Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987. 3 Borgar- læknir í eyðni- ferð Skúli Johnsen borgarlæknir er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann kynnir sér vamir gegn eyðni. Er hann væntanlegur til landsins á miðvikudag. Skúli hefur sem kunnugt er beitt sér mjög fyrir þeirri skoðun sinní að rétt sé að mótefnamæla alla landsmenn og reyna með því að stemma stigu við útbreiðslu eyðni. Hafa hugmyndir hans fengið dræmar undirtektir hjá heUbrigð- isyfirvöldum þó nú virðist ætla að vorða breyting á. í gær boðaðí Ragnhildur Helgadóttir auknar sýnatökur úr blóði landsmanna umfram það sem þegar er gert. Næstir á dagskrá eru allir sem vi- staðir eru á sjúkrahúsum landsins. -EIR Útbreiðsla eyðni: Fjonra íslandi, einn > ■% > ■ ■■ i Russlandi I samantekt Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar frá 11. febrúar um útbreiðslu eyðni kemur fram að sjúklingar eru flestir í Bandaríkj- unura en fæstir austan jámtjalds. Hér fylgir sýnishom. Tölumar miðast við sjúklinga með eyðni á lokastigi: Bandaríkin 29.536 Frakkland 1.253 Brasilía 1.012 Kanada 809 Haiti 785 V-Þýskaland 785 A-Þýskaland 1 Kína 1 Kúba 1 Ungverjaland 1 Pólland 1 Rússland 1 ísland 4 -EIR Fréttir Eyðni og áhættuhópar framta'ðarinnar: Landlæknir óttast vændi „I Reykjavík eru á ferð 15-20 unglingsstúlkur sem eru háðar fíkniefnum og stunda meðal annars vændi,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir á fundi um eyðnivarnir sem heilbrigðisráðherra boðaði til í gær og sagði vitneskju sína byggj- ast á upplýsingum frá lögreglu og SÁÁ. Lét Ólafur framangreind orð falla í framhaldi af umfjöllun sinni um áhættuhópa framtíðarinnar sem hann telur vera fólk sem vegna lítillar menntunar, skilningsleysis eða skorts á vilja getur ekki náð að tileinka sér þá fræðslu um eyðni sem í boði er. „Ef smitleiðir eyðni breytast ekki frá því sem nú er vit- að er líklegt að unnt verði að hindra útbreiðslu veikinnar meðal þess fólks í áhættuhópunum sem móttækilegt er fyrir fræðslu." DV bar orð landlæknis undir Guðmund Hermannsson yfirlög- regluþjón og hann kannaðist við vændið: „Fyrir rúmum tveimur árum bár- ust lögreglunni ítrekaðar ábend- ingar um vændisstarfsemi á Hlemmi og áttu þar í hlut 10-15 unglingsstúlkur á aldrinum 15-16 ára. Lögreglan hóf aðgerðir, yfír- heyrði stúlkurnar og reyndust ábendingar um vændi á rökum reistar. Þetta gekk þannig fyrir sig að stúlkumar „húkkuðu" bíla sem leið áttu fram hjá Hlemmi og buðu bílstjórunum blíðu sína.“ Að sögn Guðmundar Hermanns- sonar létu stúlkurnar af hátterni sínu eftir lögregluaðgerðirnar og í lok rannsóknar þótti ekki ástæða til frekari aðgerða. „Nú eru þesar stúlkur á aldrinum 17-18 ára og hafa ef til vill breytt viðhorfum sínum. En ég skal ekki fortaka fyrir að sumar þeirra haldi uppteknum hætti í breyttri mynd, til dæmis á skemmtistöðunum,“ sagði Guðmundur Hermannsson. -EIR/-FRI Frá blaðamannafundi heilbrigðisráðherra og helstu ráðgjafa hans um baráttuna gegn eyðni. DV-mynd:S Ráðherra boðar hertar aðgerðir gegn eyðni: Einangrun og almenn sýnataka úr blóði Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- ráðherra boðaði hertar aðgerðir í baráttunni gegn eyðni á fréttamanna- fundi er haldinn var í gær. Ber þar hæst áætlanir um að koma á laggimar aðstöðu til að einangra ■eyðnisjúklinga sem hætta er talin á að geti smitað aðra. