Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. Fréttir Kvíðafullir menntaskólanemar í gær. Allt úr skorðum dragist verkfallið á langlnn Heldur var dauft yfir menntaskól- unum í Reykjavík í gærmorgun eftir að verkfall kennara var hafið. í Menntaskólanum í Reykjavík voru mættir í frönskutíma nokkrir krakk- ar í 3. bekk. Kennarinn, Ragna Sveinsdóttir, er stundakennari og ekki í kennarafélaginu. „Þetta er allt mjög skrýtið og þótt útlitið sé ekki glæsilegt fyrir krakk- ana ef verkfallið dregst á langinn er samt einn ljós punktur í þessu fyrir mig og mína nemendur því allt, í einu höfum við nægan tíma í fröns- kunni og maður þarf ekki að keppa við klukkuna," sagði Ragna Sveins- dóttir sem var að hefja kennslu þegar tíðindamenn DV bar að garði. Nemendur, sem rætt var við, vom sammála um að þeir þyldu ekki meira en viku verkfall. Dragist verk- fallið lengur en það færi allt úr skorðum og nær vonlaust að ætla sér að þreyta próf í vor. „Þó erum við bara í 3. bekk. Ég veit að ástand- ið er enn verra hjá þeim sem ætla í stúdentspróf, þau þola ekkert stopp,“ sagði Matthías Sigurðsson, nemandi í 3. bekk. Ekki troðinn undir í dag „Eins og þið sjáið verður maður ekki troðinn undir í dag,“ sagði Öm- ólfur Thorlacius, rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð, en hann var sá eini úr kennaraliðinu sem mættur var í skólanum í gærmorgun. Húsið var algerlega tómt utan hvað skrif- stofufólk, rektor og maður, sem vann að hljómburðarmælingum í sam- komusal skólans, voru að störfum. Ömólfúr sagði að reynt hefði verið að undirbúa nemendur eins vel og hægt hefði verið fyrir verkfallið. Þeir hefðu fengið með sér heima- verkefni og verið hvattir til eins mikils heimanáms og mögulegt væri. „Það er hins vegar alveg ljóst að dragist verkfallið eitthvað meira en svo sem 5-6 daga fer margt úr skorð- um. Prófin eiga að hefjast í byijun maí og erfitt að breyta þar nokkm um. Sjálfsagt verður reynt að seinka þeim eitthvað en hvort það tekst er önnur saga,“ sagði Önólfur Thorlac- ius. Að vísu voru ekki margir mættir þeir sem mættu fengu bara þeim Þær sátu á bókasafninu í Menntaskolanum við Sund og lásu fögin sin, Birna Bjarnadóttir, Valgerður Guögeirsdóttir, Nanna Þóra Andrésdóttir og Kristin Egilsdóttir. í frönskutima hjá Rögnu Sveinsdóttur í Menntaskólanum ( Reykjavík en mun meiri kennslu. Lesið á bókasafninu Ekkert var um að vera í Mennta- skólanum við Sund utan hvað nokkrir nemendur voru staddir á bókasafhi skólans og lærðu. Þau sögðu bókasafinð koma að góðum notum við það nám sem þau gætu stundað án tilsagnar en auðvitað væri margt sem þau þyrftu að fá til- sögn í. Hana væri ekki að fá meðan verkfallið stæði. „Með því að læra heima eins mik- ið og við getum og notfæra okkur bókasafhið verðum við betur undir það búin að byija námið aftur ef verkfallið dregst eitthvað á langinn. Satnt erum við kvíðin og erum þó bara í 3. bekk,“ sagði Bima Bjama- dóttir sem var ásamt vinkonum sínum við lestur í bókasafhi Menntaskólans við Sund. -S.dór örnólfur Thorlacius rektor var eini kennarinn sem mættur var f Mennta- skólanum i Hamrahlíð. DV-myndir GVA I dag mælir Dagfari Menning upp um alla veggi í fyrrakvöld gat áð líta hóp fólks í Ríkissjónvarpinu sem ku hafa verið að fjalla um meningarpólitík. Það var nokkuð skondin umræða vegna þess að þar opnaði varla nokkur maður munninn öðmvísi en að gæta þess að tala ekki af sér. Fulltrúar nokkurra stjómmálaflokka, sem ekki vom þó nema helmingur þeirra sem bjóða fram, sátu fyrir svörum og síðan var salurinn fylltur af hljóðu og kurteisu fólki sem þurfti ekki að