Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987. 31 Árni Johnsen. Meiri hraða Það,þótti tíðindum sæta þegar Árni Johnsen mælti fyr- ir því á þingi að lögleyfður yrði llOkíiómetrahraði. Benti hann á að landinn lifði ekki á traktorsöld þegar hann fluttitillögusína. Þetta er sannarlega rétt, ekki síst með tilliti til þess að Ámi fékk sér á dögunum kraftmikið mótorhjól sem hann spýttist á um allar triss- ur. Ætla menn að það sé orsökin fyrir þessum hraða- hugmyndum þingmannsins. Hitt er annað að Árni slapp fyrir horn um daginn. Það var um kvöld að það barst til- kynning um það á lögreglu- bylgjunni að ökumaður grunaður um ölvun væri á leiðinni ofan úr Breiðholti. Hófu laganna verðir þegar að ieggja gildrur fyrir „fylllibytt- una“ á þeim leiðum sem hún gat hugsanlega ekið. Á meðan þeir biðu eftir bráðinni gáðu þeir að því hver væri eigandi þessarar tilteknu bifreiðar sem ætlunin var að stöðva. Þegar i ljós kom að það var Árni Johnsen voru lögreglu- mennirnir fljótir að taka upp netin. Árni er nefnilega meðal annars þjóðfrægur fyrir það að hann smakkar aldrei áfengi. Það er vandi að versla i Rik- inu. Vandlifað í Áfenginu Misnotkun á ávísunum er sögð hafa stóraukist með til- komu bankakortanna. Sem betur fer hengja sig fáir nú orðið á notkun kortanna góðu sem öllu áttu að bjarga. Það er einna helst Áfengis- og tó- baksverslun ríkisins sem lítur ekki við ávísunum, nema að bankakorti sé framvísað. Og þar eru undarlegar reglur í gangi. Maður nokkur þurfti að kaupa slatta af áfengi fyrir ákveðinn tyllidag. Hann fór því í ríkið og gerði innkaup eins og hann þurfti. Reyndust veigamar kosta samtals 3400. En þegar hann ætlaði að greiða fyrir þær með ávísun kámaði gamanið. Afgreiðslu- maðurinn tjáði honum að bankakortið ábyrgðist aðeins ávísun að upphæð 3000 krónur og afganginn yrði hann að greiða í peningum. Viðskiptavininum fannst þetta hálfskrýtið og spurði hvort hann mætti þá ekki skrifa tvær ávísanir, aðra upp á 3000 krónur og hina upp á 400. Þá svaraði afgreiðslu- maðurinn heiðskír í framan: „Jú, ef þú ferð út um þessar dyr og kemur inn um hinar.“ Fjörfyrir vestan Þeir geta verið skrautlegir bæjarstjómarfundirnir á Isafirði, ef marka má frásögn Vestfirska fréttablaðsins af einum slíkum. Eitthvað hafa menn verið að karpa á þeim fundi, því allt í einu féll stóra sprengjan. Þá lýsti varabæjarfulltrúi Fram- sóknar, Magnús Reynir Guðmundsson, því nefnilega yfir að vissi hann ekki betur myndi hann halda að Ólafur Helgi Kjartansson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, væri ekki með öllum mjalla. Ólafur, sem mun vera frændi Magnúsar, var að vonum óánægður með þessar dylgjur um geðheilsu ættarinnar. Því vildi hann láta bóka mikinn langhund um þetta mál og ýmislegt fieira sem hafði dott- iðútúrMagnúsi. Við þessa hótun sá Magnús að sér og dró ummæli sín til baka. Þá dró Ólafur bókunina einnig til baka. Svona gerast kaupin á Eyr- inni fyrir vestan. Eignar- skerðing Þeirsem eiga eins, tveggja, og þriggja tölustafa bílnúmer geta nú líklega farið að naga sig í handarbökin fyrir að vera ekki búnir að selja þau. Þessi númer hafa verið seld fyrir drjúgar upphæðir fram til þessa. Sumir hafa notað tæki- færið og losað sig við örgustu druslur með því að láta lágt númer fylgja og þá að sjálf- sögðu fyrir dágóðan skilding. En nú er til meðferðar hjá Sandkom Bráðum hverfa þessi af sjón- arsviðinu. Alþingi frumvarp til umferð- arlaga sem að líkindum verður samþykkt á öllum víg- stöðvum. Þar er m.a. gert ráð fyrir breyttum