Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Reykja víkurþráðurínn
Forustumenn heimsveldanna tveggja hafa nú, að
frumkvæði Gorbatsjovs, tekið að nýju upp þráðinn, sem
þeir spunnu í Reykjavík í október á síðasta ári. Fulltrú-
ar beggja aðila eru að ganga til samningaviðræðna um
útrýmingu meðaldrægra kjarnorku-eldflauga í Evrópu.
Þetta er raunar atriði, sem Gorbatsjov og Reagan
voru orðnir ásáttir um í Reykjavík, þegar toppfundur
þeirra sprakk á orðalagi í allt öðru máli, geimvarna-
áætlun Bandaríkjaforseta. Gorbatsjov heimtaði þá, að
slík vopn yrðu ekki reynd utan rannsóknarstofa.
Nú hefur hann fallizt á, að tengja ekki þessi tvö mál
saman, svo að semja megi um meðaldrægu kjarnaflaug-
arnar án tillits til, hvernig heimsveldunum gengur að
semja á öðrum sviðum samdráttar í vígbúnaði. Það er
tímamótaskref í átt til árangurs á öllum sviðunum.
Fulltrúar Sovétríkjanna hafa raunar gengið lengra,
síðan Gorbatsjov sló fram þessu trompi. Þeir segja, að
Sovétríkin muni geta fallizt á gagnkvæmt eftirlit með
efndum á samkomulagi um meðaldrægu flaugarnar og
á samkomulag um fækkun skammdrægra kjarnaflauga.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið þessu skyn-
samlega. Þau hafa látið í ljósi ánægju með hugmyndir
Gorbatsjovs og ákveðið, að láta fulltrúa sína hefja við-
ræður við fulltrúa Sovétríkjanna. Um leið hafa þau
bent á, að málið væri þar með ekki alveg leyst.
Þegar sovézk stjórnvöld spila einhverju út á alþjóð-
legum vettvangi, er nærtækast að reikna með, að það
sé liður í áróðursstríði, fremur en dæmi um raunveruleg-
an sáttavilja. Hingað til hafa þau litið á gagnkvæmt
eftirlit sem eins konar ávísun á vestrænar njósnir.
Markmið Sovétstjórnarinnar koma fyrst í ljós, þegar
farið verður að ræða um gagnkvæma eftirlitið. Ef áhugi
þeirra verður minni á borði en hann hann er nú í orði,
er unnt að flokka frumkvæði Gorbatsjovs fremur sem
áróðursbragð en skref til minnkaðrar ófriðarhættu.
Markmiðin koma einnig í ljós, þegar rætt verður
nánar um þá fækkun skammdrægra kjarnaflauga, sem
þarf að fylgja fækkun meðaldrægu kjarnaflauganna til
þess að ná fram betra jafnvægi í viðbúnaði austurs og
vesturs í Evrópu. Annars mundi halla á vestrið.
Óhætt er að slá föstu, að samkomulag um meðaldræg-
ar kjarnaflaugar er ekki pappírsins virði, nema það feli
í sér nákvæm ákvæði um virkt eftirlit. Slíkt hið sama
gildir raunar um samkomulag á öðrum sviðum, svo sem
um skammdrægar og langdrægar kjarnaflaugar.
Ennfremur gildir það um hvert það samkomulag, sem
heimsveldin kunna að gera með sér um takmörkun
kjarnorkutilrauna, samdrátt í efnavopnum og hefð-
bundnum vopnum og tilkynningaskyldu í heræfingum
og herflutningum. Eftirlitið er ætíð hornsteinninn.
Samkomulag um meðaldrægar kjarnaflaugar verður
einnig að taka tillit til yfirburða Sovétríkjanna í
skammdrægum kjarnaflaugum og hefðbundnum vopn-
um í Evrópu. Það má alls ekki verða til að freista
Sovétstjórnarinnar til ævintýra á þeim sviðum.
Afnám meðaldrægra og fækkun skammdrægra
kjarnaflauga í Evrópu hefur það sérstaka gildi, að það
eykur á ný umþóttunartímann, sem báðir aðilar hafa,
ef slys eða misskilingur fer að valda kláða í gikkfmgri.
Þessi vopn höfðu gert viðvörunartímann of stuttan.
Þráðurinn frá toppfundinum í Reykjavík hefur verið
tekinn upp. Vonandi tekst ráðamönnum heimsveldanna
að spinna úr honum traustari frið en við búum nú við.
Jónas Kristjánsson
Drepum og skerum
þá á Suðumesjum
Sjálfstæðismenn hafa eignast hugsjón
Nú íyrir nokkru brydduðu tveir
aðilar á Suðumesjum upp á því ný-
mæli að fá til liðs við sig erlenda
aðila sem eiga hlutdeild í fyrirtækj-
um þeirra. I báðum tilfellum er um
49% aðild hinna erlendu aðila að
ræða. Þannig að umrEeddir íslend-
ingar hafa tögl og hagldir hvað
varðar umráðarétt.
