Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Page 9
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987.
9
Útlönd
Grjóti og flöskum rigndi yfir lögregluna i Santiago í óeirðunum sem brutust þar út i gær í einu fátækrahverfanna en á
sama tíma söng páfinn messu í dómkirkjunni. Simamynd Reuter
Páfinn tók opnum örmum ungum dreng og litlu systur hans, sem færðu honum
blóm, en þau voru bæði úr fátækrahverfinu þar sem kom til óeirða t gær.
Símamynd Reuter
Oeirðir undir heimsókn páfa
Sextíu eru sagðir hafa meiðst en um
150 voru handteknir í átökum milli
lögreglu og hústökufólks í einu fá-
tækrahverfa höfuðborgar Chile, þar
sem Jóhannes Páll II. páfi er staddur
í heimsókn þessa vikuna. Nokkrum
stundum áður hafði páfinn ávarpað
hverfisbúana og sagt þeim að honum
þætti mjög íyrir bágindum fátækra í
Chile.
Um 300 manna lögregluliði var att
gegn fólkinu í Santa Monica-hverfinu,
sem er meira þyrping kofa og hrúgalda
(hróílað upp í óleyfi) en húsahverfi,
en slíkir íverustaðir umlykja Santiago.
Beitti lögreglan táragasi og vatnskan-
ónun til þess að dreifa manníjöldanum
sem lét grjóti og flöskum rigna yfir
lögreglumennina.
Þessar róstur bera upp á annan dag
páfaheimsóknarinnar til Chile, sem
þykir ein með vandasamari ferðunum
sem páfinn hefur tekist á hendur
vegna ástandsins í Chile. En í flugvél-
inni á leiðinni til Chile hafði páfi látið
þau orð falla við fréttamenn að hann
teldi stjóm Pinochets forseta (ög hers-
höfðingja) harðstjóm og millibils-
ástand.
Fyrr í heimsókn páfans kom til
óeirða á aðalíþróttaleikvangi Sant-
iago þar sem mikið flölmenni hafði
safnast saman því að páfinn ætlaði að
ávarpa þar mannfjöldann. Þessi leik-
vangur var notaður til að gevma
pólitíska fanga og einnig til aftaka í
skálmöldinni sem ríkti fyrst eftir bvlt-
inguna 1973.
Þegar Pólverjar fóru til matarinnkaupa i vikunni þurftu þeir að greiða 9,6
prósentum meira fyrir matvælin en fyrir helgi. Verð á bensini hækkaði um
25 prósent og kolaverðið hækkaði um 50 prósent. Símamynd Reuter
Verðhækkanir
í Póllandi
Talsmaður pólsku stjómarinnar
fullyrðir að verðhækkanimar í Póll-
andi, sem gagnrýndar hafa verið
harðlega, muni ekki hafa áhrif á lífsaf-
komu fólks.
Um helgina hækkuðu matvæli um
9,6 prósent. Bensín hækkaði um 25
prósent og kol um fimmtíu prósent.
Að sögn talsmannsins hefur ekki
frést af mótmælaaðgerðum vegna
verðhækkananna.
Ef atvinnurekendur hækka laun
starfsmanna um meir en 12 prósent á
þessu ári eiga þeir á hættu að þurfa
að greiða sektir sem geta orðið allt
að ftmm sinnum hærri upphæð en sjálf
launahækkunin. Síðustu þrjú árin
hafa launahækkanir verið meiri en
verðhækkanir í Póllandi.
Hreindýrakjöt mjög geislavirkt
Norskir vísindamenn hafa skýrt frá
því að fundist hafi mikil geislavirkni
í kjöti af hreindýrum í austanverðum
Noregi. Er geislavirknin sett í sam-
band við slysið í kjamorkuverinu í
Chemobyl í Sovétríkjunum fyrir nær
einu ári.
Vísindamennimir segja að prófanir
sýni geislavirkni í kjötinu sem nemur
98,500 becquerels á hvert kílógramm.
Er það vemlega yfir þeim mörkum sem
heilbrigðisyfirvöld heimila en það eru
6,000 becquerel á hvert kíló af hrein-
dýrakjöti.
Mikið magn hi'eindýrakjöts hefur
af þessum sökum verið dæmt óhæft til
manneldis og verður það eyðilagt.
HreindjTum er að vetri til beitt á
skófir sem taka til sin meiri næringu
úr lofti en jarðvegi. Þær menguðust
þvi mikið af geislavirkni þeirri sem
barst yfir Noreg og Svíþjóð eftir slysið
í Chemobyl.
Norðmenn urðu að evðileggja þús-
undir hreindýraskrokka síðastliðið
haust eftir að rannsókn leiddi í ljós
að kjötið var mjög mengað af geisla-
virka efhinu caesium.
Vonast er til að geislavirkni í hrein-
dýrakjöti minnki verulega i sumar
þegar dýrin komast á beit á nýgræð-
inginn.
Belgísk, nýtísku
svefnherbergishúsgögn nýkomin
OPIÐ í KVÖLD JIS
TIL KL. 20 Jón Loftsson hf.
LAUGARDAG KL. 9-16.
Hringbraut 121 Sími 10600