Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 34
34
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
Andlát
Anna Kristín Árnadóttir lést 8.
mars sl. Hún fæddist á Seyðisfirði
7. apríl 1908, dóttir hjónanna Árna
Stefánssonar og Jónínu Friðfinns-
dóttur. Hún giftist ung Björgvini
Bjarnasyni, en hann lést árið 1976.
Þeim hjónum varð þriggja barna
auðið.
Bjarni Pétursson Walen lést 2.
mars sl. Hann fæddist 22. mars 1913
í Vikebygd, skammt frá Haugasundi
í Noregi. Hann fluttist til Islands
árið 1935. Eftirlifandi eiginkona
hans er Svanborg Sæmundsdóttir.
Þeim hjónum varð tveggja barna
auðið. Árið 1959 var Bjarni ráðinn
bústjóri á Kópavogsbúinu og starfaði
þar þar til hann lét af störfum fvrir
aldurs sakir. Síðustu árin vann hánn
hálfs dags vinnu hjá Skógrækt
Reykjavíkurborgar. Útför Bjarna
verður gerð frá Kópavogskirkju í dag
kl. 13.30.
Jónas Ewvald Jónasson, Köldu-
kinn 29, Hafnarfirði, verður jarð-
sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 13. mars kl. 15. Hann
lést af slysförum 1. mars. Jónas lætur
eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Jó-
hannsdóttur frá Hafnarfirði, og tvö
börn, Úrsúlu Lindu og Ingunni. For-
eldrar Jónasar eru Ursula, sem er
þýskrar ættar, og Jónas Guðmunds-
son, húsasmíðameistari frá Vest-
mannaeyjum. Jónas ólst upp til 10
ára aldurs í Vestmannaeyjum, en síð-
an í Garðabæ og stundaði nám í
gagnfræðaskólanum þar. Síðan lærði
hann hjá föður sínum húsasmíði og
stundaði nám í Iðnskóla Hafnar-
fjarðar. Nokkra mánuði var hann til
sjós á m/s Vesturlandi með mági sín-
um, Halldóri Almarssyni skipstjóra.
Jónas Ewald var fæddur 2. október
■ 1962 og var því aðeins 24 ára.
I gærkvöldi
Ragnar Bjamason tónlistar- og kaupmaður:
„Það sama og að setja upp verslun“
Ég horfi jöfhum höndum á Stöð 2
og sjónvarpið og er mjög hrifinn af
báðum stöðvunum og það hefúr sýnt
sig að samkeppnin er af hinu góða.
Auk þess erum við mun betur í stakk
búin heldur en nágrannaþjóðir okk-
ar í Skandinavíu og víðar miðað við
það sem ég hef séð. Ég hef löngum
haft áhuga á að hafa hér frjálsa fjöl-
miðla og ég man hér í eina tíð, fvrir
nokkrum árum, að ég fór á fund með
Guðmundi H. Garðarssyni og fleir-
um um einmitt þessi mál. Mér finnst
það sama gilda hér og með að setja
upp verslun, ef menn telja sig hafa
eitthvað fram að færa, enda hefúr
það sýnt sig hvaða áhrif samkeppnin
hefur. Menn eiga að fá að velja og
hafna.
í gærkvöldi horfði ég á flestallt
með öðru auganu enda var verið að
teppaleggja heima hjá mér og því
enginn friður. En ég byrjaði að
Ragnar Bjarnason.
hlusta á þátt þar sem mig minnir að
Ólafur Ragnarsson talaði um kyn-
ferðisglæpi, sem mér finnst mjög
nauðsynlegt að komi upp á yfirborð-
ið og sé rætt fyrst að þetta er til.
Ég er fréttasjúkur maður og horfi
nánast alltaf á fréttir á báóum stöðv-
unum sem og hlusta á fréttir í
útvarpi. Einnig horfði ég á Bjarg-
vættinn og náði restinni af I takt
við tímann, um flugmálin, sem var
bæði léttur og skemmtilegur þáttur.
