Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Síða 21
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987.
21
Sverrir í þungum þönkum yfir einhverju atriði.
ijörugri en sú fyrri enda stigu þá báð-
ir ráðherrar kjördæmisins, Sverrir og
Halldór, í pontu, en umferðin hófst á
ræðu Ingvars Nielssonar sem útlistaði
fyrir fundarmönnum hvemig Borgara-
flokkurinn hygðist afla nýrra tekju-
stofha með nýjum atvinnugreinum í
kjördæminu.
í miðjum þessum útlistunum var
Hjörleifur: „Sömu loforðin ár eftir ár.“
kallað á Ingvar úr salnum hver stefn-
an væri í skattamálum og benti Ingvar
þá viðkomandi á stefnuskrána.
Hjörleifi Guttormssyni,-sem talaði
næstur fyrir Alþýðubandalagið, varð
tíðrætt um kísilmálmverksmiðjuna
sem reisa á við Reyðarfjörð. Hann
sagði að eftir að sett vom lög um verk-
smiðjuna 1982 hefði Sverrir komist í
málið og þar með væri ætlunin að
verksmiðjan yrði að meirihluta eign
útlendinga.
„Það hafa verið endurtekin ár eftir
ár loforð um að þetta mál sé í höfh.
Hvemig ætla þessir menn að koma
fyrir fólkið hér með þetta á bakinu?"
sagði Hjörleifur og veifaði til ráð-
herranna.
Hiti i Sverri
„Afreksmaðurinn frá 1983 lauk hér
máli sínu,“ sagði Sverrir Hermanns-
son menntamálaráðherra, sem næstur
talaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og
nefndi nokkur dæmi um viðskilnað
vinstri stjómarinnar síðustu. Hann
sagði að verðbólgan nálgaðist nú eins
stafs tölu sem væri nokkuð sem enginn
hefði trúað fyrir en verðbólgan hefði
verið aðalbölvaldurinn, hún gerði þá
fátæku fátækari og þá ríku ríkari. Hér
var byrjað að grípa fram í fyrir Sverri
sem svaraði fyrir sig.
„Er hann Hallur litli byrjaður að
gala þama? Þú átt að vera á Eski-
firði.“
„Það er ágætt að þú skelfur," kom
á móti.
„Þegiðu Hallur."
Sverrir gerði samanburð á því sem
nú er að gerast f íslenskum stjóm-
málum og því sem gerst hefði í
Frakklandi og síðar í Danmörku er
flokkum hefði fjölgað úr hófi. Er hér
var komið sögu hefur Hallur greini-
lega staðið upp þvi Sverrir gerði hlé
á máli sínu til að segja: „Og nú flýr
karlinn. Hann er sennilega að fara út
að skipta um skoðun."
Hann gerði einnig að umfjöllunar-
efni málfluting Þjóðarfiokksins á
fundinum: „Hjá þeim er allt að fara
lóðbeint til andskotans. Og þama situr
Sigga Kristins der engang var min
elskerinde...“
Guðmundur: „Málið snýst um hvaða
flokkur er liklegur til að leiða næstu
stjórn.
Aðrir flokkar fengu sinn skammt.
hvað Alþýðuflokkinn varðaði var
honum ekki treystandi fyrir neinu því
Jón Baldvin Hannibalsson er.. .„einn
liprasti og hraðskreiðasti snælduhali
í pólitík sem ég þekki."
Sverrir sagði að valkostimir væm
skýrir, annars vegar væri sjö flokka
súpan til vinstri...og hvað er að
treysta á þá?“ og hins vegar Sjálfstæð-
isflokkurinn.
Ekki taka ræðuna mína
Næstur í pontu var Guðni Nikulás-
son fyrir Þjóðarflokkinn og bar helst
til tíðinda í málflutningi hans að hann
fór að vitna í tölur frá Guðmundi Ein-
arssvni sem bað hann þá blessaðan
að taka ekki ræðuna sína.
Jón Kristjánsson og Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra töluðu
báðir fyrir Framsóknarflokkinn í síð-
ari umferð. Jón sagði m.a. í máli sínu
að nú væri sóknarfæri til betri fram-
tíðar og væri rétt á málunum haldið
biðu okkar miklir möguleikar og menn
ættu ekki að láta þetta bölsýnisraus.
sem hér hefði komið fram, villa sér sýn.
Halldór sagði að hvað kísilmálm-
verksmiðjuna varðaði þá væri áfram
unnið að því á heiðarlegum grund-
velli að koma því máli í höfn.
Hvað stjómmálin almennt varðaði
sagði Halldór að eins og málum væri
komið í Sjálfstæðisflokknum væri ljóst
að hann gæti ekki tekið forystu í þessu
landi.
Guðmundur Einarsson var síðastur
ræðumanna kvöldsins. Hann sagði
m.a. að málið nú snerist um hvaða
flokkur væri líklegur til að leiða næstu
ríkisstjóm. Þar kæmu kratar mun
fremur til greina en allar þessar klofn-
ingssúpur í kringum þá.
-FRI
Jón Kristjánsson og Halldór Ásgrímsson brosa að einhverju skemmtilegu.
Stjómmál
Hverju spáir þú um úrslit
kosninganna í Austurlands-
kjördæmi?
(Spurt á Reyöarfirði.)
Hilmar Finnsson, Heiðarvegi 4,
Reyðarfirði: Ég geri ráð fyrir að Al-
þýðubandalagið fái tvo menn,
Framsókn tvo menn og Sjálfstæðis-
flokkur einn mann. Ætli kratar séu svo
ekki næstir þvi að koma manni að.
Hildur Magnúsdóttir, Réttar-
braut 3, Reyðarfirði: Ég spái að
Alþýðuflokkurinn fái tvo menn,
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur einn
hvor og síðan hef ég trú á því að
Kvennalistinn komi konu að.
Haraldur Óskarsson, Mið-
stræti 25, Neskaupsstað: Ég held
að gömlu fjórflokkarnir fái einn mann
hver en siðan er þetta spurning um
fimmta manninn. Ætli ég setji hann
ekki á Alþýðuflokkinn.
Einar Baldursson, Heiðarvegi
25, Reyðarfirði: Ég spái Framsókn
þremur mönnum og að Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðubandalag fái einn
hvor. Ætli Alþýðubandalagið sé svo
ekki næst þvi að ná manni af Fram-
sókn.
Sveinn Jónsson, Strandgötu
9, Eskifirði: Æ, ég veit ekki hvað
skal segja. Ég spái Framsókn þremur
mönnum og Sjálfstæðisflokk tveimur.
Stefán Þórarinsson, Heiðar-
vegi 23, Reyðarfirði: Framsóknar-
flokkurinn fær þrjá menn, Sjálfstæð-
isflokkurinn einn og Alþýðubanda-
lagið einn.