Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Page 37
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987.
53
dv Stjómmál
Kjamorkuvopnalaust svæði
Ásta Sigurðardóttir, Hafnarfirði,
spyr:
Hver er afstaða Jóns Baldvins og
Alþýðullokksins til kjamorku-
vopnalausra Norðurlanda?
- Eins og þú veist þá hafa Norður-
löndin verið, eru og eiga að verða
kjamorkúvopnalaus og við teljum
að kjamorkuvopnaleysi Norður-
landanna sé liður í ríkjandi jafnvægi
í okkar hoimshluta. í okkar stefnu-
yfirlýsingu stendur þess vegna:
Staðfesting þess með sérstakri yfir-
lýsingu ætti að verða þáttur í
víðtækara samkomulagi um stærra
kjamorkuvopnalaust svæði, tak-
mörkun vígbúnaðar, fækkun
kjamavopna og slökun spennu í
Evrópu.
Þetta teljum við ákaflega þýðing-
armikið verkefhi í framtíðarbaráttu
fyTÍr friði í heiminum en við leggjum
áherslu á að það verði að byggjast
á gagnkvæmum samningum og eftir-
liti ef árangur á að nást og vekjum
athygli á því að Norðurlöndin, sem
eru kjamorkuvopnalaus, ógna ekki
öryggi neins ríkis. En við erum um-
kringd kjamorkuvopnum og sér-
staða okkar íslendihgá er sú að þetta
svæði verður að vera stærra en
Norðurlöndin, verður til dæmis líka
að ná til hafsvæðisins sem er okkar
lífæð.
Ég lít svo á að um þetta mál sé
samstaða á Alþingi. f ályktun Al-
þingis frá 1985 um afvopnunarmál
lýsti Alþingi, með samþykki allra
þingflokka, þeirri afstöðu sinni að
þetta yrði að ná til stærra svæðis
heldur en landsvæðis Norðurland-
anna einna.
framfærslumörk. í annan stað get ég
reynt að tryggja það að í skattalögum
verði hinum efhameiri gert að borga
sína skatta. Það em 4-5 þúsund millj-
ónir sem em sviknar undan skatti af
efnafólkinu í landinu. í þriðja lagi get
ég reynt að nota mína krafta til að
koma á manneskjulegu húsnæðis-
málakerfi, þannig að fólk eigi val milli
leigu og séreignar, geti fengið hús-
næðisöiyggi án þess að lenda í skulda-
fangelsi og ég get reynt að tiyggja
aldraða fólkinu sæmileg lífeyrisrétt-
indi með lögum. Þama verður að
koma til samspil launþegahreyfingar-
innar og stjómmálaaflanna. Veikleik-
inn í þessu landi er að við eigum ekki
nógu öflugan jafnaðarmannaflokk.
Bilnúmerakerfið
Guðjón Eggertsson spyr:
■ Ætlið þið alþýðuflokksmenn að af-
nema þetta úrelta númerakerfi á
bifreiðum?
- Ég er tilbúinn til að beita mér fyrir
því. Það voru mennimir með lágu
númerin sem komu í veg fyrir það á
síðasta þingi. Það er sjálfsögð aðgerð
til að draga úr kostnaði. Það á að
ráða heilbrigð skynsemi en ekki dekur
við forréttindi.
Rósir fyrir milljón?
Rannveig Höskuldsdóttir, Reykjavik:
Við höfum lesið í fréttum að Al-
þýðuflokkurinn sé að flytja inn rósir
fyrir tæplega eina milljón króna. Er
það rétt og í hvað tilgangi er það þá
gert?
- Það er rétt að Alþýðuflokkurinn
hefur neyðst til þess að flytja inn rós-
ir. Það var ákveðið að undangengnum
könnunum sem sýndu að við gátum
ekki fengið þær frá innlendum fram-
leiðendum. Það reyndum við mjög
ítrekað. Rósin er hið alþjóðlega tákn
jafnaðarmanna og framundan eru
kosningar. Við munum nota þetta
tákn okkar með nákvæmlega sama
hætti og við gerðum við síðustu kosn-
ingar.
