Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Side 22
22
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987.
NÝIR BÍLAR í SÝNINGARSAL
★ Nýjar hugmyndir.
★ Góð kjör. .
★ Úrval notaðra bíla
★ Heitt á könnunni.
NPMÐIB
mmÉmmm
\%E2Dnis
VOLVOSALURINN
SKEIFUNN115. S. 35200
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 9.00 TIL 18.00.
LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00 TIL 16.00.
VOLYOSALURINN
SKEIFUNNI 15, SÍMI 35200 - 35207.
Volvo 740 GL árg. 1985, ekinn
32.000 km, silfurmetal., sjálfskipt-
ur m/yfirgír, vökvastýri, sumar/
vetrardekk, upphækkaður,
dráttarkrókur o.fl. Verö kr.
Toyota
17.000 km, Ijósblár metal., sjálf-
skiptur, sumar/vetrardekk. Verð
kr. 395.000,-
Volvo 244 GL árg. 1982, ekinn Subaru 1800 GL station, árg. 1983,
69.000 km, Ijósblár metal., sjálf- ekinn 83.000 km, rauöur metal.,
skiptur, m/vökvastýri. Verð kr. beinsk., góð kjör. Verð kr.
395.000,- 370.000,-
Volvo 244 DL árg. 1980, ekinn 108.000 km, brúnn, beinsk., m/vökva-
st. Verð kr. 270.000,-
Volvo 244 GL árg. 1982, ekinn 60.000 km, Ijós blá/grár metal.,
beinsk., m/yfirgír, vökvast. Verð kr. 400.000,-. Ath. skipti á ódýrari.
Volvo 245 GL árg. 1982, ekinn 65.000 km, silfurmetal. beinsk., m/
yfirgír, vökvast. Verð kr. 440.000,-
Volvo 244 GL árg. 1979, ekinn 114.000 km, brúnn, beinsk., vökva-
st. Verð kr. 260.000. Góð kjör.
Suzuki Fox árg. 1984, ekinn 47.000 km, silfurmetal. Verð kr. 350.000,-
Góð kjör.
Volvo 343 DL árg. 1979, blár metal., sjálfsk. Verð kr. 130.000,- Mik-
ið yfirfarinn.
Volvo 244 DL árg. 1980, ekinn 104.000 km, blár, beinsk., m/vökva-
st. Verð kr. 270.000,- Góð kjör.
Volvo 244 GL árg. 1981, ekinn 108.000 km, silfurmetal., beinsk.,
m/yfirgír, topplúga, turba útlit. Verð kr. 370.000,-
Volvo 245 GL árg. 1982, ekinn 104.000 km, gullmetal. sjálfsk., m/
vökvast. Verð kr. 420.000,-
Fiat Regata árg. 1984, ekinn 48.000 km, blár, beinsk. Góð kjör.
Verð kr. 280.000,-
Suzuki Alto Van árg. 1981, silfurmetal., ekinn 75.000 km. Verð
100.000,- Góð kjör.
Volvo 240 GL árg. 1987, ekinn
8.500 km, Ijósgrár, sjálfskiptur,
m/yfirgir, vökvastýri, útvarp/
segulband, læst drif. Verð kr.
750.000,-
Toyota Royal Saloon árg. 1982,
ekinn 65.000 km, silfurmetal.,
sjálfskiptur, vökvastýri, vetrar-
dekk, rafm. í rúðum, læsingar og
speglar, útvarp/segulband m/
upptöku, A/C miðstöð, kælibox,
álfelgur, 6 cyl., 175 hö. og margt
fleira. Verð aðeins kr. 550.000,-
Bill í toppástandi.
Volvo 240 turbo árg. 1984, ekinn
32.000 km, silfurgrár metal,
beinsk., overdrive, m/vökvast.,
topplúga, Sumar- og vetrardekk á
felgum. Verð kr. 720.000,-
Volvo 740 GLE árg. 1985, ekinn
45.000 km, dökkgrár metal, sjálf-
skiptur, m/overdrive, m/vökvast.
