Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. 7 Viðskipti Aðrar tekjur Vaxtamunur, viðsk.b. Vaxtamunur, sparisj. VAXTAMUNUR: Vaxtatekjur- vaxtagjöld Rekstrarkostn. Línuritiö sýnir samanburð á vaxtamun banka og sparisjóöa í ýmsum löndum, svo og kostnað, sem hlutföll af niðurstöðutölum efnahags. Heimildir: Norska bankasambandið 1986, OECD: Costs and margins in banking 1980, Seðlabanki íslands: Viðskiptabankar og sparisjóðir 1982-1985. Tölur fyrir ísland gilda um það tímabil en fyrir önnur lönd um tímabilið 1978-1982. sölu, bæði í inn- og útlánum, og þá með afar litlum kostnaði. Erlendis fer vaxtamunurinn mikið eftir eðli viðskiptanna og er lágur í viðskipt- um við stórfyrirtæki en hár i við- skiptum við smærri aðila og einstaklinga. Hægt að veita ódýrari þjónustu - Heldurðu því þá fram að kostnaður íslenska bankakerfisins sé alls ekk- ert of hár, miðað við aðstæður, og að ekkert sé hægt að spara sem munar um? Ég bendi á það að í bankakerfinu, eins og mörgu öðru, erum við að reyna að vera með sambærilega þjónustu hér á landi og aðrar þjóðir, en smæðin hjá okkur skapar auðvit- að vissa erfiðleika og hækkar auðvitað kostnaðinn hlutfallslega. En það er hins vegar hægt að veita ýmsa þjónustu ódýrar en gert er núna. Það er mjög athyglisvert að áður en losað var um á lánsfjármarkaðn- um með lagabreytingum fyrir banka og sparisjóði var samkeppnin fyrst og fi*emst fólgin í því að ná innstæð- um með því að byggja fleiri afgreiðsl- ur og ná í fleiri útibú og helst að hafa þessi útibú á öllum þéttbýlis- svæðum. Síðan ekki þurfti lengur að sækja um leyfi til Seðlabankans vegna stofnunar útibúa en bankam- ir aftur á móti verða að eiga lágmark í eigin fé og eiga annars á hættu að verða að sameinast öðrum eða vera lagðir niður, þá hefur ekkert útibú bæst við. Aftur á móti hafa bankam- ir lagt í ýmsa aðra þjónustu og nýja tækni, eins og hraðbanka og fleira þess háttar. Samkeppnin breyttist frá því að reyna að ná í sparifé með því að auka kostnað i íjölgun á afgreiðslum í það að bjóða sparifjáreigendum hærra verð fyrir þeirra fjármagn. - Nú bar ég það saman, eftir skýrsl- um Seðlabankans, að hlutfallslega hafa orðið sáralitlar breytingar á innstæðum í bankakerfinu. Þar er sem sagt ekki að sjá að neinn banki hafi náð áberandi fé af hinum í allri þessari samkeppni og eina niður- staðan sé ómæld fyrirhöfh við að færa peninga á milli innlánsforma innan hvers banka. Þetta er rétt, en þetta hefur raun- ar verið að gerast á lengri tíma. Þegar losað var um á árinu 1984 varð alger hugarfarsbreyting. Þá hljóp fólk virkilega á milli við hvert nýtt útspil, nýjan sérkjarareikning, hærri vexti. Eftir ákveðinn tíma ró- aðist þetta og í staðinn fyrir að fyrirtæki og einstaklingar hlypu á milli banka vom gerðar kröfur um það að þeirra viðskiptabanki byði jafiivel og betur en aðrir. Og það er alveg rétt að viðskiptavinimir hafa í miklu minna mæli hreyft sig á milli banka en á fyrstu dögum fijálsræðis- ins. En nú skulum við ekki segja að þetta hafi engum árangri skilað. Það er síður en svo. Á þessu árabili hefur nefnilega sparifé í bönkum aukist um tæpan helming að raunvirði. Peningar sem áður fóm í neyslu og höfðu þá meðal annars neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn hafa í stórauknum mæli komið til ávöxt- unar í bönkunum og þetta tel ég meiriháttar árangur. