Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. Andlát Ragnar Veturliðason lést í Borg- arspítalanum að kvöldi hins 14. mars sl. Jakob Gíslason fyrrverandi orku- málastjóri lést 9. mars sl. Hann fæddist 10. mars 1902 á Húsavík. Foreldrar hans voru Gísli Ólafur Pétursson og Aðalbjörg Jakobsdótt- ir. Að loknu stúdentsprófi 1921 hélt hann til Kaupmannahafnar og lauk prófi í rafmagnsverkfræði við Dan- marks Tekniske Hojskole árið 1929. Jakob var skipaður fyrsti rafmagns- eftirlitsstjóri ríkisins árið 1933. Arið 1946 var hann skipaður raforku- málastjóri, því starfi gegndi hann til ársins 1967 og starfi orkumálastjóra gegndi hann til ársins 1972. Jakob var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var dönsk, Hedvig Emanuella. Eignuð- ust þau tvo syni. Hedvig lést árið 1939. Eftirlifandi eiginkona Jakobs er Sigríður Ásmundsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn. Útför Jakobs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Einar Erlendsson frá Vík í Mýrdal andaðist í Borgarspítalanum 13. mars. Frímann Frímannsson andaðist 14. mars sl. á Elliheimilinu Grund. Einar B. Gíslason, fyrrum bóndi á Fífustöðum, andaðist á Hrafnistu 14. mars sl. Einar Hjörleifsson, Melabraut 5, Seltjarnarnesi, er látinn. Guðný Fredriksen, 26. A Dashew Dr., Suffern NY10901, andaðist laug- ardaginn 14. mars. Katrin Kristjánsdóttir, Barrholti 10, Mosfellssveit, andaðist í Borg- arspítalanum að kvöldi laugardags- ins 14. mars. Óskar Kristinn Óskarsson frá Firði, Efstahrauni 20, Grindavík, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 15. mars. Sigurveig Steingrímsdóttir lést 8. mars sl. Hún fæddist 26. september árið 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafía Hallgrímsdóttir og Steingrímur Torfason. Sigurveig giftist Jóhannesi Gunnarssyni, kaupmanni í Hafnarfirði, en hann lést árið 1951. þeim hjónum varð fimm barna auðið. Eftir lát manns síns rak Sigurveig fyrirtæki hans um nokkurt árabil og fór síðan út í rekst- ur eigin fyrirtækis. Útför Sigurveig- ar verður gerð frá Haíharfjarðar- kirkju í dag kl. 15. Guðrún Hallsteinsdóttir lést 7. mars sl. Hún fæddist 3. desember 1891. Um tvítugt giftist hún Tómasi Ingimagnssyni en missti hann eftir tæpra tuttugu ára búskap. Þau hjón- in eignuðust þrjú börn. Útför Guðrúnar verður gerð frá Hallgríms- kirkju í dag kl. 13.30. Ragnhildur Jónsdóttir, Faxastíg 8, Vestmannaeyjum, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugardaginn 14. mars. Elvar Þór Hafsteinsson, Ægissíðu 92, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 18. mars kl. 13.30. Magnús Ágústsson, fyrrverandi héraðslæknir, lést í Borgarspítalan- um sl. laugardag. Hann var fæddur 11. febrúar 1901 í Birtingaholti, son- ur hjónanna Ágústs Helgasonar og Móeiðar Skúladóttur. Magnús var starfandi héraðslæknir í Borgar- fjarðarhéraði í 18 ár og síðan í Hveragerðishéraði í yfir 30 ár. Sl. 2 ár var hann búsettur í Reykjavík ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Magneu Jóhannesdóttur. Þau eign- uðust þrjú böm, Guðrúnu, Jóhannes og Skúla. Jóhannes Jóhannesson, Lokastíg 22, lést 6. mars í Hátúni 10B. Jarðar- förin hefur farið fram. ÞAKKARÁVARP Viljum þakka öllum þeim sem glöddu okkur með heimsóknum og skeytum á gullbrúðkaupsdegi okkar þann 14. mars síðastliðinn. Sigurþór Sæmundsson, Ásta Laufey Gunnarsdóttir. LOKAÐ verður eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 17. mars, hjá Rafmagnseftirliti ríkisins, Síðumúla 13, vegna jarðar- farar dr. Jakobs Gíslasonar, fyrrverandi orkumálastjóra. Rafmagnseftirlit ríkisins. í gærkvöldi_______________________ dv Helga Hjöwar, skólastjóri Leiklistarskólans: , Augu fuglanna, áhrifamikil mynd“ ur yfirleitt í fjölmiðlum. Ég á þar ekki við æsifréttir heldur fréttir eins og um aukningu bókaútlána. Eftir fréttir Stöðvar 2 horfði ég á