Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
3
Hótel Borg. Skrifstofustjóri Alþingis telur hótelið koma til greina sem skrifstofuhúsnæði fyrir þingið.
Kaupir Alþingi Hótel Borg?
„Skoðum málið'4
segir Friðrik Olafsson skrifstofustjóri
Hótel Borg er nú á nauðungarupp-
boði og fór fyrra uppboðið fram 3.
mars sl. Síðara uppboðið er síðan
áformað þann 10. apríl nk. Ekki er
víst að til þess komi því eigendur Borg-
arinnar vinna nú að því að ná
samningum um skuldamál sín.
Eins og kunnugt er af íréttum hefur
Alþingi hug á að byggja stórhýsi yfir
starfsemi sína á næstu árum en fram-
kvæmd þess máls hefur vakið nokkrar
deilur. En er hugsanlegt að leysa hús-
næðisvandræði Alþingis með því að
það kaupi Hótel Borg? Við lögðum
þessa spurningu fyrir Friðrik Ólafsson,
skrifstofustjóra Alþingis.
„Þetta er athyglisverð hugmynd og
við munum skoða málið. Borgin
mundi ekki í fljótu bragði leysa öll
okkar vandamál en hún gæti sparað
okkur skrifstofiir fyrir þingmenn."
sagði Friðrik Ólafsson í samtali við
DV.
í máli hans kom fram að hann teldi
Borgina ekki hentuga undir sjálfan
reksturinn á Alþingi, það er skrifstofur
þess, en erfitt væri að fullyrða nokkuð
um þetta að óathuguðu máli.
-FRI
Fréttir
Nýjung í sjávaiútvegi:
Tilraun til
kúfiskveiða
heppnaðist
fullkomlega
taiið er að mikið sé um kúfisk umhverfis landið
Um síðustu helgi var gerð til-
raun á báti frá Stykkishólmi til að
veiða kúfisk í Breiðafirði með nýj-
um bandarískum veiðarfærum og
heppnaðist tilraunin fullkomlega.
Bátnum, sem heitir Anna SH og
er 28 lestir, hefur verið breytt mik-
ið til þess að hægt sé að stunda
kúfiskveiðar með þessum veiðar-
færum. Er kostnaðurinn kominn
upp í 30 milljónir króna og hefur
Þróunarfélag íslands veitt fé til
þessara tilrauna.
Að sögn Magnúsar Þórðarsonar
hjá Rækjunesi í Stvkkishólmi gekk
tilraunin miklu betur en bjartsýn-
ustu menn höfðu þorað að vona.
Notaður er sérstakur plógur og við
hann er dæla sem dælir sandinum
frá plógnum og skelin fer inn í
plóginn. Setja þurfti mjög kraftm-
ikla vél fy'rir þessa loftdælu og eins
þarf sérstaka rennu fyrir plóginn
og ýmsar aðrar brevtingar þurfti
að framkvæma.
Að sögn Þórðar er markaður fyr-
ir kúfisk bæði í Bandaríkjunum.
þar sem fiskurinn er notaður í súp-
ur, og eins á Italíu þar sem hann
þykir herramannsmatur eins og
allur skelfiskur þykir í Miðjarðar-
hafslöndum. Hér á landi hefur
kúfiskur aðeins verið notaður í
beitu til þessa og hefur enda ekki
verið kunn hér aðferð til að veiða
hann með góðu móti.
Það sem er ef til vill athyglis-
verðast við kúfiskveiðamar er að
talið er að hér við land séu mjög
auðug kúfiskmið allt umhverfis
landið að sögn Bjöms Bjömssonar
fiskifræðings. Magnús Þórðarson
hjá Rækjunesi í Stvkkishólmi
sagði að nú væri verið að athuga
með vélakaup til að vinna kúfisk-
inn og væri ljóst að þessi nýja
sjávarútvegsgrein mvndi veita
mörgum atvinnu í landi.
-S.dór
Eyðni:
Smitberi í verbúð
- borgariæknir fírrir sig ábyrgð
Stúlka, smituð af eyðni, sem verið
hefur undir eftirliti yfirvalda vegna
gmns um að fara ekki með gát í
kynlífi og stefna með því lífi annarra
í hættu, dvelur nú í verbúð úti á
landi.
