Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987. 9 Uflönd Dæmt í máli gagnnjósnarans Dómstóll í Sydney í Ástralíu kveður upp á morgun dóm varðandi útgáfu endurminninga fyrrum breska gagnn- jósnarans Peter Wright. Bresk yfirvöld hafa reynt að stöðva útgáfu endur- minninganna. Sjálfur verður Wright ekki viðstadd- ur dómsúrskurðinn þar sem hann var fluttur á sjúkrahús á þriðjudaginn vegna hjartameins. Wright hætti störfum hjá gagnnjósnaþjónustunni í Bretlandi árið 1976 og settist að í Tas- maníu. Lögræðingar breskra yfirvalda fúll- yrða að endurminningarnar geti skaðað öryggi landsins og að Wright hafi brotið þagnarheiti. í endurminn- ingum sínum heldur Wright því fram að yfirmaður hans, Roger Hollis, hafi njósnað fyrir Sovétmenn en það stang- ast á við fullyrðingu Margaret Thatc- her forsætisráðherra. Málaferlin hafa einnig að verulegu leyti snúist um það hvers vegna breska stjómin stöðvaði ekki bók blaða- mannsins Chapman Pincher en Wright var heimildamiaður hans. Breytt hlutföll í öldungadeildinni Ólafux Amaisan, DV, New York: í gær breyttust hlutföllin milli demó- krata og repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins en sem kunnugt er misstu repúblikanar meiri hluta sinn í öldungadeildinni í kosningunum síðastliðið haust. í síðustu viku andaðist Edvard Zor- inski, demókrati frá Nebraska, sem átti sæti í öldungadeildinni. Ríkisstjóri Nebraska fylkis, sem er repúblikani, skipaði í gær David Kans, 38 ára gaml- an kaupsýslumann og flokksbróður sinn, í sætið sem losnaði. Slíkt mun vera réttur hinna einstöku ríkisstjóra hér í Bandaríkjunum. Það em því ekki lengur 55 þingmenn á móti 45, demókrötum í hag, í öld- ungadeildinni heldur 54 á móti 46. Hvirfilvindar gerðu usla í Kína Tveir létust og rúmlega átta hundr- uð særðust í hvirfilvindum og hagléli sem gekk yfir miðhluta Kína fyrr í þessum mánuði. að því er greint var frá í fréttum i Kína í gær. I óveðrinu eyðilögðust einnig um áttatíu þúsund hús. Höglin. sem vom jafnstór eggjum. dundu j’fir landið þann 6. mars og evðilögðust þá einnig nítján bátar og hundrað þúsund hektarar af ræktuðu landi. AstridLindgrenfékk bréf frá Gorbatsjov Guimlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Astrid Lindgren, barnabókahöfund- mánn heimskunni. fékk í vikunni persónulegt sendibréf frá Mikhail Gorbatsjov. leiðtoga Sovétmanna. Bréfið hafði að geyma svar Gor- batsjovs við bréfi sem Lindgren hafði =ent honum í tilefni af friðarráðstefhu i Moskvu nýverið. Astrid Lindgren hafði verið boðið til ráðstefhunnar en átti ekki heiman- gegnt sökum veikinda. ..Hann þakkaði fyrir bréfið og kvaðst ætla að leggja sitt af mörkum i þágu friðarins og ég verð vist að trúa honum þar til annað kemur í ljós". sagði Astrid Lindgren. I bréfinu til Sovétleiðtogans sagði hún frá bréfi er hún hafði fengið frá litlum sænskum dreng. Hann skrifaði: ..Ég er hræddur við stríðið. ert þú það líka?" Tass fréttastofan sovéska hefur nú birt útdrátt úr bréfi Gorbatjovs. Þar sagði hann meðal annars: ..