Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
Fréttir
Á að biita myndir af kynferðisafbrotamónnum?
Yfiignæfandi meirihluti
vill myndbirtingar
- niðurstöður skoðanakönnunar DV
Yfirgnæfandi meirihluti lands-
manna vill, að fjölmiðlar birti myndir
af kynferðisafbrotamönnum. Þetta
kom í ljós í skoðanakönnun DV nú
um síðustu helgi.
Af öllu úrtakinu í skoðanakönnun-
inni sögðust 69 prósent vera fylgjandi
myndbirtingu af kynferðisafbrota-
mönnum. 16,3 prósent voru andvíg
myndbirtingu af þessum mönnum.
Aðeins 8,3 prósent voru óákveðin, og
6,3 prósent vildu ekki svara spuming-
unni.
Þetta þýðir, að 80,9 prósent þeirra,
sem taka afstöðu, eru hlynnt mynd-
birtingum, en 19.1 prósent andvíg.
Eins og sést eru úrslitin mjög á einn
veg og sjaldgæft, að niðurstöður skoð-
anakannana séu svo afgerandi.
Úrtakið í könnuninni var 600
manns. Jafnt var skipt milli kynja og
jafnt milli Stór-Reykjavíkursvæðisins
og landsbyggðarinnar. Spurt var: Ert
þú fylgjandi eða andvígur myndbirt-
ingum af kvnferðisafbrotamönnum?
Niðurstöðumar vom mjög ámóta
meðal karla og kvenna og einnig mjög
svipaðar á Reykjavíkursvæðinu og
utan þess.
Þesi mál em alltaf í brennidepli. Illa
gengur oftast að fá stuðning yfirvalda.
þegar fjölmiðlar vilja birta nöfn og
myndir af kynferðisafbrotamönnum.
Könnunin sýnir, að það er lítill minni-
hluti sem hefur eitthvað við slíkar
birtingar að athuga.
-HH
Ummæli fólks í könntininni
Kona á Reykjavíkursvæðinu kvaðst
fylgjandi myndbirtingum af kynferðis-
afbrotamönnum, því að það væri góð
hegning og drægi kannski úr afbrot-
um. Önnur sagði, að þetta væm
sjúklingar og sjálfsagt að hlífa þeim
og fjölskyldum þeirra. Kona sagði, að
vana ætti alla kynferðisglæpamenn.
Karl á Reykjavíkursvæðinu sagðist
starfa að slíkum málum. Hann teldi
ekki. að myndbirting yrði til góðs.
Karl sagði, að þessum mönnum yrði
að hegna rækilega. Annar sagði sjálf-
sagt, að þessir menn yrðu birtir
almenningi, svo að fólk gæti varað sig
á þeim.
Kona úti á landi sagði sjálfsagt að
birta myndir af öllum glæpamönnum.
Önnur sagði, að endilega þyrfti að
birta myndir af kynferðisafbrota-
mönnum, svo að fólk gæti varið sig.
Kona úti á landi sagði, að skilyrðis-
laust yrði að birta myndir af þessum
mönnum til að hræða þá. Karl úti á
landi kvað það vera að hella olíu á
eldinn að birta myndir af þessum
mönnum. Karl sagði, að það ætti að
afkynja slíka menn. Annar sagði, að
ekki ætti að auglýsa kynferðisafbrota-
menn fremur en aðra glæpamenn.
Kona á Reykjavíkursvæðinu sagði, að
líka ætti að birta myndir af mönnum,
sem seldu eiturlyf. Kona sagði, að
myndbirting kæmi illa við aðstand-
endur. En þetta væru svo hræðilegir
glæpir, að það ætti að birta myndir
af afbrotamönnunum. Karl sagði, að
birta ætti myndir af öllum glæpa-
mönnum. Annar sagði, að birta ætti
myndir af kynferðisafbrotamönnum
og jafnframt þeim, sem seldu börnum
eiturlyf. Kona sagði myndbirtingar
sjálfsagðar. Alltof vægt væri tekið á
þessum mönnum og of langur tími liði
frá broti til refsingar. Kona sagði, að
birta ætti myndir og nöfn slíkra
manna. Önnur sagði, að birta þyrfti
myndir af þeim og nöfh og síðan
skyldu þeir vanaðir.
-HH
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar:
Fylgjandi myndbirtingum 414 eða 69%
Andvigir 98 eða 16,3%
Óákveðnir 50 eða 8,3%
Svara ekki 38 eða 6,3%
Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar:
Fylgjandi myndbirtingum 80,9%
Andvigir 19,1%
Kynferðisafbrotamenn sleppa oft við nafn- og myndbirtingu.
í dag mælir Dagfaxi
Frá Grímsnesi til Moskvu
Það er ýmislegt sem frambjóðend-
ur gera til að vekja á sér athygli
fyrir kosningar. Reynir þá á hug-
mundaauðgi og hugkvæmni til að
ná til kjósenda. Ámi Johnsen er
maður sem hefur hvort tveggja til
að bera, enda stórgaman að fydgjast
með kosningabaráttu hans. Honum
tókst að egna lyfsala svo til reiði að
þjóðarathygli hefúr vakið og naut
til þess stuðnings landlæknis. Ekki
eru öll kurl komin til grafar í því
máli en Ámi baðar sig í sviðsljósinu.
