Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1987, Blaðsíða 40
52
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Margrét
Danadrottning
hefur ekki tilkynnt þátttöku
í blautbolskeppninni í Sjall-
anum en vakti hins vegar
óskipta athygli þannig búin
í Ástralíu. Kerling steypti séi
eiturhress í hótelsundlaug-
ina viö Ayers Rock og
viðstaddir Ijósmyndarar
urðu óðir á staðnum. Magg?
sleppti því alveg að dangla
i nærliggjandi Ijósmyndara-
snúða - enda kann konan
ekkert í fótbolta - og svei'
bara hátignarlega upp úr
lauginni og hvarf inn í bún-
ingsherbergin. Myndir af
náðinni í rennblautu og fá-
klæddu ástandi þekja nú
hreint alveg óteljandi dálks-
entímetra helstu heimsblað-
anna.
MargrétThatc-
her
þykir alltaf skothelt frétta-
efni. Því fannst hollenska
blaðamanninum Mark Bla-
ise það rakinn lukkupottur
þegar honum bauðst einka-
viðtal við járnfrúna. Við-
burðurinn átti ser stað á
hótelherbergi þar sem
Magga steppaði sem óð
væri og söng Túlípanar frá
Amsterdam svo undir tók í
húsinu. í lokin reyndi hún
að lokka Mark út á gólfið til
þess að taka rækilegan loka-
snúning í kveðjuskyni og
ennþá læddist ekki að þeim
reynda blaðamanni grunur
um að eitthvað kæmi
kannski ekki alveg heim og
saman í atburðarásinni. Eftir
að skúbbið stóra hafði á
þrykk komist standa menn í
keng af hlátri en Mark ætlar
í málarekstur mikinn. Þarna
var sumsé á ferðinni Janet
nokkur Brown sem vinnur
við að líkja eftir breska for-
sætisráðherranum - og varla
getur sú góða kona fengið
betri auglýsingu í náinni
framtíð.
Philip Michael
Thomas
berst fyrir því að fá son sinn
afhentan - en króginn mun
rétt nýfæddur vestra. Fyrir
átti Philip sex dætur utan
hjónabands með fjórum
konum og því var þetta karl-
mannskríli guðvelkomið í
hópinn. Móðirin - Daima
Matthews - hefur eitthvað á
móti því að láta barnið af
hendi og veldur með slíkum
viðhorfum mæjamilöggunni
ómældum vandræðum.
Samband foreldra drengsins
sprakk í loft upp fyrir fæð-
inguna en það kom þó ekki
í veg fyrir að sá stutti beri
það ágæta nafn Philip Mic-
hael Thomas yngri.
II
I
drasiii
Það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá i skilnaði stórstjörnunnar Joan
Collins og Peters Holm. Meðfylgjandi Reutersmynd var tekin af Joan og
lögfræðingi hennar, Marvin Mitchelson, þegar þau mættu i réttarsal til
þess að krefjast þess að Peter skilaði aftur húsgögnum og fjármunum sem
kappinn mun hafa undir höndum ennþá. Peter Holm svaraði með þvi að
fara fram á himinháar fjárhæðir í mánaðargreiðslur eftir skilnaðinn og
glotti þá fyrrum eiginkona Holms sem búsett er i Svíþjóð. Fyrir giftingu
Holms og Collins varaði hún stórstjörnuna við í blaðaviðtali - sagði Peter
Holm hafa gifst sér peninganna vegna og gert sig að öreiga á nokkrum
mánuðum. Peter Holm og Joan Colllns hafa verið gift í þrettán mánuði.
Ber bringa og nafli fór fyrir brjóstið á Hollívúddurunum.
Parsíns Domóklæöi
Sú strangkristna Charlene Tilton náði andlitinu gersamlega af gestum á
verðlaunaafhendingunni við American Music Awards í Los Angeles.
Stjarnan mætti með eiginmanninn, Domenic Capaldi, og bæði voru prúð-
búin svo sem venja er við hátíðlegri tækifæri. Domenic var að mestu ber
að ofan en hafði þó bleika skyrtu á öxlum til hlífðar en Charlene lét sér
ekki nægja bera bringu heldur sást verulega langt niður fyrir nafla.
Hörðustu Hollívúddarar hneyksluðust upp fyrir öll sín eyru og segja að
hjónakornin hljóti að hafa villst þetta kvöldið - ferðinni greinilega verið
heitið á pomóverðlaunaveitingu þar sem gestirnir leiki aðalhlutverkið á
staðnum. Ljóskan svaraði fyrir sig með því að biðja i tvo heila tíma fyr-
ir helstu hneykslunarsprautunum.
.
’
Það má komast nokkuð hátt á hinum nýju fljúgandi diskum.
ffflL **|
Fljúgandi
diskar frá
Noregi
Nýjasta æðið í Noregi eru fljúgandi
diskar - UFO eða FFH - sem bókstaf-
lega allir Norðmenn hoppa um á sem
óðir væru á almannafæri. Apparatið
er í rauninni ekkert annað en tví-
skiptur bolti með hoppbretti um
miðju þar sem menn tylla tánum nið-
ur og hoppa síðan upp og niður af
jötunmóð miklum. Húlahoppæðið
fyrrum er hreinasti barnaleikur mið-
að við þessa fljúgandi diska og varla
getur leikið nokkur vafi á því að
smit berist hingað til lands innan
tíðar. Þá geta menn losað sig við
fótanuddtækin, reiðhjólin og nudd-
púðana - og farið út að hoppa um
steyptar stéttar og grænar grundir.
Greinilega er þarna líka upplagt
tæki til þess að láta frambjóðendur
keppa á fyrir kosningarnar í vor-
þarna er það keppnisskapið og
íþróttaandinn sem fleytir mönnum
heilum í höfn.
Med dóttur
milli
tannanna
Þegar ferjan Herald of Free Enterprice fórst við strendur Belgíu er mörgum
ógleymanleg sagan af manninum sem braust út úr sökkvandi skipinu með
eiginkonuna meðvitundarlausa í fanginu og þriggja mánaða dóttur sína
milli tannanna. Meðfylgjandi mynd sýnir fjölskylduna á sjúkrahúsinu nokkr-
um dögum eftir slysið - sá fílhrausti Peter Zutic með konu sinni, July, og
dótturinni, Carly. Fyrir höndum var endurtekning ferðarinnar til Bretlands
og ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort hún yrði farin flugleiðis eða
ferjufyrirkomulagið reynt á nýjan leik.