Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 8
8
FÍMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
Útlönd______________________
Alnæmi dregið
inn í viðræður
um nýja stjómar-
sáttmálann
í viðræðum ríkisstjórnarflokka
V-I>ýskalands um nýjan stjómar-
sáttmála eftir kosningamar á
dögunum hafa komið upp deilur
um hvemig best skuli hagað vöm-
um gegn alnæmi.
I (jórar klukkustundir í fyrra-
kvöld snerist samningafundur
flokksforkólfanna og ráðherra
Bonnstjómarinnar um eyðnisjúk-
dóminn.
Kvisast hefiu' að Franz-Josef
Strauss hafi viljað innleiða lög-
skyldu til að skrá alla sem bera
alnæmissmit. - Rita Siissmuth
heilbrigðisráðherra taldi að slíkt
ráðslag mundi einvörðungu fæla
fólk frá því að gangast undir eyðni-
prófanir.
Það varð að samkomulagi á
fimdinimi að setja á laggimar
nefnd sem gera skal tillögur imi
varnir gegn alnæmi.
Leikstjórinn
játar lögbrot
í dauðaslysi
John fjandis kvikmyndaleik-
stjóri játaði fyrir rétti í IjOS
Angeles í gær að hann hefði vísvit-
andi brotið vinnumálalöggjöfina
þegar hann lét tvö börn leika í
þyrluatriði að næturlagi en sú sena
endaði í dauðaslysi þar sem
Hollywood-stjaman Vic Morrow
og ha?ði tömin fómst.
Var hann að vinna að gerð Víet-
namstríðsmyndarinnar „Twilight
Zone“. Notað var sprengiefni við
ta'knibrollur en sérfræðingar mis-
reiknuðu sprengidæmið við töku
þessa atriðis 1982 skammt frá Los
Angeles. Þvrlan fórst með Mörrow
(53 ára) innaborðs og Ixirnunum
Renee Chen (6 ára) og Myca Dinh
Lee (7 ára).
Réttitrhöld í eftirmálum slyssins
hafa staðið yfir undanfarnar tíu
vikur.
Knattspymu-
aðdáendur
stungnir
Spænsk ungmenni særðu þrjá
breska knattspymuaðdáendur
með hnífstungum fyrir utan Sant-
iago Berabeu-Ieikvanginn í
Madrid í gærkvöldi þar sem Eng-
land sigraði Spán, 4-2.
Gert var að sárum Englending-
anna í tæka tíð til þess að þeir
gætu síðan fylgst með leiknum.
Klukkustundu fyrir leikinn
höfðu 200 áhangendur Rcal
Madrid safnast við suðurhlið leik-
vangsins og grýtt hópferðabíl sem
flutti Englendingana en hjálm-
kiæddir lögreglumenn vörðu um
200 manna hóp Breta sem safnast
hafði saman skammt frá.
Tólf bresk ungmenni vom hand-
tekin í fyrrakvöld í Tolosa fýrir
skrilslæti en þau vom á leið á
landsleikinn í Madiid. Sex til við-
bótar vom einnig hnepptir í
varðhald eftir slagsmál í diskóteki
í Burgos.
Finnar hætta
aðnota
sovésk olíuskip
Finnska olíufélagið Neste segist
ætla að hætta að nota sovésk olíu-
skip til innflutnings á hráolíu frá
Sovétríkjunum eftir mengunarslysið
i Finnlandsflóa í vetur.
Neste-félagið segir hafa verið í
ráði að nota einungis finnsk olíu-
skip af öryggisástæðum, og slysið á
dögunum, þegar sovéska skipið
strandaði og 700 smálestir af hráolíu
láku í sjóinn, hafi endanlega gert
út um málið.
Finnsk olíuskip em með tvöföld-
um botni, en sovésk olíuskip flest
með einungis einföldiun.
Trúnaðarmenn framboðsflokkanna i kosningunum í írska lýðveldinu bíða fullir eftirvæntingar eftir því að geta byrjað talninguna í gærkvöldi kl. 21. Starfs-
maður kjörstjórnar tæmir úr kjörkassa á borðið. Trúnaðarmennirnir eru vanir því, eftir að hafa fylgst með talningunni fram á nótt, að geta spáð mjög
nærri lagi um niðurstöðurnar. _ símamynd Reuter
-
Haughey vann sigur
Öruggur næsti forsætisráðherra írlands en með nauman meirihluta
Andrés Eiríksson, DV, Dúblin;
Þegar talning var langt komin núna
í nótt eftir þingkosningamar í fyrra-
dag var ömgg vissa fengin um kosn-
ingu 129 þingmanna af 166. Enn var
þó ótalið í nokkrum kjördæmum og í
þremur eða fjórum voru úrslit svo
naum að krafist var endurtalningar.
Síðustu tölur bentu til þess að
Fianna Fail (flokkur Haugheys)
mundi fá 81-3 þingsæti en var með 75
á síðasta þingi. Fine Gael mundi sam-
kvæmt sömu spám fá 53 þingmenn og
Progressive democrats mundu fá 13
en Verkamannaflokkurinn fengi 10-12
(var með 16), Verkalýðsflokkurinn
mundi ná 3-4 (en hafði 2) og lýðræðis-
sinnaðir sósíalistar og óháðir mundu
fá 4.
Þetta jafngildir því, ef fram kemur,
að Fianna Fail muni ekki ná hreinum
meirihluta. Þá vantar að minnsta kosti
einn þingmann upp á það. Fianna
Fail þarf 84 þingmenn til þess að ná
hreinum þingmeirihluta en bjartsýn-
ustu spár gera ekki ráð fyrir fleirum
en 83 þeim til handa og þykir mjög
ólíklegt að fram úr því fari.
Mörgum þykir líklegt að af þessu
muni leiða að Fianna Fail muni
mynda stjóm með stuðningi þriggja
Charles Haughey, næsta forsætisráðherra Irska lýöveldisins, er fagnað af
flokksbræðrum sinum í Fianna Fail eftir að Ijóst varð að hann hafði sjálfur
náð kjöri í kjördæmi sínu í Dublin.
- Símamynd Reuter
þingmanna óháðra, þó án eiginlegrar
samsteypustjómar. Slíkt mundi hafa
þann kost í för með sér fýrir Fianna
Fail að hann mundi einráður um
stjórnarstefnuna að mestu, án utan-
flokksráðherra. Hins vegar væri
ókosturinn sá að þingmeirihlutinn
væri naumur.
Hinn valkosturinn fyrir Fianna Fail
er að mynda stjóm með öðrum flokki
og hefur enginn hinna flokkanna úti-
lokað að ganga með honum til stjóm-
arsamstarfs. Líklegastir þykja í því
tilliti Framfara-kratar eða Verka-
mannaflokkurinn, og þó mun Verka-
mannaflokkurinn, sem felldi stjóm
FitzGeralds með því að slíta stjómar-
samtarfinu vegna ágreinings um
niðurskurð útgjalda ríkissjóðs til fé-
lagsmála, ekki ginnkeyptur fýrir því
að setjast aftur í ríkisstjórn strax á
meðan efnahagsástandið hefur ekki
lagast.
Hvað sem úr verður þá kemur engin
önnur stjórn til greina en undir for-
sæti Charles Haughey. Enda óskuðu
leiðtogar hinna flokkanna honum allir
til hamingju með það í sjónvarpinu í
nótt að hann yrði næsti forsætisráð-
herra.
Forsætisráðherra S-írlands, dr. Garret FitzGerald, fylgist hugsi með talning-
unni i gærkvöldi og viðurkenndi fljótt, eftir að sást að hverju stefndi, ósigur
sinn fyrir Haughey. í írska sjónvarpinu í nótt, þar sem leiðtogar flokkanna
komu fram, óskaði FitzGerald keppinaut sínum, Haughey, til hamingju með
sigurinn og kvaðst mundu styðja stjórn hans til allra góðra verka.
- Símamynd Reuter