Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987.
19
Lesendur
„Hvers vegna hetur Albert Guðmundsson einn prókúru
hann kemur ekki nálægt því?“
.iWi
fyrir fyrirtæki sitt fyrst
,,Albert hafði
einn prókúru“
Austurbæingur skrifar:
Mér fannst alveg rétt af fjölmiðlum
að gera mikið úr Albertsmálinu því
auðvitað er þetta stórmál. Þetta er í
fyrsta skipti í sögu lýðveldisins sem
ráðherra verður að segja af sér vegna
þess að hann taldi ekki rétt fram til
skatts á meðan hann var fjármálaráð-
herra og jafnframt yfirmaður skatt-
rannsókna í landinu.
En mér er algjörlega fyrirmunað að
skilja hvers vegna sjónvarp ríkisins
hefur tekið á þessu máli eins og það
hefur gert. Það hefur undir forystu
Ingva Hrafns Jónssonar hliðrað sér
hjá að taka á aðalspumingunum.
Hvers vegna hefur Albert Guðmunds-
son einn prókúru fyrir fyrirtæki sitt
fyrst hann kemur ekki nálægt því?
Allir sem þekkja viðskiptalífið vita að
prókúruhafi fyrirtækis er eini aðilinn
sem getur skuldbundið það.
Hvers vegna segir Albert Guð-
mundsson að hann hafi aldrei verið
beðinn að segja af sér fyrst allir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins bera vitni
um að hann hafi verið beðinn að segja'
af sér á þingflokksfundi skömmu áður
en hann fór til Kaupmannahafnar?
Og síðast en ekki síst: Hvers vegna í
ósköpunum vill Albert ekki axla
ábyrgð sem eigandi og prókúruhafi
fyrirtækis síns sem framteljandi til
skatts og sem fjármálaráðherra? Er
hægt að vænta þess að hann geti bor-
ið ábyrgð sem stjómmálaforingi í
framtíðinni fyrst hann vill ekki axla
þessa ábyrgð? Við borgaramir í þessu
landi höfum rétt á að fá að vita þetta.
Veistu ?
Þaé er hreinn
appelsínusafi
í dósaappelsíninu
fró oanitas
Sanitas
w w
ÞÁ EIGUM VIÐ GJÖFIIMA!!!
Þessi glæsilega samstæða frá Schneider er með plötuspilara, útvarpi með LB - MB
og FM stereotónjafnara, tvöföldu segulbandi, klukku og fjarstýringu.
Verð kr 23.990,- stgr
Einnig eigum við úrval af samstæðum frá kr. 15.995,-
SENDUM i PÓSTKRÖFU
■U li'll l'n ll'líl^^
Ármúla 38, símar 31133 og 83177,
Omega-3 og
Viðtökur Omega-3 hérlendis sýna
að íslendingum er annt um heilsuna
Omega-3 þorskalýsisþykkniðl
Rannsóknir vísindamanna um allan heim
benda ótvírætt til þess að fjölómettaðar
fitusýrur af Omega-3 hópnum (EPA og
DHA) stuðli að því að fyrirbyggja krans-
æðasjúkdóma eða draga úr hættunni á
þeim.
Omega-3 frá Lýsi hf. er eina þykknið
sinnar tegundar í heiminum sem unnið
er úr hreinu þorskalýsi. Hráefnið er
sérvalin þorskalifur.
í Omega-3 er mun meira af fjölómett-
uðum fitusýrum en í venjulegu þorska-
lýsi.
Nú hefur magn A og D vítamína
verið minnkað verulega. Þeir sem
teljast til áhættuhóps geta því tekið fleiri
perlur á dag án þess að fara yfir ráð-
lagðan dagskammt af A og D
vítamínum.
Athugið að perlurnar eru nú ávalarl
Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91-28777
ARGUS/SÍA 409-006