Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Síða 10
56 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Sovéska rokkstjarnan Boris Grebenschikov. sveitir frá öllum helstu borgum Sovétríkjanna. Þó er greinilegt að Moskva og Leningrad eru höfuðvígi rokksins. Troitsky bendir á að á síðasta ára- tug hafi myndast greinileg skil í sovéskri dægurtónlist. Annars vegar voru þær hljómsveitir sem kusu að lúta valdi ritskoðunarinnar og leika þá tónlist sem valdhafarnir höfðu velþóknun á. Gegn þessu fengu þær tækifæri til að ferðast um landið og leika í stórum tónleikahúsum. Aðrar hljómsveitir kusu að starfa áfram neðanjarðar og leika þá tón- list sem þeim líkaði best og verða þá að treysta á svarta markaðinn með að koma verkum sínum á framfæri. Nú er hins vegar svo komið að ekki er amast við neðanjarðarsveitunum þótt þær komi upp á yfírborðið. Þær verða þó enn að gæta sín á að ganga ekki of harkalega í berhögg við vilja stjórnvalda. Þessar hljómsveitir fá þó ekki að halda stóra tónleika en fá að leika óáreittar í klúbbum og á kaffihúsum. Stjórnleysi Sumir rokktónlistarmenn í Sovét- ríkjunum halda því fram að allt annað en frjálslyndi búi að baki frelsi þeirra til að koma fram. Yfirvöld hafi fundið að rokktónlistin höfðar til unga fólksins og ætli því að nota hana til að fegra ímynd flokksins í augum þeirra ungu. Gorbatsjov og samverkamenn hans hafi fengið þá flugu í kollinn að rokktónlistin geti komið þeim að góðum notum við að umskapa sovéskt þjóðfélag. Þessir tónlistarmenn halda því hins vegar fram að rokkið geti aldrei orðið þjónn alræðisskipulags. Það lúti aldrei stjórn. Troitsky heldur því fram að þetta sé of djúpt í árinni tekið því sam- vinna geti vel komið til greina án þess að tala um stjórn. Síðan hikar hann og segir: „Hvað um það, við ætlum að skemmta okkur á meðan við getum.“ Dima Varshavsky, gítarleikari Svarta kaffisins, sem áður var getið, heyrði fyrst rokktónlist á götu í Moskvu sumarið 1976. Hann var þá staddur í hliðargötu og þessi fram- andlega tónlist barst út um opinn glugga. Hann var þrettán ára þegar þetta gerðist og varð agndofa. „Ég vissi ekki að gítar gæti hljómað svona,“ segir hann. Dima hóf þegar að safna peningum fyrir notuðum rafmagnsgítar sem hann gat keypt hjá svartamarkaðs- sala. Hann komst í félag við aðra unglinga sem einnig höfðu hrifist af rokkinu og saman stofnuðu þeir eina fyrstu þungarokkssveitina í Moskvu. Tíu árum eftir að hann kynntist fyrsta rokklaginu heyrði hann það Á sviðinu er Zvuki Mu ef til vill besta dæmið um stjórnleysi í Sovét- ríkjunum allt frá byltingarárinu 1917. Þeir eru sex í hljómsveitinni og leika á Metelista-kaffihúsinu í Moskvu. Sviðsframkoman er taumlaus og söngvarinn Petia Mlamonov fer hamförum við hljóðnemann. Hann öskrar, slær sömu hljómana tíu sinn- um á kassagítar og sveiflar honum síðan fram í salinn. Undir þessum tilþrifum misþyrmir Alexey Bortnichuk rafmagnsgítar. Hljóðin minna á loftvarnaflautu. Söngvarinn Mlamonov kyrrist á sviðinu og syngur: „Ég er illur. Ég er verri en þið. Ég er ógeð. Ég er rotinn en ég get flogið." Á góðu kvöldi er Zvuki Mu með líflegustu hljómsveitum beggja vegna járntjalds. Þrátt fyrír það má sjá tvo lögregluþjóna sem leiðist ut- an við Metelista-kaffihúsið. Þeir eru svipbrigðalausir þótt gluggarnir nötri. Þetta er bara rokkið í Rússíá. Rokksmiöjan Stofnun, sem kölluð er Rokksmiðj- an, hefur nú starfað í Moskvu í ár. Þetta er ríkisstofnun sem sér um að skipuleggja tónleika. Rokksmiðjan selur aðgöngumiða á gangstéttinni fyrir framan ritstjórnarskrifstofur Prövdu, málgagns Kommúnista- flokksins. Þegar tónleikar eru í nánd má sjá fjölda ungmenna í biðröð fyrir utan Rokksmiðjuna þar sem þeir bíða þess að næla í miða. Það er greinilegt að þungarokkið er í miklum metum meðal ungmennanna því margir eru í bolum, skreyttum nöfnum vest- rænna sveita á borð við Iron Maiden, Led Zeppelin, AC/DC og Judas Pri- est. Þetta er hálfkátleg staða sem kom- in er upp við höfuðstöðvar Prövdu því blaðið hefur áratugum saman útmálað rokktónlistina sem sið- spillta og úrkynjaða. En nú eru þíðutímar og Gorbatsjov flokksleið- togi talar um að opna þjóðfélagið. Pravda verður því að láta sér vel líka þegar áhangendur rokksins safnast saman þar í götunni. Og það er ekki bara á gangstétt- inni sem ritstjórar Prövdu verða að horfa upp á hina vestrænu menningu blómstra. Þar er verið að selja miða á hljómleika svo