Alþýðublaðið átti viðtal við mig
um þessi mál og kvaðst ég fagna
frumkvæði þessara framsæknu ein-
staklinga sem þyrðu að leggja út á
nýjar brautir.
Rétt er að geta þess að þessi fyrir-
tæki greiða mun meira fyrir fisk en
aðrir gera. Þeir greiða líka sínu fólki,
verkafólkinu, meira en aðrir.
Ekki hafði þetta stutta viðtal fyrr
birst en þessi ummæli mín voru tek-
in upp í neðri deild Alþingis -
umsnúið og tekin úr samhengi.
Ketill skrækur
Það gerðu afturhaldspostulamir i
Sjálfstæðis- og Alþýðubandalagi,
þeir Gunnar Schram, Guðmundur
Garðarsson og Hjörleifur Guttorms-
son. Ekki varð ég hissa á alþýðu-
bandalagsmanninum Hjörleifi
Guttormssyni. Hann varði að vísu
mestum hluta af ráðherraferli sínum
í það að selja útlendingum hug-
myndir um stóriðju á íslandi.
En það þjónar hugmyndafræði
þeirra alþýðubandalagsmanna að
koma í veg fyrir uppbyggingu sjáv-
arútvegs á Suðumesjum. Þar eiga
þeir samleið með Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokknum. En forsend-
umar em aðrar. Ef það gengur illa
í atvinnulífi á Suðumesjum geta al-
þýðubandalagsmenn notað það til
árása á Vamarliðið og Nato - kennt
vamarliðsvinnunni um og þannig
freistað þess að ná fótfestu fyrir þann
málflutning sinn að landið skuli vera
vamarlaust og hverfa úr NATO.
Þannig getur Ketill skrækur ís-
lenskra stjómmála - Alþýðubanda-
lagið - fundið sér stað sem hækja
Sjálfstæðisflokksins.
Drepum og skerum!
Ég va-ð hins vegar hissa á þeim
Gunnari Schram og Guðmundi
Garðarssyni. Með málflutningi sín-
um leggjast þeir gegn stofnun lítilla
fyrirtækja, nýjum vaxtarbroddi í at-
vinnulífinu. Tilraun framsækinna
einstaklinga til að brjótast áfram og
burt frá stöðnuðum hugsunarhætti
gamla tímans. Þeir sjá ofejónum yfir
því að sjómenn og fiskverkafólk fær
hugsanlega meiri tekjur vegna til-
vem þessara fyrirtækja.
Sjálfstæðismenn hafa, að vísu í
góðu samkomulagi við Framsóknar-
flokkinn, unnið að því leynt og ljóst
að drepa niður einstaklingsframtak-
ið á Suðumesjum. Undir stjóm
þeirra og miklum velvilja umræddra
þingmanna hefur hvert fyrirtækið á
fætm- öðm þar syðra lagt upp laup-
KjaHarinn
Karl Steinar
Guðnason
alþingismaður
fyrir Alþýðuflokkinn
verið verðlausar og íslendingar hafa
helst ekki viljað éta.
Einu sinni var...
Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkur-
inn átti sér þá hugsjón að byggja
upp traust og öflugt atvinnulíf á
Suðumesjum. Nú, með nýju fólki
hefúr þessi hugsjón vikið fyrir sér-
kennilegum fulltrúum úreltra
viðhorfa. Nú eiga þeir þá hugsjón
eina eftir að komast í ríkisstjóm með
Framsóknarflokknum. Það skiptir
engu um hvað ríkisstjómin er mynd-
uð eða hvemig á að stjóma. Það
eitt skiptir máli að sitja. Jú - þeir
hafa byggt graskögglaverksmiðjur,
Kröfluvirkjun, vasast í Hafskipsmál-
um, hækkað skatta og fjölgað
sköttum. Það em afrekin upptalin.
Það er ekki að ástæðulausu að kjós-
endur á Suðumesjum hafa hafriað
forræði þessara flokka.
„Nú vilja þeir drepa niður þann vaxtar-
þrodd sem birtist í tveim nýjum fyrir-
tækjum á Suðurnesjum. Þeir hrópa á
Alþingi drepum - skerum.“
Alþýðuflokkur
Fagna útlemhi
eignarhaldi
Karl Steinar fagnar inngöngu erlendra aðila í
sjávarútveg á Suðurnesjum. Hjörleifur
Guttormsson: Varhugavertþegar
alþingismenn viljagreiða erlendum leið
bakdyramegin inn í undirstöðuatvinnuvegina
L
Karl Stelnar Guðnason, for-
maður Verkalýðs- og sjó-
mannaféiags Kcflavíkur, vara-
formaður Verkamannasam-
bandsins og alþingismaður Krata
fagnar því mjög í viðtali við Ai-
þýðubtaðið i fyrradag að útlend-
ingar eru nú orðnir eigendur fisk-
vinnsiufyrirtækja á Suðumesjum
og telur þingmaðurinn þetta
renna styrkari stoðum undir at-
vinnulif á svaeðinu og sé það gam-
aidags hugsunarháttur að vera á
móti slíku, enda bjóði erlendu
fyrirtækin JO-50% yfir opinberu
fiskverði.