Skattiagning
Kristín Jóhannsdóttir, Reykjavik,
spyr:
Hefur Alþýðuflokkurinn á stefnu-
skrá sinni að skattleggja sparifé ellilíf-
eyrisþega?
Nei, Alþýðuflokkurinn hefur það
ekki á stefhuskrá sinni. Hitt er rétt
að við höfum sett fram ítarlega og til
þess að gera nákvæma verklýsingu á
þvi sem við köllum forgangsverkefni
næstu ríkisstjómar og það er heildar-
endurskoðun á öllu skattakerfinu. Þar
leggjum við megináherslu á það að
þrátt fyrir þær breytingar sem nú á
að gera, til dæmis með staðgreiðslu-
kerfi skatta, þá ná þær bara til
innheimtufyrirkomulags á sköttum
launþega.
Það sem hún snertir ekki á er skatt-
lagning á fyrirtækjum og skattlagning
á tekjum sjálfetæðra atvinnurekenda.
1 stefhuyfirlýsingu Alþýðuflokksins
segir að alveg eins og launatekjur eru
skattlagðar, þó við leggjum til að
skattfrelsismörk verði hækkuð, þá
verðum við að líta á breyttar aðstæð-
ur. Núna er um það að ræða að fólk
á verulegar eignir í tengslum við verð-
bréfamarkaði, til dæmis í formi
skuldabréfaeignar. Við teljum ekki
rétt að hafa það sem grundvallarreglu
í skattlagningu að eingöngu séu skatt-
lagðar tekjur manna af vinnu en að
tekjur af eignum, ef þær eru umfram
ákveðin mörk, og tekjuaukning á milli
ára umfram verðbólgu sé skattfrjáls.
En það er ekki á okkar stefhuskrá
að skattleggja sparifé ellilífeyrisþega.
Landbúnaðurinn
Hallgrímur Sigurður Aðalsteinsson,
Vaðbrekku, Hrafnkelsdal:
Hvað hefur þú að segja um land-
búnaðarmálin, um stefhu Alþýðu-
flokksins?
- Það er mjög erfitt að gera grein fyr-
ir henni í mjög stuttu máli. En
aðalatriðin eru þó þessi: Við höfum
lýst því yfir að við erum andvígir ríkj-
andi kvótakerfi og munum afhema það
við fyrsta tækifæri. Við ætlum okkur
til þess þrjú ár. í stað framleiðslu-
skerðingar með beinum tilskipunum
viljum við að ríkisvaldið beiti sinum
stjómtækjum á svæðaskipulag land-
búnaðarframleiðslunnar. Innan þess
ramma verði bændum í sjálfevald sett
hvemig þeir reka sín bú.
Sauðfjárbúskap á að stunda sam-
kvæmt ítölu þar sem beitarþol leyfir.
Mjólkurframleiðslan á auðvitað að
fara fram sem næst þéttbýlisstöðum.
Það á að skipuleggja landbúnaðinn
þannig á hagkvæmnisgrundvelli.
Stuðningur hins opinbera á fyrst og
fremst að beinast að vömþróun og það
á að brjóta upp einokunarkerfi SfS
og beina viðskiptunum til þeirra sem
best bjóða.
Þetta ætlum við að gera á þrem árum
og ég veit að þetta er leiðin til þess
að eyða tortryggni og ósætti milli
framleiðenda og neytenda. Heildsölu-
kostnaður við markaðssetningu
sauðfjár nemur hærri tölu en saman-
lagður launa- og flutningskostnaður í
sláturhúsum. Smásöluálagningin
samsvarar að minnsta kosti launum
2.050 bænda. En það munu ekki vera
nema 2.500 bændur í sauðfjárbúskap.
Þessu verður að breyta og það verð-
ur erfitt á meðan það gengur y’fir.
Égimá
konunni minni
Sigurgeir Guðjónsson, Hafnarfirði,
spyr:
Hver telur þú að lágmarkslaunin
eigi að vera hjá verkafólki?