„Ég tek enga ábyrgð á því sem
gerist í verbúðinni. Við erum í stöð-
ugu sambandi við stúlkuna og meira
getum við ekki gert,“ sagði Skúli
Johnsen borgarlæknir í samtali við
DV. „Frá því í ágúst höfum við ve-
rið að leita að húsnæði fyrir hana
og hennar líka en það er eins og
ekkert gangi. Mér virðist sem stofn-
anir sem leitað er til séu feimnar að
taka á þessum málum, til dæmis
hefur Rauði kross Islands hafhað
samstarfi við okkur.“
Eyðnimiðstöð, eins og sú er hér
um ræðir. er ætlað að vera vistunar-
staðm- fyrir þá einstaklinga sem
smitaðir eru af evðni og talið er að
geti útbreitt smitið með gálevsislegu
lífemi. Yrði vistunin nokkurs konar
stofufangelsi þar sem sérfræðingar
reyndu að leiða sjúklingvmi fyrir
augu að óvarkámi í kynlífi gæti
jafngilt mannsmorði.
-EIR
Kosningar í Háskólanum í dag:
Þrír listar eru í kjöri
Kosningar til Stúdentaráðs og Há-
skólaráðs verða í Háskóla íslands í
dag og era þrír listar í kjöri, listi Vöku,
listi vinstrimanna og listi Félags um-
bótasinnaðra stúdenta.
í Stúdentaráði sitja 30 manns og er
kosið á tveggja ára fresti um helming
þeirra hverju sinni. Af þessum 30 full-
trúum eiga fjórir sæti í Háskólaráði
og verður kosið um tvo þeirra af sér-
stökum lista.
Núverandi meirihluti Stúdentaráðs
hefur verið skipaður 12 fulltrúum
Vöku og 4 fulltrúum Stíganda, félags-
skapar sem klauf sig út úr Félagi
umbótasinnaðra við stjómarmyndun
síðasta vor.
í kosningabaráttunni hafa listamir
lagt áherslu á mismunandi baráttu-
mál. í málflutningi Vöku kemur m.a.
fram að þeir telja að kosningarnar
eigi að snúast um hvort Stúdentaráð
eigi að vera pólitísk stofnun eða hags-
munafélag stúdenta. Segja þeir að
síðasta kjörtímabil hafi ráðið verið
rekið sem öflugt hagsmunafélag stúd-
enta og vilja þeir halda því áfram.
Vinstrimenn leggja m.a. áherslu á
lánamál og er það skoðun þeirra að
lögunum um Lánasjóð íslenskra
námsmánna frá 1982 hafi ekki verið
framfylgt. Munaði 20% að námsmenn
fengju þau lán sem þeim bæri.
Umbótasinnar era einnig með
lánamálin ofarlega á sinni könnu og
segjast m.a. ætla að standa gegn hug-
myndum um vexti eða þak á námslán,
sem nú eru til athugunar í mennta-
málaráðuneytinu.
Hvað varðar kosningamar til Há-
skólaráðs er lítill rígur milli stúdenta
enda er þar meira kosið um persónur
en stefnu og stúdentum er umhugað
um að sýna samstöðu á þeim vett-
vangi enda era þeir í minnihluta í
ráðinu.
TÖGGURHE]
SAAB UMBOÐID
Bíldshöfða 16 - Símar 681530 og 83104^^
Seljum I dag
Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra
dyra, sjálfskiptur, vökvastýri,
litað gler o.fl., litur silver,
ekinn 88 þús. km, útvarp/
segulband. Verð kr. 390.000.
Saab 900 GLS árg. 1983, 4ra
dyra, beinskiptur, 5 gira, litur
silver, ekinn aðeins 34 þús.
km. Mjög fallegur bill. Verð
kr. 420.000.
Vantar þig bil?
Ef svo er höfum við einn góð-
an Saab 99 GL til sölu, 2ja
dyra, beinskiptan, 4 gira, árg.
1982, bláan að lit og ekinn
88 þús. km. Verð kr. 300.000.-
Saab 99 GL árg. 1979, 4ra
dyra, Ijósgrænn, beinskiptur,
4ra gira, ekinn 95 þús. km.
Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartima.
-FRI