Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
17
I>V
Lesendur
Tootsie, ógleymanleg skemmtun
Hörður Haraldsson hringdi:
Kvikmyndin Tootsie er alveg ógley-
manleg skemmtun og ætti að vera við
hvers manns hæfi, enda allt í senn,
hugljúf, fyndin og mannleg, í einu orði
sagt fyrirtak. Leikurinn í myndinni er
hreint aíbragð enda leikaramir ekki
af lakara taginu. Þetta er mynd sem
allir ættu að hafa gaman af og væri
því óskandi að önnur hvor sjónvarp-
stöðin tæki hana til sýningar. Það
yrðu margir himinlifandi þá.
Tootsie er mynd við allra hæfi og væri því óskandi að önnur hvor
stöðin tæki myndina til sýningar.
Fótbolti óþolandi
Kristín hringdi:
Það mætti halda að fótbolti eða
handbolti væru einu íþróttagrein-
amar sem til em, það er öllu púðrinu
eytt í þær og virðist ekki skipta
máli hvaða fjölmiðill á í hlut. Mér
finnst þetta ansi hart þar sem vitað
er að það em ekki nærri því allir sem
hafa nokkum áhuga á þessari niður-
drepandi og óþolandi íþrótt sem
fótþoltinn er, handboltinn er þó
heldur skárri að mínu mati.
Það mætti halda að sjónvarps-
menn væm með fótboltann á heilan-
um, það kemst bara ekkert annað
að. Mér finnst að það eigi að leggja
meiri áherslu á t.d. fimleika, frjálsar
íþróttir, sund eða glímu.
Vonast ég til að sjónvarpið taki
þetta til endurskoðunar og fækki
sýningum á fótbolta og handbolta
og sinni frjálsum íþróttum meira.
„Mér finnst fótboltinn niðurdrepandi og alveg óþolandi iþrótt sem
fjölmiðlar gefa allt of mikinn gaum, hvernig væri að sjónvarpið legði
meiri áherslu á frjálsar íþróttir?“
Björgvin sá eini rétti
B.O.B. klúbburinn skrifar:
Við viljum endilega koma skoðun
okkar á framfæri um það hver eigi að
fara fyrir íslands hönd til Bmssel og
taka þátt í Eurovision söngvakeppn-
inni þetta árið.
Til að koma í veg fyrir klúðrið, sem
varð í fyrra, teljum við að eina lausn-
in sé að senda hinn frábæra söngvara
Björgvin Halldórsson til Brussel.
Hann er sá eini sem kemur til greina
að okkar áliti. Hann hefúr allt það sem
þarf i svona átök, góða rödd, gott út-
lit, sviðsframkomu og ómetanlega
reynslu. Án þess að kasta rýrð á aðra
söngvara þá er Björgvin sá eini sem á
að fara og taka þátt í keppninni.
„Afram Björgvin. Björgvin til Brussel fyrir hönd Islendinga i Eurovision söngva-
keppnina."
(Ó)Frumlegur Dagfarí
Áshildur Jónsdóttir skrifar:
Mér leiðist að standa í þrasi við einn
af þeim fáu pennum í íslenskri blaða-
mennsku sem hefur húmorinn í lagi.
En ég held að Dagfari geti beitt kímni-
gáfu sinni án þess 'að fara beinlínis
með ósannindi en það virðist hann
gera í hvert skipti sem hann skrifar
um flokkinn minn, Flokk mannsins.
í pistli sínum 5/3 1987 gefur hann
lesendum í skyn að hann hafi lesið
stefnuskrá flokksins og hún sé í raun
eins og stefnuskrá hinna flokkanna.
Þannig segir hann að Flokkur manns-
ins sé hlynntur veru okkar í Atlants-
hafsbandalaginu. Þetta er ósatt og
Dagfari ætti að vita það því nóg höfum
við skrifað um stefhu okkar í utanrík-
ismálum í kjallargreinum DV.