bílnúmerum. Verða þau með tveim bókstöf- um og þrem tölustöfum. Þar með verða þær fasteignir á hjólum, sem lágu númerin hafa verið, úr sögunni. Uppboð til einskis í Lögbirtingablaðinu var um daginn auglýst nauðung- aruppboð á húseigninni Duusgötu 7 í Keflavík. Að sögn Víkurfrétta var það hér- aðsdómslögmaðurinn Guðríð- ur Guðmundsdóttir sem setti fram kröfuna um nauðungar- uppboðið. Á það að fara fram í marsmánuði. En það er næsta víst að sein- tekið verði upp í kröfurnar. Húsið hvarf nefnilega af yfir- borði jarðar fyrir um það bil 20 árum. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir Tálknafjörður: Táp í nýtt húsnæði Ásla Óskarsdóttir, DV, Tálknafirði: Líkamsræktarstöðin Táp á Tálkna- firði var nýlega opnuð í nýju húsnæði með glæsibrag. Eigendur stöðvarinnar eru hjónin Ingibjörg Inga Guðmunds- dóttir íþróttakennari og Sigurður Árni Magnússon húsasmiður. Ingibjörg Inga hóf þennan rekstur íyrir tveim árum í 37 fermetra bílskúr sem þau hjónin breyttu í stórfína æf- ingastöð. Það þurfti ekki að velta vöngum yfir aðsókninni því fljótlega reyndist plássið fulllítið og Patreks- íirðingar sumir hverjir lögðu á sig fjallvegaakstur til að komast í Táp. En færri komust að en vildu og undan- farna mánuði hafa þau hjón keppst við að koma nýju stöðinni í gagnið. Nýja æfingastöðin er í 100 fermetra viðbyggingu við trésmiðjuna Eik og er stórglæsileg í alla staði. Auk þess sem æfingarrými er mun meira hefúr tækjunum fjölgað, gufuklefinn er stærri, sturturnar fleiri og þar er einn- ig hægt að fara í ljós. Það er fullvíst að þessir fermetrar eiga örugglega eftir að nýtast til fulls þvi með þeirri alúð og umhyggju, sem Ingibjörg Inga stýrir hverjum og ein- um í gegnum sitt prógramm, fjölgar brosleitum og hraustlegum Tálknfirð- ingum og nágrannabúum. Haukur Sigurðarson unir sér vel i rimlunum í nýju heilsuræktarstöðinni. DV-myndir Ásta é ,K. T m Eigendur Táps þau Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir og Sigurður Árni Magnússon ásamt bömum sínum. Toyota Cressida STW árg. ’82, ekinn Toyota Landcruiser II dísil árg. '85, 77.000 km, blár. Verð 350.000,- ekinn 55.000, brúnn. Verö 750.000,- BMW 518 árg. '81, ekinn 90.000 km, grásans. Verð 330.000,- Góð kjör. Toyota Corolla 1600 liftback árg. '84, ekinn 38.000 km, gullsans. Verð 380.000,- Toyota Cressida DX árg. '81, ekinn 64.000, beige. Verð 340.000,- Honda Civic Sport árg. '82, ekinn 43.000, rauður, sóllúga. Verð 285.000.- Daihatsu Charade árg. '81, ekinn Citroen GSA Pallas árg. '82, ekinn 72.000, grár. Verð 175.000,- 65.000, grænn. Verð 200.000,- Toyota Camry 1800 GL árg. '83, ek- Toyota Camry 1800 DX árg. '85, ek- inn 80.000 km, grár. Verð 395.000,- inn 48.000, vinrauður. Verð 450.000,- AMC Eagle 4x4 STW árg. '80, ekinn 92.000 km, rauður, 6 cyl., sjálfskipt- ur. Verð 350.000,- Toyota Corolla Twin Cam árg. '85, ekinn 32.000 km, hvitur, álfelgur. Verð 530.000,- Toyota Crown Super saloon árg. '85, ekinn 21.000 km, hvítur. Verð 1.070.000,- Toyota Tercel 4x4 Special Series árg. '87, ekinn 4.000, rauður, ýmsir aukahlutir, s.s. sóllúga, tvöfaldur dekkjagangur, álfelgur, bretta- breikkanir, framstuðari meö 4 kösturum i, sílsalistar, skíðabogar og fl. Verð 695.000,- Opel Ascona árg. '84, ekinn 74.000, rauður. Verð 370.000,- Opið virka daga 9-19. Laugardaga 13-18. Höfum ýmsar tegundir bifreiða á söiuskrá | $ STElFArJ J H460MP /WKtA/íHACiT ^7 BILASALAN P. SAMUELSSON & CO. HF. SKEIFUNNI 15 108 REVKJAVlK SfMI(91)687120

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.