Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Page 33
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987.
45'
Sviðsljós
Prinsessan
Flugan
Kvikmyndin Flugan er nú sýnd í einu bíóhúsanna í borginni og snýst að
mestu um mann sem breytist í óhugnanlega flugu. Sá sem verður fyrir þeim
ósköpum er vísindamaður nokkur sem gerir líffræðilegar tilraunir á sjálfum
sér og verður fyrir því að hans eigin likamsfrumur blandast líkamsfrumum
flugu nokkurrar og úr verður áður óþekkt fyrirbæri sem sér bíógestum fyrir
hrolli og hryllingi.
Astin ljómar af þeim í allar áttir, ættmennum prinsessunnar til mikillar
skelfingar.
baðar sig
Fyrstu myndimar frá eynni Maurice eru þegar teknar að birtast í fjölmiðl-
um og sýna þær Stefaníu af Mónakó með nýjasta kærastanum, Mario Oliver.
Hún segist ætla að fara með hann hið allra fyrsta til Mónakó svo furstinn
faðir hennar geti lagt blessun sína yfir sambandið. Kunningjarnir eru ekki
jafnbjartsýnir, segja Stebbu blinda með öllu og þetta muni leiða til þess að
Rainier grípi til einhverra örvæntingaraðgerða.
í viðtali við franska blaðið Paris Match segist prinsessan aldrei fyrr á
ævinni hafa verið ástfangin, þetta sé allt önnur tilfinning og hún líti á
Mario sem eina manninn í lífi sínu. Hann segir hins vegar Steþbu sameina
alla þá kosti sem kvenfólk má prýða þannig að k&ppinn er hæstánægður
með sitt hlutskipti. Hins vegar telja þlaðamenn ferðina til Maurice vera
flótta frá fjölmiðlum - og ættingjum að auki - þau hafi ekki lagt í allan
hamaganginn á staðnum.
Mario rekur einn þekktasta næturklúbbinn í Los Angeles sem heitir Le
Vertigo. Þangað safnast helstu stjörnumar, svo sem Madonna, Liza Minn-
elli, Clint Eastwood og Richard Gere. Þetta eru ekki einungis gestir hans á
klúbbnum heldur einnig persónulegir vinir og í gegnum stjörnuliðið kynnt-
ust þau Stefanía. Sumir segja sameiginlega kókaínneyslu tengja þau föstum
böndum en víst er að Mario er ekki draumatengdasonurinn í litla furstadæm-
inu Mónakó.
Þau njóta lifsins saman á eynni Maurice - Stefanía af Mónakó og nætur-
klúbbaeigandinn Mario Oliver.
Mildir
Indíánar
Indíánarnir litskrúðugu á meðfylgjandi mynd em löngu heimsþekktir en þó
kannski ekki fyrir neinn sérstakan vígamóð. Þetta em þau Alþert og Karó-
lína í Mónakó og er myndin tekin þegar þau voru á leið á grímudansleik
barna fyrir allmörgum árum. Karólína er orðin ráðsett tveggja barna móðir
en Albert veldur landsmönnum stöðugum áhyggjum með því að þrjóskast
við að ganga í hjónaband. Núna em uppi háværar raddir þess efnis að lík-
lega taki Karólína við ríkinu í stað þróður síns en hún var ekki aðeins
herskárri en hann, íklædd indíánabúningi, heldur er hún einnig mun ákveðn-
ari í raunvemleikanum.
Þeir eru ekki liklegir til árásar, þessir!
Ólyginn
sagði...
Eðvarð prins
slakar á núna og reynir að láta
ekki skrif í fjölmiðlum hafa áhrif
á ákvarðanir. Það er lítil hrifning
í bresku höllinni vegna aðgerða
hans varðandi brotthlaupið úr
hernum og honum var haldið
heima þegar bræðurnir tveir
fóru með eiginkonurnar í skíða-
ferðtil Klosters. Einhvern veginn
verða hallarbúar þó að leysa
málin og er búist við sáttum
innan tíðar því Elísabet og Eð-
varð hafa alltaf verið ákaflega
náin. Reyndar var hann hér áður
kallaður mömmudrengurinn en
smám saman hefur löndum
hans orðið Ijóst að þessi yngsti
sonur í fjölskyldunni er jafnvel
sjálfstæðari en systkini hans
þrjú þótt lítið láti yfir sér hvers-
daglega.
Karólína af
Mónakó
er ein þeirra sem brugðu sér á
skíði og átti hún fullt i fangi
með að ráða við börnin tvö sem
bæði vildu eiga athygli hennar
alla. Stundum hefur Stefanía
rétt hjálpandi hönd við uppeldi
frændsystkinanna en hún er
núna önnum kafin i vafasömu
ástarævintýri á Suðurhafsey
þannig að stóra systir hefur orð-
ið að bjarga sér ein í þetta
skiptið. Eitthvað sést eigin-
manni Karólínu bregða fyrir
öðru hverju en hann er að sögn
fjölmiðla ótrúlega afskiptalítill
uppalandi - enda af rómönskum
karlrembum í ótalda ættliði.
C
Soffía Lóren
heldur sig við þá smávöxnu
hvað karlpeninginn snertir. Ekki
aðeins hvað eiginmanninn ofur-
litla - Carlo Ponti - áhrærir
heldur heimsótti stjarnan Dis-
neyland til þess eins að falla
platónskt fyrir Mikka mús. Hún
lét undrunaraugu nærstaddra
ekkert á sig fá enda alvön slíku
og faðmaði Mikka að sér i tíma
og ótíma. Sagt er að Andrés önd
hafi orðið óður af afbrýðisemi
og því orðið að loka hann inni
meðan Soffía var á staðnum.
Jóakim frændi var fenginn til
þess að gæta dyranna og sat
hann á Drésa sem gullklumpur
væri þar til yfir lauk.