tala af sér því það fékk ekki að segja neitt. Kannski var það eins gott, því það er nefhilega aldrei að vita nema fólkið úti í salnum verði líka í framboði þegar haft er í huga að annar hver maður í landinu býð- ur sig fram. Menningarvitar flokkanna vom valdir eftir því hvort þeir hefðu ve- rið menntamálaráðherrar eða eigi eftir að verða menntamálaráðherrar. Nema með þeirri undantekningu þó að fyrir Alþýðuflokkinn var mættur Jón Baldvin Hannibalsson sem er búinn að lýsa yfir því að hann vilji vera forsætisráðherra en ekki menntamálaráðherra. Hrafh Gunn- laugsson hefur sagt frá því í Mogganum og annars staðar að Eið- ur Guðnason sé menntamálaráð- herraefhi Alþýðuflokksins og þessi illkvittni í garð krata er skýringin á því af hveiju Jón Baldvin mætir sjálfur en ekki Eiður. Jón vill ekki sýna Eið meðan Hrafri er að taka hann til bæna. Annars hefði Eiður passað miklu betur í þennan þátt vegna þess að hann er þeirrar skoðunar að menn- ingin þrífist ekki nema hjá ríkinu og hefur lýst því opinberlega að frelsi í fjölmiðla- og menningarheimi verði þjóðinni til ævarandi háðung- ar. Þetta var líka að heyra hjá hinum menntamálaráðherraefhunum og þeim fáu sem fengu að tjá sig utan úr sal. Allir töldu þeir sjálfsagt að ríkið legði miklu meira til menning- armálanna. Allir vildu þeir byggja Tónlistarháskóla ríkisins, efla Myndlistarskóla ríkisins, Leiklistar- skóla ríkisins, en einhvem veginn gleymdist að minnast á Rithöfunda- skóla ríksins. Þau mistök verða að skrifast á reikning stjómenda þátt- arins sem höfðu ekki boðið neinum úr þeim menningargeiranum, en öll- um má ljóst vera að rithöfúndar verða einnig að fá háskólamenntun á vegum ríkisins úr því meiningin er að láta ríkið mennta myndlistina, tónlistina og leiklistina. Þá vildu menntamálaráðherramir efla fijálsa leiklist með því að ríkið sæi um hana og einn stakk upp á því að fijálsa leiklistin fengi inni í Þjóðleikhúsinu og af því má ráða að hingað til hefur Þjóðleikhúsið flutt ófrjálsa leiklist, án þess að það hafi verið skilgreint frekar. Svo ekki sé nú talað um myndlistina, en þar þótti meira en sjálfsagt að kaupa öll verk sem ungum myndlistarmönnum dettur í hug að skapa enda er nóg af veggjum á víð og dreif um bæinn, sagði einn ráðherrann. Þetta þótti Dagfara merkilegasta framlagið til menningarumræðunn- ar í þessum þætti. Nú fáum við menningu upp um alla veggi og ætti þá bæði menningunni sjálfri, svo og listamönnunum og þjóðinni allri að vera borgið þegar listsköpunin kemst til veggs og virðingar með því einu að láta ríkið hengja hana upp. Hvað eru menn að hafa áhyggjur af listinni og menningunni þegar hægt að kippa henni í lag með því að láta ríkið útvega veggpláss? Og við eigum örláta menntamálaráð- herra, bæði fyrrverandi, núverandi og tilvonandi, sem gleypa við svona veggfóðri í beinni útsendingu. Skrít- ið að engum skyldi hafa dottið fyrr í hug þessi einfalda lausn á menning- arvandanum. Ekki er útilokað að Eiði Guðnasyni hafi komið það til hugar, enda eindreginn hvatamaður að því að hengja háðungina upp til sýnis á vegum ríkisins, en gallinn var bara sá að Eiður fékk ekki að vera með, vegna þess að Hrafn Gunnlaugsson hefúr verið að velta Eiði upp úr hans eigin orðum. Það er aldrei skynsamlegt fyrir ráðherra- efni að láta hafa eitthvað eftir sér sem getur komið þeim illa. Hin ráð- herraefnin, sem sátu í sjónvarpssal, kunna vel þá gullnu reglu að segja aldrei neitt sem getur styggt háttv- irta kjósendur. Enda er þeim hleypt í sjónvarpið þegar mikið liggur við. En ekki Eiði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.