Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987. 13 Neytendur Hvemig er þitt aksturslag? Ert þú hæfurtil aðtakastá vio vandamál dagsins? Á örfáum árum hefur umferð hér á landi aukist verulega. Nú er svo komið að þeir sem leið eiga um Reykjavík eftir hádegi flesta daga verða að reikna sér allt að tvöfalt lengri tíma til að komast milli staða en það gerist að kvöldi til eða um helgar. Það er kannski ekki undar- legt að svo sé komið umferðarmálum okkar þar sem um það bil 2 íslend- ingar eru um hvem bíl. Með aukinni umferð er nauðsyn- legt að umferðin gangi greiðar fyrir sig. Stór hluti ökumanna er orðinn sér meðvitandi um þetta. Þó eru nokkrir ennþá sem aka um götur borgarinnar eins og þeir gerðu fyrir 40-50 árum. Þessir ökumenn aka mun hægar en aðrir og gera það að verkum að framúrakstur eykst vem- lega. Þá em þeir ennþá að dóla á vinstri akrein og gera það að verkum að aðrir ökumenn verða að fara hægra megin fram úr þeim. Vafamál er hvort þessir ökumenn geta tekist á við umferðina eins og hún er í dag og þau vandamál sem af henni leiða. Stöðugur akstur á vinstri akrein ætti ekki að eiga sér stað nema umferð sé mjög mikil. Þetta veit þorri ökumanna en okkur þykir oft erfitt að fara eftir því sem við vitum. Við hugsum svo oft um ökumanninn á undan okkur. Við bölvum honum fyrir aksturslag hans sem okkur þykir óviðunandi en gæti ekki líka verið að ökumaðurinn fyrir aftan okkur hugsaði á sama hátt til okkar? Ert þú kannski einn þeirra sem tefur fyrir í umferðinni í dag? hlæst þegar þú sest undir stýri, í dag eða á morgun, skaltu hafa þetta í huga og kannaðu eigið aksturslag. Er það til fyrirmyndar eða mætti ef til vill bæta það? Ef okkur íslendingum á að takast að bæta umferðarmenn- ingu hér á landi verðum við að byrja á okkur sjálfum og líta í eigin barm. Hvemig væri að þú byrjaðir sm^tt og létir morgundaginn, föstudag, sem er annamesti dagurinn í um- ferðinni, verða svolítið sérstakan á þínum ökumannsferli. Aktu af stað með góða skapið í veganesti og hugs- aðu stöðugt um það hvernig þú getur sýnt fordæmi í umferðinni. Notaðu hægri akreinina sem mest þú getur og ímyndaðu þér ekki að gatan sé kappakstursbraut þar sem mestu skiptir að komast fram fyrir næsta bíl. Vinstri akreinin er ekki ætluð nema sem framúrakstursgrein og til að létta á umferð þegar hún er orðin verulega mikil. Finnist þér þú aka hægar en aðrir skaltu ávallt nota hægri akrein nema þú þurfir að beygja til vinstri. Þá skaltu fara yfir á þá vinstri stuttu áður en þú tekur vinstri beygjuna - ekki halda þig á henni of lengi. Með slíku hugarfari em auknar líkur á að þú komist klakklaust í gegnum umferðina og verðir öðrum til eftirbreytni. Hafðu það í huga að enginn annar breytir aksturslagi þinu. Aðeins þú getur það. Vert þú meðal þeirra öku- manna sem taka virkan þátt í baráttunni um betri umferðarmenn- ingu okkar íslendinga og um leið leggur þú þitt af mörkum til að auka umferðaröryggið hér á landi. Slíkt framlag gæti bjargað mannslífum. jafnvel þínu eigin eða einhvers þér nákomnum. -EG í umferdinni: í umsjá Bindindisfélags ökumanna. Ef allir leggja sitt af mörkum til að bæta umferðarmenningu gengur allur akstur snurðulaust. Bretar taka kertaugina fram yfir Námsmenn liggja allra manna lengst „í bleyti“ í baðkerinu Við böðum okkur fyrst og fremst til þess að hreinsa óhreinindi af líkam- anum, dauðar frumur og hættulegar bakteríur sem hafa tekið sér bólfestu á húðinni. Við baðið íjarlægjum við einnig óskemmtilega lykt sem leggur af líkamanum ef ekki er farið í bað reglulega, svokallaða líkamslykt. Bestu tækin til þess að nota við baðið er vatn og sápa. Við notum líka vatn og sápu til þess að hreinsa fötin okk- ar, en nauðsynlegt er að skipta um nærföt daglega. Líkamslyktin sest einnig í nærfötin. Mikilvægt er að gæta vel að húðinni eftir daglegt bað með því að bera á hana líkamskrem til þess að viðhalda hæfilegu rakastigi húðarinnar. Sér- lega mikilvægt er að bera krem á þá staði sem eru daglega í þröngum föt- um. Et þau eru svona baðkerin sem námsmenn á Bretlandi hafa til umráða er ekki að undra þótt þeir liggi allra manna lengst „i bleyti“. sturtu Laugar-dagurinn Á Islandi hefur laugardagurinn ve- rið ..baðdagur" alveg frá fomu fari enda nafnið á deginum dregið af laug eða sögninni að lauga sig. Til foma böðuðu menn sig. í það minnsta höfð- ingamir. Á hinum dimmu miðöldum hafa Islendingar sennilega ekki verið tíðir gestir i laugunum frekar heldur en aðrir Norður-Evrópubúar. Við höfum ekki heyrt neinar tölur í sambandi við baðvenjur Islendinga aðrar en að árlega koma þúsundir i sundstaðina. Þannig fá menn sitt „daglega bað". þótt ekki sé það í einkabaðherberginu. Heimild: The Bopdv Shop Book. -A.BJ. Samkvæmt upplýsingum um bað- venjur í Bretlandi fara 60% allra breskra kvenna daglega í bað. Ekki nema 45% breskra karlmanna baða sig daglega. Húsmæður og námsmenn fara oftast í bað eða að meðaltali þrisvar og hálfu sinni í hverri viku. Námsmenn liggja lengst allra í bleyti í baðkerinu eða í 32 mínútur að meðaltali. Táningar liggja i bleyti í 29 mínútur, karlar al- mennt í 26 mínútur og konur í 24 mínútur. Miðvikudagurinn er vinsælasti bað- dagurinn í Bretlandi. Er talið að þá fari meira en helmingur þjóðarinnar í bað. Sturtan er ekki eins vinsæl í Bret- landi og öðrum vestrænum löndum. Bretar taka kerlaugina íramyfir sturtuböð. Það er mjög athyglisvert því sturtuböð spara bæði tíma og vatn. Að auki er mun þrifalegra að baða sig undir rennandi vatni heldur en að liggja í óhreinu skólpinu af sjálfum sér, þar sem sápuleifar og dauðar húð- frumur fljóta á vatninu. Það er hins vegar róandi fyrir taug- amar að slappa af í kerlaug. Það slakar á öllum vöðvum og húðin verð- ur mjúk eftir baðið og tekur þá best á móti gagnlegum áhrifum líkamsá- burða. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Sími 91 35200 RAKATÆKI IÚRVALI Hugsið um heilsuna! Of þurrt loft eróhollt. — Það hefur áhrif á mótstöðu líkamans gegn kvefi og ýmsum kvillum. VERÐ FRA KR. 3.486.- 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.