Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. Útlönd DV Það er að vísu ætlast til þess að kjósandi fari einn inn i kjörklefa til þess að kjósa en það er ekki vist að þessi ungi maður hafi gert sér grein fyrir því. Að visu er það móðir hans sem er að krossa við kjörseðilinn en það er ekki útilokað að þessi kjósandi framtíðarinnar í Finnlandi reyni áróður á kjörstað því að meðal annars var kosið um töluvert hagsmunamál hans. Eitt af kosningamálunum voru mæðralaun. Símamynd Reufer Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Barbara Walters ásamt milljónamæringnum Adnan Khashoggi i desember í fyrra er hún átti viðtal við hann. Walters kom leynilegum skilaboðum frá íranska vopnasalanum Manucher Ghorbanifar áleiðis til Hvíta hússins. Símamynd Reuter Fréttamaður bréfberi íransks vopnakaupmanns Ólafur Amaraan, DV, New Yorlc Barbara Walters, fréttamaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, hefur viður- kennt að hafa komið bréfum frá íranska vopnakaupmanninum Manucher Ghorbanifar áleiðis til Hvíta hússins í desember og janúar síðastliðnum. Walters átti sjónvarps- viðtal við Ghorbanifar og milljóna- mæringinn Khashoggi í desember. I bréfunum koma fram upplýsingar um vopnasölumálið til írans og mis- gjörðir Olivers North ofursta í þeim efnum. Raunar er ekkert nýtt sem kemur fram í þessum bréfum sem látin voru Towemefhdinni í té á sínum tíma. ABC sjónvarpsstöðin birti í gær fréttatilkynningu þar sem sagt var að háttemi sem þetta hjá fréttamannin- um bryti í bága við starfsreglur stöðvarinnar. Stöðin hefur þá reglu að samstarf fréttamanna við stjóm- völd sé illa liðið nema þegar um mannslíf er að ræða. Walters mun hafa talið að svo væri í þessu tilviki og hafði þá í huga líf bandarísku gísl- anna í Líbanon. Hægriflokkarnir sigruðu í finnsku kosningunum íhaldsmenn voru tvímælalausir sig- urvegarar þingkosninganna í Finnl- andi um helgina þar sem vinstriflokk- amir töpuðu mestu fylgi en jafnaðarmenn, stærsti flokkurinn, flokkur Sorsa forsætisráðherra, héldu að mestu sínu fylgi lítið breyttu. „Þeir geta ekki haldið okkur utan ríkisstjómar eftir þetta," sagði Ukka Suominen, leiðtogi íhaldsflokksins, í gærkvöldi eftir að ljóst varð að flokk- ur hans hafði bætt við sig níu þingsæt- um og verður núna með 53 þingmenn. Þegar talin höfðu verið 99% at- kvæða blasti við að jafnaðarmenn Kalevi Sorsa forsætisráðherra mundu tapa 2,5% fylgi og þar með einu þing- sæti. Kommúnistaflokkamir töpuðu ekki eins miklu fylgi og búist hafði verið við og skoðanakannanir fyrir kosn- ingar höfðu gefið til kynna. Evrópu- kommúnistar héldu sínum sautján þingmönnum en stalínistar töpuðu sex af tíu þingsætum sínum. Fylgisávinningur umhverfisvemd- arsinna i Grænu hreyfingunni varð miklu minni en búist hafði verið við en þeir tvöfölduðu þó þingmannatölu sína, úr tveim í fjóra, en hafði verið spáð allt upp í átta þingsætum. Miðflokkurinn (með 37 þingsæti áð- ur) og kosningabandalag hans, frjáls- lyndra, Kristilega flokksins og Sænska þjóðarflokksins bæta við sig átta þing- sætum að minnsta kosti og gætu þá haft samtals 56 þingsæti. Kjörsókn var til muna minni en í síðustu þingkosningum 1983 (81%) því að hún náði að þessu sinni ekki 75%. Hið nýja þing kemur saman í byijun apríl og mun í upphafi einkennast af sambræðingi flokkanna til stjómar- myndunar. Sorsa hefur lýst því yfir að jafhaðarmenn muni ekki frábitnir því að sitja í næstu ríkisstjóm sem mynduð verði en það var haldið að hann mundi stýra flokknum yfir í stjómarandstöðu ef jafnaðarmenn töpuðu fylgi í kosningunum. Hann og Suominen og Paavo Vaeyrynen, leið- togi Miðflokksins, hafa allir lýst því yfir að þeir munu reiðubúnir til að mynda ýmsar gerðir af samsteypu- stjórnum. íhaldsflokkur Suominen hefur verið í stjómarandstöðu í 21 ár. Lídl framleiðni hjá danska sjónvarpinu Haukur U Hauksscn, DV, Kaupmarinahö&i: Fjárlaganefrid danska þingsins krafðist þess nýverið að fa afhenta skýrslu um franúeiðni danska sjón- varpsins. f október höfðu nefiidax- meðlimir verið á ferð f sjónvarpa- húsinu og þá fengið að vita að framleiðsla danska sjónvarpsins ykist í sífellu og voru sýnd falleg Íínurit því til stuðnings. Átti ástandið að vera svo gott að ýmsir nefndarmeðlimir vildu fá sam- anburð við önnur lönd. Var unnin akýrsla um málið sem ekki var lögð fyrir fjárlaganefndina íýir en hennar hafði verið krafiat. Er töluverður munur á tölum þeim sem fiárlaganefhdin fékk í október og hinum nýju tölum. Samanburð ber að taka með fyrirvara en stað- reynd er að hver dagskrárgerðar- maður hjá danska sjónvarpinu framleiddi árið 1985126 mínútur efn- is. Hjá danska sjónvarpinu eru 700 dagskrárgerðarmenn en 4.093 hjá BBC, 976 hjá sænska sjónvarpinu og 847 hjá ZDF í Vestur-Þýskalandi. Hjá eftirtöldum sjónvarpsstöðvum er framfeiðni hvera dagskrárgerðar- manns þannig: Hjá veatur-þýsku stöðinni ZDF eru 170 mínútur á hvem dagskrárgerðarmann, hjá BBC 82 mfnútur, hjá sænaka sjón- varpinu 136 mínútur og hjá TF í Frakklandi 1.330 mínútur. Tölumar em unnar úr upplýsingum evrópska útvarpssambandsins. Vopnafundur í Thailandi var i gær haldin sýning á hundruðum sprengjuvarpa ásamt öðrum vopnum sem lögreglan þar hefur lagt hald á. Talið er að vopnin, sem eru meira en einnar milljónar dollara virði, hafi veriö ætluð skæruliðum i Burma. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.