Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. Viðskipti Tiyggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbankans, í DV-viðtali: Vaxtamunur bankanna er ekki óeðlilega hár - sparifjáreigendur þuifa að fara gædlega á verðbréfamarkaðnum - Tilefni þess að spyija þig um vaxtamál er i nýrri skýrslu Þjóð- hagsstofnunar. Þar er sagt að meðalraunvextir útlána í banka- kerfinu hafi verið 8,5% hærri en meðalraunvextir innlána á síðasta ári. Út af þessu leggja venjulegir menn að þetta sé það sem bankarn- ir hafi fyrir sinn snúð og þykir það furðulega mikið. Þessir útreikningar eru ágiskun Seðlabankans um meðalvexti inn- og útlána og þann vaxtamun sem þá kemur fram. Þessar ágiskanir, eftir því sem ég best fæ séð, eru rang- ar. Útreikningar sérfræðinga Seðla- bankans byggjast á því að áætluð er ársávöxtun hverrar tegundar útl- ána og innlána. Ég held að það sé aðallega innlánamegin, sem þeir hafa stórlega vanmetið hversu sér- kjörin eru orðin dýr fyrir bankana. Eini raunhæfi mælikvarðinn á það Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur óbund. 9,5-11 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 10-15 Sb 6 mán. uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 13-20 Sp.vél. 18mán. uppsögn 19-20,5 Bb Ávísanareikningar 4 10 Ab Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-7 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, Lb.Úb, Vb 6 mán. uppsöqn Innlán með sérkjörum 2,5-4 10-22 Ab.Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-6 Ab Sterlingspund 9.5-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskarkrónur 9-10 Ab.Bb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 18,75-20 lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 21.75-22 eða kge Almenn skuldabréf(2) 20-21,25 Ab.lb, Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . HlaupareikningarMirdr.) Utlán verðtryggð 20-21 Ib.Lb Skuldabréf Að 2.5árum 6-6,75 Lb Til lengritima Útlán til framleiðslu 6,5-6.75 Ab.Bb, Lb.Sb. Úb.Vb Isl. krónur 16,25 21 Ib SDR 7,75-8,25 Lb.Úb Bandaríkjadalir 7.5-8 Sb.Sp Sterlingspund 12,25-13 Bb.Vb Vestur-þýsk mörk 5,75-6,5 Bb.Lb. Úb.Vb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3,5 5-6,5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 1614 stig Byggingavísitala 293stig Húsaleiguvísitala HLUTABRÉF Hækkaði 7 5%1.jan. Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 113 kr. Eimskip 300 kr. Flugleiðir 450 kr. Hampiðjan 140kr. Iðnaðarbankinn 135kr. Verslunarbankinn 125kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil- alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema I Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimmtudögum. hver vaxtamunur er og hvort hann hefur aukist eða minnkað er að at- huga reikninga þessara stofhana þegar árið er gert upp og taka þá þann vaxtamun sem fram kemur í krónum talið. Þá sjáum við fyrir lið- ið starfsár að Landsbankinn hafði 4,7% vaxtamun en hafði 5,1% vaxta- mun 1985. Vegna stærðar Lands- bankans og fregna um afkomu annarra banka má gera ráð fyrir að vaxtamunur í heild hafi ekki þróast mikið á annan veg en hjá okkur. - Þú vísar sem sagt til raunverulega fenginna og raunverulega greiddra vaxta. Já, en ekki til þess sem menn halda að hvert einstakt reiknings- form gefi af sér. Þar sem hver banki er með sitt form á sérkjarareikning- unum, háa vexti og ýmiss konar vaxta- og vísitöluuppbætur, er stór hætta á skekkju í áætlunum og ég er viss um að þama hefur komið fram mikið vanmat. Óeðlilegur munur - Er ekki óeðlilega mikill munur á vöxtum á almennum sparisjóðsinn- stæðum, sem sparifjáreigendur hreinlega tapa mismunandi mikið á, og sérkjarareikningunum sem tryggja þeim jafnvel næstum eins háa ávöxtun og fæst af spariskírtein- um ríkissjóðs? Þetta er mikill munur og meiri heldur en eðlilegt er. Almenna spari- sjóðsbókin hefur verið hækkuð nokkuð en ekki nóg til þess að minnka þennan mun. Það hefur ver- ið lagt ofurkapp á að bæta ávöxtun þeirra sérstöku innlánsforma, sem bankar og sparisjóðir hafa notað til þess að ná í sparifé, bæði nýtt spari- fé og fé hver af öðrum. Við sjáum það hjá okkur að á síðasta ári, varð- andi okkar aðal samkeppnisinnláns- form, sem er kjörbókin, að hún hefur skilað spariflái-eigendum eins og verðtryggður reikningur með 5,5% vöxtum. Þetta er meira en verð- tryggðu útlánin gáfu af sér, sem var 5,03%. Þama vorum við komnir með sex milljarða króna með öfugum vaxtamun. - Þá hljóta aftur á móti að vera mjög neikvæðir vextir fyrir viðskiptavin- ina á almennu sparisjóðsbókunum. Það er að vísu eins og er, en það er að ganga yfir viss kúfur í verð- hækkunum