Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Síða 5
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987. 5 Fréttir Niðurgreiðslur á ull: Hækkaðar um 30 krénur á kílóið - kosta ríkið um 40 mílljónir í ár Ríkisstjómin heíur hækkað niður- greiðslur á ull úr 76 krónum á kílóið í 106 krónur og em ullarverksmiðjum- ar því aftur famar að kaupa ull af bændum. Hér er um meðaltalshækkun að ræða því í fyrsta sinn em niður- greiðslumar miðaðar við gæði ullar- innar. Lægsta niðurgreiðslan er 18 krónur á kílóið fyrir lélegustu ullina en fer upp í 156 krónur á kílóið fyrir bestu ullina. Bændur fá að meðaltali 142 krónur fyrir kílóið. „Við teljum þetta ekki nóg, það hefði þurft að niðurgreiða ullarkílóið um 116 krónúr að meðaltali til þess að dæmið gengi upp,“ sagði Kristinn Amþórsson, framkvæmdastjóri ullar- iðnaðarins hjá iðnaðardeild Sam- bandsins á Akureyri, í samtali við DV. Kristinn sagði að verð fyrir hvíta gæðaull á erlendum mörkuðum væri um 100 krónur fyrir kílóið en færi nið- ur í 15 krónur á kíló á mislitri ull. Þessar niðurgreiðslur munu kosta ríkið um 40 milljónir króna á þessu ári en niðurgreiðslumar gilda til ára- móta. -S.dór Sigluflörðui: ■ ■I ■■ Mjolkur- laust í rúma viku Jón G. Haukœan, DV, Akureyix Mjólkurlaust hefúr verið á Si- glufirði frá því á fimmtudag í sfðustu viku. Úr þessu ætti að rætast í dag þvi samkvæmt upplýs- ingum frá vegagerðinni var orðið fært til Siglufjarðar í morgun. Víða er búið að moka á Norður- landi eftir farviðrið sem geisaði fyrr í vikunni. öxnadalsheiðin var opnuð í morgun og fert var til Siglufjarðar. Þá er fært austur frá Akureyri til Vopnafjarðar. Viðtalið Kolbeinn Pálsson Stunda skið- in af kappi - segir Kolbeinn Pálsson „Ég kom hingað til Terru í vetur en áður hafði ég starfað hjá Flug- leiðum í tæp tiu ár. Þar var ég fyrst skrifstofustjóri i Keflavík og hafði síðan umsjón með sölunni í innan- landsfluginu, fór þaðan í söludeild og varð síðan sölustjóri á Islandi. Meginverkefriin voru að gera samn- inga og eiga samskipti við ferða- skrifstofumar og ég hafði umsjón með ferðatilboðum Flugleiða út úr landinu og jafnframt yfirmaður sölu- skrifstofa Flugleiða," sagði Kolbeinn Pálsson, framkvæmdastjóri ferða- skrifstofúnnar Terru. „Ástæða þess að ég fór til Terru var sú að ég hafði áhuga á að breyta til og ég sagði það líka þegar ég var yngri að ég myndi ekki vinna lengur en 5 ár í sama starfi! Það má segja að starf mitt hér hjá Terru sé svipað því sem ég vann áður en þó er ábyrgðin víðtækari. Hér sé ég líka um rekstur skrifstofunnar og kemur það til viðbótar þvi sem ég sinnti í söludeild Flugleiða. Ég átti kost á þessu starfi og ákvað að breyta til og setjast hinum megin við borðið, enda felst stór hluti starfsins í því að semja við Flugleiðir um sætakaup og em þeir stærsti einstaki samn- ingsaðili okkar,“ sagði Kolbeinn. „Varðandi önnur áhugamál þá hef ég í gegnum tíðina tengst mjög upp- eldis- og íþróttamálum og það hefur mikið af tíma mínum farið í það. Ég vann áður hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur í ein 6 ár og starfaði einnig hjá körfuknattleiksdeild KR, en hún átti hug minn allan í 20 ár. Ég var meðal annars formaður deild- arinnar og þjálfaði yngri flokkana. Þá rak ég Tónabæ og vann ýmis störf fyrir Fellahelli þannig að ég hef unnið mikið með unglingum. Það má kannski segja að í þessu starfi haldi ég áfram að fylgjast með þessu fólki og reyna að mæta breytt- um þörfúm þess og sinni því uppeld- ismálum í raun, þó með öðrum hætti sé!“ sagði Kolbeinn. „Þó ég hafi ætlað að hætta afskipt- um af svona málum fyrir síðustu borgarstjómarkosningar þá tók ég að mér að sitja í íþrótta- og tóm- stundaráði borgarinriar en auk þess hef ég tekið að mér að vera formað- ur Bláfjallanefndar og jafnframt Reykjanesfólkvangs. Það starf teng- ist einu áhugamálinu, sem er skíðin, en það sport hef ég stundað af kappi síðustu tíu ár. Ég hef líka ferðast mikið um hálendi landsins og það má segja að þegar maður ferðast í útlöndum þá undirstrikar þaðglæsi- leika íslenskrar náttúru. Ég er fjölskyldumaður og ég vel mér áhugamál samkvæmt því þannig að þar geti fjölskyldan öll tekið þátt og áhugamálið sé sameiginlegt öllum fjölskyldumeðlimum," sagði Kol- beinn. -ój Bréfaskriftir úr borgarstjom: Forseti óskaði skýringa á þukli Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arstjómar, hefúr ritað ritstjóra Vinnunnar bréf þar sem hann óskar eftir skýringum á skrifum tímaritsins um þukl í borgarstjóm. I grein Vinnunnar fyrir skömmu var frá því greint að ákveðinn borgarfúll- trúi neitaði að láta af þeim ósið að káfa á kvenkyns borgarfulltnium þó svo hann væri vinsamlega beðinn um það. Ummælin vom höfð eftir Guðrúnu Jónsdóttur. félagsráðgjafa og fyrrum borgarfulltrúa Kvennaframboðsins. I samtali við DV neitaði hún að gefa upp hver borgarfulltrúinn væri. at- burðir þessir hefðu orðið á kjörtímabili borgarstjómar 1982-86. I svari Sverris Albertssonar, ritstjóra Vinnunnar, til forseta borgarstjómar kom fram að ummælin væm höfð eftir Guðrúnu Jónsdóttur. Spumingunm um við hvaða borgarfulltrúa væri átt gæti hann hins vegar ekki svarað. Ekki hafa farið fleiri bréf á milli borgarstjórnar og höfuðstöðva Al- þýðusambands íslands vegna þessa máls. Það er ASÍ sem gefur tímaritið ' Vinnuna út. -EIR LAUGARDAGS- KYNNING AUSTAST v/STÓRHÖFÐA Kynning á BW- gæðaparketti frá Sviss. VESTAST v/HRINGBRAUT Kynnum nýjar norskar baðinnréttingar frá Foss. Falleg og vönduð vara. Sérfræðingar á staðnum OPIÐ KL. 8-18 VIRKA DAGA, KL. 10-16 LAUGARDAGA. 2 góðar byggingarvöruverslanir, austast og vestast í borginni. Stórhöfða, sími 671100 Hringbraut, sími 28600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.