Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987. Mosfellssveit - Framlagning kjörskrár Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 25. apríl nk. ligg- ur frammi á skrifstofu Mosfellshrepps í Hlégaröi frá og meö 13. mars nk. Kærufrestur vegna kjörskrár er til 6. apríl 1987. Sveitarstjóri. wm W KJÖRSKRÁ Kjörskrá til alþingiskosninga, er fram eiga aö fara 25. apríl nk„ liggur frammi almenningi til sýnis á bæjar- skrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu við Vífilsstaöaveg, alla virka daga frá og með 13. mars til og með 9. apríl nk„ þó ekki á laugardögum. Kjörskrárkærur skulu hafa borist bæjarskrifstofunum eigi síöar en 6. apríl nk. Menn eru hvattir til að kynna sér hvort nafn þeirra er í kjörskránni. Garðabæ, 11. mars 1987. Bæjarstjórinn í Garðabæ. F YRIRTÆKI - ATVINNUREKENDUR! VIKAN er ekki sérrit, heldur fjölbreytt, víðlesið heimilisrit, og býður hagstæðasta aug- Iýsingaverð allra íslenskra tímarita. BÍLASALAN HLlÐ Borgartúni 25, Range Rover ’84, sjálfskiptur, 31 þ. km. V. 1.100 þ. Toyota Twin Cam. ’84, 44 þ. km. Skipti á t.d. Accord '84-'85. V. 500 þ. Mazda 929 ’82, 64 þ. km. V. 370 þ. Galant Super Saloon ’83, 41 þ. km. V. 380 þ. Mazda 626 ’86, 26 þ. km. V. 430 þ. Toyota Corolla DX ’85, 25 þ. km. V. 360 þ. Toyota Tercel station 4x4 SR5 ’84, 80 þ. km. V. 500 þ. Volvo 244 '77, 160 þ. km. V. 170 þ. Saab 900 GL '80, 98 þ. km. V. 275 þ. Skipti á 500 þ. bíl, staðgr. milligj. Galant 1600 '80, 83 þ. km. V. 200 þ. Skipti á 450 þ. bíl, staðgr. milligj. M. Benz 380 SE ’81, 92 þ. km, með öllu. V. 1.280 þ. B. Benz 240 TD station ’85, 110 þ. km. V. 1.100 þ. Volvo 244 GL '82, 50 þ. km. V. 420 þ. Oldsmobile Delta Royal 88 '78. Toppeintak. V. 320 þ. Vantar nýlega bila á skrá og á staðinn. Upplýst og vaktað svæði. Nokkrir af þeim bílum sem eru á skrá fást á 12 til 24 mán. kjörum. „Við getum vart látið þetta ganga svona lengur ef þessi stétt á ekki jafnt og þétt áfram að dragast aftur úr öðrum launastéttum.” Bíðið, það þarf eina kömtun enn Þannig hljóða síendurtekin skilaboð til verslunar- og skrif- stofufólks um launamál. Á þessari von skal landsbyggðar- fólk, er að verslun starfar, lifa. Verið því róleg, ykkar mál verða tekin til athugunar þegar okkur hentar. Það er ekki bara landsbyggðar- hópurinn sem bíður. Öll stéttin hefur dregist aftur úr öðrum hópum launafólks. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa okkar að samningar þeir sem gerðir eru við okkur af hálfu vinnuveitenda séu marktækir. Loforð á loforð ofan um jöfnun launa, launastiga, sem hægt sé að fóta sig á og nýja skipan launa- flokka, en alls engar efndir. Á meðan er verið að gera alls konar sér-hópsamninga allt í kringum okkur en verslunarfólk situr enn og bíður. Áðurnefnd loforð voru gefin í fe- brúarsamningnum 1986 og ekkert gerðist á samningstímabilinu. Aft- ur var samið á jólaföstu, loforðin dregin upp úr skúffu, blásið af þeim rykið og þá urðu þau sem ný. Svikin loforð Þegar lægstu laun voru hækkuð með síðustu samningum, í átt til þess sem þurft hefði, voru enn gefin loforð. Jöfnun launa landsbyggðar- fólks við greidd laun á höfuðborg- arsvæðinu. Nú skyldi það hafa forgang. Áfram loforð um nýtt taxtakerfi og skipan launaflokka fyrir verslunarfólk almennt. Maður skyldi nú halda að ekki hefði verið beðið boðanna en hafist handa svo að ekki yrðu enn svikin KjaUaiinn Magnús Pálsson formaður verslunarmannafélags Austurlands loforð. En einkennilega er hljótt um málið nema hvað alltaf vantar fleiri kannanir. Það mætti ef til vill bæta því inn í kannanirnar hversu stór hópur verslunarfólks er á svo lágum launum að hann er vanhæfur til lántöku f húsnæðis- lánakerfinu. Harðari aðgerðir Mér er nær að halda að enn sé verið að leika sama leikinn gagn- vart okkur starfsfólki við verslun. Er mögulegt að enn eigi að nota sömu loforðin við næstu kjara- samninga? Eigum við að halda áfram að taka þau góð og gild? Það virðist vera að atvinnuveit- endur bíði eftir harðari aðgerðum frá okkur og vilji þann kost heldur en samningaleiðina. Við getum vart látið þetta ganga svona lengur ef þessi stétt á ekki jafnt og þétt áfram að dragast aftur úr öðrum launastéttum. Við verð- um að búa okkur undir önnur vinnubrögð og nýta þau við fyrsta tækifæri ef okkur er ekki tafar- laust sinnt. Við krefjumst forystu samtaka verslunarfólks fram á sjónarsviðið af fullri einurð til að gera hlut okkar fólks mannsæmandi í launa- málum og til að endurheimta traust þess fólks sem innan verslunar- stéttar starfar. Magnús Pálsson. „Það hlýtur að vera lágmarkskrafa okk- ar að samningar þeir sem gerðir eru við okkur af hálfu vinnuveitenda séu mark- tækir.“ SMÁ AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild EUOOCAOD - sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.