- Lágmarkslaun, samkvæmt upplýs-
ingum kjararannsóknamefndar á sl.
hausti miðað við tvær fyrirvinnur, sem
er í 80% tilvika, vom 70 þús. á mán-
uði. Ég held að það sé ógjömingur
fyrir fjögurra manna fjölskyldu að lifa
á lægri launum. Þá vísa ég til minnar
eigin reynslu. Ég er með sex manna
fjölskyldu, þingfararkaupið er, að því
er ég best veit, 93 þús. á mánuði, þar
af fara um 40 þús. í skatta og önnur
gjöld. Það sem eftir er leifir engu til
að framfleyta sex manna fjölskyldu og
það dugir ekki til, ég verð að hluta til
að lifa á konunni minni.
Hrömun opinberrar
þjónustu
Baldur Ragnarsson, Reykjavík, spyr:
Mun Alþýðuflokkurinn beita sér fy'r-
ir auknum fjárveitingum til mennta-
mála?
- Já, hann mun gera það og sérstaða
okkar er einmitt sú að yið gerum grein
fyrir því í okkar tillöguflutningi, eins
og stjómmálaflokkar eiga að gera,
hvernig við ætlum að endurskipu-
leggja ríkisbúskapinn á íslandi og
tekjuöflunarkerfið, hvemig við ætlum
að fækka útgjaldaliðum ríkisins, sér-
staklega þeim sem má kenna við
millifærslur í þágu sérhagsmuna, til
þess að afla fjár fyrir þeim forgangs-
verkefnum, endurreisn velferðarríkis-
ins, sem við setjum á oddinn. Þar á
meðal eru skólamál ofarlega á blaði í
okkar stefnuvfirlýsingu, að bæta bún-
að skóla og auka gæði skólastarfe. Það
er orðið augljóslega sjúkdómseinkenni
í okkar þjóðfélagi það ginnungagap
sem er orðið á milli blómlegrar einka-
neyslu í landinu. t.d. einkabíllinn og
heimilið, en hins vegai' hrömun opin-
berrar þjónustu, t.d. skólinn okkar er
í hættu, gæði skólastarfs hafa farið
versnandi og námsefnið í mörgum til-
vikum úrelt. Það þýðir að það verður
að gera sérstakt átak í því að bjóða
upp á betra og nútímalegra námsefni
og það verður ekki gert án fjármuna.
en ég bendi þeim á hvar á að taka
peningana.
Tvöfalt siðgæði
Rögnvaldur Óðinsson, Reykjavík:
Eg er forvitinn um þetta siðgæði sem
þú hefur verið að predika um. Núna
upp á síðkastið snýst það um Albert
og þú virðist vera mjög mótfallinn
gerðum hans. Þá langar mig til þess
að vita hvers vegna þú réðst Ingólf
Margeirsson sem ritstjóra Alþýðu-
blaðsins skömmu eftir að hann viður-
kenndi opinberlega ósannsögli imi
viðskipti sín við Hafekip hf.
- Ég skal gjaman svara þessu eins
og ég er maður til. Kjaminn í umræð-
unni um tvöfalt siðgæði að undan-
fómu er þessi: Forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins sögðu að Albert væri
óhæfur til þess að gegna embætti iðn-
aðarráðherra vegna þess að hann
væri grunaður um skattsvik. Það vom
ekki mín orð, þetta sögðu þeir. Síðan
fór formaðurinn á fund fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna og lagði að þvi
að sami maður yrði ekki settur út úr
þeirri mllu að leiða lista flokksins i
Reykjavík.
Varðandi Ingólf Margeirsson er mitt
svar þetta: Hann var borinn þeim sök-
um sem þú ert að nefna. Hann brást
við á þann veg að hann sagði af sér
starfi þegar í stað. Ingólfur hefur ckki
verið kærður fyrir neitt. En hann hef-
ur tekið afleiðingum gerða sinna og
nú vitna ég til heilagrar ritningar: „Sá
vðar sem syndlaus er kasti fyrsta
steininum."
Fjölgun þingmanna
Magnús Sigmarsson, Stöðvarfirði,
spyr:
Var Jón Baldvin fylgjandi flölgun
þingmanna?
