Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. Utlönd Andy Taylor, hér með hljómsveitinni Duran Duran, hefur slegist í hóp með boðberum varnaðarorðanna gegn fíkniefnunum. Poppstjörnur í trú- boði gegn eíturlyfjum Jimi Hendrix, Janis Joplin og svo Keith Moon í hljómsveitinni Who urðu öll fómardýr eiturlyfja. Sömu- leiðis áttu eiturlyfin sinn þátt í andláti Brian Jones í hljómsveitinni Rolling Stones. - En rokkstjömum- ar í dag em lagstar í trúboð gegn eiturlyfjum og keppast við að flytja aðdáendum sínum, aðallega táning- um, varúðarerindið gegn fíkniefna- hættunni. Rokkþættir sjónvarps notaðir gegn fíkniefnum „Eg var í fíkniefnum. - En þú?“ spyr Lou Reed og hvessir augun af skjánum á sjónvarpsaðdáandann í útsendingu MTV en það er sjón- varpsstöð sem sendir út rokk- og poppvídeó 24 stundir sólarhringsins. - Hljómsveit Reeds, Velvet Under- ground, var framarlega í fíkniefna- byltingu skemmtiiðnaðar sjöunda áratugarins. Reed er ein þessara rokkstjama sem í dag vitna opin- berlega um fíkniefnamisnotkun sína og boða nú ungmennum nýja trú. I vídeóþáttum koma þeir að viðvörun- um sínum gegn fíkniefhahættunni. Spegilmyndin var skelfileg Belinda Carlisle, sem áður söng með Go-Go en gerir það núna gott sem sóló-söngkona, er í hópi þessarar nýju kynslóðar popplistamanna, sem láta fíkniefriavandamálið til sín taka. - „Ég var vöm að nota fíkni- efhi en einn morguninn leit ég í spegil og það sem ég sá var skelfi- legt,“ segir Carlisle í sjónvarpsaug- lýsingu. „Þú færð engu áorkað ef þú ert í fíkniefnunum," segir söngkonan Aimee Marrn (í grúppunni Till Tues- day) í framlagi hennar til baráttunn- ar gegn eiturlyfjunum. Hennar vídeó-þáttur heitir: „Lífið getur vel verið skemmtilegt þegar þú ert á snúrunni.“ (Svo að brugðið sé fyrir sér orðalagi Reykjavíkurriddara götunnar þegar þeir útsetja á sitt ylhýra mál enska orðalagið að vera „straight".) Viljum ekki deyja ung Breska hljómsveitin „Genesis" gaf' sér líka stund til þess að blanda sér í þennan kór, og Andy Taylor, sem áður var í hljómsveitinni Duran Duran, lagði fram vídeóþátt sem ber titilinn „Látið mig ekki deyja ung- an!“- og þarf ekki að skoða lengi í þessu samhengi hér til að átta sig á því hver lífshættan eigi að vera. Meðal annarra boðbera mætti nefna hljómsveitina Bon Jovi, sem er á Topp tíu-listanum, þungarokks- hljómsveitina Cinderella, Michael Des Barres (sem áður var í Power Station), skoska söngvarann Sheena Easton, Steve Jones (fyrrum í hljóm- sveitinni Sex Pistols) og Gene Simmons og Paul Stanley í hljóm- sveitinni KISS. Sterkir tónar notaðir Og það er enginn véfréttarblær á boðskapnum. Það er farið beint af augum eins og rokkurum er tamt þegar þeir flytja tónlist sína. Fíkni- efni geta beinlínis drepið þig og í það allra minnsta lagt líf þitt í rúst. Talsmenn úr skemmtiiðnaðinum, poppinu og rokkinu segja að þetta sé ein allsheijarvakning meðal tón- listarfólks, vídeó-framleiðenda, plötusnúða og annarra úr bransan- um. Herferðinni var hrundið af stað af hljómsveit sem kallar sig „Rock Agains Drugs“ (RAD eða Rokk gegn fíkniefnum), og nýtur hún fjárstuðn- ings Pepsi-Cola og dómsmálayfir- valda Kalifomíu. Sjónvarpsstöðvar gefa út- sendingar Fleiri hafa lagt til þessarar kross- ferðar. MTV-sjónvarpsstöðin, sem áður var minnst á, og miðar útsend- ingar sínar aðallega við aldurs- hópana 12 til 34 ára, gaf útsending- artíma fyrir vídeó-þætti með þessum boðskap. Hefði sá auglýsingatími í sjónvarpi kostað þrjár milljónir doll- ara ef keyptur hefði verið fullu verði. Listamennimir og þáttagerðarmenn aðrir gáfu alla vinnu sína í vídeó- þættina. „Árum saman hafa ýmsir rokk- listamenn látið frá sér heyra, bæði opinberlega og í einkaviðræðum, gegn fíkniefhum. Og þeir hafa jafh- vel laumað boðskapnum inn í sönginn," segir Danny Goldberg, forseti Gold Mountain Records-fyr- irtækisins, en hann stofriaði RAD með Des Barres. Goldberg þessi var meðal þeirra sem leiddir vom í fyrra fram til vitnis gegn misnotkun fíkni- efha í sérstakri herferð yfirvalda gegn útbreiddri notkun fíkniefna í röðum listamanna. Hlusta frekar á átrúnaðargoð- in „RAD-krossferðin hefur laðað til liðs við málstaðinn fjölda hljómlist- armanna sem bæði hafa áhyggjur af eyðileggjandi áhrifum fíkniefh- anna á listgreinina og em eins knúnir af þjóðarstolti vegna hlut- deildar rokksins í bandarísku menningarlífi," segir Goldberg. Dómsmálaráðherra Kalifomíu, John Van de Kamp, sem stýrði her- ferð yfirvalda þar í fyrra, segir að framlag rokkara í þessari herferð sé feikilega mikilvægt vegna áhrifa þeirra á unga fólkið sem gefi góðan gaum að því er átrúnaðargoð þeirra hafa að segja, á meðan það mundi fremur skella skolleyrum við vam- aðarorðum sem kæmu úr annarri átt. Væntir hann sér góðs af því að kynngikraftur rokksins beinist nú gegn fíkniefnunum. Fjölmiðlar og áhugafélög komin í krossferðina Landssamtök auglýsingastofa í Bandaríkjunum hafa einnig gengið til liðs við þessa baráttu. Sömuleiðis fjöldi fyrirtækja sem starfa við fjöl- miðlun. Sjónvarpsstöðvar hafa gefið útsendingar, útvarpsstöðvar birta ókeypis auglýsingar og eins prentað- ir fjölmiðlar. Em þessi framlög metin til ekki minna en 1,5 milljarða doll- ara. Áróðrinum gegn fíkniefnunum er beint til unglinga, ungmenna, for- eldra, kennara og auðvitað fíkni- efhanotenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.