Að lokum horfði ég á kvikmynd um
Woodrow Wilson, fyrrum Banda-
ríkjaforseta.
Aghata Cristie er í. miklu uppá-
haldi hjá mér. Þættir hennar eru
spennandi og lausir við allt blóðbað.
Einnig hef ég gaman af fræðsluþátt-
um og dýralífsþáttum. Sem sagt,
ballansinn í fjölmiðlunum er prýði-
legur.
Jónfríður Ólafsdóttir, Álfhólsvegi
14, Kópavogi, lést á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 10. mars.
Valdimar Björnson frá Minnesota,
andaðist að heimili sínu þriðjudag-
inn 10. mars sl.
Ingibjörg Jónasdóttir, Garðabraut
24, Akranesi, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju föstudaginn 13. mars
kl. 11.30.
Halldór Valdemarsson, Flötusíðu,
Akureyri, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju laugardaginn 14.
mars kl. 13.30.
Jóninna Jónsdóttir, Skarðshlíð
lOa, Akureyri, sem lést 8. mars sl„
verður jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju föstudaginn 13. marskl. 13.30.
Elías Guðmundsson, Holtsgötu 2,
Sandgerði (Hraungerði), ve^ður
jarðsunginn frá Hvalsneskirkju,
laugardaginn 14. mars kl. 14.
Haukur Halldórsson, Hjarðarhaga
60, sem lést sunnudaginn 8. mars,
verður jarðsunginn frá Neskirkju
föstudaginn 13. mars kl. 15.
Þórður Pétursson, Blikabraut 5,
Keflavík, er lést 4. mars 1987. verður
jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 13. mars kl. 14.
Fundir
Félagiö ísland - ísrael
heldur félagsfund fimmtudaginn 12. mars
í Hallgrímskirkju (sal í norðurvæng) og
hefst hann kl. 20.30. Fundarefni: Erindi
um samyrkjubú í fsrael. sýnd kvikmvndin
Helgistaðir í Israel. Kaffiveitingar og
rabb. Nýjustu blöð og tímarit liggja
frammi. Fjölmennið og takið með vkkur
gesti.
Kvenréttindafélag íslands
Aðalfundur verður haldinn að Hallveigar-
stöðum, mánudaginn 16. mars nk. kl. 17.
Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru
eindregið hvattir til að mæta.
Málfundadeild Barðstrend-
ingafélagsins
208. fundur málfundadeildar Barðstrend-
ingafélagsins verður haldinn í Domus
Medica í dag, fimmtudag 12. mars. kl.
20.30. Framsögumaður verður Reinharð
Reynisson og fjallar hann um lýðræði og
sveitarstjórnir. Á eftir svarar hann fyrir-
spurnum og almennar umræður verða. Þá
mun Sveinn Ólafsson sýna litskyggnur
teknar í Barðastrandarsýslu. Allir vel-
komnir.
Ýmislegt
Videoupptökuvél stolið
Aðfaranótt föstudagsins sl. var Panasonic
videoupptökuvél stolið úr Vesturbæj-
arvideoi, Sólvallagötu 22. Hljóðneminn er
efst á henni og linsuhulstur brotið. Þeir
sem geta gefíð upplýsingar um vélina vin-
samlegast snúi sér til lögreglu eða hringi
í síma 28121 eða 28277. Góðum fundarlaun-
um heitið.