ríkis- sjónvarpið það sem eftir var kvölds. Mér finnst vera til fyrirmyndar hjá þeim að vera með fastan fréttaritara á Norðurlöndum. Mér hefur reynst erfitt að skynja að, að baki Eurovisi- on keppninni byggi löngun til að hrifa nokkra sál með tveimur undan- tekningum þó. Þátturinn um sambúð og sambúðarslit var skemmtileg samvinna laganema og leiklistarfólks til að upplýsa áhorf- endur. Augu fuglanna var áhrifa- mikil mynd sem ekki gleymist í bráð. Maður er hálflamaður að vera vitni að þessari angist og kvöl, mannfyrir- litningu og kvalalosta. Svona mynd minnir okkur á kosti þess að búa í lýðræðisþjóðfélagi og skyldur okkar gagnvart þeim sem eru ofsóttir vegna skoðana sinna. Deginum lauk svo með dapurlegum fréttum af samningamálum kennara og þó, kannski birtist í tilboði til Verslun- arskólakennara leið út úr ógöngun- um. Fundir Kvenféiagið Seltjörn heldur fund þriðjudaginn 17. mars kl. 20.30. Guðný Guðmundsdóttir frá Grænu línunni talar um lífræna húðrækt. Tilkyrmingar ET-dagur Skýrslutæknifélag Islands boðar til hálfs dags ráðstefnu um ET (einmennings- tölvuj-notkun að Hótel Loftleiðum, Krist- alsal, fimmtudaginn 19. mars nk. Ráðstefnan hefst kl. 13.15 og gert er ráð fyrir að henni ljúki kl. 17.30. Ráðstefnan er ætluð þeim sem vilja k.ynna sér það sem er að gerast í notkun einmenningstölva. Fjallað verður um þrjú meginnotkunar- svið. Meðan á fyrirlestrinum stendur fer fram sýnikennsla í hliðarsal þar sem not- aður verður nýr búnaður sem gerir kleift að sýna skjámyndir á tjaldi. I lok hvers erindis er gert ráð fyrir umræðum og fyrir- spumum. Dagskrá er þannig gerð að meðan á fyrirlestrum um eitt svið stendur fer fram sýnikennsla á hinum tveimur. Þannig geta þátttakendur valið saman fyrirlestra og sýnikennslu á þeim sviðum sem mestan áhuga vekja. Skráning í síma 82500 hjá Kolbrúnu Þórhallsdóttur. Krakkar í Árbænum safna áheitum til styrktar íþróttahússbyggingu Nú eru rúm 10 ár síðan fyrst var farið að tala um byggingu íþróttamannvirkja í Árbænum. Ennþá hefur ekkert verið gert og ákvað því íþróttaklúbburinn „Vanda sig“ að vekja athygli á málinu föstudaginn 27. mars. Ætlar klúbburinn sem skipaður er 14 unglingum á aldrinum 13-15 ára, að fara upp á Ákranes, ná í fyrsta sements- pokann og hlaupa með hann til Reykjavík- ur. Stefnt er að því að aihenda Davíð Oddssyni borgarstjóra pokann fyrir utan félagsmiðstöðina Ársel laugardaginn 28. mars kl. 14. Hafa þá krakkamir verið á hlaupum frá kl. 18 á föstudag eða í 20 klst. 1 tilefni hlaupsins ætla krakkamir að ganga í hús í Árbænum nú um helgina og næstu daga með undirskriftarlista og safna áheitum. Ibúar Árbæjar, takið vel á móti krökkunum og styðjið þá í þessu þarfa framtaki þeirra. Aukasýningar á Rómeó og Júlíu Leiknefnd Menntaskólans í Reykjavík mun sýna þrjár aukasýningar á Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare. Sýningar hefjast miðvikudaginn 18. mars í Félagsstofnun stúdenta. Miðapantanir og nánari upplýs- ingar í síma 17017. Sýningu Sigurðar í Gallerí Svart á Hvítu framlengd. Vegna mikillar aðsóknar á sýningu Sig- urðar Guðmundssonar, myndlistarmannns frá Hollandi, verður sýningin framlengd til miðvikudagsins 18. þ.m. Sigurður sýnir einnig höggmyndir í Norræna húsinu. Jazz og blús á Borginni Miðvikudaginn 18. mars kl. 21 heldur Jazzvakning jazz- og blúskvöld á Hótel Borg. Meðal þeirra sem fram koma eru: Blúshundar sem koma fram í fyrsta sinn en það er Bubbi Mortens sem er for- sprakki þeirra, hið sígilda Jazz-tríó Guðmundar og hljómsveitin Súld sem sló í gegn á síðustu tónleikum Jazzvakningar á Borginni. Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni Nk. föstudag, 20. þ.m., koma félagar úr Ámessýlu í heimsókn. Þeir félagar sem hafa hug á að taka þátt í borðhaldi þurfa að tilkynna sig til skrifstofu félagsins sem fyrst. Trúnaðarbréf afhent Hinn 11. mars 1987 afhenti Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra Dr. Kurt Wald- heim, forseta Austurríkis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands í Austurríki. Tóiúeikar Kornungur þýskur píanóleikari með Sinfóníuhljómsveitinni Á tólftu áskriftartónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Islands í vetur, sem haldnir verða í Háskólabíói á fimmtudagskvöld 19. mars, koma tveir ungir, en afar efnileg- ir tónlistarmenn við sögu. Einleik með hljómsveitinni leikur Andreas Bach, kom- ungur þýskur píanóleikari, sem hefur getið sér afar gott orð að undanfömu og stjómandi verður Bretinn Barry Words- worth sem talinn er í hópi efnilegustu ungu hljómsveitarstjóra sem nú starfa. Á efnisskrá sveitarinnar á fimmtudagskvöld verða þijú verk: Rómeó og Júlía, forleikur eftir Tsjaíkofskí, Píanókonsert nr. 1 í C- dúr, op. 15 eftir Ludwig van Beethoven og loks Tilbrigði um eigið stef, fyrir hljóm- sveit, Gátutilbrigðin, eftir enska tónskáld- ið Edward Elgar. Á tónleikunum átti upphaflega að frumflytja píanókonsert eft- ir Áskel Másson og átti Ástralíumaðurinn Roger Woodward að leika einleikshlut- verkið. Þessum frumflutningi varð að fresta vegna anna píanóleikarans í heima- landi sínu. Konsertinn verður á efnisskrá tónleika 15. október á hausti komanda. Vinningur í almanakshapp- drætti Þroskahjálpar Nýlega var afhentur einn vinninganna í almanakshappdrætti Landssamtakanna Þroskahjálpar, bíll af gerðinni Toyota Corolla. Þau heppnu em hjónin Sesselja Tryggvadóttir og Sigurður Baldursson, sem búa í Vesturhlíð í Skagafirði. Þau standa næst bílnum á myndinni. Að baki þeirra er Pétur Pétursson, starfsmaður Toyotaumboðsins, og til hægri Svanfríður Larsen úr stjórn Þroskahjálpar og Eggert Jóhannesson, formaður samtakanna, sem afhentu vinninginn. Úthlutun úrtónlistarsjóði Armanns Reynissonar Úthlutað verður úr Tónlistarsjóði Ár- manns Reynissonar í fjórða sinn í byrjun júní nk. Úthlutunarfé sjóðsins nemur kr. 175.000,- og er óskað eftir umsóknum aðila sem hafa tónlist að aðalstarfi og hafa hug á að semja eða flytja tónverk, innanlands eða utan. Stjórn Tónlistarsjóðsins skipa: Þuríður Pálsdóttir, Anna Snorradóttir, Mist Þorkelsdóttir, Halldór Hansen og Ármann Reynisson. Þeir sem hyggjast sækja um úthlutun úr sjóðnum eru beðnir um að senda skriflegar umsóknir, þar sem gerð er grein fyrir fyrirhuguðum verkefn- um, fyrir 1. maí nk. til Tónlistarsjóðs Ármanns Reynissonar, Laugavegi 97, Reykjavík. Afmæli 80 ára er í dag, 17. mars, frú Þórunn Pálsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Þorgeir G. Guðmundsson trésmíðameistari, eru nú til heimilis í Seljahlíð, dvalarheimili aldraðra að Hjallaseli 55 hér í Reykjavík. Ætla þau að taka þar á móti gestum milli kl. 17 og 20 í kvöld. Ég vil njóta kyrrðar morgunsins í friði, en aldrei þessu vant hlustaði ég á rás 1 og var þeirrar ánægju aðnjótandi að heyra Ólaf H. Torfa- son lýsa frumsýningu Leikfélags Akureyrar á Kabarett af slíkri hrifn- ingu að mann langaði strax að fljúga norður. Annars hlusta ég mest á rás 1 á sögur og ljóðalestur, útvarpsleikrit, dagskrár ýmiss konar auk allra hinna mörgu alþýðlegu fræðsluþátta svo sem vísindaþáttinn, Torgið, Sinnu og fleira af slíku tagi. Land- póstinn reyni ég líka að hlusta á og leiðara landsmálablaða. Það gefur þéttbýlisbúa svolitla hugmynd um líf og vandamál fólks í dreifbýli. í kvöldfréttunum hlustaði ég mest eft- ir stöðu í samningamálum kennara og kom þar ekkert nýtt fram. Yfir- leitt er ég mjög ánægð með fréttimar á rás 1 og reyni að missa ekki af þeim og mikið firrnst mér gaman að heyra í fréttariturum okkar um allan heim. Ég horfði á fréttimar á Stöð 2. Það er kostur við þeirra fréttir að þeir leitast við að segja frá því sem gerist í kringum okkur og ekki kem- Helga Hjörvar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.