Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. íþróttir •Steinar Birgisson skoraði 8 mörk um helgina. íslendinga- slagur í Noregi Gauti Grélaissan, DV, Noiegi; íslendingaliðin Stabæk og Krist- iansand áttust við í norsku fyrstu deildinni nú um helgina. Lauk leiknum með sigri þeirra síðar- nefndu, 26-23. Steinar Birgisson lagði di'ögin að sigri Kristiansandliðsins með góðum leik. Hann skoraði 8 mörk, þar af 2 úr vítum. Verður þessi árangur Steinars að teljast ágætur því Magnús Ingi Stefánsson stóð í marki Stabæk og varði sem ber- serkur allan tímann. -JÖG 12. tHill Víkinga I DV í gær var það haft eílir Guðmundi Guðmundssyni, fyrir- liða nýbakaðra íslandsmeistara Víkings í handknattleik að titill- inn sem félagið tryggði sér í Laugardalshöll á sunnudagskvöld- ið hefði verið 10. titill félagsins írá 1978. Samkvæmt upplýsingum Halls Hallsonar, formanns hand- knattleiksdeildar Víkings, hefúr Víkingur unnið tólf titla á þessu tímabili og sextán ef Reykjavíkur- mót eru með talin. Víkingar hafa sex sinnum orðið bikarmeistarar frá 1978 og sex sinnum íslands- meistarar. Þá má geta þess að Víkingar hafa ekki tapað leik í bikarkeppninni fiá því 1982 og er það einstakur árangur. Víkingar eiga að leika við KR í bikarkeppn- inni á morgun. ALSTIGAR ALLAR GERÐIR SÉRSMÍÐUM BRUNASTIGA O.FL. Kaplahrauni 7, S 651960 10 ASA ABYRGÐ • Darraðardans i skemmtilegri afmælisviðureign ÍR-inga og úrvalsliðs Reykjavíkur. Liðin skyldu jöfn, 3-3. DV-mynd Brynjar Gauti Fjörugur afmælisleikur - ÍR og Reykjavíkurúrval skyldu jöfn, 3-3 í tilefrii af 80 ára afmæli íþróttafé- lags Reykjavíkur efndi knattspymu- deild félagsins til viðureignar milli meistaraflokks síns og úrvalsliðs Reykjavíkur. Leikurinn, sem fór fram á gervigrasvellinum á sunnudag, gladdi augað enda léku bæði lið ákaft til sigurs. Sótt var á báða bóga og skópust því ófá færi. Reykjavíkurúrvalið, sem var raunar öllu skæðara í leiknum, tók forystuna í fyrri hálfleik með marki Ingvars Guðmundssonar. Sæbjöm Guðmunds- son jók síðan við í upphafi síðari hálfleiks með ágætu skoti. Þótt IR-ingar ættu á brattann að sækja þegar þar var komið við sögu vom þeir ekki á því að lúta í lægra haldi. Minnkaði Finnur Siguijónsson því bilið að hætti Maradona, - með „hendi guðs.“ Knútur Bjamason jafii- aði síðan metin, beint úr aukaspymu, 2-2. Ekki var lokið baráttu Breiðhylt- inga þótt þeir stæðu jafnir úrvalspilt- unum. Páll Rafnsson kom þeim nefhilega yfir með afar glæsilegu lang- skoti. Willum Þórsson jafhaði hins vegar skömmu síðar og því lauk leiknum með jafhtefli - hvort lið gerði þrjú mörk. -JÖG Miklir möguleikar hjá Þór - á að tryggja sér sæti í 1. deild í handbolta Reynir,S...16 5 5 6 363-410 15 Grótta.15 5 2 8 327-374 12 Fylkir.16 6 1 9 330-359 13 ÍA.16 1 1 14 319-442 3 ÍBK..16 5 2 9 349-354 12 -SK 14 íslandsmet hjá öldungum - Oldungamót hjá FRÍ um helgina Handknattleikslið Þórs frá