Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987. 7 Utlönd Spænskir bændur í mótmælum Spænskir bændur hafa eins og fleiri starfsbræður þeirra í aðildarlöndum Efnahagsbandalags Evrópu ekki verið alveg sáttir við stefnu EBE í mjólkur- framleiðslu landbúnaðarins. Braust sú óánægja út í mótmælaaðgerðum í fyrradag þar sem bændur fóru margir með nokkra nautgripi sína til næstu borgar og bættu klaufdýrunum í liðið í mótmælagöngunum. Varð af þessu sums staðar mikið umferðaröngþveiti svo að lögreglan hafði af mikið ann- ríki en engin óhöpp hlutust af né heldur kom til neinna árekstra milli lögreglu og bænda. Einn bændanna sésf hér draga kusu sina í gegnum umferðina í Barcelona í mófmælaaðgerðunum í fyrradag. Simamynd Reuter Vaskir björgunarmenn Lögreglumennirnir Bruce Smart og Bill Taare hikuðu ekki við að fleygja af sér einkennisbúningunum til þess að bjarga kindunum i flóðunum sem gengu yfir Nýja-Sjáland í gær. Simamynd Reuter Airbus þota selst best Jón Ormur Halldórssan, DV, Londan; Flest virðist nú benda til þess að Airbus fyrirtækið, sem er í sameign franskra, breskra og þýskra flugvéla- verksmiðja, hefji framleiðslu á tveimur nýjum tegundum breiðþotna til við- bótar við þær þrjár gerðir sem fyrir- tækið framleiðir nú. Fyrirtækið hefur beðið ríkisstjórnir Bretlands, Frakk- lands og Þýskalands um hátt í tvö hundruð milljarða íslenskra króna, eða sem svarar til meira en tvöfaldrar þjóðarframleiðslu Islendinga, til þess að þróa upp þessar tvær nýju flugvéla- tegundir sem keppa eiga við júmbó- þotu Boeing og tvær aðrar minni gerðir af þotum fyrirtækisins. Allt þar til fyrir fáum misserum virtist Boeing ætla að ná einokunaraðstöðu í fr'am- leiðslu á stórum farþegaþotum. Nýjasta þota Airbus fyrirtækisins, A 320, sem er minnsta flugvél Airbus og tekur 150 farþega, virðist ætla að ■verða ein mest selda þota í heiminum en þegar hafa verið pantaðar um fimm hundruð þotur en þessi þota flaug í fyrsta sinn nú rétt um daginn. Um leið hefúr eftirspurn eftir öðrum þotum haldist. Framleiðsla á herþotum hefur einnig aukist verulega. Bretar hafa nýverið náð samningum við Saudi-Arabíu um framleiðslu á Tomado-herþotum. Munu þeir samningar færa Bretum tvö hundmð og fjömtíu milljarða króna og veita þúsundum atvinnu i mörg ár. ÁTT PÚ 100.000 KR. OG ELDRIFORD ESCORT? Með Ford skiptikjönim getur þú auðveldlega eignast nýjan ESCORT ’87 Dæmi: Peningar 100.000.- lán 101.700.- eldri Escort u.þ.b. 270.000.- = Nýr ESCORT1300Œ 5 dr. kr. 471.700.- Ford Escort - framdrifinn þýskur gæðabíU j .. í SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.