Námsstefna um geðheilsu
aldraðra
Fátt hefur verið rætt og ritað um geð-
heilsu aldraðra hér á landi. Það á raunar
við um geðheilbrigðismál allt fram undir
þetta. Með aukinni þjónustu við aldraða
verður æ brýnna að mennta vel það starfs-
fólk sem á einn eða annan hátt vinnur við
umönnun aldraðra. Öldrunarráð Islands
hefur á undanförnum árum staðið fyrir
námskeiðum um ýmis þau mál er snerta
öldrun og hversu betur má þar fara. Nk.
föstudag, 13. mars, verður námsstefna á
vegum Sálfræðingafélags íslands og Öldr-
unarráðs sem fjallar um geðheilsu aldr-
aðra. Þar mun Gylfi Ásmundsson sálfr.
fjalla um aldamótakynslóðina, Hallgrímur
Magnússon mun ræða um tíðustu geðveil-
ur er fylgja háum aldri. Jón Snædal læknir
mun fjalla um lyflækningar á geðveilum
aldraðra. Jón Björnsson, sálfræðingur og
félagsmálastjóri, mun ræða um sálfræði-
lega sérstöðu aldraðra. Þá mun Arnar
Sverrisson sálfræðingur kynna sállækn-
ingar á geðveilum aldraðra. Sigurveig
Sigurðardóttir félagsráðgjafi ræðir um fé-
lagslega þjónustu og aðstoð við geðveila
í heimahúsum. Helga Einarsdóttir, ritari
fél. aðst. Alzheimersjúklinga, ræðir um
aðstandendur geðveilla aldraðra, og að
síðustu mun Almar Grímsson lyfjafræð-
ingur varpa fram hugmyndum um hagi
aldraðra árið 2037. Námsstefnunni lýkur
með pallborðsumræðum. Það verður á
föstudaginn nk. að námsstefna þessi hefst
kl. 9 f.h. og henni lýkur kl. 17. Hún verður
haldin að Borgartúni 6, Reykjavík. Þátt-
taka tilkynnist til sr. Gylfa Jónssonar í
síma 23620.
Milljónasti viðskiptavinur
Ikea í Húsi verslunarinnar
Þann 8. ágúst nk. verða liðin tvö ár frá
- opnun verslunar Ikea í Húsi verslunarinn-
ar í nýja miðbænum. Á fyrsta afmæli
verslunarinnar höfðu 560 þúsund gestir
komið í verslunina, enda fjórfaldaðist sal-
an á fyrsta verslunarárinu í nýja hús-
næðinu. Á næstu sjö mánuðum eða fram
til síðastliðinna mánaðamóta. komu sam-
tals 440 þúsund gestir í verslunina til
viðbótar. Það sýnist vera um 2250 manns
á dag. Þann 21. febrúar sl. kom svo millj-
ónasti gesturinn til Ikea. Það voru hjónin
TM-miðstöðin, ný kennslu-
miðstöð
Nú um mánaðamótin síðustu tók til starfa
ný kennslumiðstöð í Reykjavík, TM-mið-
stöðin í Garðastræti 17. Þar verða haldin
námskeið og fyrirlestrar í svonefndri
TM-tækni (Transcéndental Meditation
technique) eða innhverfri íhugun eins og
tæknin hefur verið nefnd hér á landi. Á
næstunni verður gengist fyrir námskeið-
um í fyrirtækjum og stofnunum. Næsta
byrjendanámskeið á vegum TM-miðstöðv-
arinnar hefst með kynningarfyrirlestri í
kvöld kl. 20.30 þar sem fjailað verður um
hvernig TM-tæknin stuðlar að alhliða þró-
un vitundarinnar og um áhrif hennar á
heilbrigði, hegðun og mannleg samskipti.
Skrifstofa TM-miðstöðvarinnar er opin
alla virka daga frá kl. 14-17 en þar er
hægt að fá allar upplýsingar um starfsem-
ina í síma 16662. Forstöðumaður TM-
miðstövarinnar er Ari Halldórsson.
Kvennalistinn í Reykjanes-
kjördæmi
hefur opnað kosningaskrifstofu að
Reykjavíkurvegi 68, 2. hæð, Hafnarfirði,
símar 651250, 651835 og 652011. Kosninga-
starfið er farið í gang af miklum krafti.
Kosningastýrur eru Alfheiður Jónsdóttir
og Edda Magnúsdóttir og verða þær við
frá kl. 12 19 alla daga tilbúnar að taka á
móti áhugasömum stuðningsmönnum og
konum sem alltaf er þörf fyrir. Nú standa
yfir kynningarfundir vítt og breitt í kjör-
dæminu og var sá fyrsti haldinn í félags-
heimilinu Kjós, þriðjudaginn 10. mars.
Annar fundur verður í dag, fimmtudag 12.
mars, að Fólkvangi, Kjalamesi, kl. 20.30.
Laugardaginn 14. mars verður fundur í
JC salnum í Mosfellshreppi kl. 15. Mánu-
daginn 16. mars verður fundur á Seltjarn-
arnesi kl. 20.30. Þriðjudaginn 17. mars á
Bjarnastöðum á Álftanesi og síðar á öðr-
um stöðum. Er vonast eftir að sem flestir
mæti til að sýna samstöðu og kynna sér
stefnu Kvennalistans.
Símatími hjá Krabbameins-
félaginu
I framhaldi af „þjóðarátaki" 1986 mun
Krabbameinsfélagið nú auka þjónustu við
almenning. Frá og með 16. mars nk. verð-
Gunnhildur Tryggvadóttir og Guðbrandur
Leósson. Til þess að fagna þessum tíma-
mótum í stuttri sögu Ikea í Húsi verslunar-
innar tók verslunarstjóri Ikea, Páll
Kristjánsson, á móti þeim hjónum og færði
þeim blómvönd og 25.000 kr. gjafabréf í
tilefni komu þeirra. Ikea er alþjóðlegt fyr-
irtæki af sænskum uppruna og afgreiðir
viðskiptavinurinn sig að mestu leyti sjálf-
ur. Verslun með Ikea vörur hófst hérlendis
árið 1981, en þá var opnuð sérstök Ikea
deild í verslun Hagkaups í Skeifunni. Þá
störfuðu 14 manns við deildina. I dag
starfa um 60 manns hjá verslun Ikea í
Húsi verslunarinnar.
ur símatími alla virka daga frá kl. 9-11 í
síma 91-21122. Þar með gefst landsmönn-
um tækifæri til að hringja og fá upplýsing-
ar og ráðgjöf um það er viðkemur
krabbameini. Munu hjúkrunarfræðing-
arnir Hjördís Jóhannsdóttir og Bryndís
Konráðsdóttir vera við símann, svara fyr-
irspurnum og veita ráðgjöf, m.a. leiðbeina
fólki við að ná fundi annarra sérfræðinga
þegar ástæða er til.
Félag harmóníkuunnenda í
Rangárvallsýslu
heldur skemmtifund sunnudaginn 15. mars
kl. 15 í Hellubíói. 1. Harmóníkuleikur
nokkurra félagsmanna. 2. Rætt um lands-
mót harmóníkuunnenda á Akureyri í
júnílok. Kaffi og dans. Félagar mætið vel
og takið með ykkur gesti. Nýir félagar
velkomnir.
Spilakvöld
Kvenfélag Fríkirkjunnar í
Reykjavík
heldur spilakvöld fyrir safnaðarfólk og
gesti í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10,
nk. sunnudagskvöld kl. 20. Skemmtiatriði
og veitingar.
Ferðalög
Myndakvöld Útivistar
í kvöld, 12. mars, kl. 20.30 í Fóstbræðra-
heimilinu, Langholtsvegi 109. Myndefni:
fyrir hlé mun Björn Hróarsson jarðfræð-
ingur sýna athyglisverðar myndir úr
íslenskum hraunhellum og frá Utivistar-
ferðum. Eftir hlé mun Ari Trausti
Guðmundsson jarðeðlisfræðingur Ijalla
um eldvirkni á lslandi og sýna myndir til
skýringar. Allir eru velkomnir á þetta
óvenju fjölbreytta myndakvöld. Kaffiveit-
ingar. Ferðaáætlun Útivistar er væntan-
leg í dag og mun því liggja frammi á
myndakvöldinu.