Akur- eyri hefur nú mjög mikla möguleika á að endurheimta sæti sitt í 1. deildinni í handbolta en langur tími er síðan liðið lék í 1. deild síðast. Þórsarar hafa staðið sig frábærlega vel í 2. deild- inni í vetur og em sem stendur í öðm sæti. ÍR-ingar hafa þegar tryggt sér sigur í 2. deildinni og 1. deildar sæti næsta keppnistímabil og em með 26 stig. Þórsarar em með 22 stig, Afturelding er með 19 og ÍBV með 18. Þórsarar eiga eftir að léika gegn Keflavík og IR hér syðra um næstu helgi og nægir liðinu að vinna IBK og gera jafntefli við ÍR til að tryggja sér 1. deildar sætið. Síðasti leikur Þórs verður á Akureyri gegn ÍBV þannig að ljóst má vera að möguleikar Þórsara em umtalsverðir. Fæstir áttu von á því fyrir keppnistímabilið að Þór myndi blanda sér í baráttuna um sæti í 1. deild og þeir vom margir sem spáðu liðinu falli í 3. deild. Ekki er lengra síðan en í fyrra að minnstu munaði að handknattleiksdeildin yrði lögð niður vegna þess að enginn fékkst til að starfa fyrir deildina. Málum var bjargað, Smári Garðarsson tók við stjómartaumunum sem formaður deildarinnar og Erlendur Hermanns- son tók við þjálfun liðsins. Hann er einn af mörgum lærisveinum Bogdans landsliðsþjálfara og hefur Erlendur náð undraverðum ámgri með lið Þórs í vetur. • Þórsarar léku um síðustu helgi tvo leiki gegn Akumesingum á Akureyri. Þórsarar unnu báða leikina ömgg- lega, þann fyrri 29-19 og 33-19 í síðari leiknum. Einn annar leikur fór fram um helgina, Fylkir tapgði fyrir HK, 22-27. Staðan í 2. deild er þannig fyrir lokaátökin: ÍR........15 12 2 1 389-295 26 Þór, Ak... ...15 10 2 3 356-310 22 UMFA... ...16 8 3 5 382-347 19 IBV ...15 9 0 6 352-323 18 HK ...16 8 0 8 399-353 16 Helgina 14. og 15. mars fór fram inn- anhússmót fyrir öldunga í fijálsum íþróttum í Baldurshaga og íþróttahúsi KR. Keppt var í öllum aldursflokkum karla (35 ára og eldri), elsti flokkur 60 ára. Einn kvennaflokkur keppti, 45-49 ára. Hver flokkur spannar yfir fimm ára bil. Margir landskunnir fijálsíþróttamenn hér fyrr á árum, fyrrverandi methafar og Islandsmeist- arar, mættu til leiks og sýndu gamla takta. „Ég er ánægður með minn hlut. Mér tókst að vinna 7 greinar og setja fjög- ur íslandsmet í 50 ára flokki. .1,51 m er árangur á heimsmælikvarða í há- stökki án atrennu, jafiivel heimsmet. 50 m grindahlaupið hljóp ég á 7,5 sek. Ég ætla að keppa af krafti í sumar og væntanlega á Norðurlandameistara- móti öldunga í Bjömeborg í Finnlandi ásamt 6 félögum mínurn," sagði Val- bjöm Þorláksson, KR, eftir mótið. Þess skal getið að Valbjöm Þorláks- son á heimsmet í 110 m grindahlaupi í 45 ára flokki, 14,7 sek. Friðleifúr Stef- ánsson, KR, sigraði í þrístökki í 50 ára flokki og stökk 7,67 m sem er íslands- met. Fyrir 32 árum átti hann um skeið Islandsmetið, 9,82 m. Marteinn Guðjónsson, ÍR, 63 ára, elsti keppandi mótsins, setti tvö ís- landsmet í stökkum í 60 ára flokki. Ólafúr Þórðarson, ÍA, setti