Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987. Albert, Glistrap og Sverrir í dag mælir Dagfari Almennt er því haldið fram að ummæli Þorsteins Pálssonar þess efnis að Albert fengi ekki sæti í næstu ríkisstjórn hafi ráðið úrslitum um sérframboð Alberts Guðmunds- sonar. Að vísu er því bætt við gþ Þorsteinn hafi misst þetta út úr sér enda geti enginn sagt fyrir um hvað framtíðin beri í skauti sér. Hvorki Þorsteinn né Guð almáttugur geta fullyrt nokkum skapaðan hlut um komandi ríkisstjómir á íslandi. Nú er hins vegar komið í ljós að Þorsteinn er ekki hálfdrættingur á við kollega sína í Sjálfstæðisflokkn- um. Sverrir Hermannsson hefur bætt um betur og lýsir því yfir að ekki sé til umræðu að semja við Albert um stjómarmyndun - ekki fram til næstu aldamóta, segir Sverrir. Al- bert er ekki samstarfshæfur, segir Sverrir og líkir honum við Glistmp þann danska. Það er rétt munað hjá Sverri Hermannssyni að Glistrup var fengsæll í dönskum stjómmálum og flokkur hans varð næststærsti stjómmálaflokkur Danmerkur um tíma. Mest var það á kostnað íhalds- flokksins sem er systurflokkur íslenska Sjálfetæðisflokksins. Það tók danska íhaldsmenn tvo áratugi að vinda ofan af Glistmp og gerðist raunar ekki fyrr en Glistmp var stungið inn fyrir skattsvik fyrir tveim, þrem árum. Ef Sverrir Her- mannsson reiknar ekki með að Albert komist í ríkisstjóm fyrir alda- mótin gengur það nokkum veginn upp að það mun taka Sjálfetæðis- flokkinn jafnlangan tíma, eða vel á annan áratug, að vinda ofan af Borg- araflokknum hans Alberts. Það er dálagleg framtíðarsýn fyrir þá sjálf- stæðismenn sem hafa verið á handahlaupum að undanfömu að útskýra það fyrir þjóðinni og fjöl- miðlunum að flokkur Alberts sé bóla sem springi strax í næstu viku. Sverrir Hermannsson er kjörinn maður til að gefa svona yfirlýsingar. Sverrir hefur getið sér gott orð í ráðherratíð sinni'fyrir að vita upp á hár hverjir em samstarfehæfir og hverjir ekki. Þannig rak hann á sín- um tíma framkvæmdastjóra Lána- sjóðs íslenskra námsmanna og aftur í vetur rak hann fræðslustjórann fyrir norðan, Sturlu Kristjánsson. Báðir höfðu þessir menn leyft sér að hafa aðrar skoðanir heldur en ráð- herrann og fengu fyrir það reisupas- sann. Þeir hafa ekki átt afturkvæmt og munu ekki eiga fram yfir næstu aldamót ef Sverrir fær að ráða. Þeir vom ekki samstarfehæfir frekar en Albert og þegar jafhvandaður og umtalsgóður maður og Sverrir menntamálaráðherra er annars veg- ar geta svona menn ekki átt von á frama í ríki Sverris konungs. Auk þess er formaðurinn í flokki Sverris búinn að siðvæða flokkinn og ríkis- stjómina og þar ekki lengur að finna menn með flekkað sakavottorð. Sverrir Hermannsson er sér í lagi siðprúður maður, vandur að virð- ingu sinni og þolir ekki glæpamenn og hyski í kringum sig. Hann dæmir þá út af sakramentinu fram yfir alda- mót samkvæmt siðferðisformúlu formannsins og heldur hana í heiðri sjálfur. Mikil raun hlýtur það að hafa ver- ið fyrir sjálfetæðisráherrana að hafa þetta böl yfir sér í heilt kjörtímabil þar sem Albert er. Þama em þeir búnir að þola samstarf við hann í fjögur