Hann ætti að vita að við erum hlynnt
því sem kallast „friðlýsing Islands" en
hún felst f því að Alþingi komi þvi til
leiðar að fúlltrúar stórveldanna skrifi
undir friðasáttmála sem tryggi hlut-
leysi íslands. Meðan á leiðtogafundi
Reagans og Gorbatsjovs stóð hér í
Reykjavík fór af stað mikil undir-
skriftaherferð þar sem skorað var á
þessa leiðtoga að beita sér fyrir þess-
ari „frumlegu" lausn í vamarmálum
okkar. 70-80% af þeim sem voru beðn-
ir að skrifa undir gerðu svo og sýnir
það að stór hluti þjóðarinnar er orðinn
leiður á gömlu slagorðunum, hvort
sem þau koma frá vinstri eða hægri.
Tillaga okkar í utanríkismálum er
„frumleg" eins og stefnumál okkar í
mörgum öðrum málum. Við erum
einnig með mjög nákvæma kostnað-
aráætlun um það hvemig við ætlum
að framkvæma þau.
Auðvitað er margt í okkar stefhu-
skrá einnig að finna hjá fjórflokknum
gamla. Munurinn á þeim og okkur er
hins vegar sá að þeir hafa haft nægan
tíma til að sanna það að þeir ætla sér
ekki að standa við loforð sín. Ástæðan
er sú að þeir em ekki fulltrúar al-
mennings heldur þröngs hagsmuna-
hóps sem græðir á því að viðhalda
ástandinu eins og það er. Við í Flokki
mannsins erum hins vegar ekki með
þessa hagsmunaaðila að baki. Því er
ekkert sem kemur í veg fyrir að við
munum gera stefriumál okkar að raun-
vemleika og ætti Dagfari að fagna því
að til em einhverjir sem ætla sér að
byggja hér upp réttlátt þjóðfélag fyrir
alla.
Dagfari (og aðrir) hljóta að vera
famir að gera sér grein fyrir því að
Flokkur mannsins er enginn smá-
flokkur heldur er þetta virk hreyfing
fólksins gegn flokkavaldinu. Fjöl-
mennur landsfimdur flokksins í lok
febrúar (jafnstór og landsfimdur Al-
þýðuflokksins!) sýndi þetta greinilega.
En til þess að Dagfari sannfærist nú
um að hér sé eitthvað nýtt, ferskt og
mjög kraftmikið afl á ferðinni þá býð
ég honum hér með að koma á fund
með stuðningsmönnum Péturs Guð-
jónssonar í Áusturbæjarbíói laugar-
daginn 28. mars. Eftir þann fund
vonast ég til þess að hann haldi
ótrauður áfram að gantast við okkur,
en þá kannski á aðeins hærra plani
en hingað til.
SAUMANÁMSKEIÐ
Ný námskeið að hefjast, kvöld-, morgun- og
helgartímar. Upplýsingar og innritun í síma
21719.
Ásgerður Ósk Júlíusdóttir
klæðskeri
HÁRGREIÐSLU-
OG DANSSÝNING
í EVRÓPLI í kvöld
í kvöld mun eiga sér stað í EVRÓPU einstakur at-
burður sem enginn ætti að missa af. Rakara- og
hárgreiðslustofan HÁR KÚNST verður með framúr-
skarandi hárgreiðslusýningu á úrvals módelum
sem jafnframt sýna alveg frábæra dansa. Það verð-
ur allt á útopnu og þeir sem ekki vilja missa af því
allra nýjasta í hárgreiðslu- og dansheiminum
koma að sjálfsögðu í EVRÓPU í kvöld.
Föstudagur:
Hljómsveitin Dúndur.
Daddi, ívar og Stebbi þeyta skífunum.
Super Channel og Sky Channel á risaskjánum.
Laugardagur:
Bandið pottþétta - Dúndur.
Plötusnúðarnir Daddi, ívar og Stebbi.
Risaskjárinn: Super Channel og Sky Channel.
augljós