eftir kjarasamningana. Ef við erum að tala um þrjá síðustu mánuði mælast verðhækkanir 20% yfir heilt ár. Ef við miðum aftur á móti við 12 mánuði aftur í tímann þá er þetta um 13%. Á almennu bækumar em núna greiddir þetta 9,5 -11% vextir, svo að þama er auðvitað vemlegt misræmi ef við miðum við sérkjarareikningana. Þessi verðhækkánakúfur er aftur á móti að ganga niður og núna strax með vorinu fer verðbólgan snarlega niður. Þá er tilefhi til vaxtalækkana og ég geri fyllilega ráð fyrir að sér- kjörin og hin dýrari innlánaform fari meira niður en vextir á almennu sparisjóðsbókinni og að það gangi saman með þessum formum aftur. Sambærilegur vaxtamunur á Norðurlöndum - Nú, ef við tölum aftur um þennan vaxtamun, sem er jú það sem banka- kerfið lifir á. Jafnvel þótt hann sé ekki nema 5% þá þykir mörgum það líka vera hátt. Erlendis frá vitum við að bankar fara allt niður í 1 -2%, jafnvel 0,5% vaxtamun. Á þessu eru margar skýringar. Það fyrsta er nú að vaxtamunurinn hjá bönkum hér er nokkuð sambæri- legur og á hinum Norðurlöndunum, svo dæmi séu tekin. Annað er að það er ekki aðeins vaxtamunurinn sem stendur undir rekstri bankanna. Þar verður að meta samtímis þær tekjur sem bankar taka með öðrum hætti og eru margvíslegar. í Sviss, þar sem vaxtamunur er einna lægstur, var hann 1,02% af niðurstöðutölum efnahags á árunum 1978 -1982 en var 3,48% hér á árunum 1982-1985. Aftur á móti fengu svissneskir bank- ar 3,25% í öðrum tekjum en við ekki nema 1,54%. Einstakir bankar taka svo afskap- lega misháan vaxtamun og kostnað og það er auðvitað ólíku saman að jaína viðskiptabönkum eins og hér á landi, sem veita mikla almenna þjónustu á öllum afgreiðslustöðum sem eru þar að auki margir, og svo aftur þessum stóru bönkum úti í heimi sem afgreiða fé nánast í heild- Tryggvi Pálsson, forstöðumaður fjármálasviðs Landsbankans. DV-mynd KAE Innlán jukust fimm milljörðum meira en útlán: Innlánaslagurinn færði ekki fúlgur milli banka Slagur bánka og sparisjóða um inn- lán sparifjáreigenda varð ekki til þess að færa stórar fúlgur fjár á milli bankastofnana á síðasta ári. Spamað- ur í bönkum óx hins vegar mikið og hækkuðu innlán fimm milljörðum króna meira en útlán. Hlutdeild Út- vegsbankans í innlánunum lækkaði raunar um 560 milljónir og þar á móti hækkaði hlutdeild Álþýðubankans um 340 milljónir króna. Þetta urðu stærstu breytingamar á innlánahlutföllum 1986. Hlutdeild Landsbankans lækkaði um sem svarar 190 milljónum og Búnaðarbankans um 34 milljónir króna. Það vom eingöngu ríkisbankamir sem reyndust með lægra innlánahlutfall eftir árið. Iðnað- arbankinn jók sinn hlut um 200 milljónir, Samvinnubankinn um 138 milljónir og Verslunarbankinn um 97 milljónir króna. Sparisjóðimir héldu sínum hlut í innlánunum, hvorki stærri né minni. Innstæður í þeim voru 7.700 milljónir króna um áramótin en þá vom inn- stæður í bönkunum um 42.500 milljón- ir. Langstærstur var Landsbankinn með 16.800 milljóna innstæður. Af þessum heildartölum má sjá að hlut- fallslega hafa tilfærslur innan kerfis- ins ekki verið stórvægilegar. Útvegsbankinn hefur eflaust goldið umræðunnar um Hafskip. Alþýðu- bankinn lagði ofurkapp á aukningu innlána og fómaði til þess í vaxtamun. Samkvæmt upplýsingum í Hagtölum Seðlabankans vom innstæður í sjö bönkum um áramót 42.541 milljón króna. Þetta fé skiptist þannig í upp- hæðum og hlutfallslega: Alþýðubanki Búnaðarbanki Iðnaðarbanki Landsbanki Samvinnubanki Útvegsbanki Verslunarbanki 1.662 3,9% 9.452 22,2% 3.990 9,4% 16.827 39,6% 3.628 8,5% 4.503 10,6% 2.479 5,8% -HERB Landsbankinn safnaði sjóðum - hagnaðurinn 174 milljónir í fyira Það varð 174 milljóna króna hagn- aður af rekstri Landsbanka Islands í fyrra eftir reiknaðar afekriftir, framlög f sjóði og áætlaða skatta. Þetta er þó minna en árið 1985 þegar bankinn græddi 260 milljónir kióna. Minnkandi hagnaður er rakinn til þess að bankinn tók minni vaxtamun og hækkaði ekki gjaldskrár til sam- ræmis við kostnaðarhækkanir. Lausafjárstaða bankans batnaði mik- ið, aðallega vegna minni aukningar á útlánum en innlánum. Heildarútlán um áramót vom rúm- lega 28 milljarðar króna, þar af yfir 10 milljarðar erlend endurlán. Heild- arinnlán vom tæpir 17 milljarðar króna. Landsbankinn er með um 40% innlána allra bankanna en með um helming allra útlána til atvinnulífeins. Hlutdeild bankans í þessum útlánum er þó mismunandi eftir greinum. Þannig er hann með 66% sjávarút- vegslána, 45% landbúnaðarlána, 51% iðnaðarlána, 78% lána til olíuverslun- ar og 31% til annarrar verslunar. Þá er hann með 27% allra lána til ein- staklinga. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.