fordæmdu aiiir landsölustefnu
Karls Stcinars í umræðum um
fískmarkaði á alþingi í gær og
töldu þeir allir að alls ekki maetti
hleypa útlendingum á þennan
hátt inn í undirstöðuatvinnuvegi
þjóðarinnar og mínntu á við-
skiináð hinna bresku Hellers
bræðra í Hafnarfirði á fjórða ára-
tugnum.
Þaö kom fram að löggjöf um
þessi efni frá 1922 kveður á um að
úticndingar megi ekki eiga hlut í
útgerðarfynrtækjum en gloppa
er í lögunum hvað varðar fisk-
jjjjjjjjbjjjj^gjyjjjgjj^þeir Hiójj
„Ekki hafði þetta stutta viðtal fyrr birst en þessi ummæli min voru tekin
upp í neðri deild Alþingis - umsnúið og tekin úr samhengi."
Nú sjá þeir eitt tækifærið enn. Nú
vilja þeir drepa niður þann vaxtar-
brodd sem birtist í tveim nýjum
fyrirtækjum á Suðumesjum. Þeir
hrópa á Alþingi drepum - skerum.
Erlent fjármagn
Nú er ekki eins og erlent íjármagn
sé í fyrsta sinn að læðast inn í at-
vinnulíf á íslandi. Vita þessir menn
ekki að 40% af öllu fjármagni bank-
anna er erlendis frá? Vita þeir ekki
að gífurleg skuldasöfiiun erlendis er
einn helsti Akkilesarhæll íslensks
efhahagslífs? Öll þessi skuldasúpa
er á ábyrgð stjómarílokkanna og
Alþýðubandalagsins. Vita þeir ekki
að göldi íslenskra fyrirtækja, t.d.
tölvufyrirtæki, fiskeldisfyrirtæki,
ísal og Gmndartangi og fl. hafa náið
og gott samstarf við erlenda aðila
um fjármögnun og rekstur?
Kannski þessir afturhaldsgaurar,
Guðmundur og Gunnar Schram, viti
ekki að fulltrúar núverandi ríkis-
stjómar hafa gengið með betlistaf
milli hinna ýmsu ríkja um heim allan
í því skyni að fá útlendinga til að
fjárfesta í stóriðju á íslandi?
Fyrst nú...
Það er fyrst nú, þegar tvö lítil fyrir-
tæki á Suðumesjum hafa freistað
þess að hefja samstarf við útlend-
inga, að þeir reka upp öskur.
Hvað er svona hættulegt? Jú, ein-
staklingar í Garðinum hafa stofnað
til samstarfs við skoska fyrirtækið
Ice Scott Ltd. um útflutning á fersk-
um fiski og fyrirtækið Islenskur
gæðafiskur hf. í Njarðvík hefur
stofnað til samstarfs við N.W. Peters
í Bmgge, Belgíu, um útflutning á
fiski. Þegar hefur opnast góður og
verðmætur markaður fyrir roðflett
og lausfiyst tindabikkjubörð. í aug-
um fyrrgreindra þingmanna er það
höfúðsynd, landsala og eitthvað
ennþá verra að opna markað fyrir
þessar afurðir sem hingað til hafa
Skoðun mín
Ég er þeirrar skoðunar og reyndar
félagar mínir í Alþýðuflokknum að
leita eigi allra leiða til að efla og
auka atvinnulíf á Suðumesjum. Ég
tel eðlilegt að menn, sem hafa þurft
að gjalda kerfisins, leiti nýrra leiða.
Erlent fjármagn og nýir markaðir
geta hjálpað til við þá uppbyggingu
sem nauðsynleg er. íslendingar þurfa
hins vegar að hafa fullt forræði þeg-
ar um slíka samvinnu er að ræða.
Þá tel ég að í sjávarútvegi verði að
fara varlega í þessum efrium. Því
vissulega er hann fjöregg okkar.
Sala á veiðileyfum kemur líka afls
ekki til greina. I umræddu Alþýðu-
blaðsviðtali kvað ég viðkomandi
aðila vita nákvæmlega hvað þeir
væm að gera og ég fagna frum-
kvæði þeirra. Ég ítreka það og bið
þess að þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins verði fyrirgefið. Þeir vita
ekki hvað þeir em að gera.
Karl Steinar Guðnason.