Islandsmet i 55 ára flokki í kúluvarpi, 12,10 m. I 45 ára flokki sigraði Jón Þ. Ólafsson, ÍR, í tveimur greinum, hástökki, 1,60 m, og langstökki án atrennu, 2,74 m. Ólafur Unnsteinsson, HSK, sigraði í kúluvarpi, 11,50 m, 7,2 kg. 140 ára flokki sigraði Trausti Svein- bjömsson, FH, í fimm greinum og setti íslandsmet í langstökki án atrennu, 2,92 m, og þrístökki án atrennu, 8,34 m. Jón Ö. Þormóðsson, ÍR, sigraði í hástökki án atrennu, 1,48 m. I 35 ára flokki sigraði Elías Sveins- son, KR, í fjórum greinum. Elías hefúr ekkikeppt innanhúss í fjögur ár vegna meiðsla. Elías stökk 1,48 m í hástökki án atrennu. Hreinn Jónasson, UBK, sigraði í langstökki, 5,20 m, og 50 m, 6,8 sek. Ragnheiður Pálsdóttir, HSK, var eini kvenkeppandinn og varpaði 8,62 m í kúluvarpi, 45 ára fl. Keppendur vom frá 8 félögum. Öld- ungaráð FRÍ og ÍR sáu um fram- kvæmd mótsins. Mótsstjóri var Ólafúr Unnsteinsson, formaður öldungaráðs FRl. -ÓM DV • Don Pooley með kúluna góðu. 20 milljón króna högg Don Pooley frá Bandaríkjunum vann sér inn góðan skilding um helgina á miklu golf- móti. Pooley vann það einstæða afrek að fara holu í höggi á 17. braut golfvallar í Orlando um helgina síðustu og fyrir það fékk hann milljón dollara í verðlaun, um 40 milljónir króna. Pooley fær þó ekki alla „summuna" því helmingurinn rennur til Amold Palmer bamasjúkrahússins. Pooley hafði þó tuttugu milljónir króna upp úr krafsinu. Pooley þessi sló draumahöggið á Bay Hill Classic golf- mótinu. Payne Stewart sigraði á mótinu og lék 72 holumar á 2264 höggum. David Frost varð annar á 267 höggum og Dan Pohl þriðji á 275 höggum. Stewart fékk um 4 milljónir króna fyrir sigurinn. Á myndinni sést Don Pooley með golfkúluna sem rúllaði beint í holuna á 17. brautinni. Símamynd Reuter • Jón Birgir Gunnarsson, sem hér er í miðj- unni, sigraði á billiardmóti i Kópavogi um helgina. Gunnar Öm Hreiðarsson (t.v.) varð i 2. sæti og Jón Thorarensen (t.h.) varð þriðji. Góður sigur hjá Jón Biigi Nú um helgina fór fram snooker mót hjá „Billiardborgurum" í Kópavogi en það er fé- lag í tengslum við Billiardborg í Kópavogi. Mót þetta gaf stig til keppni um nafnbótina borgarmeistari 1987 hjá Billiardborgurum en þá nafiibót fær sá er hlýtur flest stig út iúr mótum 1987. Nú um helgina sigraði bráðefriilegur snook- erleikmaður, Jón Birgir Gunnarsson og hlaut hann 20 stig. Umspil þurfti til að fá úrslit um 2. og 3. sæti og að lokum hafnaði Jón Thorar- ensen í 2. sæti en Gunnar öm Hreiðarsson í 3. sæti. Næsta mót í þessari' keppni verður í lok aprfl. ÓskarogMagnús hættír við Knattspymumennimir, Óskar Óskarsson og Magnús Magnússon, sem léku með Aftur- eldingu og Breiðabliki í fyrra, em hættir við að fara til Akureyrar og leika með Þór í 1. deildinni i sumar. Ekki hefur ústæðan verið kunngjörð. Magnús mun ætla að leika áfram með Breiðabliki en óvíst er hvað Óskar ætlar að gera, en hann varð markakóngur í 4. deild- ^nni í fyrra. -Sl^j ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. 