Verð kr. 780.000,-
,Þjóðarflokkurinn, sem stofnaður var nýlega, er þverpólitísk tilraun til að ná fram raunverulegri valddreifingu.
Valddreifing er nauðsyn
Að sanna tilverurétt
Þorpið er bæði samfélag og hagkerfi
og sama gildir um héraðið. Oft virðist
sem hagspekingamir, sem fjalla um
efnahagsmál þjóðanna, gleymi þessu.
Þeir standa þá gjaman í miðdepli hins
pólitíska þjóðfélags og gera kröfu um
að hinn eða þessi sanni tilverurétt sinn
hagfræðilega. í seinni tíð hefur fólk í
frumatvinnuvegunum orðið í æ ríkara
mæli fómarlömb slíkra ábendinga.
Öllum ætti t.d. að vera kunn löng
píslarganga bænda sem hafa verið
settir í þá ómögulegu aðstöðu að þurfa
annars vegar að keppast við að auka
framleiðni sína, oft með æmum til-
kostnaði, til að standast samanburð
við erlendar fyrirmyndir og hins vegar
að keppa við niðurgreiddar afurðir
þessara sömu fyrirmynda. Þeir sem
hafa sett bændur í þessa ómögulegu
aðstöðu era stjómmálamennimir,
reyndar með dyggri aðstoð fjölmiðl-
anna, milliliðanna og jafnvel forystu-
liðs verkalýðsins, svo furðulegt sem
það nú er. Enginn ofangreindra mundi
þola að til þeirra væra gerðar sömu
kröfur.
Tákninblasa við
Við verðum að gera okkur grein fyr-
ir því að íslenska þjóðfélagið er
dvergvaxið í samanburði við þær fyrir-
myndir sem mest er horft til og jafn-
framt að stærðardýrkun og síauknar
kröfur um framleiðni era að leiða þær
flestar í ógöngur sem erfitt verður að
rata úr. Sumum kann að finnast þessi
fullyrðing dálítið djörf en ég hika ekki
við að setja hana fram þvi táknin blasa
við hvert sem litið er.
í einni átt sjáum við vistkerfí sem
gæti hranið þá og þegar vegna óhóf-
legrar fyrirferðar mannanna. í annarri
átt sjáum við her atvinnuleysingja sem
reika um og fá ekki viðeigandi við-
fangsefni fyrir vit sitt eða hendur. í
enn einni átt sjáum við bláfátækar
þjóðir þar sem þegnamir svelta meðan
ríkisstjómimar greiða hvem eyri sem
í næst í vexti og afborganir af lánum
sem tekin vora í þeim tilgangi að elt-
ast við stærðardrauminn. Og í einni
áttinni enn sjáum við svo þjóðir sem
eyða risavöxnum upphæðum til að
smíða stórvirk drápsleikföng sem auð-
sjáanlega geta aldrei komið neinu
mannlegu að gagni.
Allar athafnir og allir hlutir þurfa
að vera af viðeigandi stærðargráðu og
því er ekki rétt að leggja á þá einfalda
mælistiku hámarksgróða og fram-
leiðni. Það er svo mikið af mótsögnum
og slæmum fylgifiskum í þessum
markmiðum, sem stórþjóðimar virðast
hafa gert að keppikefli, að það getur
varla verið eftirsóknarvert að apa allt
eftir þeim.
Keðjuverkandi samanburður
Við skulum líka gera okkur grein
fyrir að ef við byijum að krefjast þess
að einhver sanni tilverurétt sinn á
hagfræðilegan hátt má halda áfram
koll af kolli. Ef við t.d. krefjumst þess
af bónda vestur í Ketildölum í Amar-
firði að hann lúti hagfræðilegum
niðurstöðum spekinganna getum við
alveg eins spurt hvort ekki sé della
að búa á íslandi því 240 þúsund manns
KjaUaiinn
Sveinbjörn
Jónsson
formaður verkalýðs-
og sjómannafélags
Súgandafjarðar
komast auðveldlega fyrir í úthverfi
einhverrar borgar t.d. í Bretlandi,
Frakklandi eða á Spáni, og allar þess-
ar þjóðir gætu auðveldlega nýtt fiski-
miðin hér við land og nóg er þar af
ódýrum niðurgreiddum landbúnaðar-.
vörum sem þarf að borða. Við skulum
því forðast að skoða alla hluti ofan
úr fílabeinstumi „centralsins" því það
er jú bara örlítill punktur í miklu
stærri heimi.
