Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. 5 Stjómmál Samþykktu ökuljós allt árið og bflbettasekdr - einu atkvæði munaði að gamla bílnúmerakeifið yrði lagt niður Skyjda verður að aka með ljós allan sólarhringinn allt árið. Sektað verður fyrir að spenna ekki bílbeltin. Gamla bílnúmerakerfið verður áfram. Þetta samþykkti neðri deild Alþingis meðal annars i atkvæðagreiðslu um umferðarlögin í gærmorgun. Deildin samþykkti að lögin skyldu taka gildi 1. mars árið 1988, eftir eitt ár. Umferðarlagafrumvarpið á eftir að fara í eina umræðu í efri deild áður en það getur orðið að lögum. Aðeins munaði einu atkvæði að nýtt bílnúmerakerfi yrði tekið upp. Tillaga allsherjamefndar neðri deildar um að gamla kerfið yrði áfram var samþykkt með 18 atkvæðum gegn 17. Einn þing- maður sat hjá en fjórir voru fjarstadd- ír. Tillaga Ólafs Þ. Þórðarsonar og Pábna Jónssonar um að ekki skyldi refsa fyrir brot gegn ákvæðum um bíl- belti var felld með 20 atkvæðum gegn 14. Menn verða því sektaðir fyrir að spenna ekki beltin. Á óvart kom að neðri deild skyldi samþykkja, með 18 atkvæðum gegn 11, þá tillögu Páls Péturssonar að við akstur bifreiðar skuli lögboðin ljós vera tendruð allan sólarhringinn. Til- laga allsherjamefhdar, um að ljósa- skyldan yrði takmörkuð við tímabilið frá 1. september til 30. apríl, kom því ekki til atkvæða. Breytingartillaga Pábna Jónssonar og fleiri, um að þyngdarmörk vömbif- reiða, sem stjóma megi án meiraprófs, skyldu áfram vera 5.000 kg en ekki lækka í 3.500 kg, var samþykkt með 18 atkvæðum gegn 7. Tillaga Guðrúnar Helgadóttur, um að ekki megi leggja bil á merktu stæði fyrir bifreiðir fatlaðra, var samþykkt með 23 atkvæðum gegn 7. -KMU Páll Pétursson, sem er fimmtugur i dag, fagnaði sigri á Alþingi i gær. Tillögur hans um meiri ökuhraða, ökuljós allan sólarhringinn og gamla bílnúmerakerfið náöu allar fram að ganga. DV-mynd GVA Fjórtán lög sam- þykkt á Alþingi í gær Uppboðsmarkaður fyrir sjávarafla var meðal fjórtán stjómarfrumvarpa sem samþykkt vom sem lög frá Ál- þingi frá því að þingfundir hófúst klukkan 11 í gærmorgun þar til þeim lauk laust fyrir klukkan eitt í nótt. Tvö frumvörp af fjórum um stað- greiðslukerfi skatta urðu að lögum, um tekjustofna sveitarfélaga og um staðgreiðslu opinberra gjalda. Eftir er að samþykkja lög um tekjuskatt og eignarskatt og um gildistöku stað- greiðslunnar. Ónnur nýsamþykkt lög em: Jarðræktarlög, flugmálaáætlun, lög- skráning sjómanna, Kennaraháskóli íslands, þjóðarátak til byggingar þjóð- arbókhlöðu, skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, lögreglumenn, happ- drætti Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna, málefhi aldraðra, Byggingar- sjóður aldraðs fólks og sjómannadag- ur. -KMU. Framvarp« Frumvarp til laga um orlof var óvænt lagt fram á Álþingi í gær. Fé- lagsmálanefhd neðri deildar flytur frumvarpið. Formaður hennar, Friðrik Sophusson, mælti fyrir því. Orlofsfrumvarp þetta er þegar komið á fleygiferð. Stefnt er að því að sam- þykkja það sem lög áður en þingmenn fleygiferð fara hebn. Gert er ráð fyrir gmndvallarbreyt- ingu á útreikningi og greiðslufyrir- komulagi launa í orlofi. Frumvarpið er samið af nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði í mars 1983 til að endurskoða lög og reglur um orlof. -KMU Afhám prestskosninga hlaut óvænta andstöðu Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra kom óvænt í veg fyrir að frumvarp um að afnema prestskosn- ingar yrði samþykkt sem lög frá Alþingi í gærkvöldi. Fékk hann loka- afgreiðslunni frestað „til þess að ráðgast um hvort ekki mætti ná ein- hverri bærilegri niðurstöðu". Sverrir kvaðst gagnrýna vinnubrögð dómsmálaráðherra í málinu. „Það er reynt að laumast áfram með þetta frumvarp rétt eins og það sé venjulegt stjómarfrumvarp," sagði menntamálaráðherra og lýsti and- stöðu sinni við það. Neðri deild Alþingis hafði fyrr um daginn, við aðra umræðu, samþykkt frumvarpið með 22 atkvæðum gegn 8. Frumvarpið hafði áður hlotið sam- þykki efri deildar. í stað þess að söfnuður velji sóknar- prest með almennum kosningum gerir frumvarpið ráð fyrir að sóknamefhd kjósi prest. Fjórðungur sóknarbama getur þó með skriflegri ósk innan sjö daga frá því að val á presti er tilkynnt krafist almennra prestskosninga. Líklegt er að upphlaup Sverris verði til þess að tryggja það að breytingar- tillaga Svavars Gestssonar og Péturs Sigurðssonar, um að tiu prósent sókn- arbama geti krafist prestskosninga, verði samþykkt sem málamiðlun. Þá hefur Karvel Pábnason flutt til- lögu um að prestskosningar verði ekki afhumdar nema fyrir liggi samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu. -KMU Jarðgöng til Ólafsfjarðar „Samkvæmt vegaáætlun verður byrjað á jarðgöngum gegnum Ólafs- fjarðarmúla árið 1988. Fjárveitinga- nefnd lýsir yfir þeim vilja sínum að aflað verði sérstaks framkvæmdafjár til þessa verkefriis til þess að jarð- gangagerð geti haldið áfram viðstöðu- laust og með eðlilegum hraða að mati Vegagerðar ríkisins." Svo segir í yfirlýsingu sem fyárveit- inganefnd hefur samþykkt. í vegaá- ætlun er gert ráð fyrir að á næstu fjórum árum verði varið 155 milljónum króna til jarðganga um Ólalsfjarðarm- úla, 10 milljónum króna í ár, 48 milljónum árið 1988,48 milljónum 1989 og 49 milljónum árið 1990. „Ljóst er að aukið fjármagn muni þurfa á öðru og þriðja framkvæmdaári þessa verkefiiis. ef verkið á að geta gengið eðlilega,“ segir fjárveitinga- nefnd. -KMU MELAMINE 12 manna matar- og kaffistell 68 stk. sett. Verð kr. 5.590,- 2 litir: hvítt - drapp. Býátótór Gjafhvörur Glæsibæ, sími 686440. Hamraborg 5, sími 641018.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.