17 íþróttir Tottenham og Watford - drógust saman í bikamum Það verður ekki af úrslitaleik milli Tottenham og Watford í ensku bikar- keppninni eins og margir vom að vonast eftir. I gær var dregið í undan- úrslit keppninnar og þá lentu þessi lið saman. I hinum leiknum í undanúrslit- um leika Coventry og Leeds. Leikimir verða háðir laugardaginn 11. apríl. Tottenham hefur sjö sinnum sigrað í bikarkeppninni, Leeds einu sinni, Co- ventry og Watford aldrei. Tottenham hefur oftast sigrað í keppninni ásamt Aston Villa. Bæði félög sjö sinnum. • I gærkvöldi var ákveðið hvar leik- irnir fara fram. Leikur Tottenham og Watford verður háður á Villa Park í Birmingham og leikur Leeds United og Coventry fer fram á Hillsborough í Sheffield. Það kom mjög á óvart að þessir leikvellir skyldu verða fyrir val- inu. -hsím Stjaman áfram í bikamum - lagði Reyni að velli, 36-24 Stjaman sigraði Reyni í Sandgerði í gærkvöldi með 36 mörkum gegn 24. Reynir er því úr leik í bikarkeppni HSÍ en Stjaman mun leika í 8. liða úrslitum. Þótt töluverður munur hafi verið á liðum þegar upp var staðið léku Reyn- ismenn engu að síður vel lengst af og mjög kröftuglega í upphafi. Voru þeir enda hvattir dyggilega af fjölmörgum áhorfendum. Ætlaði þakið til að mynda af húsinu er heimamenn skor- uðu sirkusmark, með miklum glæsi- brag og stórmerkjum. Var ekki laust við að færi um þá Stjömupilta er þeir litu þessi undur andstæðinga sinna. Reynir leikur nefnilega i annarri deild en Stjaman í þeirri fyrstu. En þótt Suðumesjamenn hafi brydd- að upp á ýmsu laglegu, og jafnvel leikið Garðbæinga grátt í einstaka til- fellum, sagði munurinn til sín er líða tók á viðureignina. Lokatölumar em ólygnar og segja þær sína sögu. Þessir leikmenn skomðu mörkin: •Reynir: Stefán 10, Willum 5, Elvar 4, Sigurður 2, Hólmþór 2, Daníel 1. •Stjaman: Gylfi 9, Skúli 5, Hannes 5, Einar 5, Siguijón 5, Hilmar 2, Haf- steinn 2, Ragnar 2, Magnús 1. -JÖG • í gærkvöldi hittust þeir Maradona og Pele við afhendingu óskarsverðlauna íþróttanna. Símamynd/Reuter Maradona verður áfram hjá Napolí - Hugo Maradona Miklar sögusagnir hafa verið uppi um það að undanfömu að besti knatt- spjmumaður heims, Diego Armando Maradona, væri á förum frá Napolí. Nú mun kappinn hins vegar hafa feng- ið mjög heillandi tilboð frá liðinu ef hann framlengir samning sinn til 1993. Þeir hjá Napolí vilja auðvitað ólmir halda í kappann enda er hann að verða búinn að tryggja félaginu sinn fyrsta meistaratitil í áraraðir. Það em engir smáaurar sem Maradona fær en ekki hefur verið gefið upp hver upphæðin er nákvæmlega. leikur með Napolí „Eitt af skilyrðum mínum fyrir því að vera áfram hjá Napolí er að liðið geri samning við Hugo bróður minn. Og nú lítur út fyrir að við bræðumir leikum saman hjá Napólí á næsta keppnistímabili. Ég er mjög ánægður