ágætra hljómsveita sem Svarta kaffisins í Menningar- höll Prövdu og er þá fokið í flest skjól. Þetta er hávær þungarokks- sveit sem á rætur sínar á Vesturlönd- um. Lenln í leifturljósum Á hljómleikum Svarta kaffisins eru myndir af Lenin á veggjum salarins. Myndunum bregður fyrir í appel- sínugulum leifturljósum í takt við kröftugt rokkið. Áheyrendurnir í fremstu röðunum standa og klappa í ákafa. Bassaleikarinn Igor Kupriy- anov og gítarleikarinn Dima Var- shavsky eru samtaka í taktinum. Gegnt sviðinu er breiður borði sem á stendur: Við sækjum fram til kommúnisma Lenins. Fyrir þrem árum áttu jafnvel prúð- ustu hljómsveitimar undir högg að sækja og fengu ekki nema í undan- tekningartilvikum að leika í höfuð- borginni. Nú er annað uppi á teningnum: Þungarokkssveitir troða upp með rússneskt rokk í Menning- arhöll Prövdu. Á fæðingardegi Johns Lennon, þann 9. október, var efnt til minning- artónleika í þorpi spölkorn frá -Leningrad. Um 200 manns komu frá Leningrad til að hlýða á tónleikana en þá var húsvörðurinn búinn að loka. Hann hafði fengið upphring- ingu frá KGB. Kolya Vasyn, sá sem skipulagði tónleikana, tilkynnti fjöldanum að Mike og Dýragarðurinn hygðust engu að síður leika tónlist eftir Bítl- ana. Blómum og myndum af Lennon er dreift meðal fjöldans. Vasyn biður um þögn og segir: „Lennon gaf rokk- inu það sem Jesús Kristur gaf mannkyninu. Báðir gáfu ást.“ Dýragarðurinn er ein af frægustu neðanjarðarhljómsveitunum í Len- ingrad. Græjurnar eru gamlar eins og bítlalögin. Fólkið syngur meðan hljómsveitin leikur nokkur af fyrstu lögum Lennons. Eftir það lýkur tón- leikunum og Kolya Vasyn biðst afsökunar á að þeir geti ekki orðið lengri. Hann segist gruna að lögregl- an sé á leiðinni og því sé best fyrir alla að hafa sig á braut. Úrkynjun Vesturlanda „Óvinurinn reynir að svíkja sig inn á sálir ungmennanna,“ sagði Kon- stantin Chernenko árið 1983. Hann var að ræða um dægurtónlist á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins og þótti ýmislegt varasamt í þeim efn- um. Rokktónlistin átti erfitt uppdráttar í Sovétríkjunum í byrjun þessa ára- tugar. í lok 8. áratugarins var sem slakað væri á eftirliti með rokk- hljómsveitum en það breyttist eftir fall Bresnévs. KGB lét málið til sín taka og blöðin réðust gegn tónlistar- mönnunum. Yfirvöld lýstu rokktónlistinni sem lævísu bragði óvinarins til að grafa undan siðferðisþreki sovéskar æsku. „Þau ungmenni, sem falla fyrir þessu bragði, hafa þar með gengið óvinin- um á hönd og vinna með honum að niðurbroti sovéskra lífshátta," var skoðun æskulýðsblaðsins Komso- molskaya Pravda síðla árs árið 1984. Þessi skoðun varð þó að víkja eftir að Chernenko féll í mars árið 1985 og Gorbatsjov komst til valda. Snemma árs 1986 fóru fyrstu rokk- hljómsveitirnar að koma úr felum og halda opinbera tónleika. Þetta var eitt merkið um þíðuna í Sovét. Engu að síður hefur allt til þessa dags borið mikið á andstöðu við þess- ar breytingar og gömlu mennirnir sjá enn óvininn birtast í rokkinu. Nóg af áróðri „Fólkið er búið að fá nóg af áróðri. Það er búið að fá nóg af slagorðum og innihaldslausu blaðri kerfiskarl- anna,“ segir Artiom Troitsky, blaðamaður sem hefur rokktónlist að sérsviði. Troitsky er kaldhæðinn í tilsvörum og hefur ástæðu til. Árið 1984 skrifaði hann tvær greinar til varnar tónlistarmönnum sem störf- uðu neðanjarðar. Fyrir vikið var hann rekinn úr starfi og settur á svartan lista hjá öllum fjölmiðlum í Sovétríkjunum. Hann brá á það ráð að fá sér dulnefni til að geta unnið fyrir sér. Það notaði hann þar til í árslok árið 1985 þegar hann var tek- inn í sátt á ný. „Menningarstefnan er orðin mun raunsærri í tíð Gorbatsjovs en fyrir- rennara hans,“ segir Troitsky. „Ef tónlistarmennirnir gagnrýndu skrif- ræði, drykkjuskap og eiturlyfjanotk- un í tíð fyrirrennara Gorbatsjovs þá sættu yfirvöld sig ekki við það. Nú er í góðu lagi að tala um þessa hluti. Straumhvörfin urðu á síðasta ári.“ Troitsky býr í úthverfi Moskvu. í íbúðinni hans ægir öllu saman. Þar eru á veggjum myndir af Jimi Hend- rix, Che Guevara og Captain Beef- heart. Þar er einnig líkneski af engli með þyrluvængi. Fornar helgimyndir eru við græjurnar. Þar eru og segul- bönd með upptökum frá nýbylgju- og þungarokkssveitum. Milli skers og báru Mest eru þetta prufuupptökur, teknar við frumstæðar aðstæður. Þarna má heyra verk eftir hljóm-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.