Nei. enda greiddi ég atkvæði á móti
því.
Kvótakerfið
Magnús Sigmai-sson, Stöðvarfirði,
spyr:
Hvert' er álit formanns Alþýðu-
flokksins á núverandi stefnu í fisk-
veiðimálum, það er kvótakerfmu?
- Mitt álit er ósköp einfaldlega þetta:
Ég tel það höfuðatriðj að rjúfa kvóta-
úthlutun á skip. Ástæðumar em
augljósar. Gömul skip. jafhvel ryðkláf-
ar og fúafleytur. ijúka upp í verði því
það er kvótinn. sem fylgir. sem ræður
verðlaginu. Þá útilokar kvótakerfið
það að hægt sé að snúa sér að eðli-
legri endumýjun á okkar gamla flota.
Það getur leitt til þess að þegar það
verðm- orðið óumflýjanlegt þá verðm-
það orðið svo risavaxið verkefhi að
við verðum að flvtja það úr landi og
skipasmíðaiðnaðurinn okkar missir af
því.
Þannig að við segjum: Kvótakerfi á
skip er ekki fiskveiðistefha til fram-
búðar. Það var neyðarráðstöfun til
skamms tíma. út af fyrir sig hægt að
fallast á hana í eitt til tvö ár en hún
má ekki festast í sessi.
Albert hefur
enga stefnu
Sigurður Magnússon, Reykjavik, spyr:
Ef Alþýðuflokkurinn gengur til
stjómarsamstarfs skiptir þá máli úr
hvorri fylkingu sjálfetæðismanna
starfað er með, ef málefhagmndvöllur
finnst?
- Ég veit nánast ekkert um stefhu
Borgaraflokksins. Ég er þeirrar skoð-
unai' að Albert Guðmundsson hafi
enga stefnu. Ég hef aldrei heyrt hann
lýsa pólitískum hugmyndum, lesið eft-
ir hann blaðagrein eða heyrt hann
flytja ræðu um pólitik. Hann segist
vera fyrirgreiðslumaður, sem ég kalla
framsóknarmennsku. í kringum Al-
bert er fólk eins og Júlíus Sólnes sem
er frjálshyggju- og hægri maður og
síðan hefur hann Aðalheiði Bjam-
freðsdóttur sem er yfirlýst vinstri-
manneskja. Verður einhver stefria úr
þessu? Þetta em mínar efasemdir í
bili. Mér sýnist stefhuskráin aðallega
vera klippiverk úr stefhuskrám ann-
arra flokka.
Alþýðuflokkurinn
þriðji hægri flokkurinn?
Aðalsteinn Björnsson Reykjavik stjórnmála. Það getur hver maður
spyr: séð sem kynnir sér stefnumál hans.
Ef Alþýðuflokkurinn gengur til Við erum að því leyti við snertiflöt
stjómarsamstarfe við Sjálfetæðis- Sjálfetæðisflokksins að við viljum
flokkinn er þó ekki kominn þriðji draga úr ríkisafskiptum í atvinnulíf-
hægri flokkurinn? »'u og efla hér markaðsbúskap og
- Flokkar breyta ekki um eðli við samkeppni án ríkisforsjár. Þetta er
að mynda stjóm. Alþýðuflokkurinn vegna þess að við erum baráttumenn
myndi ekki breyta um eðli við að fyrir velferðarríki fólksins. Þetta er
mynda stjóm með Sjálfstæðisflokkn- eina leiðin til að fá fjármuni til að
um. Við búum í landi margflokka- efla hér velferðarríki sem hefur verið
kerifis og samsteypustjórna. í hrörnun á undanfómum árum.
Alþýðuflokkurinn er forystuafl Þannig að Alþýðuflokkurinn er af-
vinstra megin við miðju íslenskra dráttarlaust jafhaðarmannaflokkur.
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, á beinni línu DV. Við borðið eru einnig blaðamennirnir Kristján Már Unnarsson og Ólafur
Jóhannsson og Ellert B. Schram ritstjóri. DV-mynd GVA