Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. 13 Af hverju hækkar fasteignaverð? í umræðum um húsnæðislánakerf- ið nýja hefur komið fram að fast- eignaverð heíur hækkað mun meira en almennt verðlag undanfama mánuði. Talið er að það hafi ekki hækkað minna en 20%-25% reiknað á fostu verðlagi. Margir halda því fram að þessar hækkanir megi rekja til lánakerfisins. Aðrir telja hins vegar að söluverð hafi verið orðið svo lágt vorið 1986 að hækkun hafi verið óhjákvæmileg. Báðir aðilar hafa nokkuð til síns máls. Ef hin nýju húsnæðislög hefðu ekki komið til mátti reikna með 10% hækkun á fasteignaverði auk al- mennra verðhækkana. Tilkoma þeirra virðist hins vegar þegar hafa haft þau áhrif að söluverð sé nú 10%-15% hærra en það hefði annars orðið. Að undanfömu hafa margir þættir lagst á eitt til að spenna upp fast- eignaverð svo hækkun þess er orðin skaðlega mikil. Sumir þeirra em af- leiðingar breytinga á efnahagslífi okkar. Aðrir lýsa óstöðugleika á fasteignamarkaði. Mestu valda þó afleiðingar af því hvemig staðið hef- ur verið að því að taka húsnæðis- lánakerfið nýja í notkun. Sveiflur í efnahagslífi í kjölfar efiiahagsáfalla fylgir lækkun á fasteignaverði og sam- dráttur í byggingu íbúðarhúsnæðis. Afleiðingar af sveiflum í efnahagslíf- inu em lengur að koma fram á húsnæðismarkaðinum en á öðrum sviðum. Reynsla okkar bendir til að húsnæðismarkaðurinn sé í mestri lægð tveimur árum eftir að bati fer að koma fram í efnahagslífinu. Af þessum sökum áttu menn von á því að i kjölfar efnahagsáfalla ár- anna 1983 og 1984 kæmi lækkun á raunvirði fasteigna. Það varð einnig raunin. Þá töldu menn að markaðs- verð mundi ná lágmarki síðari hluta árs 1985 eða í ársbyrjun 1986. Reiknað á föstu verðlagi var fast- eigmarkaðurinn í lágmarki í apríl „ Á þessu tímabili komu þó fram alvarlegir ágallar á kerfinu en annað- hvort voru menn of seinir að koma auga á þá eða vildu ekki að vitneskjan kæmi fyrir sjónir almennings." „Reynsla okkar bendir til að húsnæðis- markaðurinn sé í mestri lægð tveimur árum eftir að bati fer að koma fram í efnahagslífinu.“ Kiallaririn Stefán Ingólfsson verkfræðingur, fyrrverandi deildarstjóri hjá Fasteignamati ríkisins 1986. Frá þeim tima hefur markaður- inn síðan leitað upp á við og hefði gert það án tillits til nýju húsnæðis- laganna. Þá má geta þess að í upphafi árs hækka fasteignir undan- tekningalítið. Hækkunin er háð því hvort þensla er fyrir á markaðinum eða ekki. Þegar fasteignaverð fer hækkandi eins og nú má vænta meiri hækkunar en i meðalári. Einhliða umfjöllun -15% hækkun Síðastliðið sumar var rekinn mikill áróður fyrir nýja húsnæðislánakerf- inu. Húsnæðisstofnun og samtök launþega gerðu átak til að kynna væntanlegum lántakendum hvaða réttindi þeir ættu. Blaðagreinar voru ritaðar um kerfið til að reka áróður fyrir því. Umfjöllun fjölmiðla var á einn veg. Enginn vafi er á þvi að þessi umfjöllun átti mestan þátt í því að í fyrstu vikunni eftir að kerfið tók gildi hækkaði söluverð fasteigna um 15%. Forsvarsmönnum kerfisins tókst að halda umræðunni niðri fram yfir áramót. Á þessu tímabili komu þó fram alvarlegir ágallar á kerfinu en annaðhvort voru menn of seinir að koma auga á þá eða vildu ekki að vitneskjan kæmi fyrir sjónir al- mennings. Á meðan hlóðst upp eftirspum í formi óafgreiddra lánsumsókna. Sá dráttur sem varð á afgreiðslunni gerði það að verkum að óhemjumik- ið af lánsloforðum var sent til umsækjenda í janúar og febrúar. Það skapaði aukna eftirspum á fast- eignamarkaði í þeim mánuðum sem þenslan er jafnan mest. Þrýstingur á umsækjendur að kaupa Húsnæðisstofnun hefur rekið mjög ákveðinn áróður fyrir þvi að um- sækjendur um lán frá stofnuninni festi ekki kaup á eign fyrr en þeir hafi fengið lánsloforð. Margir um- sækjendur hafa af þessum sökum fengið loforð um lán í hendur nú eftir áramótin með þeim fyrirvara að þeir verði að skila kaupsamningi til stofnunarinnar fyrir ákveðinn dag. Geri þeir það ekki komi lánið ekki til afgreiðslu og færist þeir þá sjálfkrafa aftast í biðröðina. Þá þurfa þeir að bíða hálft annað ár til við- bótar. Þetta fyrirkomulag veldur spennu á meðal þeirra sem fá loforðin og hafa skamman tíma til að kaupa. Þeir em neyddir til að kaupa þegar mikil spenna er fyrir á fasteigna- markaðinum og verð hátt. Það eykur þensluna. Framboð minnkað Fasteignamarkaðurinn er ein órofa heild. Þeir sem em að festa sér sína fyrstu eign kaupa af öðrum sem em að skipta um eign. Fasteignasal- ar hafa bent á að flestir sem bjóða eignir til sölu tilheyri ekki forgangs- hópi. Þeir þurfi því að bíða lengi eftir láni. Af þeim sökum muni þeir halda að sér höndum með eigna- skipti þar til útborgun lánsins komi. Fasteignasalamir telja að á þennan hátt muni fyrst um sinn draga úr framboði eigna. Þegar þess er gætt að 65% kaupenda em að kaupa í annað sinn eða oftar verður að fall- ast á þessi rök. Á þennan hátt minnkar framboð og hækkar fasteignaverð. Ekkert gert Undanfama mánuði hefur frum- varp til laga um breytingar á nýju húsnæðislögunum legið fyrir Al- þingi. Sú breyting sem þar er lögð til skiptir þó ekki máli fyrir heildar- afkomu kerfisins. Frumvarpið hefur gengið í gegnum helstu þætti í um- fjöllun þingsins og með því einu að flytja breytingartillögur við það heíði mátt gera bráðnauðsynlegar lagfæringar á kerfinu. Þessum breytingum hefði hæglega mátt ná fram fyrir þinglok ef ráðherra hús- næðismála hefði sýnt málinu skiln- ing. Á þann hátt hefði mátt deyfa þensluáhrif kerfisins. Ráðandi stjómmálamenn hafa hins vegar sameinast um að koma vandanum yfir á næstu ríkisstjóm. Það er leitt til þess að vita að þeir skuli á þann hátt varpa af sér ábyrgð til að tryggja eigin stjómmálaframa. Það verður tæplega talin ábyrg afstaða. Stefán Ingólfsson verkfræðingur Með lögum skal land byggja „Það sýnir sig Ijóslega i þessari deilu að þær áhyggjur voru réttmætar. í Reykjavik ræður bara einn maður með dyggum stuðningi embættis- manna sinna.“ „Þegar almennir borgarar sjá að ekki er farið að lögum í höfuðborg landsins, er þá ekki ástæða til að óttast um réttarör- yggi þessarar borgar?“ Allt frá fyrsta fundi borgarstjómar 19. júní sl. hafa staðið yfir deilur um yfirstjóm fræðslumála í Reykjavík. Það er alvarlegur hlutur þegar stærsta sveitarfélag landsins skirrist við að fara eftir lögum. Grunnskóla- lögin frá 1974 em sniðgengin af sjálfstæðismönnum í borgarstjóm Reykjavíkur með því að færa verk- efni, sem samkvæmt þeim lögum tilheyra fræðsluráði, yfir til skóla- málaráðs. Hvað er að gerast í mennta- málaráðuneyti þessa lands? Hvemig getur menntamálaráð- herra leyft sér að segjast vera á gati þegar hann er spurður um þessi mál í nýlegu blaðaviðtali. Kemur honum ekkert við að gmnnskólalögin em ekki virt í skólaumdæmi með þrettán þúsund grunnskólanemendur? Alþingi setur lög sem ráðherra við- komandi ráðuneytis á að sjá til að séu framkvæmd. Undan þeirri ábyrgð getur hæstvirtur ráðherra ekki skorast. Davíð hlýðir ekki félagsmála- ráðherra.né Lagastofnun Háskóla