hyskið að benda á þá rithöfunda sem
eru á „spenanum" þ.e. fá oftast úthlut-
að starfslaunum rithöfunda. Gerið
það, Þjóðviljamenn, það er óþarfi að
kippast við eins og nöðrur undan þess-
ari áskorun.
HRINGIÐ í SÍMA
27022
MILLI KL. 13 og 15
EÐA SKRIFIÐ
Hækkandi fasteignaverð
Húsnæðiskaupandi hringdi:
Nú er alltaf verið að tala um að fas-
teignasalar hafi engin áhrif á verðlag
íbúða en mér sýnist að verðlagið velti
einmitt mikið á því hvað þeir predika.
Núna eru allir að fá svör frá Hús-
næðismálastofnun og þá virðist fas-
teignaverðið rjúka allt í einu upp. Ég
held að fólk fylgist nefnilega almennt
ekki vel með á hvaða verði íbúðir
ganga og fasteignasalamir telji fólki
trú um að núna sé einmitt upplagt að
selja og fá meira fyrir vikið því fólk
sé að fá húsnæðismálalánin.
Ég skoðaði t.d. alveg nákvæmlega
eins íbúðir með mánaðar millibili og
í fyrra skiptið átti hún að kosta
2.750.000 en í seinna 3 milljónir og
túlki nú hver sem vill.
Stopul þjónusta hjá Stöð 2
Ingimundur Sæmundsson hringdi:
Ég er búinn að eyða stórfé í af-
ruglara en það er ekkert gagn að
honum því það þarf víst að skipta um
númer á afruglaranum mánaðarlega
eigi kerfið að virka. Stöð 2 eða við-
gerðarmenn á hennar vegum eiga að
sjá um að skipta um þetta númer
mánaðarlega á meðan verið er að
kenna fólki hvemig eigi að skipta um
þessi númer. Ég er alltaf að hringja
til þeirra til að fá þetta númer á afr-
uglarann, en í fyrsta lagi er nánast
ókleift að ná sambandi og er ég loks-
ins næ í gegn þá er viðkvæðið alltaf:
„Við erum á leiðinni" og svo líður og
biður og enginn kemur. Mér finnst
þetta harla stopul þjónusta sem ekki
virðist vanþörf á að bæta.