Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. 9 Utlönd Sinatra fær ekki að syngja í Svíþjóð Bandaríska söngvaranum Frank Sinatra verður líklega bannað að halda tónleika í Sviþjóð sem ráð- gerðir voru þann 9. júní í Gauta- borg. Er það vegna þess að Sinatra syngur oft í Sim City í Bopbuthats- wana í Suður-Afríku en sjálfetæði þess heftur ekki verið viðurkennt af Sameinuðu þjóðunum. í síöustu viku lýstu Svíar yfir viðskiptabanni gegn Suður-Afríku og fær Sinatra ekki að syngja í Sviþjóð nema að hann hætti að skemmta í Suður-Afríku. Umboðs- maður Sinatra hefur lýst þvi yfir að hann muni ekki hætta tónleika- haldi þar. Dönsk síð- degisbloö koma út á sunnudögum Haukur L Haukssœi, DV, KaupmhöÉn: Dönsku síðdegisblöðin BT og Extrabladet hafa ákveðið að hefja útgáfu blaðanna á sunnudögum. Fyrsti útgáfúdagurinn er sá sami fyrir bæði blöðin, það er 14. júní næstkomandi Reiknar BT með 215 þúsunda eintaka upplagi á sunnu- dögum en bæði blöðin setja traust sitt á þær sex hundruð þúsund manneskjur sem vanalega lesa engin blöð á sunnudögum. Er talað um að sunnudagsfriður- inn sé hér með úti en Aktuelt, blað jaftiaðarmanna, hefur í byggju að umbylta sunnudagsblaði sínu eftir tilkomu nýrra ritstjóra. Mun Aktuelt væntanlega eiga í vök að verjast í slagnum um lesenduma en það þykir þó undir hinum nýju ritstjórum komið. Smiðir sjást hér á þessari mynd vinna við breytingar á dómhöllinni í Lyons til undirbúnings réttarhöld- unum yfir Klaus Barbie, en það er ráðgert að þau eigi að hefjast 11. mai. Klaus Barbie, sem var yfirmað- ur Gestapo í Lyons á hemámsárun- um og fékk þá uppnefnið „böðullinn í Lyons“, enda talinn bera ábyrgð á drápum ýmissa frammámanna í and- spyrnuhreyfmgu Frakka og brott- flutningi íjölda gyðinga, er enduðu lífið í útrýmingarbúðum nasista, hef- ur setið í fangelsi í Frakklandi í rúmt ár og beðið eftir því að réttarhöld verði í máli hans. Hann fannst í Suð- ur-Ameríku, þar sem hann hafði farið huldu höfði eins og fleiri stríðs- glæpamenn nasista frá því í stríðs- lok. Treholt á skólabekk Pál Vilhjálmssan, DV, Osló: Ame Treholt, sem dæmdur er fyrir njósnir, er orðinn nemandi við háskól- ann í Bergen. Úr fangaklefa sínum ætlar Treholt að leggja stund á stjóm- málafræði. Hann hyggst skrifa magist- erritgerð um samskipti Grikklands og Bandaríkjanna á árunum 1947-1967. Treholt hætti námi snemma á síð- asta áratug er hann var fulltrúi í norska utanríkisráðuneytinu. Háskól- inn i Bergen hefur þegar tilnefrit prófessor sem leiðbeinanda Treholts. Vinningstölurnar 14. mars 1987. Heildarvinningsupphæð: 5.107.472,' 1. Vinningur var kr. 2.562.462,- og skiptist hann á milli 6 vinnings- hafa, kr. 427.077,- á mann. 2. Vinningur var kr. 765.750,- og skiptist hann á 375 vinningshafa, kr. 2.042,- á mann. 3. Vinningur var kr. 1.779.260,- og skiptist á 9940 vinningshafa, sem Upplýsingasími: 685111. Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERAÐAR PÍPUR Samkv.:Din 2440 oQO°ooo o o C ^O O Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRAi rM .STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 / S HOLLENSKI BLÓMAÁBURÐURINN ALLTAF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.