Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987. 5 Stjómmál Sveinn Snorrason: Afskipti Alþingis eru afar óeðlileg „Það er afar óeðlilegt, þegar lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kveða á um málarekstur út af brottvikningu úr opinberu starfi, að Alþingi skipi fíæstarétti með öðr- um lögum að rannsaka sérstaklega slík mál,“ segir Sveinn Snorrason hæstaréttarlögmaður, formaður Lög- mannafélags Islands. „Mál af þessu tagi fara fyrir dóm- stóla telji menn ástæðu til. Þar fá báðir aðilar sömu tækifæri til þess að gera grein fyrir málavöxtum og þetta er án efa besti vettvangurinn til þess að leiða hið rétta og sanna í ljós. Þeg- ar slík mál fara að lokum fyrir Hæstarétt, sem oftast gerist, hlýtur það að koma einkennilega fyrir að sérskipuð nefnd af hálfu réttarins hafi jafiiframt fjallað um sömu mál og lagt fram álit sitt þar um,“ segir Sveinn. „Ég lít svo á að forseti Hæstaréttar hafi eingöngu bent á þessa réttarstöðu í viðkomandi máli og sé síður en svo nokkuð athugavert við það. Viðkom- andi opinber starísmaður hefur þegar lagalegan rétt til rannsóknar fyrir dómstólum og þess vegna er óviðeig- andi að fyrirskipa sérstaka rannsókn með öðrum lögum, hvað þá eftir að hann hefur þegar skotið máli sínu til dómstólanna." -HERB Ég er mjög óánægður - segir Ingvar Gíslason „Ég er mjög óánægður með þessa niðurstöðu, sérstaklega það að flokks- menn mínir, að minnsta kosti óbreyttir þingmenn, skyldu ekki standa allir með tillögunni. Þeir voru að vísu sex sem það gerðu en einn greiddi at- kvæði með frávísuninni, Ólafur Þórðarson," sagði Ingvar Gíslason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem vísað var frá. „Ég átti aldrei von á öðru en að ráðherramir fylgdu forsætisráðherra. Hann var búinn að gefa svo mjög ákveðnar yfirlýsingar í sambandi við þetta mál.“ - Hvað finnst þér um afskipti forseta Hæstaréttar? „Ég verð að segja það að ég held að þau hafi verið mjög óheppileg. Ég trúi því naumast að hann, Magnús Thor- oddsen, sem ég þekki vel, hafi verið búinn að lesa þetta frumvarp eða áttað sig að öllu leyti á efni frumvarpsins vegna þess að efnið er miklu víð- tækara heldur en sem snertir mál Sturlu Kristjánssonar," sagði Ingvar. -KMU Forseti Hæstaiéttar fór ekki rangt að - segir Gunnar G. Schram „Ég tel að forseti Hæstaréttar hafi fúllt leyfi til þess að tjá forsætisráð- herra sínar persónulegu skoðanir á þessu máli,“ sagði Gunnar G. Schram, lagaprófessor og alþingismaður. „Ég tel ekki að hann hafi ætlast á nokkum hátt til þess að ummæli hans væm túlkuð sem fyrirskipun til Al- þingis um afgreiðslu þess máls sem þar var til umræðu heldur eingöngu verið til leiðbeiningar fyrir forsætisráð- herra. Þannig að ég tel ekki að hann hafi farið á nokkum hátt rangt að,“ sagði Gunnar. -KMU Fréttir Alþýðusamband Vesturiands: Skagamenn vilja leggja það niður - allsherjar atkvæðagreiðsla um málið fer fram innan tíðar Á þingi Alþýðusambands Vestur- lands á dögunum kom fram tillaga frá verkalýðsfélögunum á Akranesi um að sambandið yrði lagt niður. Á þinginu var svo kjörin bráðabirgða- stjóm sem á að sjá um að kynna málið í aðildarfélögunum og leggja það siðan í allsheijaratkvæða- greiðslu. Guðmundur Maggi, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Akra- ness, sagði í samtali við DV að Skagamenn hefðu lengi verið þeirrar skoðunar að leggja ætti sambandið niður. Skagamenn hefðu í byrjun viljað standa utan sambandsins en samkvæmt lögum Alþýðusambands Islands em félög skyldug til að greiða skatt til svæðasambanda ef þau em til, hvort sem félögin vilja vera í þeim eða ekki. Því væri ekki um annað að ræða en leggja til að sambandið yrði lagt niður til að losna úr sambandinu. Hann taldi að sambandið sem slíkt hefði ekkert gert annað en þakka sér það sem félögin sjálf hefðu haft forgöngu um. Jón A. Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgamess, var á öndverðum meiði við Guðmund Magga. Sagði hann sambandið nauðsynlegan vettvang fyrir félögin til að koma sameiginlegum málum ífam, svo sem ffæðslu og öryggis- málum og raunar fleim. Jón var kjörinn formaður sambandsins á þessu aukaþingi en ákveðið hefur verið að halda framhaldsaðalfund í Alþýðusambandi Vesturlands þegar ljóst er hvernig kosningin um líf þess eða dauða hefur farið fram. Ekki sagðist Jón geta sagt til um hvenær kosið yrði. -S.dór Haildór Sigurðsson og Sveinn Hjörleifsson í hesthúsi sínu. Hestar með afborgunum „Næsta skrefið verður líklega að fá sér Visa-vél,“ sagði Sveinn Hjörleifs- son, góðkunnur hestamaður, um Islensku hestasöluna sem hann hefur sett á laggimar ásamt Halldóri Sig- urðssyni gullsmiði. Fyrirtækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og hefur yfir að ráða 40 hesta húsi í Víðid- al við skeiðvöll Fáks. „Ég hef orðið var við að fólk veit ekki hvert það á að snúa sér í hesta- kaupum. Hugmvndin er að það geti komið hingað, valið sér hest og jafn- vel fengið leiðsögn. Þá reynum við að uppfylla sérstakar óskir viðskiptavina okkar ef um þær er að ræða. Við veit- um að sjálfsögðu góð greiðslukjör og afborgunarskilmála," sagði Sveinn. íslenska hestasalan er opin alla daga, í hádegi jafnt sem um helgar. Að sögn Sveins Hjörleifssonar er verð á hestum nú á bilinu 70-100 þúsund, bamahestar eilítið ódýrari og sérstak- ir gæðingar geta kostað um 200 þúsund krónur. -EIR . pmnnnnnnnn. Viljir þú vönduð hljómtœki þá velur þú AIWA Utvarp: LB - MB og FM stereo með sjálfleitara og 12 stöðva minni. AIWA V-2Ö0 Magnari 2x50 vött. RMS, 5 banda tónjafnari jafnt á upptöku sem afspilun og hljóðnemablöndun. Segulband: Fram og til baka (auto reverse), bæði á upptöku og afspilun, lagaleitun, sjálfvirkur rofi fyrir norm- al, CR O eða metalspólur og Dolby B. Plötuspilari: Sjálfvirkur eða manual, linear tracking og samhæfð tenging við segulband. Hátalarar: 30 W sem koma á óvart. Verð kr. 44.760,- stgr. Hátalarar kr. 9.980,- stgr. Þetta e-r aðeins ein af átta mismunandi AIWA samstæðum sem við w bjóðum upp á núna. 0PIÐ ALLA LAUGARDAGA KL. 10-12. Kaa io Ármúla 38, símar 31133 og 83177,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.