En um Ieið og dofna fór yfir umræðu
um lyfjamálin kom Ámi fram með
nýtt mál. Það rekur hann ekki innan
veggja Alþingis heldur í fjölmiðlum.
Nú rær hann að því öllum árum að
haldnir verði tónleikar í Kerinu í
Grímsnesi næsta sumar. Hefur hann
kynnt málið fyrir landeigendum og
sýslumanni við góðar undirtektir,
að eigin sögn. Segir hann að hér
geti orðið um nýstárlega og menn-
ingarlega útihátíð að ræða og skal
ekki efast um það. En er mögulegt
að halda þama tónleika? Hvað með
hljómburðinn? Jú, Eyjajarlinn kann
svör við þessu. Hann kveðst hafa
prófað hljómburðinn með því að fara
út á vatnið á vindsæng og syngja.
Við vitum þá að hljómburður er
góður fyrir söngrödd Áma en hvort
hann er nægilega góður fyrir alvöru-
tónleika er ennþá órannsakað mál.
En hvað um það. Ámi hefur þama
komið fram með hugmynd sem vafa-
laust vekur athygli í nokkrum
hreppum og ástæðulaust að amast
við þvi. Gaman væri að vita hvað
kemur næst frá þessum frambjóð-
anda.
En sá sem hefur slegið alla út í
kosningabrellum er auðvitað Stein-
grímur Hermannsson. Hann fór í
opinbera heimsókn til Sovét á hár-
réttum tíma. Þar átti hann alvarleg-
ar viðræður við Gorbatsjov og komst
að raun um að Sovétleiðtoginn
meinar það sem hann segir - enda
vom viðræður þeirra hinar gagnle-
gustu fyrir heimsfriðinn. Einu sinni
var talað um hina þrjá stóru og þá
átt við Churchill, Stalín og Roose-
velt. Nú er farið að tala aftur um
hina þijá stóru og þá er átt við Gor-
batsjov, Steingrím og Reagan. Þar
stendur Steingrímur ekki aðeins
jafnfætis hinum tveim heldur allar
líkur á að hann geti orðið stærstur.
Steingrímur segir nefnilega að Gor-
batsjov hafi tekið vel í þá hugmynd
sína að koma á fót stofiiun á Islandi
til betra mannlífs sem yrði til að
bæta samskipti austurs og vesturs,
norðurs og suðurs.
Það sér hver maður að þama hefur
Steingrímur vinninginn yfir hina
tvo. Gorbatsjov mætir þá fyrir hönd
austurs þegar stofhunin heldur fund.
Reagan verður fulltrúi vesturs en
Steingrímur státar sem fulltrúi bæði
norðurs og suðurs. Nú má Reagan
ekki verða minni maður en Gor-
batsjov og því verður hann að
hringja í Steingrím og biðja hann
að skreppa vestur við fyrsta tæki-
færi til skrafs og ráðagerða. Það
verður ekki mikið eftir af alheims-
frægð Ólafs Ragnars Grímssonar
þegar Steingrímur verður kominn á
fulla ferð austur og vestur milli þess
sem þeir þrír hinir stóru hittast svo
í Reykjavík og taka fyrir málefni
norðurs og suðurs.
Það er af sem áður var þegar fram-
bjóðendur riðu og óku milli bæja,
klöppuðu körlum á bakið, kysstu
konur og börn og þáðu kaffi og bak-
kelsi til að afla sér fylgis. Nú dugar
ekkert annað en kalla sér til fullting-
is valdamestu menn heims eða að
boða tónleika í Kerinu. Nú þýðir lit-
ið fyrir Jón Baldvin að koma með
nýja skammadembu á flokksbræður
sína á Norðurlöndum því það nennir
enginn að fylgjast með svoleiðis
kjaftæði. Svavar er víst núll og nix
á heimsmælikvarða og verður að
láta sér nægja að skreppa í frystihús
og verksmiðjur og halda þar þrum-
andi áróðursræður. Eins og það er
nú leiðinlegt að umgangast þennan
verkalýð sem hefúr ekki einu sinni
skilning á nauðsyn þess að kjósa
Alþýðubandalagið og kemur jafnvel
með óþægilegar og móðgandi spum-
ingar í garð bandalagsins og form-
anns þess. Þá væri nú betra að geta
baðað sig í heimsfrægðinni eða
sungið á vindsæng í Kerinu. Þor-
steinn Pálsson hefur brugðið á það
ráð að boða lækkun tolla á úrum
og myndavélum og hækkun á toll-
fijálsum innflutningi ferðamanna.
Eflaust fær hann einhver atkvæði
út á það en enga frægð í Moskvu,
Washington né heldur i Grímsnes-
inu. Hann verður að finna upp á
einhveiju betra en þessu, drengurinn
sá- Dagfari