Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
5
Fréttir
SaKfiskframleiðslan:
Hráefnisskortur aðalvandamálið
- umtalsverð verðhækkun hefur átt sér stað á S-Evrópumarkaði
Saltfiskverð í Portúgal, Spáni og
Ítalíu heíúr hækkað umtalsvert frá
því í fyrra eða á bilinu 15% til 20%
eftir tegundum. Samið hefur verið
við Portúgali um kaup á 25 þúsund
lestum í ár. Aftur á móti hefúr eng-
inn. samningur verið gerður við
Spánverja og ítali en eigi að síður
kaupa þessar þjóðir mikið af saltfiski
af okkur.
Það sem aftur á móti veldur nokkr-
um erfiðleikum í saltfiskverkuninni
nú er skortur á hráefni hér heima.
Að sögn Magnúsar Gunnarssonar,
forstjóra Sölusamtaka íslenskra
fiskframleiðenda, eru Spánveijar
ekki orðnir jafnformfastir í þessum
viðskiptum og áður var en kaupa
samt sem áður ekki minna magn.
Samt sagðist hann gera ráð fyrir að
fastir samningar yrðu gerðir á árinu
enda vilja Spánveijar tryggja sér
saltfiskinn sem er eftirsóttur um
þessar mundir vegna skorts á honum
á heimsmarkaði.
Magnús Gunnarsson sagði að svo-
nefndur tandurfiskur yrði æ eftir-
sóttari. Spánverjar hafa keypt mikið
magn af honum undanfarin ár og
nú eru Portúgalir líka orðnir hrifnir
af þessum fiski og um það bil 40%
af þeim saltfiski sem þeir kaupa héð-
an eru tandurfiskur. Tandurfiskur
er saltfiskur sem er minna verkaður
og stendur mun styttra en hinn hefð-
bundni saltfiskur.
Það sem veldur hráefnisskorti í
saltfiskverkuninni nú er einkum
tvennt. í fyrsta lagi hefur afli verið
heldur rýr, nema síðustu daga við
Breiðafjörð, og svo í öðru lagi vax-
andi ferskfiskútflutningur í gámum.
Því hafa saltfiskverkendur gripið til
þess ráðs að yfirborga fiskinn stór-
lega, rétt eins og sum frvstihúsin
verða líka að gera.
-S.dór
Laganemar svara fyrirspurnum á skrifstofu Orators.
Ókeypis lögfræðiaðstoð Orators:
Mest spurt um
fasteignakaup
Eins og aðra vetur frá 1981 hefur
almenningur átt þess kost í ár að fá
ókeypis lögfræðiaðstoð hjá Orator, fé-
lagi laganema við Háskólann, og hefur
símatími verið opinn hjá félaginu á
fimmtudagskvöldum frá kl. 19.30-22.
Samkvæmt upplýsingum frá laga-
nemum hafa um 12-14 aðilar að
jafnaði hringt á hverju fimmtudags-
kvöldi og mest er spurt um fasteigna-
kaup, fjármálaskipti eftir skilnað milli
hjóna eða para í sambúð og erfðarétt-
armál en segja má að öll lífsins
vandamál hafi komið inn á borð hjá
laganemunum.
Þessi þjónusta, sem laganemarnir
veita, er eingöngu ráðgjöf, þeir reka
ekki mál fyrir fólk enda hafa þeir eng-
in réttindi til þess. Fjórir nemar eru á
vakt hverju sinni er þjónustan er veitt
og skipta nemar á 4. og 5. ári lagadeild-
arinnar henni á milli sín.
Nú fer að styttast í prófin í lagadeild-
inni og verður þessi þjónusta því lögð
niður um næstu mánaðamót eins og
áður þannig að ef einhver vill fá lög-
fræðiaðstoð er ekki seinna vænna að
hringja í 21325 í kvöld eða næstu
fimmtudagskvöld fram að mánaða-
mótum.
-FRI
Eskifjorður:
Útsvar fellt niður
hjá sjómönnum
60 ára og eldri
Emil Thoiarenæn, DV, Eskifirdi;
Bæjarstjóm Eskifjarðar hefur sam-
þykkt samhljóða tillögu Hrafhkels A.
Jónssonar um að fella niður útsvar
af sjómönnum sem náð hafa sextíu ára
aldri og stundað sjómennsku í 25 ár
eða lengur.
í greinargerð með tillögunni er vitn-
að í könnun, sem prófessor Tómas
Helgason framkvæmdi árið 1976, en
þar segir meðal annars: „...að sjómenn
slitni svo fljótt að líkja megi því við
að brenna kerti í báða enda“.
Að sögn Hrafnkels vonast hann til
að samþykkt tillögunnar auðveldi
eldri sjómönnum að komast í land
enda hafi þeir verið Qarvistum við fjöl-
skyldur sínar stóran hluta sinnar
starfsævi. Hrafnkell vildi láta þess
getið að þótt hann væri flutningsmað-
ur þessarar tillögu hefði hugmyndin
komið fram f kosningabaráttunni sl.
vor frá Sigurði Ingvarssyni, varaform-
anni verkalýðsfélagsins Árvakurs.
Þess má geta að ellilífeyrisþegar hafa
verið undanþegnir útsvarsgreiðslum
og fasteignagjöldum frá því snemma á
sjötta áratugnum en þá samþykkti
hreppsnefhd Eskifjarðar tillögu frá
Bóasi Emilssyni þess efnis.
LUKKUGETRAUN:
Einu sinni í mánuði drögum við úr nöfnum kaupenda og seljenda um 5 daga ferð til
Hamborgar með ferðaskrifstofunni Sögu.
VERÐUR ÞÚ SÁ HEPPNI í MARS?
BÍLATORG
Saab 900 GLE árg. 1984, silfurgrár,
beinskiptur, ekinn 50.000 km. Verð
kr. 495.000.-
Honda Accord EXS árg. 1985, silfur-
blár, gullfallegur bíll, sjálfskiptur,
sóllúga, ekinn 21.000 km. Skipti á
ódýrari.
BILATQHG
Citroen BX 16 TRS árg. 1984, rauð-
ur, vökvastýri, ekinn 40.000 km.
Verð kr. 450.000,- Skipti.
BILATORtí
Honda Prelude EXS árg. 1983, blá-
sans, einn gullmoli með öllu, ekinn
38.000. Verð kr. 530.000,-
BMW 525i árg. 1984, blásans, riku-
lega útbúinn, sjálfskiptur. Skipti
koma til greina. Verð kr. 850.000.-
Honda Accord EX árg. 1987, hvitur,
nýr bill, ekinn 1.900 km. Verð kr.
695.000.-. Skipti á ódýrari bil koma
til greina.
Ailar gerðir bila vantar á söluskrá - mikil sala.
Opið iaugardaga kl. 10-18.
BILATORO
NOATUN 2 - SIMI 621033
SPðRKOMATfC
—hW«Vimíwi]^Wiiií h— ' -
r— . j
rr~'~ I i ‘ * Of»K»
C4S
CAR STEREO SYSTEM
AM PM StSf«o Síítrec-
VILTU ÓDÝRT EN VANDAÐ BILTÆKI?
ÞÁ ER VALIÐ AUÐVELT
Þetta frábæra tæki með MB FM stereo og kassettu ásamt tveimur
20 vatta hátölurum er á sérstöku tilboðsverði.
Verð aðeins kr. 5.985,-
Það gerist ekki ódýrara.
Sendum í póstkröfu.
B
D
i • i
_______________i r
ÍXdOlO
Ármúla 38, símar 31133 og 83177,