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvar slíkri aðstöðu verður komið upp enda málið enn á umræðustigi. Þá er stefnt að almennri sýnatöku úr blóði einstaklinga um- fram það sem nú er gert og má búast við að sýni verði tekin úr öllum þeim er leggjast inn á sjúkrahús áður en langt um líður. „Það er ekkert leyndarmál að í fjöl- mörg ár hafa blóðsýni verið tekin úr öllum þeim er lagst hafa inn á sjúkra- hús og kannað hvort þeir væru smitaðir af kynsjúkdómum. Mér þykir sjálfsat að beita sömu aðferðum varð- andi alnæmi,“ sagði heilbrigðisráð- herra í gær. „Markmiðið með almennri sýnatöku er ekki síst það að draga úr þeim fordómum sem ríkt hafa gagnvart hinum svonefndu áhættuhópum." Heilbrigðisráðherra taldi líklegt að þessi málefhi yrðu öll til umræðu á ráðherrafundi heilbrigðisráðherra Norðurlandanna sem haldinn verður í næstu viku: „Mér sýnist sem Svíar séu mjög að herða á aðgerðum gegn alnæmi, sú virðist vera tilhneigingin í nágrannalöndum okkar.“ Á íjárlögum er gert ráð fyrir að verja 5,3 milljónum króna til fræðslustarfa vegna eyðni en heilbrigðisráðherra sagði að ljóst væri að meira fé þyrfti: „Ég hef átt viðræður við ijármálaráð- herra vegna þess að mér sýnist sem mikill skilningur sé innan ríkisstjóm- arinnar á þessu máli.“ Sérstakur ffæðslufúlltnii verður ráðinn að heilbrigðisráðuneytinu inn- an skamms til að miðla upplýsingum um eyðni og varnir gegn sjúkdómnum. Einnig er fvrirhugað að dreifa upplýs- ingabæklingum til allra ferðamanna sem hyggja á sumarleyfi erlendis á sumri komanda. -EIR Áróður ber árangur: Smokkamir renna út „Menn em hættir við að biðja um „þetta“ í þriðju skúffunni frá vinstri; nú biðja þeir einfaldlega um smokka. Það er áberandi að fólk er ekki lengur feimið við smokkinn og það hefur færst vemlega í vöxt að þeir séu keypt- ir á næturvöktum hér hjó okkur í apótekinu,“ sagði lvfjafræðingur að- spurður um smokkasölu í kjölfar áróðurs landlæknis. Svo virðist sem smokkasala hafi að meðaltali aukist um 20 prósent hér á landi á umliðnum mánuðum. Um það em innflytjendur í stórum dráttum sammála. Alls munu um 10 aðilar vera í smokkainnflutningi, mest lyfjafyrir- tæki en einnig aðrir, til dæmis flytur olíufélagið Skeljungur inn sína eigin smokka sem síðan em seldir á bensín- stöðvum. Gæði smokkanna, sem seldir em hér á landi, em að vonum mismunandi. í samtölum er DV átti við nokkra inn- flytjendur kom í ljós að samkeppnin er hörð og hart barist um markaðinn. Vömðu sumir við „ódým drasli frá Austurlöndum" og aðrir gerðu lítið úr svokölluðum „figúmsmokkum sem enginn notar nema fullur á gamlárs- kvöldi," eins og einn orðaði það. -EIR Smokkaáróðurinn hefur borið árang- ur. Hér sést Jón Baldvin Hannibalsson með einn uppblásinn i auglýsingu frá landlækni. LUKKUGETRAUN: Allar gerðir bíla vantar á söluskrá - mikil sala. Opið laugardaga kl. 10-18. BÍLATORG ___ NÓATÚN 2 - SÍMI 621033 Toyota Landcruiser turbo disil árg. 1986, hvítur, mjög fallegur, ekinn 17.000 km. Verð 880.000,- VW Golf C árg. 1985, svartur, ekinn 49.000 km. Verð kr. 390.000,- Honda Shuttle árg. 1984, blásans, ekinn 40.000 km. Verð 410.000,- Einu sinni í mánuði drögum við úr nöfnum kaupenda og seljenda um 5 daga ferð til Hamborgar með ferðaskrifstofunni Sögu. VERÐUR ÞÚ SÁ HEPPNI í FEBRÚAR? BILATORG BILATÖRG Toyota Landcruiser turbo dísil árg. 1987, brúnsans, einn með öllu, ekinn 6.000 km. Verð 1.540.000,- Citroen CX Pallas árg. 1985, græn- sans, ekinn 59.000 km. Verð 595.000,- Toyota Corolla árg 1986, dökkgrá- sans, mjög fallegur bill, ekinn 19.000 km. Verð kr. 420.000,- I BILATORG ... _ -fc-J':- •C'-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.