Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Side 24
MILLI LÍNA Gunnar Gunnarsson „Staðreyndir" birtast með ýmsu móti. blað en bók. Þeir eru ekkert nema fyrirsagnirnar, óp blaðasalans: segja manni mikil tíðindi, að eigin dómi, segja þau jafnvel með and- köfum og bægslagangi, en fljótlega kemur í ljós að fréttirnar voru svo sem engar fréttir, maður hafði heyrt þær áður, viðkomandi mann- eskja hafði sjálf misskilið það sem hún hamaðist við að segja með hávaða og eftir andartak er úr henni allt loft, hún situr i stólnum eins og bók sem maður fleygir frá sér vegna þess að höfundur hafði ekkert að segja nema kannski í byrjun. En þanki hans náði skammt, var óbrotnaður, illa grundaður, gamaldags, ofnotaður og útjaskaður - að minnsta kosti ekki þess virði að maður eyddi á hann tíma. Sumir sitja hljóðir og sokknir í eigin hugar- heim eins og torlesnar bókmenntir eða framandi vísindi. Þegar maður fer að spjalla við viðkomandi botn- ar maður ekki neitt í neinu, segir kannski: sá er laglega bilaður, þessi. En inn á milli orða og setn- inga kannast maður við einhver hugsanaslitur og hafi maður tíma og nennu getur maður raðað við- komandi saman eins og púsluspili, kannað hvað það er sem hann eða hún hefur fram að færa. Við byrjum á þvi að koma manneskjunni á sinn stað í tímatali og landafræði, for- vitnumst um bakgrunn, menntun, reynslu og fyrri störf. Svo er að komast að því hvort viðkomandi hafi kímnigáfu, hvort hún sé kald- lynd ellegar hlý, orðheppin eða sljó: á endanum þekkjum við þann durt eins og guðspjöllin og erum kannski upp með okkur af. Pólski rithöfundurinn Stanislav Lem segir einhvers staðar að sá sem skrifar saman bók eru tómarúm nefnist þessi bók Lems um bækur sem enginn hefur skrifað. Á pólsku nefnist hún „Doskonala prózenia" og eiginlega finnst mér þessi bók minna mig um margt á suma vini mína sem starfa við blaðamennsku. Sumir blaðamenn eru ákaflega skemmtilegir að eiga við orð. Hug- ur þeirra er oft fullur af gagnslitl- um upplýsingum um einskisverð mál. Það er þeirra starf að henda reiður á „því sem er að gerast“ og þótt þeim sé ekki annað uppálagt en skrifa „frétt“ þar sem ekkert stendur annað en lýsing á „því sem gerðist" þá semja þeir um leið í huganum sína eigin fréttaskýr- ingu. Hitti maður á blaðamann sem er nýsloppinn úr „góðu máli“ og getur um stund setið einn að hans persónulegu fréttaskýringu, getur maður talið sjálfan sig heppinn. Það er svona eins og að lesa einn ritdóm eftir Stanislav Lem um bækur sem aldrei hafa verið samd- ar. Mörgum blaðamönnum finnst þeir verða með tíð og tíma einhvers konar þrælar tíðaran- dans. Þeir verða að skrifa í tiltekn- um dúr eða moll og um hluti sem þeir hafa lítið eða ekkert með að skaffa sjálfir. Þeir reyna því margir að rífa sig lausa, t.d. með því að fara að semja sínar eigin fréttir: skálda um þann veruleik sem þeir þykjast skynja og þykjast þekkja svo vel. Blaðamenn sem famir eru að skálda kunna því yfirleitt vel að búa til sína eigin atburðarás, búa til sínar eigin persónur sem þeir þurfa sjaldnast að þjarka við, þurfa aldrei að elta uppi í síma og aldrei að skrifa leiðréttingu næsta dag í tilefni af rangfærslu, missögn eða prentvillu. megi virðast þá eru engir tveir blaðamenn eins. Mér gest best að þeim sem nálgast sitt starf með ljóðrænni umhyggju, umgangast hvert viðfangsefni eins og nýjan kunningja, eins og góður bama- kennari nýjan nemanda. Þannig menn hafa oft haldgott minni, þyk- ir vænt um samborgarana og fylgjast af einlægum