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að við séum núna að nálgast jafnvægi í framboði og eftirspum á fjármagni. - Em einhver augljós merki um það? Já, ég held að viðskiptavinir bank- anna hafi þegar fundið fyrir því að þar er að myndast vísir að sam- keppni um þá sem lántakendur í staðinn fyrir að þeir hafa í áratugi þurft að ganga á eftir bankastjórum með hvaða smámuni sem um var að ræða. Við sjáum þetta einnig á verð- bréfamarkaðnum þar sem ávöxtun- arkrafan er lækkandi. Ríkissjóður er að selja sín spariskírteini með 6,5% ávöxtun, útlánsvextir banka em að færast upp fyrir það. Það .er í sjálfú sér eðlilegt að spariskírtein- in, sem em hin traustustu bréf, séu á lægri vöxtum en útlán banka. Síð- an kemur verðbréfamarkaðurinn þar sem menn geta keypt bréf með meiri áhættu en hærri ávöxtun, en hún hefur núna undanfarið lækkað jafht og þétt. - Hvað er það eðlilega í þessu efni, við hveiju er að búast á verðbréfa- markaðnum? Ef ríkissjóður býður áfram eign- arskattsfijáls spariskírteini með 6,5% ávöxtun eins og hann gerir i dag þá myndi ég ætla að bankabréf gætu verið svona 1,5% fyrir ofan stærstu fyrirtæki og traustustu aðrir aðilar með svona 0,5 -1,0% þar fyrir ofan og síðan stig af stigi eftir láns- trausti. Þetta er það sem telja má eðlilegt og ástandið er mjög að nálg- ast þessa stöðu. - Nú er varla mikill munur á áhættu varðandi ríkisbréf og ríkisbanka- bréf? Nei, hún er nánast engin. En að öðm leyti er mikill munur á áhættu í þessum verðbréfaviðskiptum og það er ömggt að þar á eftir að koma skellur ef góðærinu linnir. Ég held að menn verði að fara afskaplega varlega, sérstaklega ef um er að ræða bréf til langs tíma. Við höfum reyndar nú þegar dæmi um áfóll sem haia komið upp hjá verðbréfasjóð- unum, sem höfðu þó ekki áhrif á viðkomandi sjóð af því að verðbréfa- fyrirtækið tók skaðann á sig. Slíkt er ekki hægt í neinum vemlegum mæli og það má ekki mikið út af bera í þjóðarbúinu til þess að fyrir- tæki og einstaklingar lendi í erfið- leikum með greiðslur af skuldabréf- um eins og öðrum skuldbindingum. Ég vil undirstrika það að þama er raunveruleg áhætta á ferðinni og það er vissara að fara gætilega í öll- um verðbréfaviðskiptum. -HERB Vantar þig hurðir? Stálhuröir: þykkt 50 m/m. Einangrun: Polyurethane. Litir: hvítt, brúnt, gult, rautt, blátt, grænt. Galvaniserað. Sendurn menn til upp- setningar um land allt. Afgreiðslufrestur 6-8 vikur. ASTRA Austurströnd 8, sími 612244 Ferðamiðstöðin: Vömsýningar og sumarleyfisferðir Ferðamiðstöðin hefur gefið út vöm- sýningaskrá þar sem getið er fjöl- margra vörusýninga bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og segir í skránni að þar sé hægt að finna allar helstu vörusýningar og kaupstefiiur á áður- nefndum svæðum. í skránni er getið um hvaða vörur em kynntar á hverri sýningu og mun Ferðamiðstöðin bjóða upp á hópferðir á nokkrar sýninganna en býðst til að skipuleggja sérstakar ferðir á sýningamar fyrir einstaklinga. Þær sýningar sem getið er um í skránni em af fjölbreyttasta toga, allt firá skósýningum, byggingariðnaðar- sýningum og húsgagnasýningum, upp í ilmvatns-, skartgripa- og vínfanga- sýningar. Þá hefúr Ferðamiðstöðin á boðstól- um hinar hefðbundnu sumarleyfis- ferðir og í bæklingi, þar sem ferðimar em kynntar, em upplýsingar um þann sumarleyfisstað sem ferðaskrifstofan býður upp á skipulagðar ferðir til. Það er Benidorm á Spáni sem um árabil hefúr verið fjölsóttur ferðamannastað- ur og í lýsingu á veðurfari í bæklingn- um kemur það fram að þar em að jafnaði 306 sólardagar á hveiju ári. Segir í bæklingnum að þangað sé flogið með beinu leiguflugi, þar séu matsölustaðir fiölbreyttir og þar sé einn stærsti næturklúbbur Spánar. Á Benidorm geta farþegar valið á milli ýmissa hótela í nokkrum verðflokkum og ennfremur býðst farþegum sá möguleiki að leigja sérstök smáhýsi á meðan á dvölinni stendur. Þá býður ferðaskrifstofan upp á fjölbreyttar skoðunarferðir. -ój ZÁXDO 0(§ HUMANIC skór eru m.a. seldir í þessum verslunum: Skósalan, Laugavegi 1 Skóval, Óðinsgötu 7 M.H. Lyngdal, Akureyri Staðarfell, Akranesi Skóverslun Kópavogs Skóbúðin Keflavík Kf. Árnesinga, Selfossi Umboðs- og heildverslun ANDRÉS GUÐNASON HF. BOLHOLTI4 - SÍMI686388

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.