Góuferð í Þórsmörk 13.-15. mars.
Frábær gistiaðstaða í gistiskálum Útivist-
ar í Básum. Gönguferður við allra hæfi.
Verð kr. 2.500 fyrir utanfélagsmenn og kr.
2.250 fyrir félaga. (Innifalið í verði er gist-
ing, ferðir, fararstjórn og kvöldvaka).
Kynnist Þórsmörk að vetri og fagnið sól-
komu í Bása. Uppl. og farm. á skrifst.,
Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst.
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 15. mars.
1. kl. 13 Vífilsfell og nágrenni göngu-
ferð. 2. kl. 13 Skíðaganga á Bláfjallasvæð-
inu. Ekið verður um Bláfjallaveg eystri
framhjá Rauðuhnúkum, þar sem göngu-
fólkið fer úr bílnum, skíðahópurinn heldur
áfram að þjónustumiðstöðinni í Bláfjöll-
um. Verð 400 kr. Brottför frá Umferðar-
miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við
bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.
ATH. Skiðagangan kl. 10.30 fellur niður
vegna snjóleysis.
Vetrarfagnaður Ferðafélags-
ins
Ferðafélagið efnir til vetrarfagnaðar í Ris-
inu, Hverfisgötu 105, föstudaginn 20. mars.
Fordrykkur verður borinn fram kl. 19.30.
Borðhald hefst kl. 20. Til skemmtunar
verður „Glens og grín“ sem félagsmenn
sjá um. Hljómsveit leikur fyrir dansi. Að-
göngumiðar eru um leið happdrættismið-
ar. Veislustjóri verður Arni Björnsson
þjóðháttafræðingur. Vetrarfagnaðurinn
er fyrir alla aldurshópa. Miðar seldir á
skrifstofu félagsins, Öldugötu 3. Verð kr.
1.500.
Bækur
Niðjatal Jóhanns Jónssonar
Nýlega kom út niðjatal Jóhanns Jónsson-
ar og kvenna hans tveggja, Guðríðar
ívarsdóttur og Ingibjargar Þorkelsdóttur.
Alls eignaðist Jóhann 22 börn með konum
sínum. Niðjatal þetta er kallað Laxárdals-
ætt þar sem Jóhann bjó lengst af í
Laxárdal á Skógarströnd við norðanvert
Snæfellsnes (frá 1845-1863). Þórður Kára-
son hefur safnað upplýsingum í þetta rit
undanfarin 10 ár. Þórður hefur jafnvel
gert sér ferðir til Vesturheims til upplýs-
ingaöflunar en þangað fluttu mörg börn
Jóhanns og seinni konu hans. Áður hefur
sk. Hjarðarfellsætt komið út eftir Þórð
Kárason (1972). Afkomendur Jóhanns frá
Laxárdal hafa dreifst um landið eins og
gengur og gerist þó flestir eigi heima á
Vesturlandi. Bókin er alls 182 bls., með
nokkrum myndum. Þórður ritar stuttan
formála og fjallar aðeins um Jóhann lang-
afa sinn, forfeður hans og búskapinn í
Laxárdal. Aftast í bókinni er nafnaskrá.
Bókin er gefin út hjá Ásútgáfunni á Akur-
eyri, í svokölluðu kiljubandi og er fáanleg
í nokkrum bókabúðum.
Afmæli
90 ára er í dag, 12. mars, Bjarni Ó.
Frímannsson, fyrrum oddviti og
stöðvarstjóri, Efri-Mýrum í Engi-
hlíðarhreppi, A.Hún. Hann er nú til
heimilis á Hlévangi í Keflavík. í dag
verður hann á heimili dóttur sinnar
þar í bænum á Hólabraut 11.