ár án þess að æmta eða skræmta og vita þó allan tímann að Albert Guðmundsson var hvergi húsum hæfur. Búnir að hafa þennan íslenska Glistrup við hliðina á sér i ríkisstjóminni og þingflokknum, þrátt fyrir siðferðisglæpi og skatt- svik sem er langt fyrir neðan virð- ingu svo stálheiðarlegra manna. Það hlýtur að hafa tekið á taugamar og jnaður skilur vel þörfina fyrir að fá að sparka almennilega í Albert, loks- ins þegar tækifæri gefet. Þorsteinn segist ekki hleypa Al- bert inn í næstu ríkisstjóm. Sverrir tekur hann ekki í mál fram yfir alda- mótin. Hvað skyldu hinir segja? Matthíasamir til að mynda? Geta þeir ekki bætt við þennan óskilorðs- bundna dóm íhaldsins og bannað þjóðinni að velja Albert sem ráð- herra fram yfir næstu öld. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Það hefur sannast að Albert er eins og kötturinn. Hann hefur niu líf í pólitíkinni. Það væri hræðilegt ef hann kæmist í ríkisstjóm eftir að hinir em allir og geta ekki fylgt banninu eftir lengur en til aldamóta. Dagfari Fréttir með nýgerða kjarasamninga: Fóstnir íhuga að halda uppsögnunum til streitu „Það er ljóst að með þessum samn- ingum verða fóstrur, sem starfa hjá ríkinu og Reykjavíkurborg, með langlægstu laun sem þekkjast hjá fóstrum á öllu landinu,“ sagði Margrét Pála Ólafedóttir, formaður kjaranefhdar Fóstrufélags Islands, í samtali við DV. Kjaranefnd Fóstrn- félags Islands og trúnaðarmenn fóstra, sem starfa hjá Reykjavíkur- borg, fóm yfir samningana á fundi sem þær héldu í gær. „Ég held að rétta orðið yfir við- brögð okkar, þegar við fórum yfir samningana, sé að við höfum verið forviða. Þessir samningar em mun lægri en samningurinn sem sveitar- félögin gerðu, þannig að fóatrur sem starfa hjá ríkinu eða Reykjavíkur- borg verða með allt að fimm þúsund krónum lægra mánaðarkaup en fóstrur sem starfa hjá nágranna- sveitarfélögunum. Ég get ekki annað séð en að þessi samningur sé ávfeun upp á áfram- haldandi fóstruflótta fiá ríki og borg.“ • I þessari viku verða haldnir fundir þar sem nýgerðir kjarasamningar verða kynntir fóstrum sem starfa hjá ríki ogborgog þá kemurí Ijós hvaða afetöðu fóstrur taka til samninganna og hvort þær draga uppsagnir sínar til baka. „Uppsagnir okkar eiga að taka gildi 1. mai. Ég hef litla trú á því að þessi samningur dugi til þess að við drögum uppsagnimar til baka. Svo langan veg eru þeir frá okkar kröfumsagði Margrét Pála. -ATA Ema Héðinsdóttir,veiðimaðurinn fengsæli, heldur hér á aflanum. DV-mynd JGH íslendingar unnu Norðmenn í dorgveiðikeppni: Ellefu ára stúlka kom, sá og sigraði Somentspokarallið: Söfhuðu á fjórða hundrað þúsund „Þetta var ofealega gaman,“ sagði Vanda Sigurðardóttir í samtali við DV að afloknu sementspokaralli fþrótta- klúbbs Vöndu Sig sem farið var milli Akraness og Reykjavíkur. Félags- menn ákváðu að flytja sementspoka bæjarleið til þess að vekja athygli á þörf fyrir hraðar hendur við byggingu nýs íþróttahúss Árbæjarhverfis. Se- mentspoki, sem er gjöf frá félagsmið- stöðinni Amardalur á Akranesi, var dreginn á kassabíl fyrmelhda vega- lengd og tók ferðalagið í allt tuttugu tíma. Lagt