áhuga með framvindunni. Svo em þeir sem minna mig helst á orðabækur eða uppsláttarrit. Þeir hamast á ein- hverjum „staðreyndum" - (en staðreyndir kalla þeir eitthvað sem þeir í raun búa til í eigin huga og halda að allir aðrir skynji þessar „staðreyndir“ á sama hátt og þeir) og upplýsingum, en hafa enga hæfi- leika eða greind til að útskýra, setja í samhengi, spyrja frekar, geyma í minni og draga fram þegar rétt stund er runnin upp. Dagblað getur sagt manni býsna margt um það samfélag sem maður lifir í. Hér á íslandi segja blöðin þá væntanlega meira um fólkið sem á blöðin og fólkið, sem setur þau saman, heldur en samfélag okkar. Og væri raunar fróðlegt að gera tilraun á blaði eins og t.d. DV: Hvemig væri að læsa útidyrun- um, taka símana úr sambandi og draga tjöld fyrir glugga. Biðja síð- an þlaðamennina að skrifa saman blað morgundagsins án aðstoðar frá samfélaginu úti fyrir. Og láta þá halda áfram dag eftir dag, geta sér til um þróun atburða og sam- félags, slá upp fyrirsögnum, segja langar fréttir af þeim hneykslis- málum sem mark hafa sett á tíðina - allt í þeim tilgangi að komast eftir því þvort hugarheimur sé eins tengdur raunveruleikanum og margur hyggur. -GG verði sjálfkrafa þræll þeirrar bókar - væntanlega á meðan hann er að skrifa. En, bendir Stanislav Lem á, þó er þrældómur rithöfundarins léttvægur ef hann er borinn saman við það sem ritdómarinn verður að axla. Ritdómarinn verður nefnilega að ganga undir oki annars manns. Hann fær ekki að velja sér verkef- nið sjálfur. Um eitt skeið hafði Stanislav Lem (hann er annars frægur fyrir vísindaskáldsögur sínar og reyfara, ef leyfilegt er að kalla bækur hans því nafni. Solaris, sem Tarkovsky filmaði, er eftir hann og reyndar margar fleiri myndir) miklar áhyggjur af vesalings ritdómurun- um og tók sig því til og skrifaði bók sem hafði að geyma ritdóma um bækur sem enginn hafði enn samið. eins og fólk Hið fullkomna En þótt ótrúlegt Bækur Bækur eru eins og fólk: það þarf að opna þær og veita innihaldinu athygli. Fólk er eins og bækur: það þarf að gefa hverjum og einum tíma og næði svo hæfleikar og einkenni komi í ljós. Þegar maður velur sér bók úr hillunni setur maður sig í stelling- ar, skoðar hana fyrst hið ytra, les titilinn, nafn höfundar, kannar hvenær bókin kom út og veltir vöngum yfir efnistökum höfundar, spyr fyrirfram: um hvað skyldi þetta nú vera? Svo sest maður með doðrantinn og gefur honum færi á að ná tökum á manni; lesandinn bíður eftir því að höfundi takist að klófesta sig, vonar að höfundur gómi sig sem fyrst og haldi sér á valdi textans allt til síðasta orðs. Manneskjur eru einnig eins og bækur sem leitast við að festa lesandann eins og flugu á límspjald: sumt fólk gleypir náungann næstum og held- ur honum föstum þar til sálarkirn- an hefur verið tæmd í bili - fleygir honum þá frá sér eins og notuðum snýtuklút og fer af stað að leita að nýju fómarlambi. Áðrir eru gæddir þvílíkum dular- þokka að þeir þurfa jafhvel ekki að opna munhinn til að ná athygli, ráða yfir heilu samkvæmi. Þeir eru eins og snilldarverk heimsbók- menntanna sem skarta í bókahill- um - maður sér þau rit, veit af þeim, talar jafhvel um þau, en les ekki. Svo eru þeir sem virðast daufir, jafnvel fráþrindandi við fyrstu sýn, en taka síðan til við að vinna á, heilla mann smám saman og færa manni ýmis tíðindi og skemmtun þannig að maður óskar þess helst að þeir fari aldrei. Svo eru þeir eða þær sem minna meira á dag-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.