Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987.
25
Sandkom
Reiðhjól var dregið að hun við
Landsbankann á ísafirði.
Flaggað í
heila stöng
Eftir því sem næst verður
komist átti lögreglan yfirleitt
náðuga daga um helgina.
Landinn virðist því hafa tekið
sér frí frá sukki og svínaríi að
mestu leyti.
Gárungamir voru þó eitt-
hvað á ferðinni vestur á
fjörðum. Lögregluþjónana á
ísafirði rak í það minnsta í
rogastans þegar þeir gáðu til
veðurs á sminudagsmorgun-
inn. Þá sáu þeir sér til
nokkurar hrellingar að kven-
mannsreiðhjól hafði verið
hengt á flaggstöngina við
Landsbankann. Hjólið hafði
verið fest alveg uppi við hún
og þar glampaði á það í morg-
unsólinni.
Laganna verðir brugðu
fljótt við og náðu hjólhestin-
um niður. Eigandinn hafði
ekki vitjað hans á lögreglu-
stöðinni þegar síðast fréttist,
en þetta mun vera forláta reið-
hjól. nýlegtaðsjá.
Jón Sigurðsson.
Kátthjá
krötum
Kratar í Keflavík tóku fyrr
í mánuðinum í notkun nýtt
húsnæði fyrir starfsemi sína.
Að því er fram kemur í Víkur-
fréttum var fáum en útvöldum
boðið til opnunarhófsins, sem
að sjálfsögðu var haldið í her-
búðunum nýju að Hafnargötu
31. Voru margar ræður fluttar
og mikill hugur í mönnum.
Að sjálfsögðu voru krata-
broddarnir flestir mættir, svo
sem Jón Baldvin Hannibals-
son, Bryndís Schram, Jón
Sigurðsson, efsti maður á lista
í Reykjavík, Kjartan Jó-
hannsson, efsti maður á
Reykjaneslistanum, og svo
mætti lengi telja.
En sá gesturinn sem mesta
athygli vakti í hófmu var nýi
spútnikinn í fjármálaheimin-
um, Óli Kr. Sigurðsson, for-
stjóriOlís.
Oli Kr. Sigurðsson.
Krakkarnir taka Danger Mo-
use á Stöð 2 fram yfir
hempuklædda presta.
Valið var
ekki erffitt
Margir krakkar eru nú trít-
ilvitlausir í afruglara, eftir að
Stöð 2 fór að punda út barna
efni um helgar. Eins og fram
hefur komið eru ekki allir
jafnkátir með þetta framtak
stöðvarinnar. Kirkjunnar
menn telja til dæmis að það
eyðileggi það barnastarf sem
prestamir hafa verið með á
sunnudagsmorgnum, því auð-
vitað vilja rollingarnir heldur
horfa á Danger Mouse á Stöð
2 heldur en uppáklæddan
prestíkirkjunni.
Forráðamenn stöðvarinnar
hafa boðist til að taka kristi-
legt efni til sýningar á
sunnudagsmorgnum, og taka
þar með við sálnahirðingum
prestanna. Hefur þjónum
kirkjunnar þótt sá kostur óað-
gengilegur. Þama er sumsé
kominn rembihnútur, sem erf-
itt verður að leysa.
En krakkamir sjálfir taka
afruglara fram yfir flest önnur
veraldleg gæði, sem á boðstól-
um era. Það var til dæmis lítill
pjakkur sem kom að máli við
móður sfna einstæða um dag-
inn og sagði: „Æ, mamma, mig
langar meira til að þú fáir þér
afruglara heldur en nýjan
pabba.“
Feluleikur
Það er greinilega komið
kosningasprell í pólitíkusa í
Vestmannaeyjum. Helst virð-
ist það koma fram í því að
þeir fara í alls konar leiki.
Fylkir, blað sjálfstæðismanna
í Eyjum, opinberar þessa sér-
kennilegu baráttuaðferð á
forsíðu sinni nýlega. Þar segir
í allstórri fyrirsögn: „Felu-
leikur". Er þar sagt frá því að
allaballamir í Eyjum hafi ver-
ið í feluleik að undanfömu.
Önnur fyrirsögn á sömu for-
síðu er svona: „Feluleikur
formanns félagsmálaráðs." Sá
munlíka vera allaballi.
Nú verður íhaldið í Eyjum
bara að vona, að allaballarnir
komi úr felum fyrir kosning-
amar, svo hægt verði að
klukka þá.
Óhentug
trygging
Bóndi einn varð fyrir því að
hlaðan hans brann til grunna.
Hann hugsaði sér gott til glóð-
arinnar og heimsótti trygg-
ingarfélagið, sem hann hafði
tryggt allt sitt hjá, til að sækja
tryggingarféð.
„Við borgum þér ekkert út,“
sagði umboðsmaðurinn, sem
varð fyrir svörum. „Svona lag-
að gerist þannig að við
útvegum þér nýtt í stað þess,
sem þú missir og þess vegna
byggjum við nýja hlöðu handa
þér.“
„Hver skollinn,“sagði bónd-
inn. „Þá ætla ég að segja upp
líftryggingu konunnar
minnar."
