Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987. 55- Menning Emn? tveir, einn, 1 tveir, einn, tveir, þrír, fjór Einn, tveir, einn, tveir-einn, tveir, þrir, fjór. Hljómplata meö leik Skólahljómsveitar, Hornaflokks og Djassbands Kópavogs. Stjórnendur: Bjöm Ásgeir Guójónsson og Árni Scheving. t Tuttugu ár? Það hlýtur að vera lygi. Kópavogur sjálfur er rétt þrí- tugur sem kaupstaður og Skóla- hljómsveitina segja þeir tvítuga. En sagan er skráð og skjalfestum sann- leikanum tjóar ekki að mótmæla. Þó get ég ekki að því gert að mér finns eins og það hafi veríð í gær - í hæsta lagi í fyrradag, að Bjössi blásari (vonandi fær nú enginn hiksta þótt gömul viðurnefni séu notuð) marséraði út með legíó af krökkum sem varla voru búin að læra C-dúr skalann en spiluðu samt. Til að ala upp „sveitamenn" Síðan hefur Bjöm lagt ótrauður á brattann og ávallt við óskorað fylgi sinna ungu liðsmanna. I ýmsu hefur Skólahljómsveit Kópavogs og reyndar Homaflokkurinn líka, verið í fararbroddi í málefnum bama- og unglingalúðrasveita. Þar var til dæmis þegar í byijun byggt á fjölda til að létta hinum ungu blásurum leikinn. Þau fóru strax að blása sam- an, og út að blása það sem þau kunnu, um leið og þau höfðu lært nokkra tóna. Kennsluaðferðimar miðuðust líka, í fyrsta sinn held ég á íslandi, við að ala upp „sveita- . menn“ í stað lítilla gervieinleikara. Og krakkamir fengu sannarlega fljótt að flytja lúðurhljóminn úr Kópavogi víða um lönd, en þó fyrst og fremst til vinabæjanna á hinum Norðurlöndunum. Raunsönn mynd Afmælisplatan, sem hér um ræðir, þykir mér gefa raunsanna mynd af lúðrasveitunum öllum þremur, eins „Blásarinn" frumkvöðull luðrablást urs í Kópavogi. Tónlist Eyjóifur Meisted og þær hafa komið fyrir í leik sínum á hátíðum og tyllidögum á undanf- ömum árum. Það er kraftur í krökkunum. Mikill kraftur og þykir mér stundum sem dugnaðurinn sé tekinn fram yfir fágun. Mín skoðun er sú að þeim atriðum þyldi að vera blandað saman í jafhari hlutföllum hjá homaflokkunum í Kópavogi. Þetta á þó síður við um Djassband- ið. Þar er keyrslan ekki látin sitja að sama skapi í fyrirrúmi, heldur meira sinnt sveiflu og fleiri góðum djassins siðum. Þessu gr reynt að koma óbrengluðu til skila í upptö- kunni og þykir mér sem það hafi tekist eftir föngum vel. Hefur skiln- ingur upptökustjóra þar eflaust miklu ráðið. Það sýnir vel afstöðu ráðamanna í bænum að það er Lista- og menningarráð Kópavogs sem gef- ur plötuna út. Kópavogsbúum hefur frá upphafi þótt sómi að sínum homaflokkum og styðja þeir von- andi áfram myndarlega við bakið á starfseminni, enda næg ástæða til. EM Tire$tone Torfæruhjólharðar semskila þérá leiðarenda Þessir hjólbaröar hafa veriö marg- prófaðir við erfiðustu aðstæður og útkoman er stórkostleg. Þeir eru þrælsterkir og gripmiklir í torfæru- akstri en samt þýðir og hljóðlátir á malbiki. Fáanlegir á mjög hagstæðu verði. Stærðir: 215/75 R 15 235/75 R 15 30x9.50 R 15 31x10.50 R 15 32x11.50 R 15 33x12.50 R 15 255/85 R 16 JÖFURHF , / • NVBÝLAVECI 2 • SÍMI 42600 /> .’ J/Vh1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.