með það,“ sagði Maradona í viðtali við Gazzetta Dello Sport um helgina. Maradona hefur verið orðaður við mörg lið að undanfömu, meðal annars vegna þess hve slæma umfjöllun einkalíf hans hefur fengið í ítölskum fjölmiðlum. -SMJ Mazda 323 1300 árg. '82, 53.000, grænsans. Verð 240.000. Toyota Hi Ace bensín árg. '84, ekinn 72.000, hvítur. Verð 500.000. Ford Granada árg. '80, ekinn 83.000, hvitur. Verð 350.000. Toyota Hi-Lux yfirbyggður árg. '82, disil, ekinn 58.000, grár. Verð 660.000. Toyota Carina DX árg. '83, ekinn 45.000, blásans. Verð 350.000. Ford Bronco árg. 78, ekinn 96.000, grár. Verð 480.000. Skipti á ódýr- ari/skuldabréf. Toyota Carina liftback árg. '86, ek- inn 8.000, blásans. Verð 530.000. Mazda 929 LTD árg. ’85, ekinn 13.000, grásans, bill með öllu. Verð 570.000. MMC Colt árg. ’83, ekinn 43.000, beige. Verð 250.000. Toyota Corolla Twin Cam árg. ’85. Verð 495.000. Toyota Hi-Lux pickup árg. '84. Verð 650.000. Toyota Hi-Lux pickup árg. '80 Verð 330.000. Toyota Cressida árg. ’80, sjálfsk. Verð 220.000. Toyota Corolla station árg. ’81. Verð 195.000. Toyota Tercel árg. ’81. Verð 215.000. Toyota Tercel árg. ’81, sjálfsk. Verð 220.000. Toyota Tercel árg. ’80. Verð 180.000. Mazda 626 árg. ’82, 2000. Verð 250.000. Mazda 626 árg. 79. Verð 150.000. Nissan Sunny árg. '84, coupé. Verð 320.000. Peugeot 305 árg. ’82. Verð 260.000. Volvo 244 GL árg. ’82, ekinn 74.000, blásans. Verð 400.000. Toyota Tercel árg. '83, ekinn 73.000, gullsans. Verð 280.000. Toyota Cressida STW árg. '82, ek- inn 77.000, blár. Verð 350.000. Mazda 626 árg. ’84 GLX, sjáltsk., ekinn 37.000, grár. Verð 480.000. Toyota Camry DX, 5 gíra, árg. ’85, “kinn 48.000, rauður. Verð 450.000. Toyota Cressida GLI árg. '83, 6 cyl., sjálfskiptur, ekinn 77.000, brúnn. Verð 450.000. M. Benz 230E, 5 gira, árg. ’84, ekinn 44.000, grár. Verð 1 miiljón (ABS- bremsur, sóllúga, centrallæsingar, álfelgur.) Toyota Carina station árg. '83, ekinn 50.000, Ijósblár. Verð 350.000. MMC Sapporo 1600 GLX árg. '82, ekinn 71.000, rauður. Verð 290.000. MMC Galant árg. '82, ekinn 66.000, hvitur. Verð 270.000. Toyota Land Cruiser li árg. ’85, dís- il, ekinn 55.000, brúnsans. Verö 760.000. Toyota Land Cruiser STW árg. ’86, ekinn 9.000, grásans. Verð 1.250.000. Toyota Camry GL liftback árg. '83, ekinn 44.000, hvítur. Verð 430.000. Suzuki Alto árg. '83, ekinn 23.000, rauður. Verð 210.000. Toyota Corolla liftback árg. '84, ek- inn 37.000, gullsans, sjálfskiptur. Verð 380.000. Toyota Tercel 4x4 árg. ’83-’87. Verð irá 390.000-595.000. Toyota Camry GL árg. ’83, ekinn 41.000, rauður. Verð 390.000. Opið virka daga 9-19. Laugardaga 13-18. Höfum ýmsar tegundir bifreiöa á söluskrá 1 á S<eTFAf£ ,is JI HA6CMP ----'fé) & /V\/KXA&£ACiT V m BÍLASALAN P. SAMÚELSSON & CO. HF. SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVÍK SlMI (91) 687120

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.