íslands Félagsmálaráðherra, sem æðsti yfirmaður sveitarstjóma landsins, ritar borgarstjóra bréf í febr. sl. þar sem hann segir: „Sveitarstjómum og nefhdum sem þær kjósa ber að sjálfsögðu að hlíta landslögum." En borgarstjóri leyfir sér í svarinu til ráðherra að segja að „ábending um, að borgarstjóm sjái svo um að fræðsluráð og skólamálaráð fari að lögum, er óþörf og án tilefnis". Það er enginn venjulegur hroki sem kemur fram í svari þessu. KjáOariim Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Álitsgerð Lagastofnunar Há- skóla Islands í álitsgerð frá Lagastofriun Há- skóla Islands segir: Af réttaröryggissjónarmiðum á skipulag stjómsýslu að vera einfalt og skilvirkt. Tvöföldun skipulags stríðir gegn gmnnreglu stjómsýsluréttar um skilvirkni og getur leitt af sér rétt- aróvissu fyrir stjómvöld og borgara. Verkefni fræðsluráðs samkvæmt gr.lögum verða ekki frá ráðinu tekin að óbreyttum lögum, hvorki með ályktun viðkomandí sveitarfélags né með löggemingum sveitarfélagsins, hvort heldur sem er við einkaaðila eða opinbera aðila. Samkvæmt þessu verður ekki talið að fræðsluráð og skólamálaráð geti að óbreyttum lögum starfað hlið við hlið með sama valdsvið að áætlun sömu verkefna. Svo einfalt og skýrt er álit Lagastofriunar Háskóla Is- lands. Á fundi fræðsluráðs 25. febr. sl. bar Kristín Amalds fram svofellda til- lögu ásamt greinargerð: „Fræðsluráð samþykkir að óska úrskurðar menntamálaráðherra um álitsgerð félagsmálaráðuneytis sem unnin var af ráðgjafarþjónustu Lagastofnunar Háskóla íslands um starfsemi skólamálaráðs." I greinargerð segir m.a. „Þar sem félagsmálaráðuneytið telur slíka breytingu ólöglega fer undirrituð fram á að menntamála- ráðherra úrskurði um starfsemi skólamálaráðs svo að ríkjandi óvissu- og ófremdarástandi í fræðslumálum Reykjavíkurborgar linni og það fyrr en seinna." Formaður lagði fram svofellda frá- vísunartillögu: „Líta ber á félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið sem hlið- stæð stjómvöld. Tillagan gerir ráð fyrir að menntamálaráðuneytið úr- skurði um álitsgerð félagsmálaráðu- neytis. Slíkt er í hæsta máta óeðlilegt og er því tillögu Kristínar Amalds vís- að frá.“ Þetta er merkileg frávísunartillaga vegna þess að hingað til hefur Sjálf- stæðismeirihlutinn alltaf sagt að þetta væri mál menntamálaráðu- neytis og kæmi félagsmálaráðuneyt- inu ekkert við. Skýringin er eflaust sú að heyrst hefur að álit í svipuðum dúr og frá Lagastofnun Háskólans liggi fyrir frá lögfræðingum menntamálaráðu- neytisins. Má það ekki koma fram? Þegar almennir borgarar sjá að ekki er farið að lögum í höfuðborg landsins, er þá ekki ástæða til að óttast um réttaröryggi þessarar i borgar? Sjálfstæðismenn hafa hælt sér af því að hafa fækkað borgarfulltrúum og fulltrúum í nefhdum og þar með einfaldað stjómsýsluna. I kosningabaráttunni vömðu framsóknarmenn við þessari stefriu sjálfstæðismanna vegna þess að við óttuðumst að lýðræðið yrði fótum troðið og lýðræðisleg umfjöllun í nefridum og ráðum í hættu. Það sýnir sig ljóslega í þessari deilu að þær áhyggjur vom réttmæt- ar. I Reykjavík ræður bara einn maður með dyggum stuðningi emb- ættismanna sinna. Ef þeim hentar svo sniðganga þeir landslög. Hér er mál að linni. Ég skora á alþingismenn að sjá til þess að menntamálaráðuneytið framfylgi settum lögum og borgar- stjóm hlíti álitsgerð frá Lagastofriun Háskóla íslands. Hvar er réttaröiyggi þessa lands ef þetta er látið viðgangast? Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.