var af stað frá Akranesi um sexleytið á föstudegi en komið til Reykjavíkur klukkan tvö á laugar- degi. „Veðrið var ofealega gott og við vomm meira og minna úti að skoða stjömurnar," sagði þjálfari klúbbsins, Vanda Sigurðardóttir. Að hennar sögn em fjórtán krakkar í klúbbnum og kom ágóðinn af rallinu - rúmlega þrjú hundmð þúsund - þeim vemlega á óvart. Helmingurinn mun renna til íþróttafélagsins Fylkis til fiármögnun- ar fyrmefnds íþróttamannvirkis en afgangurinn verður eign ÍVS og í ráði að geyma þann hluta fjárins í banka fram á næsta vor því þá er utanlands- ferð ofarlega á dagskrá. Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Ellefu ára stúlka frá Geithlíðar- strönd í Mývatnssveit, Ema Héðins- dóttir, hélt uppi heiðri íslendinga, þegar Island sigraði Noreg í lands- keppni á dorgveiðimóti sem haldið var á Mývatni um helgina. Mótið vakti athygli fyrir það að í liði Islendinga vom þrír þingmenn, Bjöm Dagbjarts- son, Steingrímur J. Sigfússon og Guðmundur Bjamason. íslendingar vom alls með 6 kíló og 610 grömm en Norðmenn með 3 kíló og 135 grömm. íslendingar veiddu sjö fiska, vænar bleikjur, en Norðmenn níu fiska, ekki eins stóra. Ema Héðinsdóttir veiddi tvo fiska. Önnur bleikjan var mjög stór. Ema fékk einnig verðlaun fyrir að vera með fyrsta fisk dagsins. „Ég veiddi fiskinn minn fimm mínút- um eftir að ég renndi. Hann beit strax á,“ sagði Ema Héðinsdóttir. Hún not- aði rækju sem agn. „Ég hífði fiskinn upp og kallaði strax fiskur!" Hún veiddi bæði gálu og hæng og var hængurinn sá stærri. Sementspokinn kominn að lokum í öruggar hendur Daviðs Oddssonar borgar- stjóra. Davíð er síðan treyst til að nýta innihald pokans í nýtt íþróttamannvirki fyrir Árbæjarhverfið. DV-mynd S Skoðanakónnun Borgaraflokkurinn heldur fylgl sínu Skoðanakönnun Félagsvísinda- stofriunar Háskólans fyrir Morgim- blaðið sýnir nánast sama fylgi hjá Borgaraflokknum og kom fram í skoðanakönnun sem DV birti fyrir viku. DV-könnunin sýndi 17,1% fylgi Borgaraflokks. Könnun Félagsvis- indastoíhunar, sem að hluta var gerð á sama tíma og könnun DV, sýnir reyndar örlitlu meira fylgi, 18,7%. Félagsvísindastofiiun reynir einn- ig að flokka hina óvissu svarendur í úrtakinu á tvennan hátt. Fylgi Borgaraflokksins mælfet þá annars vegar 19,2% en hins vegar 16,6%. Félagsvfeindastofnun mælir fylgi Alþýðuflokksins 1.4,1%, Frantsókn- arflokks 12%, Sjálfetaföisflokks 28,7%, Alþýðubandtdags 13,2% og Kvennalista lfrX>. í könnun Félagsvxsindastofnunar raældfet fylgi Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfetæðisflokks 1,1% til 2,8% minna en hjá DV. Fylgi AJþýðubandalags og Kvenna- lista mældist 0,9% til 1,9% meira en hjá DV. Þegar Félagsvfeindastofnun gekk á hina óvissu núnnkaði fylgi Sjálf- stæðisflokks niður i 26,6%. Híns vegar jókat fylgi Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags og Kvennalista. Könnun Félagsvfeindastofhunar sýnir að fylgi Borgaraflokksins kem- ur að atærstum hluta frá Sjálfetæðis- ilokki, eða 52%. Um 23% fylgís- manna Borgaraflokksins höföu áður kosið aðra flokka. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.