Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Side 16
16
FÖSTUDAGIJR 3. APRÍL 1987.
Spumingin
Hvernig líst þér á tilboð
fjármálaráðherra til
sjúkraliða?
Guðmundur A. Erlendsson ljós-
myndari: Ég held mér lítist bara
ágætlega á það. Það hlýtur að koma
sér vel fyrir sjúkraliða að gengið sé
að öllum kröfum þeirra, þetta er
ágætis launauppbót til að byrja með.
Magnús Gunnarsson húsvörður: Mér
líst bara vel á það. Það var svo sann-
arlega tímabært að gera eitthvað í
málinu, annars hefði heilbrigðiskerf-
ið verið að niðurlotum komið.
Póll Pétursson verslunarmaður: Mér
líst alveg ágætlega á það, þeir áttu
þetta skilið.
Vilhjálmur Harðarsson bilstjóri: Ég
héf nú bara ekki kynnt mér það svo
náið en það er gott að það er verið
að ganga frá þessu svo allt komist í
eðlilegt horf sem fyrst aftur.
Gunnar Björnsson húsvörður: Mér
finnst mjög eðlilegt að gengið sé að
kröfum sjúkraliða, þó fyrr hefði ver-
ið. Það ætti að semja svona við alla
ríkisstarfsmenn.
Guðrún Kristjánsdóttir: Mér líst
mjög vel á það.
Lesendur
Völd eru áfeng
Þengill skrifar:
Mikið rót hefur komist á hugi
landsmanna vegna viðburða síðustu
daga og margar spumingar hafa
vaknað. Völd eru alltaf áfeng og
stundum rótáfeng. Hóflegur
skammtur af áfengi getur örvað og
hresst en mörkin eru óljós og ein-
staklingsbundin. Áfengi fer fljótt að
rugla dómgreind manna. Sumir
verða góðir og glaðir en aðrir miklir
að eigin mati og færir í allan sjó. (Ö1
er innri maður, segir máltækið.)
Áfengi er eldi líkt, þvi fylgir hætta.
Svo er um valdið. Mikið áfengi/vald
mikil hætta. Ungum byrjendum
hættir til að vera snarbrattir í um-
gengni við bæði áfengi og völd. Þess
vegna er mikillar aðgátar þörf.
Menn velta því fyrir sér hvort hinn
ungi og efhilegi formaður Sjálfstæð-
isflokksins hafi verið í jafhvægi er
hann tók upp á eindæmi að ákveða
ráðherraval framtíðarinnar. Hafði
dómgreind hans ruglast og hvers
vegna? Gætu þetta verið ástæður?
1) Hann kemur heim frá París eins
og hvítur stormsveipur, grípur fram
fyrir hendur tvíráðra ráðherra og
alþingismanna. Sjómenn hrifust og
sömdu. Þetta voru tilþrif með góðum
árangri.
2) Svipað má segja um samninga
ASf og VSÍ. F.v. framkvæmdastjóri
VSÍ, ráðherrann og flokksformaður-
inn voru harðákveðnir. Látum þá
sjálfa semja. Og hvað gerðist? Samn-
ingar kenndir við þjóðarsátt.
3) Landsfundur í Laugardalshöll,
Qölmennur og litríkur, og foringinn
óspart hylltur og endurkjörinn ein-
róma. Enginn ágreiningur á yfir-
borðinu. (Ráðlegra mun að tala
upphátt um hlutina.)
Var nema von að þessi ungi foringi
færi að finna á sér og teldi sig einfær-
an um að ákveða hvort Jón Baldvin
eða Albert fengju ráðherrastól á
næstunni? Þar fór hann yfir strikið
- og það var rautt strik. En eins og
segir, völd eru áfeng og hafa ruglað
marga stóra með örlagaríkum afleið-
ingum.
Þorsteinn
mikilhæfur
leiðtogi
Jónas Jónsson skrifar:
Mig langaði að leggja orð í belg um
þessa eilífu Albertsumræðu er hefur
gjörsamlega hertekið fjölmiðlana svo
ekkert annað hefur komist að.
Það sem mér hefur þótt leiðinlegast
við þessa umræðu er að það er alltaf
verið að kenna Þorsteini um þetta
allt saman en ég get ekki séð annað
en hann hafi gert hið eina rétta sem
hægt var að gera úr því sem komið
var. Það er ekki Þorsteini að kenna
þótt einhverjir ráðherrar gleymi að
telja fram til skatts og finnst mér Þor-
steinn eiga mikið lof skilið fyrir þá
afstöðu er hann tók í þessu máli.
Fólk er alltaf að gagnrýna stjóm-
málamenn fyrir að bera ekki ábyrgð á
þessu og hinu og svo þegar einhver á
að bera siðferðilega og pólitíska
ábyrgð á alvarlegum mistökum sínum
er allt í einu komið allt annað hljóð
í strokkinn.
Það þarf mikið hugrekki og kjark
til að standa í svona leiðindamálum
en mér finnst hinn ungi og efnilegi
formaðuí hafa sýnt og sannað með
þessu hversu mikilhæfur leiðtogi hann
er.
