Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Page 29
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. Dægradvöl 41 Fyrirsæta á faraldsfæti Texti: Dröfn Hreiðarsdóttir I stuttu samtali sagði Snæfríður að myndimar hefðu verið teknar í Miinchen í Vestur-Þýskalandi í byrjun desember síðastliðinn og var hún þar yfir eina helgi en gafst lítið tóm til að skoða sig um í borginni en þó vildi svo skemmtilega til að hún bjó á hóteli við sömu götu og hún hafði búið við fyrir tíu árum með foreldrum sínum. Á þessum tíma hafði hún þó fast aðsetur í París og bjó hún þar í þrjá mánuði og vann sem ljós- myndafyrirsæta. París er aðalmiðstöð tískuheims- ins í Evrópu og þykir tískuheimurinn yfirleitt vera mjög harður og þar gildir það eitt að koma sér áfram. Það er viðurkenndur gæðastimpill að hafa unnið að fyrirsætustörfum í París og gott veganesti í myndamöppuna sem allar fyrirsætur saína í. Mapp- an er númer eitt, segir Snæfríður, því það er farið eftir henni þegar valið er í myndatökur. Fyrirsætustarfíð er því ekki bara dans á rósum heldur vinna eins svo margt annað, þó svo að starf- ið sé heillandi og bjóði upp á ferðalög og tækifæri til að kynnast nýju fólki og nýjum siðum. Erlend tímarit njóta ótrúlega mikilla vinsælda hérlendis og hverfa bókstaflega úr hillum bóka- verslana fljótlega eftir að þau koma til landsins svo maður verður að hafa sig allan við til að tryggja sér eintak. Tímaritin eru yfirleitt ekki mjög langlíf en fólk les þau sér til dægradvalar, skemmtunar og fræðslu. Tískutímaritin eiga sér stóran áhugamannahóp sem fylgist grannt með nýjustu sveiflum í tísku- heiminum. Tíska er þó ekki eingöngu litir, efni og snið fatnaðar heldur nær hún líka til margra þeirra hluta sem við höfum í kringum okkar á hverjum tíma. Þess vegna innihalda mörg tískutímaritanna greinar um ýmsar nýjungar og breyttar stefnur hveiju sinni ásamt sívinsælum greinum um þekkt fólk. Stöku sinnum hafa íslenskar fyrirsætur náð þeim eftirsóknarverða árangri að komast á síður heims- frægra tískutímarita. Svo var einmitt í janúarhefti þýska tískutímaritsins Freundin að kunnuglegt andlit birtist á einum sex heilum síðum í blaðinu og var þar Snæfríður Baldvinsdóttir á ferð að boða brot af komandi vor- og sumartísku. Hér getur að lita nokkrar af þeim myndum sem birtust i tískutimaritinu. PERMANENT FYRIRALLA VERIÐ VELKOMIN. VALHÖLLá "bsuwa ÓÐIfíSQÖTU 2, REYKJAm ■ SIMU22138 ■ LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Fóstra eða þroskaþjálfi óskast til stuðnings börnum með sérþarfir á leikskólann Hálsakot, Hálsaseli 29. Upplýsingar gefur Guðrún Einarsdóttir sálfræðingur á skrifstofu Dagvistar barna í símum 27277 og 22360. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Fóstrur eða annað starfsfólk með aðra uppeldislega menntun óskast til starfa á leikskólann/skóladag- heimilið Hálsakot, Hálsaseli 29, og Hraunborg, Hraunbergi 10. Upplýsingargefur umsjónarfóstra á skrifstofu Dagvist- ar barna í síma 27277 og 22360 og forstöðumaður viðkomandi heimilis. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. fH HUNDAHALD ^ í REYKJAVÍK GJALDDAGILEYFISGJALDS FELLUR Í GJALDDAGA1. MARS NK. Gjaldið, sem er kr. 5.400,00 fyrir hvern hund, greiðist fyrirfram og óskipt fyrir allt tímabilið eigi síðar en á eindaga, 1. apríl 1987. Verði það eigi greitt á tilskildum tíma fellur leyfið úr gildi. Um leið og gjaldið er greitt skal framvísa: 1. Leyfisskírteini. 2. Hundahreinsunarvottorði, eigi eldra en frá 1. sept- ember 1986. Gjaldið greiðist hjá heilbrigðiseftirlitinu, Drápuhlíð 14. Skrifstofan er opin kl. 8.20-16.15. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.