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
óskast
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða röskan og áreiðan-
legan ungling til sendiferða hálfan eða allan daginn.
Nánari upplýsingar eru veittar í afgreiðslu ráðuneytis-
ins.
Utanríkisráðuneytið
Auglýsing
frá sjávarútvegsráðuneytinu
um grásleppuveiðar 1987
Ráðuneytið vekur athygli á að grásleppuveiðar eru
ekki háðar veiðileyfum.
Eftir sem áður er gildandi reglugerð um veiðarnar og
eru veiðireglur sömu og árið 1986.
Ráðuneytið leggur áherslu á að veiðiskýrslur berist
Fiskifélagi Islands. Munu skráðum grásleppuveiði-
mönnum send skýrslueyðublöð ásamt reglugerð.
Nýjum aðilum og þeim sem ekki fá send slík eyðu-
blöð er bent á að snúa sér til trúnaðarmanna Fiskifé-
lags Islands.
Sjávarútvegsráðuneytið
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Norðurtúni 6, Bessastaðahreppi, þingl. eign
Andreasar Bergmann, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 20. mars 1987
kl. 17.15.
________________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Krýsuvíkurskóli - framtiðarsýn - griðarstaður ungra vímuefnasjúklinga.
Landssöfnun:
Kiýsuvíkurskólinn fyrir
unga vímuefnasjúklinga
Fjölmargir einstaklingar hafa bund-
ist samtökum um að endurreisa
Krýsuvíkurskólann sem staðið hefur
auður og yfirgefinn um árabil og koma
þar á laggimar meðferðarheimili fyrir
unga vímuefhasjúklinga. Af því tilefni
efna samtökin til landssöfnunar um
næstu helgi þar sem nemendur úr öll-
um framhaldsskólum landsins munu
freista þess að ganga í hvert hús á
landinu og safita fé til uppbyggingar-
starfsins.
Krýsuvíkurskóli er illa farinn eftir
áralangt umhirðuleysi. Upphaflega
hugmyndin með byggingu skólans var
að hýsa þar þá unglinga sem illa féllu
að almennu skólahaldi. Skoðanir
skólamanna á rekstri slíkrar stofhun-
ar breyttust snögglega í lok sjöunda
áratugarins og var frekari fram-
kvæmdum hætt þegar skólahúsið var
tilbúið undir tréverk.
Að mati Krýsuvíkursamtakanna em
brýnustu verkefhin til bjargar skóla-
húsinu eftirfarandi: Að fá strax leigða
hagkvæma dísilrafstöð á góðum kjör-
um til að tryggja viðunandi starfeað-
stöðu og aðbúnað á staðnum. Að setja
nýjan dúk á þak hússins til að stöðva
leka og fúamyndun. Að setja nýtt gler
í húsið og hurðir þar sem þarf. Að fá
ofna i húsið svo hægt verði að nýta
ókeypis vatn og ódýra gufuorku til að
hita og þurrka upp húsið. Að byggja
nýja varmaskiptaþró og endumýja
lögn frá borholu.
Auk landssöfnunarinnar um næstu
helgi gangast Krýsuvíkursamtökin
fyrir hljómleikum í Háskólabíói í
kvöld klukkan 20.30. Þar munu koma
fram hljómsveitimar Rauðir fletir,
Gypsy, Grafík, Centaur og Greifamir.
Allar sveitimar koma fram án endur-
gjalds en miðaverð á hljómleikana
verður 500 krónur. -EIR
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Barrholti 23, Mosfellshreppi, þingl. eign Emils
Adolfssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 20. mars 1987 kl. 16.30.
_________________ Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 12„ 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign-
inni Birkiteigi 1A, Mosfellshreppi, þingl. eign Olafs G. Óskarssonar og Ólafs
Hraundal, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri föstudag-
inn 20. mars 1987 kl. 16,00.
_________________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýsu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 109./84, 3. og 17. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Marargrund 4, Garðakaupstað, þingl. eign Rúnars Daðasonar, fer
fram eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 20. mars
1987 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Ásbúð 2, Garðakaupstað, þingl. eign Harðar
Arinbjarnar og Ragnheiðar Haraldsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudag-
inn 20. mars 1987 kl. 14.00.
_______________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Hverfisgötu 49, kjallara, Hafnarfirði, tal. eign
Jónasar Sigurjónssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 20. mars 1987
kl. 13.30.
_________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
2. og síðara á fasteigninni Aðalstræti 59, efri hæð, suðurenda, Patreksfirði,
þingl. eign Ólafs Haraldssonar og Elmu Óskatsdóttur, fer fram eftir kröfu
Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 19. mars
1987 kl. 13.00.
______________________Sýslumaðurinn i Barðastrandarsýslu.
Nauðungaruppboð
2. og síðara á fasteigninni Stekkum 19, Patreksfirði, tal. eign Öivinds Sol-
bakk, fer fram eftir kröfu Samvinnubanka íslands hf. og Tryggingastofnunar
ríkisins á eigninni sjálfri föstudaginn 20. mars 1987 kl. 10.00.
__________________Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu.