Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987. -29 ■ Til sölu Full búð af hjálpartækjum ástarlífsins og æðislega sexí nær- og náttfatnaður í miklu úrvali fyrir dömur og herra. Komdu á staðinn, hringdu, eða skrif- aðu. Ómerkt póstkröfu- og kredit- kortaþjónusta. Opið alla daga nema sunnud. frá kl. 10-18. Rómeó og Júl- ía, Brautarholti 4, 2. hæð, sími 14448, 29559. Box 1779, 101 Rvík. Hjólkoppar, ný sending. 12", 13", 14" og 15", 9 gerðir, einnig krómhringir 13" og 14", stál og plast, frábært verð, t.d. 12" kr. 2.200, 13" kr. 2.400, 4 stk. sett. Sendum í póstkröfu. G.T. búðin hf., Síðumúla 17. Sími 37140. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Leikfangahusið augl. F/grímuböllin og öskudaginn: 20 stærðir og gerðir af búningum, s.s. kúreka, indíána, Sup- erman o.fl. Allt í Barbie og Sindy, Masterhallir, -karlar o.íl. Hjólaskaut- ar, skautabretti. Pósts. Leikfangahús- ið, Skólavörðustíg 10, s. 14806. Bátaeigendur! Getum afgreitt með stuttum fyrirvara hinar gangvissu Nanni dísilbátavélar í stærðum 10 til 650 hö. Steinsson hf., Hólmaslóð 8, símar 622690 og 20790. ■ Ymislegt NEW NATURAL COLOUR q TOOIHMAKEUP PmvÍií mmi roorw ÍMUMCL IL-. J Pearlie tannfarðinn gefur aflituðum tönnum, fyllingum og gervitönnum náttúrulega hvíta áferð. Notað afsýn- ingarfólki og fyrirsætum. Pearlie- umboðið, póstkröfusími 611659, sjálfvirkur símsvari tekur við pöntun- um allan sólarhringinn. Box 290, 171 Seltjarnarnes. ■ Bátar Þessi bátur er til sölu, 5,2 tonn, opinn, vél: Volvo Penta '83-72 Hp. Höfum ýmsar stærðir og gerðir af opnum og dekkuðum bátum. Sölum. heima 91- 34529. Skipasalan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, sími 622554. ■ BOar til sölu Ford 910 D 74 kassabíll til sölu, nýleg- ur skiptimótor, verð 280 þús. Uppl. hjá Aðal-Bílasölunni í símum 15014 og 17171. Chevrolet Caprice Classic '82 til sölu, einstakur bíll með öllu, ath. skipti/ skuldabréf. Uppl. Bílasalan Braut, sími 681510, 681502. Toyota Hilux '82 til sölu, ekinn 110 þús., ný dekk, gírkassi og kúpling nýupptekin. Tilboð óskast. Uppl. í síma 37005 milli kl. 18 og 20. Datsun 280 ZX til sölu, fallegur sport- bíll, verð 570 þús. Úppl. hjá Aðal- Bílasölunni í símum 15014 og 17171. Móttaka smáauglýsinga Þverholti 11 Opið: virka dagakl. 9-22, laugardaga kl. 9-14, sunnudagakl. 18-22. dv Fréttir Ráðherrar í hár saman um fersk- fiskútflutning „Það er í algerri andstöðu við mig ef það er hugsun viðskiptaráðherra að gefa útflutning á ferskum fiski frjálsan. Það er nú venjan að kynna mikilvægar breytingar í ríkisstjóm en ekki Morgunblaðinu," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra við DV í morgun. „Það er búið að ákveða að breyta reglugerðum og gera útflutning frjáls- ari en hann er. En það er ekki búið að ganga alveg frá því,“ sagði Mattfíé- as Bjarnason viðskiptaráðherra í samtali við DV í morgun. „Stærsta breytingin verður að fersk- ur fiskur verður yfirleitt gefinn alveg frjáls. Ég þori ekki að gefa allan út- flutning fijálsan í einu vetfangi. Allar landbúnaðarafurðir verða háðar levf- um.“ - Er samstaða um þessa breytingu í ríkisstjóminni? „Þetta er alveg sérmál viðskipta- ráðuneytisins. Ég geri ekki ráð fyrir að það sé neinn ágreiningur imr það í ríkisstjórninni," sagði Matthías. „Það hefur verið ósk okkar hér í sjávarútvegsráðuneytinu og ýmissa hagsmunasamtaka aðþað yrðu teknar upp nýjar reglur varðandi stýringu-ág útflutningi á ferskum fiski," sagði Halldór. „Það hefur því miður komið allt of oft fyrir að of mikið magn hefur leitað inn á markaðinn í einu og það hefur orðið verðfall. Hér er um mjög viðkvæmt mál að ræða. Viðskiptaráðherra hefúr tekið því vel að fara í það mál. Þess vegna kemur það mér mjög á óvart ef það er rétt að menn hyggist hætta stýr- ingu, því að hún er nauðsvnleg," sagði Halldór. -KMU'* Merming Kvenfrelsi í raun RÚV útvarp flytur leikritið 19. júni Höfundar: Iðunn og Kristin Steinsdætur. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikendur: Hanna Maria Karlsdóttir, Harald G. Haralds, Herdis Þorvaldsdóttir, Róbert Arnflnnsson, Þóra Friðriksdóttir, Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir, Vilborg Halldórsdóttir, Kristján Franklin Magnús og Rósa G. Þórs- dóttir. Leikritið 19. júni, eftir systumar Iðunni og Kristínu Steinsdætur, hlaut fyrstu verðlaun í leikritasam- keppni Ríkisútvarpsins nú fyrir skemmstu og var frumflutt þar á rás 1 síðastliðinn fimmtudag. Eins og nafnið bendir til gerist þetta leikrit 19. júní, en sá dagur er, eins og allir vita, helgaður baráttu kvenna fyrir jafhrétti. í leikritinu er sagt frá ofúrvenjulegri útivinnandi húsmóður, Önnu, sem ætlar að gera sér dagamun af þessu tilefni. En margt fer öðruvísi en ætlað er og í stað þess að taka þátt í hátíðar- höldunum neglist hún niður innan veggja heimilisins, við þessi venju- bundnu störf húsmóðurinnarsem oft eru harla lítils metin. Allt fer á hvolf á heimilinu, gesti drífúr að og allir fjölskyldumeðlimimir, aðrir en Anna, þurfa nauðsynlega að sinna sínum áhugamálum. Hún ein situr eftir, er enda ómissandi við að stjana við allt liðið, unga sem gamla. Þetta er svo sem ekkert nýstárleg saga, síður en svo. Anna er þessi dæmigerða nútímakona, sem stend- ur mitt á milli tveggja heima, jafn- réttið lætur á sér standa, þrátt fyrir frelsi konunnar til að taka á sig tvö- falda vinnu. Ekki er mikill munur á viðhorfum gömlu kynslóðarinnar og unga fólksins til starfa húsmóðurinnar. Gamla fólkið rifjar upp hvemig þetta var í sveitinni hér áður fyrr, og finnst lítið til þeirra verka koma, sem falla til á nútímaheimili. Þeir ungu eru sífellt með jafiiréttisklisjurnar á vör- unum en engu að síður er litið á mömmu sem eina allsherjarvinnu- konu. Basta. I leikritinu er sem sagt rakið á gamansaman hátt hvemig þessi dag- ur líður frá morgni til kvölds. Mér þótti nokkuð langt að bíða þess að það óumflýjanlega gerðist, að Anna skellti lokinu á pönnuna, slökkti á eldavélinni og drifi sig niður í bæ. Hvers vegna í ósköpunum gerði manneskjan það ekki strax í hádeg- inu? Persónan var að mínu mati sem sé ekki alveg nógu sannfærandi. Leiklist Auður Eydal En styrkur verksins fannst mér hins vegar fólginn í lipurlega sömd- um texta og ágætri uppbyggingu. Efnið er dálítið mglingslegt framan af en það hentar atburðarásinni ágætlega. Á heimilinu því ama gafst sannarlega aldrei stundarfriður. Margar persónur koma við sögu, og er ekki fritt við að eldri kynslóð- in fái ítarlegri umfjöllun en sú yngri. í flutningi þeirra Herdísar Þorvalds- dóttur, Róberts Amfinnssonar og Þóm Friðriksdóttur urðu þessar per- sónur prýðilega lifandi og skemmti- legar. Sérstaklega fannst mér Þóm takast vel upp. Þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Vilborg Halldórsdóttir og Rósa G. Þórsdóttir leika börn heim- ilisins og vinkonu. Þau náðu ekki á sama hátt að gæða þetta sérgóða lið lífí enda góð túlkun í útvarpi sérstök kúnst. Systraerjumar vom þó kostu- legt atriði og vel samið og skilaði sér ágætlega í gegn um útvarpið. Hanna María Karlsdóttir var hin fórnfúsa húsmóðir og Iék hlutverkið af smekkvísi. Hinn önnum kafni eig- inmaður kom lítið við sögu, en Harald G. Haralds fór með hlutverk hans. í heild var þetta leikrit, undir stjórn Hallmars Sigurðssonar leik- stjóra áheyrileg og skondin úttekt á stöðu konunnar fyrr og nú. AE Fjór á sfld Leiktélag Húsavikur sýnir: Síldin kemur og sildin fer Höfundar: Iðunn og Krlstin Steinsdætur. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Leikmynd og búningar: Rúnar Guðbrands- son. Leiktjaldamálun: Sigurður Hallmarsson. Leikfélag Húsavíkur lagði upp í langferð í síðustu viku, kom suður með allt sitt hafurtask og sýndi gam- anleikinn „Síldin kemur og síldin fer“, þrisvar sinnum í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þessi sýning er búin að vera á fjölunurn á Húsavík frá því í nóvember, hefur hlotið miklar vin- sældir og sýningar em orðnar yfir 30. Höfundar em þeir sömu og sömdu útvarpsleikinn 19. júní, það er að segja systurnar Iðunn og Kristín Steinsdætur. Þetta er létt og fjörug úttekt á síldarámnum upp úr 1960, krydduð söngvum og slögurum þess- ara ára við söngtexta þeirra systra. Stemmning síldaráranna og það marglita mannlíf, sem einkenndi plássin, er aðalviðfangsefni verksins. Lýst er aðkomufólki og hinum sem fyrir em og því hvemig þessir hópar sameinast í þann stutta tima sem síldin stendur við. Margar kúnstug- ar persónur koma við sögu, en meira er lagt upp úr hraða í verkinu held- ur en því að draga upp skýrar myndir af einstaklingum. I heild gef- ur leikurinn ágæta mynd af því sérkennilega ástandi sem skapaðist í litlum bæjarfélögum á þessum tíma þegar rótgróin samfélög urðu líkt og fyrir sprengingu. En áður en varði var svo ævintýrið á enda og eftir stóðu ónothæf mannvirki ofurseld veðri og vindum og síldarfólkið á bak og burt. Þetta er að mörgu leyti kjörið verkeíhi fyrir áhugahóp, sérstaklega þar sem mörgum em þessir tímar enn í fersku minni. Söngur, glens og gaman ræðm- ferð og leikendur geta sýnt hæfilegt alvömleysi á svið- inu. Sýningin er kannski óþarflega löng, en hún er byggð upp af stuttum atriðum þannig að sjaldan em dauð- ir punktar. Leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson hefur einnig gert leikmynd og bún- inga og gengu skiptingar milli atriða allvel. Leikmvndin er einfóld og klæðnaður leikenda samkvæmt tísku þessara ára, hvort tveggja ágætlega heppnað. Leikendur komast margir hverjir ágætlega frá sínu og nokkrar per- sónur verða furðu lifandi í meðföi-um þeirra. Eftirminnilegasta persónan fannst mér hún Jökla, sem Margrét Hall- dórsdóttir lék afskömngsskap. Þessi fjallmyndarlega stúlka er komin beint úr afskekktri sveit inn í þá Sódómu og Gómorru sem síldar- plássið er. En það var nú öðm nær en að hún væri þar eins og fiskur á þurru landi, hún hefur þau hvggindi sem í hag koma og veit „að hjörtum mannanna svipar saman" hvar sem er. Hún notar því sömu aðferð til að krækja sér í aflaskipstjóra eins og hún hefði beitt heima í fjalladaln- um. Margir aðrir léku af sannri gleði. má þar nefna Þorkel Bjömsson í hlutverki Lilla, Herdísi Birgisdóttur sem lék Málfríði á símanum, Hrefnu Jónsdóttur sem var örugg í hlutverki Sigþóru, Ingimund Jónsson, sem Ófeig hrossabónda, Jóhannes Ein- arsson sem Spreng verkstjóra og Sigurð Hallmarsson sem gerði sér mat úr litlu hlutverki yfirvaldsins. Þetta er ágætt verkefni fyrir áhugahóp, og vinsældir þess vel skiljanlegar, sérstaklega þar sem menn muna vel þessa tíma. Leikfélag Húsavíkur hefur lengi verið með öflugustu áhugahópum og ljóst er að ekki skortir fólk til að standa að leiksýningu sem þessari, en alls taka um35 manns þátt í uppsetningunni. Þeim er þökkuð heimsóknin. AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.