Ég get full- vissað þig og þinn litla landsmann. sem spurði þig um stríðið. að við í Sovétríkjunum munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma i veg fyrir alheimshörmungar." Þá þakkaði Gorbatjov fyrir bók sem Astrid Lind- gren hafði sent honum. Ný sljóm í t Bonn Viðræðum samstarfsflokkanna í Bonnstjóminni um myndun nýrrar stjómar eftir þingkosningamar, sem fram fóm fyrir sex vikum, er nú loks lokið. Litlar breytingar urðu á mönnum í ríkisstjóminni og engar á ráðuneytum. Eins og búist hafði ver- ið við hélt Hans-Dietrich Genscher (úr röðum frjálslyndra) utanríkis- ráðuneytinu. - Almennt er litið svo á að Genscher og fijálslyndir hafi fremur farið með pálmann í höndun- um út úr viðræðunum um stjómar- sáttmálann enda höfðu frjálslyndir verið sigurvegarar kosninganna. Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, sésf hér sverja að nýju embættiseið fyrir hönd annarra ráðherra í nýju stjórn- inni. Simamynd Reuter Breskur bílaiðnaður réttir úr kútnum sama tíma hefur útflutningur vaxið verulega. Á síðustu dögum og vikum hafa svo flest fyrirtæki í iðnaðinum tilkvnnt nýjar áætlanir til að auka framleiðsluna. Tvö af stærstu fyrir- tækjunum. Ford og Vauxhall. hafa ákveðið að auka framleiðslu úr 600 þúsund bílum á ári í 750 þúsund innan þriggja úra. Fvrst breskra bílafyrirtækja til að rétta við voru Jaguarverksmiðjurnar en þær vom seldar einkaaðilum fyrir nokkrum árum. Jaguar áætlar að framleiða næná 50 þúsund bíla á þessu ári en ódýmstu bílar fyrirtækisins kosta nokkuð á aðra milljón króna. Eitt af minnstu fyrirtækjunum. Lotus. sem framleiðir sportbíla. hefur ákveðið að bæta við sig tvö þúsund starfs- mönnum til að anna eftirspuminni en hjá Rolls Royce eru einnig langir bið- listar. Á bílasýningunni í Genf nú í vik- unni var svo kvnntur nýjasti breski billinn. sérstök útgáfa af Bentlev. sem kosta mun um 20 milljónir islenskra króna og vera dýrasti ..fjöldafram- leiddi" bíll í heimi. Bresk yfirvöld hafa reynt að stöðva útgáfu endurminninga Peters Wright fyrrum gagnnjósnara. Á morgun verður kveðinn upp dómur í málinu. Simamynd Reuter Jón Oimur Halldórsson, DV, London: Flest bendir nú til þess að áratuga- langri hnignun og nánast hruni breska bílaiðnaðarins sé lokið en við taki umtalsverðui' vöxtur. Spár af þessu tagi em alveg nýjar og enn umdeildar en síðustu vikur hefur ýmislegt gerst sem bendir til vemlegs vaxtar í fyrsta sinn í nær tvo áratugi. Breskur bílaiðnaður var einn sá stærsti í heimi en missti mest af út- flutningsmarkaði sínum á áttunda áratugnum og síðustu ár hefur hann aðeins annað um 40 prósentum af heimamarkaðinum. Um leið hafa hundmð þúsunda misst vinnuna í bílaverksmiðjum og þeim iðngi-einum sem framleiða fiyTÍr bílaiðnaðinn. Hjú Austin Rover fyrirtækinu hefur starfs- liði til að mynda fækkað um áttatíu þúsund á fáum árum. I fyrra fram- leiddu breskar bilaverksmiðjur rétt rúmlega eina milljón bíla en meira en tvær milljónir bíla fyrir fimmtán árum. Á þessu ári hefur það gerst í fyrsta sinni síðastliðin tíu ár að breskar bíla- verksmiðjur hafa náð meira en helmingi heimamarkaðarins og a Vantar þig hurðir? Stálhurðir: þykkt 50 m/m. Einangrun: Polyurethane. Litir: hvítt, brúnt, gult, rautt, blátt, grænt. GalvaniseraA. Sendum menn til upp- setningar um land allt. Afgreiðslufrestur 6-8 vikur. ASTRA Austurströnd 8, sími 612244

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.