Fórnarlömb pólitískrar forsjár
Hvar á þá að taka ákvarðanir og
hveijir eiga að gera það? Ég tel að
best sé að sem flestir geti ráðið sem
mestu um eigin aðstæður, þ.e. að völd-
in og fjármagnið séu látin vera hjá
fólkinu, þar sem það er niðurkomið,
en ekki safriað saman á einn stað. Sá
frumkvæðisþjófnaður sem átt hefur
sér stað á Islandi, er stórhættulegur
fyrir þjóðina alla. Hann hefur ræktað
með fólki þá tilfinningu að það fái litlu
um örlög sín og umhverfi ráðið og
gert það að auðveldum fómarlömbum
pólitískrar forsjár, sem stjómmála-
menn hafa síðan notað sér í ríkum
mæli við atkvæðaveiðar og til viðhalds
hefðbundinni valdaskiptingu. Gömlu
stjórnmálaflokkamir hafa allir
óhreinkað sig meira og minna á að
misnota þjóðfélagið á þennan hátt og
ekki era miklar líkur á að hegðan
þeirra muni breytast. Það er því nauð-
synlegt að til komi nýtt afl sem hefur
það að aðalmarkmiði að breyta þjóð-
skipulaginu með það fyrir augum að
skila valdinu aftur til fólksins svo að
það geti haft sem mest áhrif á sitt
nánasta umhverfi. Líklegt er að ef
ekki tekst að spyma við fótum fljót-
lega verði þessi þjóð fómarlamb
þeirrar samhrunstilhneigingar sem er
að eyðileggja mörg vanþróuð og sum
þróuð ríki í dag. Það er því ekki seinna
vænna að eitthvað sé gert í málunum.
Sérstaða Þjóðarflokksins
Þjóðarflokkurinn, sem stofriaður var
nýlega, ér þverpólitísk tilraun til að
ná fram raunveralegri valddreifingu.
Þjóðarflokkurinn kærir sig ekki um
pólitísk hreiður eins og hinir flokkam-
ir hafa komið sér upp í þjóðfélaginu
og vill reyndar mjög gjaman komast
í aðstöðu til að eyðileggja eitthvað af
hreiðrum gömlu flokkanna. Það er
mjög brýnt að fólk átti sig á þessari
sérstöðu Þjóðarflokksins og veiti hon-
um brautargengi í kosningunum 25.
apríl.
Pólitískar galdrabrennur
Látið ekki blekkjast af þeirri sýndar-
mennsku sem gömlu flokkamir
viðhafa nú rétt fyrir kosningar þegar
þeir fóma manni og manni til að reyna
að telja fólki trú um hreinleika sinn.
Það er eðli og aðstaða flokkanna
sjálfra sem spillir og þeim á ekki að
líðast að fela það eitt augnablik meðan
kosningar nálgast, með því að láta
fara fram einhveijar pólitískar galdra-
brennur.
Látum ekki blekkjast af leikrænum
tilburðum þeirra, notum tækifærið og
látum Þjóðarflokkinn hreinsa til.
Nýir vendir sópa best.
Lifið heil.
Sveinbjöm Jónsson
Höfundur skipar annað sætið á lista Þjóðar-
flokksins á VestQörðum.
„Ég tel að best sé að sem flestir geti ráðið
sem mestu um eigin aðstæður, þ.e. að völd-
in og fjármagnið séu látin vera hjá fólkinu
þar sem það er niðurkomið en ekki safnað
saman á einn stað.“