„Þorsteinn hefur staðið sig sem skyldi í þessu Albertsmáli og á hann mikið
lof skilið fyrir það.“
Hvað er hugsanaflutningur annað en það að heili eins manns sendir frá sér
hugsanir sem heili annars manns nemur og veitir viðtöku.
Heilinn sendir
frá sér hugsanir
„B fólk
með Albert
á
heilanum?“
Sigurður B, hringdi:
Þetta skattsvikamál og fleiri
vandræði Alberts Guðmundsson-
ar hafa hertekið fjölmiðla svo
mjög að lífsnauðsynjamál sjúkra-
og skólaungmenna okkar hafa
nærri horfið í skuggann af því.
Hvers konar fólk erum við ís-
lendingar eiginlega, höfum við
meiri áhuga á hneykslismálum
og pólitísku brölti meintra skatt-
svikara en neyðarmálum sjúkra
og mörg þúsund skólaungmenna.
Það mætti halda að fólk væri með
Albert á heilanum.
Þjóðin er spillt hefur ekki þolað
góðærið, segja sumir, er það ekki
ofsagt? Ekki eru allir sama marki
brenndir.
yyAUIII-
ingia
Albert“
Margrét H. hringdi:
Ósköp voru formenn litlu pólitísku
flokkanna lítt traustvekjandi í
sjónvarpinu 30. mars sl. nema
K vennalistinn er skar sig alveg úr.
í tali sínu lögðu þeir áherslu á
að fólk vorkenndi Albert Guð-
mundssyni þvi einhverjir hefðu
verið vondir við hann. Árangurinn
er að margir sem hafa óákveðnar
skoðanir í pólitík og kusu þessa
flokka hlaupa nú frá þeim og kjósa
aumingja Albert sem reyndar virð-
ist ekkert eiga bágt.
Ingvar Agnarsson skrifar:
I dagblaði einu birtist'eitt sinn fróð-
leg og athyglisverð grein eftir Einar
Frey rithöfund „um Grikkland hið
foma og „Hellas" Ágústar“.
í grein þessari er m.a. setning er
hjóðar svo: „mannsheilinn sem hefur
verið að þróast í milljónir ára sendir
ekki frá sér hugsanir eins og nútíma
útvarpsstöð. Hér ráða allt önnur nátt-
úrulögmál."
Mér dettur í hug hvort hér sé ekki
skotið fram hjá marki með fullyrðingu
eins og þessari. Hvaðan kemur sú vitn-
eskja að mannsheilinn sendi ekki frá
sér hugsanir? Benda ekki einmitt ýms-
ar rannsóknir fyrirburðafræðinga og
annarra til þess að hugsanaflutningur
og aðrar garskynjanir eigi sér stað? -
Nú orðið þykir fullsannað að hugs-
anaflutningur fari fram manna á milli
og raunar hvers skonar fjarskynjanir
annarra tegunda.
Fyrirburðafræðingar og aðrir rann-
sóknarmenn hafa mjög rannsakað
þess háttar fyrirbæri á síðari árum og
enginn þeirra mun treysta sér til að
afsanna vemleika þeirra. Og hvað er
hugsanaflutningur annað en það að
heili eins manns sendir frá sér hugsan-
ir sem heili annars manns nemur og
veitir viðtöku.
Meðan annað er ekki sannað verð-
um við að taka það sem gott og gilt
að mannsheilinn sendi frá sér hugsan-
ir.
Léleg þjónusta
Raggi hringdi:
Eg vil kvarta yfir lélegri þjón-
ustu sem ég fékk á bílasölu
Matthíasar á Miklatorgi. Ég kom
til að leita mér upplýsinga um bíla
og ætlaði að fá að kíkja á spjald-
skrána en mér til mikillar furðu
var það óheimilt. Þess i stað átti
eg að gefa þeim upplýsingar um
hvers konar bíl ég væri að leita að.
Mér finnst mun æskilegra að íá
að leita sjálfur og gá hvort ég detti
ekki niður á eitthvað við mitt
hæfi. Ég var búinn að þræða bíla-
sölumar og alltaf hafði ég fengið
að fletta í gegnum spjaldskrána til
þess að athuga hvort ég sæi eitt-
hvað spennandi.
Mér finnst það mun eðlilegri við-
skiptahættir, annaðhvorter maður
að kaupa bíl eða ekki!
„Eiga leigubíl-
sýórargötumar?"
Ökumaður hringdi:
Mér finnst leigubílstjórar lang-
veratu bílstjóramir enda aka þeir
um götumar eins og þeir eigi þær.
Þeir eru alveg hryllilega frekir í
umferðinni og virðast einskis svíf-
ast. Það hefur komið oftar en einu
sinni fyrir mig að leigubílstjórar
hafa við gatnamót, þar sem er bið-
skylda, keyrt eins og þeir séu á
aðalbraut og hirða ekkert um það
þó þeir séu að svína fyrir mann.
Ég vil beina þeim tilraælum til
leigubílstjóra að keyra eftir settum
reglum, þeir eru ekkert undan-
skildir þeim frekar en aðrir
ökumenn.
HRINGIÐ í SÍMA
27022
MILLI KL. 13 og 15
EÐA SKRIFIÐ