Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987.
55
oftast óbeint frekar en beint, var að
allir í Kolombíu nytu góðs af kókaín-
sölunni. Kom þetta fram bæði á
vegum flokksins og í málgagni Lehd-
er. Telja má að þessi áróður hafi
meðal annars leitt til þess að fjögur
ár liðu án þess að ákvæðum fram-
salssamningsins væri beitt.
Framtak nýja dómsmálaráð-
herrans
Árið 1983 var skipaður nýr dóms-
málaráðherra, Rodrigo Lara Bonilla.
Hann fyrirskipaði hertar aðgerðir
gegn eiturlyfjasölunum, þar á meðal
handtökur. I apríl 1984, nokkru eftir
að kólombískir og bandarískir lög-
reglumenn gerðu árás á kókaín-
verksmiðju í frumskóginum og náðu
um þrettán smálestum af hreinu
kókaíni, sem metið var á um fjörutíu
og' átta milljarða íslenskra króna,
var Lará skotinn til bana af manni
á mótorhjóli. Ráðherrann var þá á
leið heim til sín að kvöldlagi.
I þetta sinn brást almenningur við
með því að sýna reiði sína. Betanco-
ur forseti notfærði sér þessa reiði
almennings til þess að þoða „stríð
án vopnahlés" á hendur barónunum
og undirritaði framsalstilskipun. Á
henni stóð nafn Lehders. Það liðu
þó nær þrjú ár þar til hann var hand-
tekinn og sendur til Bandaríkjanna.
Árið 1985, árið eftir morðið á Lada,
undirritaði Betancour og nýskipaður
dómsmálaráðherra, Enrique Parejo,
framsalstilskipun sem leiddi til þess
að tólf Kólombíumenn og einn Þjóð-
verji voru sendir til Bandaríkjanna.
Samtímis voru þrír Bandaríkjamenn
og einn Kólombíumaður framseldir
til Kólombíu.
Og hæstiréttur beygði sig
14. desember í fyrra kvað hæstirétt-
Fabian Ochoa.
ur Kólombíu upp þann úrskurð að
framsalssamningurinn við Banda-
ríkin væri ólýðræðislegur og tækni-
lega gallaður. Var hann þar með
felldur úr gildi en Barco forseti lét
gilda hann á ný. Þremur dögum síðar
var Guillermo Cano, ritstjóri og út-
gefandi, skotinn til bana.
Það var svo tilræðið við Parejo,
sendiherra í Ungverjalandi, sem varð
til þess að yfirvöld ákváðu að hérða
baráttuna gegn samtökunum. Hún
náði svo nýju hámarki með handtöku
Lehders.
Völd barónanna þó nær
óskert
Þrátt fyrir Lehdermálið eru menn
þó sammála um að völd kókaín-
barónanna séu að mestu óskert.
Dómarar þora enn ekki að beita sér
og lifa í ótta hafi þeir ekki gengið
samtökunum á hönd og sama er að
segja um blaðamenn.
„I fyrsta sinn á ævinni ek ég um í
skotheldu vesti,“ segir Hernando
Santos, útgefandi E1 Tiempo, stærsta
dagblaðs í Kólombíu. „Ég geri mér
þó grein fyrir að slíkar varúðarráð-
stafanir eru ekki til mikils.“
Það sem mestar vonir eru bundnar
við að gefi árangur í baráttunni við
samtökin er aukið fylgi meðal al-
mennings við hugmyndina um að
reyna að skerða völd barónanna og
koma á eðlilegu réttarfari á ný. Þeim
fer fjölgandi sem eru þeirrar skoðun-
ar að eiturlyfjasamtökin hafi náð
undirtökunum í þjóðfélaginu og sé
nú svo komið að landið sé í gíslingu
hjá þeim. Þá beinast augu margra
að Bandaríkjunum þvi það er fyrst
og fremst eftirspurnin þar sem hefur
gert „fjölskyldunum" kleift að safna
jafnótrúlegum auði og raun ber vitni.
Jafnframt gerir þetta fólk kröfur til
Bandaríkjanna um að þau leggi
meira fé fram og mannafla til þess
að vinna á samtökunum. Hafa þvi
ýmsir hom í síðu Reagans forseta
því stjórn hans skerti nýverið fjár-
framlög til baráttunnar gegn eitur-
lyfjafarganinu.
Hvert er hlutverk Bandaríkj-
anna?
Ýmsir valdamanna í Kólombíu og
margir menntamenn taka núorðið
með varúð yfirlýsingunum um að það
séu kókaínbarónarnir einir sem þeri
ábyrgð á því að verið sé að „eitra“
fyrir Bandaríkjamönnum með fram-
leiðslu, smygli og sölu kókaíns sem
kemur frá Kólombíu. Telur þetta fólk
að Bandaríkjamenn verði að grípa
til nýrra og haldbetri ráða til þess
að sigrast á vandanum heima fyrir.
Augljóst er að þeir sem þessu halda
Jorge Louis Ochoa.
fram hafa mikið til síns máls en á
meðan ekki næst meiri árangur í
Kólombíu og Bandaríkjunum verður-
haldið áfram að berjast um auð og
völd í Kólombíu. Sú barátta á vafa-
laust eftir að krefjast lífa fleiri
kólombískra stjómmálamanna, lög-
gæslumanna og blaðamanna og sé
litið til Bandaríkjanna er augljóst
hver áhrif eiturlyfjaneyslan hefur
þar í landi. Þau ná ekki aðeins til
þeirra sem ánetjast kókaíni heldur
hafa þau náð til fólks í þjónustu jafn-
gamals og virðulegs fyrirtækis og
Pan Americanflugfélagsins eins og
fram kom fyrir nokkrum dögum er
uppvíst varð að hópur fyrrverandi
og núverandi starfsmanna þess og
tollvarða á Kennedyflugvelli hafði
um árabil staðið að stórfelldu smygli
á kókaíni til landsins. Þýð. ÁSG.
Juan David Ochoa.
Carlos Rivar Lehder (fyrir miðju í tvílitri peysu) skömmu eftir handtökuna.
UPP MEÐ SAUMAVÉLINA
f tilefni af saumadögum 23,-31.
mars bjóðum við 10% afslótt af öllum
vörum í verslunum okkar.
Einnig býðst viðskiptavinum
SNÍÐAAÐSTOÐ í verslun okkar
Þarabakka 3 í Mjóddinni.
Þar verður leiðbeint um snið og
sníðar eftir kl.3 daglega 23.-31.mars.
Notfœrið ykkur 10% afsláttinn
saumadagana og kaupið sumar-
efnin nýkomnu.
Mjög mikið úrval bœði í fatadeild og
gardínu- og heimilisdeild.
búðimar