Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
17
Lesendur
Hlemmur er engin bækistöð fyrir utangarðsfólk sem hefur ekkert annað að gera en að vera sjálfum sér og öðrum til ama.
Óþjóðalýður á Hlemmi
Karl Gunnarsson hringdi:
Það verður að fara að hreinsa þama
út á Hlemmi. Þetta er engin bækistöð
íyrir utangarðsfólk sem hefur ekkert
annað að gera en að vera öðrum og
sjálfúm sér til ama. Öryggi borgaranna
krefst þess að eitthvað róttækt sé að
hafst.
Neysluvörur of dýrar
Einn á „Nesinu“ skrifar:
Ég er einn þeirra sem hafa vanið sig
á að drekka Nescafé hvers konar í
stað venjulegs kaffis. Eftir að nýju
tegundimar komu í verslanir hefur
maður getað valið úr.
Einn galli er þó á gjöf Njarðar. Hann
er sá að verðið á þessu kafíi er óheyri-
lega hátt. Hér kostar dós með 100 g
201 kr (ódýrast) upp í allt að 392 kr.
I Bandaríkjunum kostar sama magn
um 70 kr. Er flutningur á Nescafé
hingað svona dýr?
Á Hawaiieyjum keypti ég sl. sumar
þetta kaffi og ekki bar á öðm en sama
verð væri þar á því og í Bandaríkjum
meginlandsins og er þó talsverður
spölur að flytja kaffið frá meginl-
andinu til Hawaii.
En þetta er ekki eina dæmið um
hátt verðlag á íslandi, einkum á mat-
vöm. Annaðhvort er álagningin svona
há hér eða flutningskostnaður. Auð-
vitað veit maður af vömgjaldinu og
tollunum sem ríkið tekur en samt er
eins og eitthvað annað óeðlilegt spili
þama inn i. Dæmi má taka af t.d.
videotækjum sem hér em seld á kr.
39.900 (eitt verðið) en út úr búð
Bandaríkjunum á kr. 7 þús. eða un
170$.
Allt er þetta á eina bókina lært
Enginn gerir gangskör í að svipta
hulunni af þessum ósköpum og allii
landsmenn em sammála um að verð-
lag sé óeðlilega hátt á neysluvörum
hérlendis.
Þingmenn þjóðarinnar em önnum
kafnir við að hælbíta hver annan. Til
hvers er verið að kjósa þessa kóna?
Og svo fjölga þeir sér sjálfir úr 60 í
63 án þess að spyrja kóng eða prest.
Aukið fræðslu um áfengi
Karl Gunnarsson skrifar:
Eftir að hafa lesið um þessar tillög-
ur, er opinber nefnd í áfengismálum
hefur komið á framfæri verð ég að
viðurkenna að fyrst núna blöskrar
mér. Það er alveg út í hött að fara að
hækka áfengi, því nógu dýrt er það
fyrir, og það dregur engan veginn úr
áfengisneyslu. Með því er bara verið
að mismuna fólki því áhrif hækkunar-
innar kemur verst út fyrir láglauna-
fólkið en hinir fjáðari geta haldið
áfram að kaupa þessa lúxusvöru.
Það þýðir ekki alltaf að vera með
þessi höft. Hvemig væri svona til til-
breytingar að þessir áfengissiðapostul-
ar fæm að vera aðeins jákvæðari í
þessari umræðu? Það verður að byrja
á gmnninum með því að stórauka
fræðslu um áfengið og skaðann sem
þvi getur verið samfara.
Það er alveg út í hött að fara hækka áfengi, þvi nógu dýrt er það fyrir, og það dregur engan veginn úr áfengisneyslu.
tjöruþvottur QQH j/V
og þurrkun Vv W j\l l
Eirmig bjóðuin við að sjálfsögöu:
• Gufuþvott á vélum
• Djúphreinsun á sætiun og teppi
• Sprautun á felgum
• Við bónum aðeins með hinu V
níðsterka Mjallarvaxbóni
BÓN- & ÞVOTTASTÖÐIN
Klöpp - Sími 20370
BÓN- & ÞVOTTASTÖÐIN
v/Umferðarmiðstöðina - Sími 13380
HÖFÐABÓN
Höfðatúni 4 - Sími 27772
Við eigum fyrirliggjandi mjög vel búinn Ford E150
Club Wagon árgerð 1986, 8 manna, lengri gerð, vél
302, sjálfskipting, hábaksstólar, litað gler, kælikerfi,
rafmagnsrúður og læsingar o.m.fl.
Verð aðeins kr. 1.250.000,-
sími 28705
Aftur er komið að okkar
vinsæla tilboði sem allir
þekkja, 24 timar á aðeins
1600 krónur.
VERIÐ VELKOMIN
ÁVALLT HEITT
KÖNNUNNI